Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 16
VeSarúffH f áir NV eða V-kaldi. Skýjað. 244. tbl. — Miðvikudagur 26. októbcr 1955 Genfar-fundurinn Sjá grein á bls. 9. gfótur frd Stykkishólmi sekkur við Höskuldsey Báfsverjar bjargasf nauðuglega á land STYKKISHÓLMI, 25. október. IGÆRMORGUN snemma, varð sá skipskaði hér, að mótorbátur- inn Súlutindur, 6 smálesta, sem er eign Höskuldar Pálssonar í Stykkishólmi, sökk við Höskuldsey. Tveir menn voru á bátnum og björguðust þeir nauðuglega. Á LEIÐ I ROÐUR Súlutindur var á leið í róður og fór frá Stykkishólmi kl. 6 í gærmorgun. Skipverjar voru tveir, Jónas Pálsson og Jón Höskuldsson. Veður var suðvest- an, hægur kaldi en nokkur sjór. Var báturinn staddur um það bil 20 mínútna keyrslu út af Höskuldsey, er þeir félagar urðu varir við leka. SÖKK SKAMMT FRÁ LANDI Sneru þeir þá tafarlaust við, en lekinn ágerðist mjög strax eftir að þeir urðu hans varir. — Stefndu þeir félagar til Hösk- uldseyjar og skipti engum tog- um að þar stöðvaðist vél bátsins vegna lekans og sökk Súlutindur þar skammt frá landi. Björguð- ust mennirnir nauðuglega á land. DREGINN TIL STVKKISHÓLMS Ekkert var hægt að aðhafast um björgun bátsins í Höskuldsey vegna þess að vitavörðurinn þar kom ekki bát sínum fram, sökum skorts á mannafla. Var þessvegna hringt til Stykkishólms og leit- að aðstoðar. Kom þegar á vett- vang bátur þaðan og tveir menn. Tókst að ná Súlutindi úr sjó og var komið með hann hingað til Stykkishólms kl. 7 í gærkveldi. MIKLAR SKEMMDIR Ekki er búið að athuga skemmdir bátsins til fulls, en þegar kom í ljós, að hann er mikið skemmdur og meðal ann- ars að kjölsíðan er rifin frá kili á stóru svæði. Þarfnast báturinn mikilla viðgerða. Súlutindur kom . til Stykkis- hólms síðastliðið vor og er einn af happdrættisbátum Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna. — Árni. Fimm ára drengur druírknar á Suðureyri í GÆR varð það sorglega slys á Suðureyri við Súgandafjörð, að fimm ára gamall drengur, Hilm- ar Páll Jakobsson, féll út af bryggju og drukknaði. Hilmar Páll hafði verið á bryggjunni með eldri bróður sín- um, er liljóp þegar og gerði mönn um, sem voru þar skammt frá, viðvart. Brugðu þeir fljótt við, fóru tveir þeirra út á bát og náðu drengnum upp. Hann var þá með | vitundarlaus. Voru þegar hafnar ilífgunartilraunir, en þær báru engan árangur. NáttúrugripasafniB fœr afsteypu af brjóstmynd af Þorvaldi Thoroddsen ÞEGAR prófessor Þorvaldur Thoroddsen dva.di á íslandi í síðasta sinni, sumarið 1919, varð það að ráði, fyrir forgöngu i!li; það $em a! er vikunn! SKRIFSTOFU borgarlæknis er nú kunnugt um 113 manns, sem veikzt hafa af mænusótt í læknisumdæmi borgarlækn- is. Þar af hafa 37 lamazt, en þeir sjúklingar eru yfirleitt á batavegi. Það, sem af er þessari viku, hafa orðið 7 tilfelli, en enginn þessara sjúklinga lamazt. Enn er óvarlegt að fullyrða, að veikin hafi náð hámarki, þótt j ekki sé það ólíklegt. Viðhald og stækkun flug- vallarins i Vm.eyjum má ekki dragast lengur Alykíunarfillaga þingmanna eyjarskeggja ÞINGMENN Vestmannaeyja, þeir Jóhann Þ. Jósefsson og Karl Guðjónsson hafa borið fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ekki verði látið dragast lengur, að hefjast handa um nauð- synlegt viðhald og umbætur til öryggis á Vestmannaeyjaflugvelli og hraða svo sem unnt er stækkun vallarins. ALIT FJARVEITINGA- NEFNDAR í greinargerð fyrir tillögunni segja flutningsmenn, að þeir hafi flutt ályktunartillögu á síðasta þingi um að hraða stækkun flug- vallarins í Vestmannaeyjum. — Tillagan fékk ekki fullnaðaraf- greiðslu en í nefndaráliti fjár- veitinganefndar sagði m. a.: „Þess má vænta, að flugmála- stjórnin verji af fjárveitingu til flugvallargerðar, svo miklu fé til umbóta á Vestmannaeyjaflug- velli, sem unnt er, með hliðsjón af öðrum þörfum á þessu sviði.