Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. okt. 1955 Ekki með vopnum vegið EFTIR SIMENON Framhaldssagan 25 voru Jéan Métayer og málaflutn- ingsmaðurirín seztir að hádegis- verðinum: Sardínum, síldarflök- um og pylsum, sem líktust einna helzt hors-douvres. Mennirnir tveir voru í mjög góðu skapi, gáfu Maigret hæðnis- legt hornauga, þegar hann gekk inn í stofuna, glottu og drápu titlinga. Málafærslumaðurinn haíði þeg ar breitt út borð-þurrku s' ia og hengt hana framan á bringuna. „Ég vona a.m.k. að þér séuð búin að útvega eitthvað af ætis- sveppunum með hænsnakjöt- inu?“ sagði hann í spurnartón. Aumingja Marie Tatin. Hún hafði keypt litla bhkkdós í ný- lenduvöruverzluninni, en h ’ n gat bara ekki með neinu móti r pnað hana. Og svo kom hún sér alls ekki að því, að játa það fyrir gestum sínum. „Já, ég er búin að því, mon- sieur“ „Ágætt, reynið þér þá í öllum bænum, að koma matnum sem fyrst á borðið. Matarlyktin hérna í stofunni gerir mann alveg ban- hungraðan“. Það var Maigret, sem gekk fram í eldhúsið og opnaði biikk- dósina, en Marie stóð álengdar, skágaut augunum og stamaði hvíslandi: „Ég er orðin einhvernvegin alveg rugluð í öllum þessum ys og þys. .. Ég....“ „Æ, góða Marie, þegiðu nú ein- hverntíma“, nöldraði hann gremjulega. „Ein herbúð .. Tvær herbúðir .. Þrjár herbúðir. .. .“ Hann langaði til að gera svo- lítið að gamni sínu við ha:ia, til þess, fyrst og fremst, að flýja veruleikann stundarkorn: „Eftir á að hyggja, þá bað prest urinn mig um að senda yður þrjú hundruð daga aflát .. Það er eitt hvað viðvíkjandi fyrirgef lingu allra þinna synda“. Og Marie Tatin, sem ekki skildi glensið í umsjónarmanninum, en tók orð hans mjög alvarlega, leit á hinn stórvaxna mann með ótta og lotningarfullri aðdáun. 7. kafli. Maigret hafði hringt til Uoul- ins og beðið um að sér yrði send leigubifreið. í fyrstu varð hann talsvert hissa, er hann sá eina slíka bif- reið renna upp að húsinu, aðeins tíu mínútum eftir umgetið sím- | tal, en þegar hann var á leið til dyranna, þá skarst málaflutnings maðurinn, sem var að ljúka við kaffið sitt, í leikinn. „Afsakið, umsjónarmaður .. Þetta er víst bifreiðin sem okkur var lofuð .. En ef þér kærið yður nokkuð um það, þá er yður vel- komið að vera með....“ „Nei, þökk fyrir. Ég á sjálfur i von á vagni hingað, innan Mtillar I stundar". I Og Jean Métayer og málaflutn- ; ingsmaður hans lögðu af stað í stórum og fornfálegum skrjóð, | sem enn bar merkisskiöld s ðasta eiganda síns. Stundarfjórðungi síðar lagði svo Maigret af stað, en á Iriðinni skeggræddi hann við bifroiðar- stjórann og athugaði lands’ag og umhverfi. Landið var mjög tilbreytingar- laust, tvöföld röð espitrjáa stóð meðfram veginum, plægðir akrar breiddu úr sér svo langt sem augað eygði, hér og hvar birtist svo lágvaxið smáviðarkjarr eða glampaði á spegilsléttar tjarnir, sem blikuðu eins og blágræn augu. Húsin flest voru mjög hrörleg- ir kofar og stafaði það fyrst og fremst af því, að hér voru engir litlir jarðeigendur til, ekkert nema stórar jarðeignir og á einni þeirra, sem tilheyrði hertoganum af D...., stóðu t.d. þrjú sveita- þorp. Landareign Saint-Fiacre greifa dæmisins hafði verið samanlögð fimm þúsund ekrur, áður en byrj að var að selja skika og skika af henni. Til þess að annast flutninga, hafði einn bóndinn keypt gamlan strætisvagn frá París og fór hann eina ferð dag hvern, á milli Saint-Fiacre og Moulins. * „Hérna sjáið þér nú sveitina", sagði bifreiðarstjórinn. „Hún er nú ekki svo mjög afleit núna, en þér ættuð bara að sjá hana að vetrarlagi". t Þeir óku einmitt niður eftir aðalgötu Moulins, þegar klukkan í turni St. Peters kirkjunnar sló hálf þrjú. Maigret lét bifreiðarstjórann nema staðar úti fyrir Comptoir d’Escompte og greiddi honum þar ökugjaldið. Rétt í því að Maigret sneri sér við og ætlaði að ganga inn í bank- ann, kom kona út og leiddi dreng við hönd sér. Umsjónarmaðurinn sneri sér í mesta flýti að búðarglugga og þóttist vera að skoða eitthvað þar, en í raun og veru var hann að fela sig fyrir konunni , Þetta var sveitakona, klædd sínum beztu viðhafnarflíkum. Hatturinn trónaði efst á hvirfl- inúrn og mitti Mkamans var reirt í harða fjötra lífstykkisins. j Hún gekk virðulega með tign- 1 arsvip framhjá umsjónarmannin- um og virti hann ekki viðlits frekar en um einhvern dauðan hlut væri að ræða. i Þetta var