Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 1
m ttttMft 16 siður 42 árganguí 246. tbl. — Föstudagur 28. október 1955 Prentsmiðja Horgunblaðsini Halidóri Laxness veitt bókmenntaverhlaun Nóhels Halldór Kiljan Laxness (Ljósm. Kaldal). Islandi sómi sýndur MORGUNBLAÐIÐ heíir snúið sér til nokkurra manna og spurt þá um álii þeirra á úthlutun Nóhelsverðlaun- anna að þessu sinni. Svör þeirra fara hér á eftir: GUNNAR GUNNARSSON: — Það var áreiðanlega tími til kominn, að ísland yrði þessara heiðursverðlauna aðnjót- andi, fyrir hókmenntir fornar og nýjar. DAVÍÐ STEFÁNSSON: — Það gleður okkur alla, að íslend- ingur hiýíur slík sigurlaun. TÓMAS GUÐMUNDSSON: — Það eru nú rösk þrjátíu ár síðan ég spáði því, að Halldór Kiljan Laxness mundi fá Nóbelsverðlaunin. Reyndar vissi ég ekki þá, hvað sænsku Akademlunni er stundum ósýnt um að hugsa, en allt að einu hljóta Éslendingar að fagna af alhug þeim sóma, sem þessum öndvegishöfundi þeirra hefur loks hlotnazt. Er samt mest nm það vert, að viðurkenningin getur engum tvímælum sætt í þetta sinn, enda er hún komin frá þeirri þjóð, sem er flestum ólíklegri til að gera hlut íslands meiri en efni standa til. DR. ÞOIÍKELL JÓHANNESSON: — Ég er mjög ánægður, enda var mál til komið, að íslendingur fengi Nóbelsverð- launin. I»ao heíoi íyrr mátt vera. KRISTMANN GUCMUNDSSON: — Mér þykir vænt um, að íslendingur skuli hafa fengið Nóbelsverðlaunin. Það vekur athygli á íslenzkum bókmenntum og er ánægjulegt fyrir ísland. Ég álít, að Kiljan sé vel að þeim kominn. GUÐMUNDUR G. HAGALÍN: — Ég gleðst mjög yfir þessu fyrir hönd höfundar og þjóðarinnar. Ég hefi raunar búizt við, að Kiljan fengi verðlaunin, en hefi hins vegar litið svo á, að Gunnar Gunnarsson hafi skapað svo merkileg skáld- verk, ísíenzk og stórbr->tin, að æskilegt hefði verið, að sú leið hefði verið farin, sð verðlaununum hefði verið skipt á milli hans og Laxness. ÞÓRIR BERGSSON (Þorsteinn Jónsson): — Það gleður mig innilega, að Kiljan hefir fengið Nóbelsverðlaunin og er Frh. á bls. 2 „Atrek sem seint verbur fullþakkað" MORGUNBLABID hefir beð- ið Kristján Albertsson að skrifa nokkrar línur um Nóbelsverðlaunaskáldið Hall- dór Kiljan Laxness, vegna þess að með ritdómi sínum um Vefarann mikla frá Kas- mír, í Vöku 1926, varð hann fyrstur manna til að kveða upp úr um það, að með þess- ari bók hefði ísland eignazt nýtt stórskáld. HALLDÓR KILJAN LAXNESS hefur sótt Nobelsverðlaunin til fslands — hinn mesta menn- ingarlega heiður sem skáldi og þjóð verður sýndur. Nafn skálds- ins og nafn íslands eru á vörum manna um heim allan í dag. Enn bregður frægðarljóma á þessa undarlegu, fámennu eyju norður undir heimskautsbaug, þar sem mörgum mun finnast að eftir öll- um guðs og manna lögum ætti fátt að geta gerzt, sem heimur- inn þyrfti að láta sig varða. Morgunblaðið hefur beðið mig að samfagna skáldinu á þessum degi. Við sem ekki erum sam- berjar hans í stjórnmálum mynd- um gera það af enn heilli hug ef nokkurt viðlit væri að gleyma því, að skáldið hefur um langt skeið af miklu kappi notað penna sinn til framdráttar hinum versta málstað í íslenzku þjóðlífi á síð- ari tímum, og oft með þeim hætti, að miklu skáldi var síst sómi að því. Um leið og við sam- fögnum skáldinu í dag skal það skýrt tekið fram, að með því er ekkert aftur tekið af fyrri áfellis- dómum um sitthvað í ritstörfum hans og framkomu í málefnum þjóðar sinnar. Sænska Akademían hefur vafa- laust viljað heiðra elztu bók- menntaþjóð norðursins um leið og hún heiðraði Laxness. Því miður mun mörgum þykja, sem sá heiður hefði verið enn vafa- lausari, ef skáldið hefði ekki skrifað jafn-smekklausa og rang- indafulla sögu um ísland nútím- ans og Atómstöðina. Laxness hefur fengið Nobels- verðlaunin fyrir sínar miklu skáldsögur, Sölku Völku, Sjálf- stætt fólk, Ólaf Kárason Ljós- víking, íslandsklukkuna. Hann hefur öllum síðari tíma snill- ingum fremur endur-yngt og endur-magnað íslenzka tungu. Þáttur hans í þróun tungunnar einn er afrek sem seint verður fullþakkað. Hann hefur verið stórskáld sinnar þjóðar í lýs- ingum á íslenzkri lífsbaráttu og Frh. á bls. 2 Elzta bókmenntaþjóð Norðursins keiðruð SÆNSKA