Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 7
[ Miðvikudagur 26. okt. 1955 MORGUISBLAÐIÐ ! B 1 Fulltrúar á stofnfundi Landssambands bindindismanna. flBBoaaa ■ ■•■••■■»■■• ■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■»■■■■■■*■a■■ NYKOMIÐ GOLFTEPPI (u 1 I a r) margar stœrðir, mjög falleg og ódýr. HAfHPGÓLFTEPPI Sérsfakieya faiSeg STEHií oy fefJÖG ému Þeir, sem eiga pantanir á þeim hjá okkur vitji þeirra sem aílra fyrst. SS.F. Teppa- og dreglagerðin. VESTUKGÖTU 1 Lðiidisainbðnd stofn IREGLUGERÐ um áfengis- varnaráð er því ætlað að efna til samvinnu meðal allra bind- indissamtaka í landinu og sam- ræma störf þeirra. Síðastliðið vor skrifaði áfengisvarnaráð málli 20 og 30 félögum og jafnvel fleiri en þeim, sem hafa bind- indi á stefnuskrá sinni, og óskaði þess, að þau gerðust aðiljar að stofnun Landssambands gegn áfengisbölinu, svo sem fyrirmynd er að með öðrum þjóðum, eins og t.d. Svíum. Játandi svöruðu 22 félagasamtök og kusu hvert tvo fulltrúa á væntanlegan stofn- fund. Þrjú félög sendu tvo áheyrnarfulltrúa hvert. Öll svör- uðu vinsamlega. Aðeins frá einu hefir ekkert svar borizt. Auk áðurnefndra fulltrúa mætti áfengisvarnaráð, sem boðað hafði til fundarins. Var hann háður 15. og 16. þessa mánaðar í Bindindishöllinni í Reykjavik. Brynleifur Tobíasson, formaður áfengisvarnaráðs, bauð fulltrúa velkomna í upphafi fundarins og rakti tildrög hans og tilgang slíks félagasambands. Fundarstjórar voru kosnir Magnús Jónsson alþm. og Björn Magnússon próf., en fundarritarar Helgi Tryggva- son cand. theol. og Benedikt Bjarklind cand. juris. Frumvarp til laga Sambandsins var lagt fram af hálfu fundarboðenda, og eftir athugun nefndar, sem kjör- in var ó fundinum og nokkrar umræður, var það samþykkt. — Samkvæmt lögunum er „tilgang- ur Landssambandsins að stuðla að bindindissemi, vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og leitast við að skapa almenningsálit, sem hagstætt er bindindi og reglu- semi. Landssambandið starfar í sam- vinnu við áfengisvarnaróð". Kosin var sjö manna stjórn, og hefir hún nú skipt með sér störf- um þannig: Formaður: Magnús Jónsson, alþm.; varaformaður: Björn Magnússon, prófessor; rit- ari: Frímann Jónasson, skóla- stjóri; féhirðir: Axel Jónsson, sundlaugavörður; og meðstjórn- endur; Magnús Guðmundsson, prestur í Ólafsvík; Stefán Run- ólfsson, rafvirkjameistari og frú Viktoría Bjarnadóttir. Fimm voru kosnir í varastjórn: Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, Guðm. Gíslason Hagalín, bóka- fulltrúi; Gunnar Sigurðsson, cand. theol.; Ingimar Jóhannes- son, fulltrúi; og Pétur Óskarsson, form. Sjómannafélagsins í Hafn- arfirði. Endurskoðendur reikn- inga voru kosnir: Steinþór Guð- mundsson, cand. theol. og Saló- mon Heiðar, skrifstofustjóri, Ennfremur kaus stofnfundur- inn fulltrúaráð, einn fulltrúa frá hverju félagasambandi og einn til vara. | Allir þessir starfsmenn voru kosnir til eins árs samkvæmt bráðabirgðaákvæði um að halda næsta reglulegt þing haustið 1956. Upp frá því skal kjörtíma- bilið vera tvö ár. i Þessi félagasamtök sendu full- trúa á stofnfund Landssambands gegn áfengisbölinu: Alþýðusam- ! band íslands, Áfengisvarnanefnd kvenna i Reykjavík og Hafnar- firði, Bandalag íslenzkra far- j fugla, Bandalag íslenzkra skáta, Bindindisfélag íslenzkra kenn- ara, Bindindisfélag