Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. okt. 1955 - Iðnþing Frh. af bls. 7. heldur það eru einstaklingar, hlutafélög eða samvinnufélög). 5. Skattstigar séu tvennskon- ar: Annars vegar stighækkandi skattstigar fyrir einstaklinga og hjón og hins vegar fyrir félög. Skulu félög í hvaða formi svo sem þau eru rekin, vera skatt- lögð eftir sömu reglum og skiptir engu máli, hvort eigendur þeirra eru smærri eða stærri hópar manna, eða hvort þau eru í eign ríkis eða bæjarfélaga. Tekjuskattar félaga séu jafnan ákveðinn hundraðshluti af tekj- um t.d. 10%. Til vara er það tillaga Iðn-! þingsins, að verði haldið áfram að leggja stighækkandi skatta á félög, skuli stighækkunin miðuð við hlutfallið milli eigin fjár og nettótekna. 6. Heimilt skal að færa tap, sem orðið hefur á atvinnurekstri yfir á tekjur næstu ára, þangað til tapið er unnið upp, en þó aldrei yfir 4. áramót. Tap á atvinnurekstri skal og heimilt að færa aftur í tíma og draga frá tekjum fyrri ára, þó aldrei nema yfir tvenn áramót. Skulu skattar þá endurgreiddir. sem kunna að hafa verið greiddir af tekjum fyrri ára og teíjast ekki til tekna. 7. Ef skattskyldur aðili verð- ur útsvarsskyldur í fleiri en tveim sveitarfélögum vegna starfrækslu útibúa o. þ. h. skal útsvarið aðeins lagt á og inn- heimt í heimilissveit, en hún skal síðan skila öðrum sveitafélögum hluta af útsvarinu. 8. Skattayfirvöldum skal al- gerlega óheimilt að breyta fram- tölum skattskyldra aðila, nema að þau sanni að undangenginni rann sókn, að í framtali sé ranglega skýrt frá. Þau skulu þó mega lag- færa augljósar reikningsskekkj- ur, en tilkynna ber skattaðila eða umboðsmanni hans slíkar breyt- ingar. 9. Skattanefndir, yfirskatta- nefndir og ríkisskattanefnd skulu lagðar niður. f þess stað skal skipta landinu í 6—10 skattaumdæmi og skatt- stjóri skipaður fyrir hvert um- dæmi. Taki þeir við störfum skattanefnda og yfirskattanefnda. Þá skal stofnaður einn skatta- dómstóll fyrir allt landið. Úr- skurðir dómstóls þessa um kæru? atriði út af skattalögum og fram- kvæmd þeirra skuli rökstuddir svo sem nú gera dómarar. Áfrýja má úrskurði skattadóms til Hæstaréttar. IÐNAÐARMÁEASTOFNUN ÍSLANDS Lokið var umræðum um Iðn- aðarmálastofnun íslands og eft- irfarandi ályktun samþykkt: Sautjánda Iðnþing íslendinga lýsir ánægju sinni yfir því, að iðnaðarmenn skuli nú hafa feng- ið aðild að stjórn Iðnaðarmála- stofnunar íslands og að henni skuli hafa verið settar starfs- reglur í anda þess samkomulags, sem náðst hafði um stofnunina. Þingið væntir þess, að á Al- þingi því, er nú situr verði stofn- uninni sett lög er séu efnislega í samræmi við þær tillögur, sem fulltrúar Landssambands iðnað- armanna hafa gerzt aðilar að, og þingið hefur fengið tækifæri til að kynna sér. f því sambandi legg ur þingið sérstaka áherzlu á, að samtök þeirra aðila, er einkum eiga að njóta þjónustu stofnun- arinnar, eigi að hafa rétt á að tilnefna sjálf fulltrúa í stjórn stofnunarinnar, en að hún verði eigi kosin af Alþingi. Adenauer sM baina BONN, 27. okt.: — Adenauer for- sætisráðherra Þjóðverja átti í dag viðræðufund við utanríkisráð- herra sinn von Brentano. Þetta er fyrsti stjórnmálalegi viðræðu- fundurinn sem hann heldur eftir að hann varð fyrir áfallinu 7. okt. s.l. — Reuter. KAUPMANNAHOFN, 27. okt. — Skemmtistaðurinn Hollend erbyen Variete á Amager til- kynnti í dag að það myndi láta allan aðgangseyri að staðnum á laugardag falla til þeirra, sem hafa lamast af mænusótt á fslandi. Framh. af bls. 0 ugt um það hvort hún verður veitt og með hverjum hætti. — Bændur treysta á þingfulltrúa sína, ríkisstjórnina og forráða- menn sína í félagsskap bænd- anna, að þeir leggist á eitt um að finna leiðir til úrbóta í þess- um málum, því þessir aðilar