akademían tilkynnti í gær, að hún hefði ákveðið að veita íslendingnum Halldóri Kiljan Laxness bókmenntaverð- laun Nóbels fyrir árið 1955. Það var ekki tekið fram í til- kynningunni, að verðlaunin væru veitt fyrir neina einstaka bók, en þar segir að Laxness hlyti verð- launin fyrir að endurnýja hina miklu íslenzku frásagnarlist. Rithöfundurinn var staddur í Gautaborg í Svíþjóð, þegar til- kynningin var birt. Nóbelsverðlaunin eru mikil- virtustu bókmenntaverðlaun Heillaskeyti til Kiijans FORSETI ÍSLANDS sendi í gær Halldóri Kiljan Laxness samfagnaðarskeyti í tilefni af því, að honum voru veitt bók- menntaverðlaun Nóbels. * Menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson, sendi Halldóri Kiljan Laxness heillaskeyti í gær í tilefni af því, að honum voru veitt Nóbelsverðlaunin. heims. Þau eru peningaverðlaun og munu nú nema 190 þús. sænsk um krónum, eða réttum 600 þús. íslenzkum krónum. Þó skiptir fjárhæðin litlu máli móti þeirri alheimsvirðingu og frægð sem fylgir þessum sigri. Verðlaunin verða afhent af Gústav Adolf Svíakonungi við hátíðlega athöfn í sænsku aka- demíunni 10. des. næstkomandi. Er til þess ætlazt að sigurvegari flytji ræðu eða ávarp við það tækifæri. Halldór Kiljan Laxness er annar íslendingurinn, sem hlýtur Nóbelsverðlaun (fyrstur var Nils Finsen, læknisfr.).Hann er 53 ára fæddur í Reykjavík 23. apríl 1902 kominn af góðum íslenzkum bændaættum. Foreldrar hans voru Guðjón Helgason bóndi í Laxnesi í Mosfellssveit og Sig- ríður Halldórsdóttir. Ungur ákvað Halldór að gerast rithöfundur og gaf hann út fyrstu skáldsögu sína er hann var 17 ára. Meginverk hans eru þessi: Vefarinn mikli frá Kasmír (1927), Alþýðubókin, fyrsta rit- gerðasafn hans, (1929), Salka Valka (1931—32), Sjálfstætt fólk (1934—35), Ljósvíkingurinn (1937—1940), íslandsklukkan (1943—46) og Gerpla (1953). llcfilistefna í CSenfl en ófriðarblikci í GENF, 27. okt. IDAG hófst hér ráðstefna utanríkisráðherra fjórveldanna. — Eru þar saman komnir McMillan utanríkisráðherra Breta, Dulles frá Bandaríkjunum, Pinay frá Frakklandi og Molotov frá Rússlandi. Verkefni fundarins er að taka til þar sem æðstu menn fjórveldanna hættu á ráðstefnunni í Genf í sumar, við að koma á friðsamlegri sambúð þjóðanna. Stærsta mál ráðstefnunnar verður sameining Þýzkalands. Þá ber þess að geta að bliku hefur dregið á loft, þar sem er vopna- sölur Rússa til Egypta. Er það eins og að bera eld að púðurtunnu. FUNDUR SETTUR Franski utanríkisráðherrann, Antoine Pinay, setti ráðstefnuna í dag í fundarsal gamla Þjóða- bandalagsins. Á yfirborðinu virt- ist þessi fyrsti fundur einkenn- ast af sömu bjartsýninni eins og Genfar-ráðstefnan í sumar. ÞÝZKALANDSMÁL En því miður er ekki víst að úrlausnarmálin verði svo auð- veld, þegar snúa þarf að tiltekn- um vandamálum. Óttast menn að Þýzkalandsmálin verði erfiður Frh. á bls. 2. Alísherjar matvæla- skömmtun í Rauða-Kina PEKING, 27. okt. IZOMMÚNISTASTJÓRNIN í Kína hefur ákveðið að taka «*¦ upp korn- og grjónaskömmtun um allt landið. Áður hefur verið víðtæk skömmtun á hrísgrjónum en nú er bætt. við skömmtun á hveiti og einnig á grænmeti. Samtímis er hrísgrjónaskammturinn minnkaður. Matvælaskömmtun hófst í nokkrum borgum Kína í nó- vember 1953, vegna mikilla flóða, sem skemmdu stóran hlutii uppskerunnar. Þessi skömmtun hefur smámsaman verið aukin, án þess þó að sama tjónið hafi orðið af náttúru- völdum. Sú skýring er gefin á þessu, að fimm ára áætlun Kínverja sé nú orðin alllangt á eftir áætlun og verði þjóðin því að spenna mittisólarnar fastara. BlómEegar á íslandi ISLENDINGAR geta verið hreyknir af nútímabókmennt- um sínum. Þeir áttu hvorki meira né minna en tvo „Nó- belsverðlauna-kandidata". — Sænska rithöfundafélagið stakk upp á því, að Nóbels- verðlaununum yrði skipt á milli Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Kiljans, en Gunn- ar * Gunnarsson fengi þau að öðrum kosti. Þá má og geta þess, að einn helzti bókmenntaf^æðingur sænsku Akademíunnar, próf. Henri Olson, mælti með því, að Gunnar Gunnarsson hlyti verðlaunin, en Kiljan varð hlutskarpari, eins og kunnugt er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.