presta, Bind- indisfélag ökumanna, Hjálp.ræðis herinn, Hvítabandið, íþróttasam- band íslands, KFUK, KFUM, Kvenfélagasamband íslands, Landssamband framhaldsskóla- kennara, Náttúrulækningafélag íslands, Prestafélag íslands, Sam- band bindindisfélaga í skólum, Samband íslenzkra barnakenn- ara, Samband íslenzkra kristni- boðsfélaga. Sjöunda dags aðvent- istar á íslandi, Stórstúka íslands af IQGT og Ungmennafélag ís- lands. Auk þess sátu áfengis- varnaráðsmenn fundinn og eiga fulitrúa og varafulltrúa í full- trúaráði Landssambandsins. — Áheyrnarfulltrúa sendu AA- samtökin. þ,e. Félag fvrrverandi- drykkjumanna, Læknafélag ís- lands og Slvsavarnafélag íslands. Á stofnfundi Lanössambands- ins gegn áfengisbölinu kom .fram einlægur samstarfsvilji meðal fulltrúa fyrrgreindra félagasam- taka, enda voru allir sammála um brýna þörf samvinnu allra góðra manna og samtaka gegn liinum ískyggilega drykkjuskap- ar-faraldri í landinu. Gert er ráð fyrir nánu sam- starfi áfengisvarnaráðs og Lands sambandsins. Er annars vegar um að ræða ríkisstofnun og hins vegar frjáls samtök landsmanna, og er mikiis um vert að þau beiti sameinuðum kröftum sínum að sameiginlegu takmarki, Höfum til sölu reiðhjól með Ijósaútbúnaði og bögglabera, sem seljast ódýrt. Garðar Gtslason li.f. bifreiðaverzlun. Misveinn us hálfan eða alian daginn. — Þægileg vinnuskilyrði. Til viðtals milli kl. 6—7 e. h. ^SígiAníur ^Jrc & (So. \ \ a nneóóon Grettisgötu 3 — Sími 3429 ■•i nnemi Iðnnemi óskast í fámenna en eftirsótta iðngrein. Þarf að vera laghentur og helzt að hafa lokið 1 til 2 bekkjum ✓ í iðnskóla eða gagnfræðaprófi. — Umsóknir, ásamt mynd og meðmælum sendist í pósthólf 945 sem fyrst. Ráðning í þessari viku. •■■■■■■■ ■■«»<■■•■■«■■■■■«■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.««•••■•■■ ■ ■■■■■ ■■■■■( ■ ■•■*•amrnmmm TIL SOLU Myndin var tekin af nemervdum Barnamúsikskólans á tónleikum, sem haltlnir voru á s. 1. vori. Bornamúsikskóii Edelsteins hefir stotiað í þrjó vetnr BARNAMÚSIKSKÓLI di\ Edelsteins er nú fluttur í ný húsa- kynni, og mun hann taka til starfa um léið og barnaskólarnir. I vetur verður hann til húsa í Austurbæjarbarnaskóla, þar sem hann fær rúmt og gott húsnæði. Skólinn hefir nú starfað í þrjá vetur og aðsókn að honum farið stöðugt vaxandi. í fyrra voru t. d. tæpir 100 nemendur í honum. FRA 5 ARA Dr. Edeistein, sem veitt hefir skólanum forstöðu, skýrði frétta- mönnum í gær nokkuð frá starf- semi skólans, Gat hann þess m. a., að undanfarna tvo vetur hefðu yngstu nemendur hans v.erið 8 ára en nú yrðu tekin 5 ára börn, og verður einn tími í viku fyrir þau, -— sömuleiðis fyrir eldri börn, sem ekki haía áður verið í skóianum. í skólannm er keimdur söngur, píanóleikur, á blokkflautu og gígju, sem er fímm strengja hljóðfæri. Fer Frh á bls. 12. 3|a herbergja íbúð j ■ Af sérstökum ástæðum er 3ja herb. kjallaraíbúð á Lang- ■ holtsvegi 160, til sölu. — íbúðin er mjög rúmgóð og í •; ■ góðu ásigkomulagi. — Verður laus um næstu mánaðamót. j • JÓN P. EMILS, hdl. I Ingólfsstræti 4 — Sími 82819 - Orðsending _ frá sérleyfishöfum Samkvæmt leyfi póststjórnarinnar verður íramvegis ekið.frá ICeflavík beint eftir Reykjanesbraut. en hætt að aka krókinn gegnum Ytri-Njarðvík. SÉRLEYFISBÍLAR KEFLAVÍKUR SÉRLEYFISBÍLAR STEINDÓRS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.