“ ÁHERZLA LÖGÐ Á STÆKKUN FLUGVALLAR í tillögum okkar á síðasta þingi, segja flutningsmenn, var lögð sérstök áherzla á stækkun flug- vallarins, enda viðhald vallarins svo sjálfsagt, að ekki þyrfti um það tillögu að flytja á Alþingi, enda vita allir að notkun flug- vallarins í Eyjum er mjög mikil. En nú er ekki nóg með að flugmálastjórnin hafi látið stækk unarframkvæmdir undir höfuð leggjast, heldur einnig vanrækt nauðsynlegasta viðhald á slitlagi vallarins. ÓVIÐUNANDI ÁSTAND Ástand vallarins nú er ó- viðunandi. Slitlag vallarins er svo þunnt að hætta getur verið, að flugvélar sökkvi í lendingu eða við flugtak. Má öllum vera ljóst hverjar af- ( leiðingar það getur haft. — Einnig er lenging flugbraut- arinnar til vesturs mjög að- kallandi, þar eð reynslan sýn- ir, að austurhluti brautarinn- ar notast ekki til fulls við að- flug úr austri. Að lokum segir í greinargerð- inni: — Öllum Vestmannaeyingum og mörgum þeim, er skipti eiga við Eyjar er ástand Vestmanna- j eyjaflugvallar orðið mikið á- hyggjuefni og hinn furðulegi dráttur á aðgerðum, er tryggja hið fyllsta öryggi, fullkomið hryggðarefni. Önnur jarðýisn upp í gær útlán um 10% VEGNA stöðugt versnandi fjár málaástands í landinu, hafa bankarnir talið nauðsynlegt að draga úr útlánum sinum til verzlunar og iðnaðar til að byrja með, og síðar á öðrum sviðum. í tilkynningu frá Landsbank- anum, Útvegsbankanum, Bún- aðarbankanum og Iðnaðar- bankanum, segir svo, að þeir hafi ákveðið að lækka útlán um 10% fyrir desember næst- komandi. Á þetta við hlaupa- reikningsyfirdrætti, víxil- kvóta og kaup á verzlunar- víxlum. Aðrar vixilskuldir verða færðar niður á sama hátt. Smíðað $kó fyrir bækiaða í 15 ár MORGUNBLAÐINU hefir verið á það bent, að Halldór Arnórsson, limasmiður hér í Reykjavík, hafi lært skósmíði fyrir bækl- unarsjúklinga úti í Danmörku. Þá hafi verkstæði hans undan- farin 15 ár annast smíði á skó- fatnaði fyrir bæklunarsjúklinga og hafði hann í fimm ár starf- andi hjá sér danskan kunnáttu- mann í iðninni, sem einn af starfs mönnum Halldórs lærði hjá, en maður þessi annast nú smíði á hinum sérstaka skófatnaði, sem bæklunarsjúklingar þurfa með. Eflið landgræðslusjóð Bjarna Jónssonar frá Vogi, og Matthíasar Þórðarsonar, að hann sæti fyrir hjá Ríkarði Jónssyni myndhöggvara, er gera skyldi brjóstmynd af honum. Þessi brjóstmynd mun vera sú eina, sem nokkru sinni var gerð af Þorvaldi og er hún mjög lík hon- um að þeirra dómi er þekktu hann. Myndin var síðar á sýningu í Charlottenborg og fékk þar lof- samlega dóma. i Fram til s'ðasta vors, var að- eins eitt eintak af þessari brjóst- mynd, og það í gipsi, í eign Menntaskólans í Reykjavík, en í tilefni af 100 ára afmæli Þorvalds Thoroddsens, hinn 6. júní síðast- liðinn, veitti menntamálaráðu- neytið fé til þess að gerð yrði bronsafsteypa af myndinni. SÚ afsteypa var gerð í Kaupmanna- höfn og er nú komin til landsins. Hefur menntamálaráðuneytið ákveðið, að hún verði framvegis varðveitt í jarðfræðideild Nátt- úrugripasafnsins. Er deíldinni mikill fengur að þessari mynd af frægasta