Morgunblaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. okt. 1955 rc r Ekl íi með vopnum vegi ð EFTIR SIMENON Framhaldssagan 26 og sýndi ekki nein merki um ó- þolinmæði. „Ég geri ráð fyrir að þér séuð Emile Gautier, eða er ekki svo?“ Hann hafði tvisvar sinnum séð hann fara framhjá á mótorhjóli sínu, en ekki svo nálægt, aó hann gæti séð andlit hans grei.iilega. Hinsvegar var ungi maðurinn svo nauðalíkur Gautier gamla, að ekki var hægt að efa.,t um skildleikann þeirra á milli. En Emile var enganvegin alger borgarmaður í útliti. Hário, stýft og óviðráðanlegt, þrátt fyrir brilliantínið, sem ekki haföi ver- ið sparað, stóð í einum brúsk uppi 6 hvirflinum. Kinnarnar voru rjóðar og blómlegar. „Já, hvað get ég gert fyrir yð- ur, herra minn?“ Hann virtist ekkert verða undrandi eða órólegur við orð umsjónarmannsins. Maigret fann þegar, að hann hlaut að vera einn þeirra manna, sem húsbændurnir bæru fyllsta traust til og sem myndu fljótlega hækka í tign. Hann var klæddur svörtum fötum, klæðskerasaumuðum, úr sterkum og grófgerðum ullardúk. Um hálsinn hafði hann lágan og linan flibba og mjóa þver- slaufu. „Þekkið þér mig?“ „Nei, en ég geri ráð fyrir að þér séuð þessi umsjónarmaður frá Police Judiciaire í París“. „Já og nú vildi ég gjarnan fá nokkrar upplýsingar viðvíkjandi reikningsskilum og fjárhagsaf- komu Saint-Fiacre greifaseturs- ins“. „Það er mjög auðvelt að veita yður þá ósk, herra minn. Það er einmitt ég, sem annast þau mál“. Hinn ungi Gautier var mjög kurteis og viðmótsgóður maður, sem kunni auðsjáanlega alla helztu umgengnissiði. í skóla hlaut hann að hafa verið hið mesta uppáhald og eftirlæti kenn ara sinna. „Færið mér allar skýrslur við- víkjandi Saint-Fiacre“, sagði hann við bókhaldara sem sat við hlið hans. Hann renndi augunum með athygli eftir hinum stóru, gulu síðum. „Viljið þér gera svo vel og koma með mér? Einhver kynni að heyra til okkar hér“. Skfifstoiustillka óskast nú þegar. Uppl. á skrifstofu vorri, Hafnarstræti 5. Otíu i/erztun OitanJi k.t. Glugguskreyting Framvegis mun verzlunin Pensillinn, Laugaveg 4, sími 5781, veita móttöku pantana á gluggaskreyt- ingum. LÁRUS ÁGÚSTSSON. Hin vinsælu þýz'.u barnanærföt tekin fram í dag. 2)ó Lerralúcii ’omu- oý aerraDuom Laugavegi 55 — sími 81890. 100 kg. af ILLARGARINII selst mjög ódýrt. 50 gramma hespa á aðeins kr. 6,95 100 gramma hespa á aðeins kr. 13.90 ÓDÝJU MARKAÐURINN Templarasundi 3. Fokheld hæð Vil kaupa milliliðalaust fokhelda hæð 100—130 ferm. í austur- eða vesturbænum. Tilboð merkt: Fokhelt —190, sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag. Þeir gengu yfir í annan enda salarins, stöðugt aðskildir með hinu stóra eikarborði. j j „Faðir minn hefur eflaust sagt yður að greifafrúin hafi verið mjög óhagsýn. Ég á alltaf að sjá um að stöðva hverja þá ávísun, sem kemur hingað í bankann, sé ekki næg innstæða til fyrir henni, en hún virtist aldrei taka tillit til neins slíks. Hún gaf út ávísanir án þess að hirða nokkuð um það, hvernig reikningar hennar stæðu í bank- anum.......Svo þegar ég hringdi til hennar, til þess að veita henni upplýsingar, þá varð hún bara ofsalega reið. Jafnvel núna í morgun varð ég að vísa þremur ávísunum frá. Ég hef fengið skipanir um að borga ekkert þangað til....