Morgunblaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: I Norðan kaldi. — Víðast léttskýjað , ; JMwgttttMitMfr 245. tbl. — Fimmtudagur 27. októbcr 1955 Heyverkunaraðferðir Sjá grein á bls. 9. | Þriðja álma Elliheimilisins Grundar senn tilbúin ÞRIÐJA viðbyggingin við Elliheimilið Grund er nú um það bil að verða tilbúin. Er hún á þriðja hundrað fermetrar, þrjár hæðir og kjallari. Tvær sjúkradeildir eru á tveimur efstu hæðun- um, þá skrifstofuhæð o. fl. og kjallarinn, þar sem til húsa er að lieita má fullkomin tæki til lækninga á gigtar- og lömunarsjúkling- um. BYRJAÐ A BYGGINGUNNI ’53 Viðbyggingin ásamt öllu, sem henni tilheyrir, tæki o. f 1., kostar nú orðið nálægt 3 milljónum króna. Þar af hefir Reykjavíkur- bær lagt fram 1 milljón.Fyrst var hafizt handa við bygginguna í júní 1953, og efsta hæðin tekin í notkun í október ’54, en við hana var fyrst lokið. 350 VISTMENN Pláss mun vera fyrir um 50 vistmenn í hinni nýju viðbygg- ingu, sem öll er hin vandaðasta og smekklega útbúin. Bætir hún mjög úr brýnni þörf á auknu húsrými, með því að aðsókn að Grund er gífurlega mikil, eins og forstjórinn, Gísli Sigurbjörnsson, komst að orði í gær við frétta- menn útvarps og blaða. Nú er 341 vistmaður á heimilinu, 246 konur og 95 karlar, en um næstu áramót verða vistmenn 350. Af þeim eru um 200 rúmliggjandi. Starfsfólk er um 100, þar af 10 læknar. VONDUÐ TÆKI Læknarnir Alfreð Gíslason og Björgvin Finnsson ásamt forstjór- anum, skýrðu í stórum dráttum frá starfseminni í kjallara bygg- ingarinnar, en þar eru hin fjöl- breyttustu tæki, svo sem stutt- bylgjur, hljóðbylgjur, fjórsellu- böð, hjartaritari, margs konar Ijóslækningatæki og fleira. í einu herberginu er baðker, sem er sérstaklega útbúið fyrir löm- unarsjúklinga. Eru þeir 'látnir liggja í kerinu, sem fyllt er af vatni, en það síðan hitað eftir þörfum. Þá er í kjallaranum æf- ingaherbergi, þar sem alls konar tæki eru fyrir sjúklinga að styrkja sig á. Og síðast en ekki sizt er þarna sundlaug, 5x8 m að stærð, og verður hún væntanlega tekin í notkun á næstunni. ÞANGAÐ SÆKIR FJOLDI SJÚKLINGA Fjögur ár eru nú liðin síðan farið var að veita lömuðum sjúk- lingum aðstoð á Grund, en á því tímabili hefur fjöldi sjúklinga leitað þangað til lækninga og margir fengið bót meina sinna. Öll læknishjálp við vistmenn Grundar er innifalin I vistgjald- inu, en auk þess sækir þangað daglega fjöldi sjúklinga utan úr bæ, meðal þeirra mörg börn. Auk læknanna vinna þarna margar nuddkonur, sem eru vel þjálfað- ar í meðferð lömunar- og gigtar- sjúklinga. Ekkert tilfelli í gær SKRIFSTOFA borgarlæknis gat skýrt frá því í gærkvöldi, að læknar bæjarins hefðu ekki tilkynnt neitt nýtt tilfelli af mænusótt í gærdag. Gefur þetta vissulega nokkra von um að eitthvað sé farið að draga úr mænuveikifaraldrin- um hér í bænum. í yfirstand- andi viku hefur verið tilkynnt um sjö ný mænuveikitilfelli, en ekki er um lömun að ræða meðal hinna sjúku. Heffusótf