Morgunblaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. okt. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 11 ...... ■ ! EINANGR- ■ I UNAR- m m m m \ BEZTA EINANGRUNIN m m ■ ■ : Jafnan fyrirliggjandi í flestum þykktum Olafur Oislason & Co. h.f. Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370 corex> KORKUR W^Vmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmummmmmmmmmmmrnmmmmmmmmmmmm* m m : TIL SÖLU B m m j Einbýlishús |b 3ja herbergja einbýlishús við Breiðholtsveg til sölu. Verð 100 þús. kr. JÓN P. EMILS ; Ingólfsstræti 4 — Sími 82819 Gott HERBERGI til leign, til áramóta. — Blönduhlíð 12, II. hæð. E.S. „Brúarfoss fer héðan laugardaginn 29. þ. m. til Vestur-, Norður- og Austur- landsins. — Viðkomustaðir: ísaf jörður Sigluf jörður Akureyri Húsavík Seyðisf jörður Norðf jörður Eskif jörður Rey ðar f jörður Fáskrúðsf jörður H.f. Eimskipafélag íslands. •1 Er sírennsli í salerniskassanum? Lálið KORKY leysa vandarm HeSgi Magniisson & Co. Hafnarstræti 19 Sími 3184 SENDISVEINN óskast strax MÁLNINC & JÁRNVÖRUR Laugavegi 23. - AUGLÝSINC ER CULLS ÍCILDI - Bókafíokkur Máls og menningar 1955 Fjórði bókaílokkur Máls og menningar með fjölbreyttu vali kemur i bókaverzlanir i dag Sagan af Trístan og tsól, eftir Joseph Bédier Einar Ól. Sveinsson próf. íslenzkaði. Frönsk nútímaskáldsaga. Eitt af þeim fágætu verkum í heimsbók- menntunum sem býr yfir svo æfin- týralegri fegurð að hver sem söguna les verður hugfanginn af henni. Á íslenzku er einnig unaður að lesa hana vegna málsins. Nýjar menntabrautir eftir dr. Matthías Jónasson Höfundur er þjóðkunnur fyrir rann- sóknir sínar á sálarfræði barna og fyrir rit sín um uppeldismál. í þess- ari bók gerir hann grein fyrir nú- tíma vandamáium í uppeldis- og kennslufræði, gagnrýnir margt í skólamálum og bendir á nýjar leið- ir. Bókin er orð í tíma töluð, og hún á jafn brýnt erindi til foreldra sem kennara. Vestlendingar, eftir Lúðvík Kristjánsson Þetta er annað bindi af hinu stór- merka riti Lúðvíks um sögu Vest- lendinga á 19. öld. Hann leiðir fram í dagsljósið merkustu heimildir um menn og atburði og vinnur ómet- anlegt starf með þessum rannsókn- um sínum. Fyrra bindið gerðist aðallega í Flatey og við Breiðafjörð. í þessu bindi lýsir hann einkum kringum þá menn sem stóðu að baki Jóni Sigurðssyni heima á Vestfjörð- um, og kemur margt nýtt í ljós, áður ókannað sem varpar birtu á alla sjálístæðisbaráttuna. Strandið, skáldsaga eftir Hannes Sigfússon Þetta er fyrsta skáldsaga eins af fremstu ljóðskáldum ungu kynslóð- arinnar. Sagan segir frá strandi olíu- skipsins Atlantis, sem rekur stjórn- laust undan veðri og straumum að hrikalegri klettaströnd — og frá vitaverðinum sem bíður þess sem verða vilL Sagan er nýstárleg og spennandi, rojög listræn og með djúpum undirtónum. Sjödægra, ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötlnm Skáldið hefur lítið birt eftir sig í heilan áratug, og er Sjödægra í raun inni tíu ára safn af ljóðum hans. Á þessu tímabili hefur kveðskapur Jóhannesar tekið miklum breyting- um og kemur með ferskum blæ. Margir telja Sjödægru beztu bók höfundar. Brött spor eftir Edmund Hillary Þýðing eftir Magnús Kjartansson ritstjóra. í þessari bók segir Edmund Hillary, sem frægur varð fyrir að klífa há- tind Everests, sjálfur frá fjallgöng- um sínum, en hann var tvítugur þegar hann lagði upp í fyrstu för sína á hátinda Suðureyju Nýjasjá- lands. Þetta er æfintýrarík spenn- andi saga sem endar með sigrinum mikla þegar Hillary stóð á hæsta tindi jarðar Bókin er skreytt fjöl- mörgum glæsilegum myndum. Ilinn fordæmdi, skáldsaga eftir Kristján Bender Þetta er biblíusaga sem gerist öll á fimm dægrum fyrir krossfestinguna, og bregður upp skemmtilega nýjum viðhorfum. Eftir sama höfund hafa áður komið smásagnasöfnin Lifend- ur og dauðir og Undir Skuggabjörg- um og fengu beztu viðtökur, og eru báðar bækurnar uppseldar. Hinn fordæmdi ber af því sem höfundur hefur áður gert. Brotasilfur, eftir Björn Th Björnsson Þetta er safn af greinum eða þáttum um sögu íslenzkrar listar á miðöld- um. Fjölbreytni mikil er ' bókinni: tveir þættir eru um forna listamenn, tveir um hannyrðir, einn um út- skurðarverk og fornan skála, einn um silfursmíð og aðrar sögulegs eða öllu fremur menningarsögulegs efnis. Höfundur gerir marga nýstár- lega uppgötvun og söguleg efni verða í meðferð hans fersk og lif- andi. Á hnotskógi. Ijóðaþýðingar eftir Helga Hálfdánarson Fyrir tveim árum birtist Handan um höf, fyrstu Ijóðaþýðingar eftir Helga, og fékk lof hjá öllum og var bók- inni tekið með slíkum fögnuði að hún hvarf úr bókaverzlunum á tveim þrem vikum og fengu hana færri en vildu. Nú er Helgi kominn með nýjar ljóðaþýðingar, enn fjöl- skrúðugri að efnisvali og betur gerðar en áður, og er þá mikið sagt. Hann þýðir meira en áður eftir 20. aldar skáld Evrópu, m. a. frönsk og þýzk, og fjölmörg kvæði eftir japanska og kínverska höfunda fyrr á öldum. Saga af sönnum manni, eftir Boris Polevoj Þýðing eftir Jóhannes úr Kötlum. Þetta er rússnesk hetjusaga úr síðari heimSstyrjöldinni af flugmanni, sem missir báðar fætur í stríðinu, en teksí að sigrast á örkumlum sínum og verða fullgildur flugmaður á nýj- an leik. Halldór Laxness segir í for- mála að höíundurinn sé svo fjörugur og léttur í máli að menn „örvist við æfintýralega frásögn hans, og þó ekki síður við bjartsýni þá sem höf- undinum er gefin og þá trú hans að mannlegur græðimáttur sé hverju sári meiri“ Allar þessar bækur koma i bókaverzlanir i dag FÉLACSMENN í REYKJAVÍK FÁ BÆKURNAR MEÐ MJÖG HACSTÆÐU VERÐI í Bókahúð MÁLS OG MENNINCAR Skólavörðustíg 21 — Sími 5055 Uppskera óttans, leikrit eftir Sigurð Róbertsson Leikritið gerist erlendis, fjallar um verksmiðjustjóra og dóttur hans í sambandi við verkfall. Dóttirin styður verkfallsmenn, en verksmiðj ustj órinn sem gjarnan vill sættast á harða húsbænd- ur yfir sér. Leikritið er vel gert og spennandi og hefur erindi til dagsms í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.