all- ir vita mæta vel að hér er ekkert hégómamál á ferð, og þeim er auðið að leysa þennan vanda svo vel megi una, aðeins, ef góður og einlægur vilji er á bak við. Allir landsmenn, engu síður íbúar kaupstaðanna, munu láta sér skiljast, að hér yrði um eng- ar ölmusar að ræða, heldur sam- hjálp borgaranna til þess að eitt hjól hinnar efnahagslegu vélar, ef svo mætti segja, ekki stöðvist. VANDAMAI/, SEM FINNA ÞARF LAUSN Á Það er svo önnur hlið þessa máls, sem þó verður að veita fyllstu eftirtekt, hvernig fyrir- bygt verði að fólkið sem stund- ar landbúnaðarstörf verði ekki öðru sinni undir í þeim erfiðleik- um, sem slíkt tíðarfar, er ríkt hefir hér sunnanlands í sumar, skapar. Það er viðfangsefni framtíðar- innar, sem lausn verður að finn- ast á, hvernig tryggja megi að sú geysilega umsetning er bænd- j ur nú hafa orðið til þess að fá gras á hin víðlendu ræktarlönd : sín, fari ekki forgörðum, ein- ungis fyrir það að þeir verða enn í dag að langmestu leyti að vera háðir sól og regni um af- drif heyja sinna. Hugsum okk- ur hvar saltfiskverkun útgerðar- innar stæði, með núverandi kaup greiðslum, hefði ekki öryggi fisk- þurrkunarhúsanna komið til. En hér svipar mjög til um heyverk- un í landbúnaðinum, enda þótt lausnin á vandanum yrði þar ef til vill að vera með nokkrum öðrum hætti. Öll viðleitni í þá átt, af hverjum sem framkvæmd er, eða hver sem gerist forustu- maður fyrir því að reynt sé að ráða bót á núverandi öryggis- leysi, á óskiptan stuðning mikils fjölda bænda, til þess að koma ; því máli í höfn. I Sumar það er við nú kveðjum, ! hefir verið harður skóli, þar sem 1 mögl eða skróp hefir síst hentað. En það hefir þó fyrst og fremst ^ fært okkur heim sannin um það, [ að þrátt fyrir hina miklu tækni og geysilegu ræktun síðari ára, j höfum við þó ekki náð því enda- marki, að fullnýta tæknina og ræktunina með því að tryggja heyverkunina og það er þess vegna, sem bændur nú biðja rík- isvaldið um aðstoð og munu á næstu vikum veita því glöggt auga hvernig ráðamennirnir bregðast við þeirri bón. Lopi SeygSur á jiingi ★ MÁLALENGINGAR kring- um fyrirspurnir á Alþingi eru nú farnar svo fram úr öllu hófi, að forseti Sameinaðs þings ætti fyr- ir löngu að vera biiinn að taka í taumana. Sást þetta greinilegast í gær þegar umræður um eina fyrirspurn stóðu í klukkustund og var mestum hluta tímans eytt í alls konar óviðkomandi bolla- leggingar og flokkspólitískar ályktanir af þeim upplýsingum sem fram komu. ic Fyrirspurnirnar hafa nú fengið á sig heldur óskemmtileg- an blæ síendurtekins sjónarspils. •k Fyrst kemur fyrirspyrjandi upp í ræðustól og segist hafa Iagt fram fyrirspurnir. Þetta hafi hann gert vegna þess að ríkis- stjórnin sé að svíkjast um í þess- um málum. Hann viti að vísu hvernig svörin verði, en hann vilji aðeins sýna þingheimi, hvað ríkisstjórnin sé ópottþétt. Virðist alger óþarfi að fyrirspyrjandi sé að trana sér þannig fram, því að fyrirspurnin er prentuð á þing- sltjal og þarf þar engu við að bæta. k Síðan kemur ráðherra og svarar fyrirspurnunum. ir Því næst kemur fyrirspyrj- andi aftur og þakkar ráðherra fyrir hin greinargóðu svör. Þau hafi verið svo greinargóð að allir geti séð að þessi ráðherra hafi algerlega brugðizt skyldu sinni o. s. frv., o. s. frv. it Þá rís ráðherra upp og mót- mælir slíkri túlkun á orðum sín- um. ic Næst rís upp Einar Olgeirs- son og byrjar ræðu sína: — Landsbankavaldið og heildsal- arnir.... ★ Og að lokum stendur upp Bergur Sigurbjörnsson og byrjar sína ræðu: — Mér finnst að ég hafi líka heimild til að taka til máls (þó að ég sé lítill).... ic Tjaldið fellur. Pinay verður að fljiíga frá Genf í sicymli PARÍS, 27. okt. — Faure, forsæt- isráðherra Frakka hefur beðið þingið um traustsyfirlýsingu eft- ir að