jarð- fræðingnum, sem ísland hefur al- ið og verður myndinni að sjálf- sögðu valinn veglegur staður í hinni fyrirhuguðu náttúrugripa- safnsbyggingu, þegar hún rís af grunni, sem vonandi verður í ná- inni framtíð. (Frá Náttúrugripasafninu.) r m i nyjum Þar eru um 4990 bækur, auk biaða og límarita UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA Bandaríkjanna í Reykjavík hefur nú opnað aftur bókasafn sitt og lesstofu og er það nú til húsa á neðstu hæð hússins Laugavegur 13. í bókasafninu eru um það bil 4000 eintök bóka, sem gefnar hafa verið út í Bandaríkjunum, margar um tæknileg og vísindaleg efni, einnig eru í bókasafninu mikið af nýjum tímaritum og dagblöðum. Bókasafnið hefur verið lokað síðan í júnímánuði s. 1. vegna flutninga. Er það nú flutt í betri og hentugri húsakynni og getur fólk nú haft meiri not af því en áður. Öllum er að sjálfsögðu heimill aðgangur. ÞUFUM, 25. okt.: — í dag náðist upp önnur jarðýtan úr Mjóafirði, og var hún flutt á prammanum til ísafjarðar. Haldið verður áfram að reyna að ná hinni. Þar sem þær voru, var 28 metra dýpi svo björgun þeirra er erfið. — P. P. Landgræðslusjóður efnir um þessar mundir til bílhappdrættis (Mercedes-Benz 220). Dregið verður 5. nóv., og þá aðeins úr seldum miðum. — Hjálpið til að klæða landið um leið og þér freistið gæfunnar. — Myndina hér að ofan tók Gunnar Rúnar í Múlakoti. Sjást þar greinar á eplatré með blómum. Upplýsingaþjónusta Banda- ríkjanna er hér til þess að stuðla að gagnkvæmum skilningi mill- um íslands og Bandaríkjanna. NæStu viku mun verða sérstök sýning á bókum, er fjalla um starfsemi Sameinuðu þjóðanna, en í gær voru tíu ár liðin frá því að stofnskrá þeirra var und- irrituð. Upplýsingaþjónustan hefur skrifstofur sínar á fimmtu hæð hússins Laugavegur 13, en bóka- safnið er á neðstu hæð í sama húsi, með inngangi frá Lauga- vegi. Skrifstofan hefur til umráða um það bil 670 kvikmyndir, þar af um 65 með íslenzku tali. Þess- ar myndir geta félög, stofnanir, skólar og hópar manna fengið lánaðar til sýninga, og er hægt að fá að skoða myndirnar áður á skrifstofu upplýsingaþjónust- unnar. Skrifstofan fær nýjustu frétt- ir frá Washington sex daga í viku, og eru þær til reiðu fyrir þá, sem áhuga hafa á stefnu og störfum Bandaríkjastjórnar. — Einnig reynir skrifstofan að auð- velda ferðir bandarískra lista- manna og nemenda til íslands og ferðir íslenzkra listamanna og námsmanna til Bandaríkjanna. Þá hefur Upplýsingaþjónustan til umráða plötusafn aðallega af bandarískri hljómlist og getur fólk fengið þessar plötur að láni. Fólk, sem hefur áhuga á að notfæra sér þetta, er velkomið á skrifstofu Upplýsingaþjónust- unnar. Síminn er 1084. (Frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkj anna ). HöfSingleg tjjöf ! til Dyslarhehnilis aldraSra sjómanna DVALARHEIIvIILI aldraðra sjó- manna hefir borizt góð bókagjöf frá Halldóri Jónassyni. Var hann bróðir Ásgeirs heitins Jónasson- er, skipstjóra frá Hrauntúni og eru bækumar ætlaðar í herbergi það er aðstandendur hans gáfu til minningar um hann, er hann ljézt. Efu þetta 50 bindi flest ágætar bækur — margar perlur hinna íslenzku bókmennta — og er enginn efi á að þær eiga eftir að stytta mörgum stundir hvort sem þeir vilja lesa sér til ánægju eða fróðleiks. Byggingarnefnd Dvalarheim- ilisins þakkar Halldóri Jónassyni fyrir góða gjöf, sem er um leið stuðningur við gott málefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.