og kvef á Bíldudal BÍLDUDAL, 26. okt.: — Talsverð brögð hafa verið að því hér und- anfarið, að hettusótt og slæm kvefpest hafi stungið sér niður, Er það aðallega í börnum en einnig í fullorðnum. Enginn hef- ur þó enn sem komið er orðið illa úti í faröldrum þessum. Dohrn-miðin björguðu kurf uútgerð togurunnu ívlokafli á 50—70 skip á dag NÚ er um það bil mánuður frá því að þýzka fiskirannsóknaskipið Anton Dohrn, tilkynnti um ný Mferfamið út af Vesturlandinu. Ilafa þar síðan að jafnaði verið 50—70 skip daglega að veiðum, nær eingöngu íslenzkir og þýzkir togarar, sem hafa í hverri veiði- för mokfiskað. Undanfarið hefir danskt hjúkr- unarfólk dvalizt hér í bænum vegna mænuvelkifaraldurs og hefir fólk þetta unnið mjög gott starf. Á myndunum sést danska hjúkr- unarfólkið kenna í.slenzkum hjúkrunarkonum meðferð löm- unarsjúklinga og fjölmenntu hjúkrunarkonur á námskeiðinu, eins og myndirinar sýna. — Á myndinni hér til hægri, er danski læknirinn, dr. Sund Krist- ensen, að leiðbeina hjúkrunar- konunum. FULLFERMI EFTIR 4—7 DAGA Dohrn-miðin, eins og þau eru kölluð, eru í um það bil 17 klst. siglingu frá Reykjavík. — Hafa þau hreinlega bjargað karfaút- gerðinni, þar eð í ár brugðust hin fengsælu karfamið, Jónsmið, við Grænland, öllum vonum út- gerðarmanna og togarasjómanna. Á Dohrnmiðunum hafa togararn- ir verið með fullfermi eftir 4—7 daga útivist og er svo enn. ÓVISSA ÞRÁTT FYRIR ALLT Þó þessi fiskimið séu svo feng- Iðnaðarmanna ■ þinginu lauk í gær í GÆR lauk hér í Reykjavík 17. þingi Landssambands Iðnaðar- manna. Forseti ^ambandsins, Björgvin Frederiksen, flutti þing- fulltrúunum þakkir fyrir störfin á þinginu og óskaði þeim góðrar heimferðar. Úr stjórn Landssambandsins áttu að ganga Guðmundur Hall- dórsson og Vigfús Sigurðsson, en voru báðir endurkjörnir. f varastjórn voru kjörnir þeir Guðm. H. Guðmundsson, Guð- jón Magnússon, Gunnar Björns- son, Gísli Ólafsson og Þóroddur Hreinsson. — Endurskoðendur voru kjörnir Þorsteinn Sigurðs- son og Steingrímur Bjarnason. — í nefnd til að vinna að söfnun iðnminja Vigfús Friðriksson, Guðjón Scheving, Jón Vigfússon og Matthías Jónasson. — Sam- þykkt var að sæma Kjartan Óiafs son múrarameistara, heiðurs- merki iðnaðarmanna úr silfri Indriði Helgason þakkaði stjórn Landssambands Iðnaðarmanna fyrir störfin á liðnu ári, hvernig hún hefði gætt hagsmuna iðnað- armanna og RVernig hún nefði lagt málin fyrir þingið. Harglr háhyrningar drepnir í gær f FYRRINÓTT herjuðu háhj'rn- ingar á reknet síldveiðibáta úr Suðurnesja verstöðvum, en hafa tæpast fundizt í áraraðir, snemma í gærmorgun fóru flug- sæl, jafnvel svo að önnur eins verður engu um það spáð, hvort ekki fari um þau eins og Jóns- mið, að veiðin detti þar skyndi- lega niður. Um framhald karfa- veiðanna á Dohrmiðum er því ríkjandi alger óvissa. vélar varnarliðsins á Keflavíkur flugvelli á vettvang, og var Agn- ar Guðmundsson skipstjóri, stjórn andi þessara aðgerða. — Allvíða rákust