“ S „Þau eru þá eftir því algerir öreigar?“ „í raun og veru er það nú ekki. Af fimm jörðum er búið að selja þrjár. Hinar tvær eru veð- settar, eins og líka greifasetrið sjálft og höllin. I í París átti greifafrúin nokkr- ar íbúðir, sem hún hafði tals- verðar tekjur af .... En þegar hún lét allt í einu færa fjörutíu eða fimmtíu þúsund franka inn í reikning sonar síns, kollvarp- aði það öllu .... Ég hef alltaf reynt að gera allt það sem í mínu valdi hefur staðið og tvisvar eða þrisvar varaði ég hana við af- leiðingunum .... Faðir minn „Já, faðir yðar lánaði henni peninga. Það hefur hann þegar sagt mér sjálfur“. i „Þetta er allt sem ég get sagt yður. Nú sem stendur er reikn- ingsjöfnuðurinn nákvæmlega sjö hundruð og sjötíu frankar, en svo hafa landsskuldir síðasta árs ekki verið greiddar og innheimtu- maðurinn birti stefnur út af þeim skuldum í síðastliðinni viku... .“ „Vissi Jéan Métayer allt þetta?“ „Allt þetta? .... Hann vissi | mikið meira en þetta“. j „Hvað eigið þér við?“ „Ekki neitt“. „Þér haldið þá, að. ...“ En nú var auðheyrt, að hinum unga Gautier fannst nóg komið af spurningum og hann greip fram í fyrir umsjónarmanninum, áður en hann hafði lokið við setn- inguna. I „Er þá ekkert fleira, sem yður langar til að fá upplýsingar um, herra umsjónarmaður?“ „Hefur enginn komið hingað á undan mér, í viðskiptaérind- um .. .. ég meina auðvitað, eng- inn frá Saint-Fiacre?“ j „Nei“. * „Enginn komið hingað í dag til þess t.d. að framvísa ávísun eða eitthvað þessháttar?“ „Nei, enginn". „Og hafið þér haldið yður hér við þetta afgreiðsluop í allan dag?“ „Já, ég hef ekki farið héðan eitt andartak". Hann var ekki vitund óstilltur eða órólegur, heldur ávallt sami, lipri skrifstofumaðurinn, sem leysti úr spurningum viðskipta- vinanna með sömu stillingunni og jafnaðargeði, sem ekkert arg gat fært úr jaínvægi. „Þér vilduð kannske fá að tala við bankastjórann? — Hinsvegar mun hann áreiðanlega ekki geta veitt yður aðrar eða meiri upp- lýsingar, en þær sem þér hafið nú þegar fengið.... “ Það var búið að kveikja á götu- ljóskerunum. Umferðin á aðal- götunni var næstum eins mikil og í stórri borg og það voru langar bifreiðaraðir fyrir framan öll kaffihús. HUSSIIÆÐ5JR! 3 Þér þurfið ekki nema 1 teskeið af REI í 5 lítra af volgu vatni til bvotta á rúðum og speglum. Þurrk- ið með þurrum klút eftir þvottinn. Allt verður spegil gljáandi og helst lengur hreint. — REI sparar strit, verndar henuurnar, og kostar svo undurlítið! NOTIÐ ÞVÍ HELDUR REI! ■ Heildsölubirgðir: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h. f. wmm kæliskáparnir komnir Verð kr. 6.975.00 HEEiíLA H.F. Austurstræti 14 Sími 1687 ■irrtl ■■jnn NYKOMIÐ GGLIFTEPPI (u 1 1 a r) margar stærðir, mjög falleg og ódýr. HAMPGOLFTEPPI Sérstaklega falleg STERIÍ og IV3JÖG ÓDVR Þeir, sem eiga pantanir á þeim hjá okkur vitji þeirra sem allra fyrst. GEYSER H.F. Teppa- og dreglagerðin. VESTURGÖTU 1 9 ■ ■Jf ! 3L OPCl Kaupum blómakörfur Jíó orci SONGFOLK Söngflokkur Hafnarfjarðarkirkju vill bæta við sig nokkrum góðum söngröddum. — Uppl. hjá organleikara kirkjunnar kl. 12—1 daglega í síma 9914. • •u*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.