móðir Ernests, rauð- hærða drengsins, sem var prest- inum til aðstoðar við guðsþjón- usturnar í Saint-Fiacre. Á götunni var mikill ys og um- ferð og auðséð var, að Ernest langaði mikið til að nema staðar j og virða betur fyrir sér allt það,. sem fyrir augu hans bar, en móð- , ir hans teymdi hann, nauðugan viljugan, á eftir sér. En skyndilega laut konan nið- ur að syni sínum, sagði eitthvað við hann og síðan hurfu þau bæði inn í leikfangabúð, sem stóð þar í nánd. i Maigret þorði ekki fyrir sitt Mtla líf að ganga nær, en hátt og hvellt blístur, sem hljómaði nokkrum sinnum út úr verzlun- j inni, stundarkorni síðar, gaf hon- ! um glögga hugmynd um það, sem farið hafði fram. j Allskonar bMsturstilbrigði glumdu við og loks var svo að heyra sem kór-drengurinn væri búinn að sannfæra sig um ágæti flautunnar, sem móðir hans hafði augsýnilega lofast til að gefa hon- um, ef hann yrði þægur. Þegar hann kom aftur út úr verzluninni, bar hann hina dýr- mætu eign sína í langri snúru. en móðir hans varð enn sem fyr að draga hann áfram og hafa á hon- um nánar gætur, svo að hann blési ekki sífellt í flautuna iiti á götunni, þar sem allt var fullt af fólki. Bankinn var líkur öllum sams- konar stofnunum sveitaþorpa. Þar var langt eikar-afgreiðsiu- borð og innan við það sátu fimrn skrifarar og lutu yfir skrifborð sín. Maigret gekk að opi þar sem stóð skrifað Comptes courants uppi yfir og skrifstofumaður reis úr sæti sínu, til þess að vita, hvers hann óskaði. Maigret vildi fá að vita ná- kvæmlega um það, hvernig fjár- hagsmálum Sair.t-Fiacre væri komið. Sérstaklega langaði hann til að vita, hvort nokkrar þær ráðstaf- anir hefðu verið gerðar síðast- Mðna viku, eða jafnvel síðustu daga, sem kastað gætu nokkru ljósi yfir allar aðstæðurnar. I En hann þagði um stund, á með an hann virti unga manninn grandgæfilega fyrir sér, sem hafði mjög lýtalausa framkomu HUSiwÍÆÐUR! 3 Þór þurfið ekki nema 1 teskeið af volgu vatni til þvotta á rúðum og speglum. Þurrkið með þurrum klút eftir þvottinn. Allt verð- ur spegilgljáandi og helst lengur hreint. — REI spaiar strit, verndar hend- urnar, og kostar svo und- urlítið! NOTIÐ ÞVÍ HELDUR REI! HeildsölubirgSir: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON H. F. Leciton er dásaml. sáp- an, sem til er. Froðan fingerð, mjúk og ilmar ^gg yndislega. — Hreinsar | prýðilega, er óvenju \ * ' drjúg. Eg nota aðeins |v-\»rí,, Leciton sápuna, sem * , heldur hörundinu ungu, mjúku og hraustlegu. Indíánarnir koma i Sagan hefst í Englandi um 1750. Englendingar voru þá í óðaönn að brjóta undir sig Ameríku, — voru langt komnir með að taka öll yfirráð af Frökkum, sem komið höfðu til álfunnar langt á undan þeim. Áttu Englendingar í hörðum bardögum við Frakka hvarvetna á austurströndinni, allt frá Kanada suður til Florida-skagans. Um þessar mundir fluttu Englendingar því mikinn liðsafla yfir hafið til þess að berjast við Frakka og Indíána, sem veittu Frökkum sums staðar all- mikla hjálp gegn enskinum. Þegar saga þessi gerist, voru Indíánar allfjölmennir í Ameríku og áttu oft og tíðum í miklum bardögum við hvíta menn, sem sölsuðu undir sig landflæmi frumbyggjanna, og án nokkurrar miskunnar. Einstaka flokkar Indíána voru þó vinveittir hvíta manninum. Og það var einmitt í þessu stríði, sem verið er að segja frá, að Frakkar reyndu að vinna suma Indíánaflokka á sitt band til þess að auka við herafla sinn á móti Englendingunum sem voru miklu fjölmennari. Frum- byggjarnir voru afar herskáir og notuðu aðallega axir, boga og örvar í bardögunum á móti hvítu mönnunum. Einnig voru fjöldamargir Indíána flokkar, sem hötuðu alla hvíta menn og notuðu hvert tækifæri til að drepa þá og brenna hús þeirra. Voru þeir einkum fjölmennir inni í landinu, en þangað hættu sér ekki aðrir en hugrökkustu menn, sem settust þar að með fjölskyldur sínar. Bæði á degi og nóttu varð þetta fólk að vera viðbúið árásum Indíánanna, sem komu í hópum, æpandi og grenjandi á hinum fótfráu hestum sínum. Á þessum slóðum var jörðin að mörgu leyti betur fallin til ræktunar, — og eins mikið jarðrými eins og hver frekast vildi. LECIT HEILDSÖLUBIRGÐIR: I. Brynjéðfsson & Kvaran Wglísíelectríc 9 i 8,3 Kub. fet. KÆLISKÁPARNIR Komnir aftur — glæsilegir og traustir, 5 ára ábyrgð tryggir gæðin. €» R l€JVv LAUGAVEGI 166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.