flugmennirnir á háhyrn- ingavöður, sem gerðar voru árás- ir á með sprengjukasti og skot- hríð. Var mjög miklum fjölda há- Fundur þessara miða minna hyrninga grandað í þessari að- á nauðsyn þess að við íslend- för flugvélanna. ingar eflum sem mest fiskirann Þess má að lokum geta, að afli sóknir fyrir togarana á kom- bátanna var góður, þrátt fyrir andi árum. • netatap vegna háhyrningsins. Tillaga Jóns Pálmasonar um vernd á gengi kronunnar Vlndri flokkamir andvfglr og benda á engln ráð III að forðs gengklækkun. ÓN PÁLMASON flutti í fyrradag framsöguræðu fyrir frum- varpi sínu um verðtryggingasjóð. En aðalatriði þessa frum- varps er að tryggja gengi íslenzku krónunnar, tryggja rekstur framleiðsluatvinnuveganna og afnema vísitölu og verðlagsupp- bætur. Þingmenn vinstri flokkanna snerust gegn þessum tillögum í um- ræðum á þingi, en hins vegar vakti það nokkra athygli, að sjálfir komu þeir með engin ráð til að tryggja gengi krónunnar og hindra gengislækkun og það þótt það sé vitað mál, að íslenzka krónan er komin í hættu einmitt vegna skemmdarstarfsemi vinstri flokkanna. J VISITALAN ER FLOTTA- STEFNA I framsöguræðu sinni sagði Jón Pálmason, að hann hefði allt frá upphafi verið andvígur vísi- tölu og verðuppbótakerfinu, vegna þess að það leiðir til flótta. Það hlýtur með víxláhrifum að valda stöðugri rýrnun á kaup- mætti krónunnar. Þetta er alltaf að koma betur og betur í ljós og taldi ræðumaður vísitölukerfið eiga sök á þeim gengislækkunum sem orðið hafa og stöðugum erf- Falíegasta síldln til þessa SANDGERÐI, 26. okt. — Fjórir síldarbátar eru nú eftir hér á rek- netjum, og fengu þeir 376 tunnur í gær. Síldin var ákaflega falleg eða sú bezta, sem veiðzt hefir til þessa. Var fitumagn hennar 17— 23,5% eða 21,2% að meðaltali. Gekk bókstaflega ekkert úr henni. — Ekki hefir háhyrningur inn gert eins mikinn usla í net- um bátanna og undanfarið, og þakka sjómenn það sprengjukast- inu. — Axel. iðleikum framleiðsluatvinnuveg- anna. Stærsta sporið til að stöðva flóttann væri, ef Alþingi vildi slá því föstu að óbreytt gengi yrði tryggt og vísitölukerfið afnumið. VERÐTRYGGINGARSJÓÐUR Síðan rakti framsögumaður til- lögur sínar um stofnun verðtrygg ingasjóðs, en i hann skulu renna 50 milljónir árlega frá ríkissjóði, ýmsir skattar, svo sem togara- skatturinn og 10% skattur af öll- um launum. BáSem jarSýlumim náð opp 1 ÞÚFUM, 26. okt.: — í dag náðist seinni jarðýtan upp af botni Mjóafjarðar, en sem kunnugt er af fyrri fregnum sukku tvær ýtur þar í fiiðinum fyrir nokkru, er prammi sem þær voru á sökk með þær. Þessi ýta var á hvolíi á botn- inum. Virðist hún vera allmikið brotin og illa farin. Ferjan til fsafjarðar tók vélina. Björgun þessara vinnuvéla hefur tekizt giftusamlega, enda verið gott veður alla dagana sem að björg- uninni var unnið. — P.P. Fullkomin læki lil lækningaá giglar- og lömunarsjúklingum Kenna hjúkrun lömunarsjúklinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.