hann beið ósigur við tvær atkvæðagreiðslur varðandi form- lega meðferð mála. Atkvæða- greiðsla fer fram á morgun og verður Pinay að koma flugleiðis frá ráðstefnunni í Genf, til að geta neytt atkvæðisréttar. E. t. v. verður hann ekki lengur utanrík- isráðherra þegar atkvæðagreiðslu er lokið. Verðlaunasam- 9* nei •rr í Arpnlfmi BUENOS AIRES, 27. okt.: — Argentínska verkalýðssamband- ið sendi Lonardi forsætisráðherra í dag úrslitakosti með hótun um allsherjarverkfall, þar sem það telur að stjórn Lonardis hafi ekki haldið gerða samninga. Samband þetta var áður helzti styrkur Perons. — Reuter. ÞEGAR vísnaþátturinn „Já eða nei“ kom út í sumar, var þar efnt til samkeppni af hálfu les- enda um fimm vísubotna og á- kveðið, að tveir þeir beztu skyldu verðlaunaðir. Fyrstu verðlaunin eru: eldavél af nýrri gerð frá Rafha í Hafnarfirði, en önnur verðlaunin: IBM-rafmagns- klukka til heimilisnota eftir frjálsu vali hjá Ottó Michelsen,- Laugavegi 11 í Reykjavík. Alls bárust í samkeppni þess- ari um 4000 vísnabotnar, og hafa úrslit hennar orðið þau, að fyrstu verðlaun hlaut Rósberg G. Snæ- dal rithöfundur á Akureyri, en önnur verðlaun Karl Kristjáns- son alþingismaður. Rósberg G. Snædal fær verð- laun sín fyrir botna við tvo fyrri hluta. Fyrri er svohljóðandi: Ungra manna augu snör eftir meyjum leita. Rósberg botnaði: Eðli sínu er alveg gjör- ómögulegt að breyta. Síðari fyrri hlutinn er þessi: Ekur vagni sumarsól sínar himinleiðir. Rósberg botnaði: Ingólfur á Arnarhól ullina sína breiðir. Botn Karls Kristjánssonar al- þingismanns, sem fær önnur verðlaun í samkeppninni, er við sama fyrri hluta og svohljóðandi: Allri nótt við norðurpól nálægð hennar eyðir. Anna Aradóltlr sig- urvegariíbridge- i keppnlkvenna EINMENNINGSKEPPNI Bridge- félags kvenna lauk mánudaginn 24. þ. m. Spilaðar voru fjórar um- ferðir. Alls tóku 64 konur þátt í keppninni. — Sigurvegari varð Anna Aradóttir með 425 stíg. Næstar urðu: Guðrún Sveins- dóttir 410 st., Erna Eggerz 401, Guðríður Guðjónsdóttir 400, Laufey Þorgeirsdóttir 399, Sigríð- ur Siggeirsdóttir 397, Dóra Magnúsdóttir 390, Vigdís Guð- jónsdóttir 389, Júlíana Isebarn 388, Unnur Jónsdóttir 384, Ingi- björg Þórðardóttir 383, Herdís Brynjlófsdóttir 381, Hugborg Hjartardóttir 379, Ósk Kristjáns- dóttir 377, Guðrún Angantýsdótt- ir 375 og Guðríður Guðmunds- dóttir 375 st. LONDON, 27. okt.: — Verka- mannaflokkurinn brezki hefur lagt fram vantrauststillögu á brezku stjórnina fyrir aðgerðir hennar í efnahagsmálunum. Geit- skell, sem nú er helzti foringi Verkamannaflokksins sagði í ræðu í dag, að aukafjárlög Butl- ers væru ástæðulaus og skaðleg. Frh. af bls. 9 nýlega skýrt frá eftirfarandi; Land nokkurt vildi rétta við fjárhag sinn eftir stríðið og flutti út mikið af ávöxtum og plöntum. Vörurnar voru sendar með iávn- brautum. En fyrstu 18 mánuðina var svo mörgum vögnum snúið aftur, aðallega vegna þess að plönturnar og ávextirnir reynd- ust sýktar af San Jose skjaldlús, að ef vagnarnir hefðu verið settir í eina lest, mundi hún hafa verið 10 km löng. Búið hafði verið um vöruna, hún flokkuð og sumt af henni send hundruð kg — en allt til einskis. Auðvitað beið útflutn- ingslandið gífurlegt tjón. ♦ • ♦ Ekki hafa slíkar vörur hafnað hér svo kunnugt sé, en menn ættu að sýna aðgæzlu og senda grunsamlega ávexti og plöntur til skoðunar, — og auðvitað krefjast vottorða frá útflutningslöndun- um. Ingólfur Davíðsson. Minnsta herbergið þarfnast mesta hreinlœfis Biðjið um Harpic í næstu búð. Heildsölubirgðir Kristján Ó Skagfjörð h.f. I B U Ð 2—4 herbergja íbúð óskast til leigu strax, í eitt ár. Tilboð- um er tilgreina nákvæmar upplýsingar sé skilað til undirritaðs. Haraldur Gíslason, viðskiptafræðingur Ægisgötu 10 — Sími 1744. MARKÚS Eftir Ed Dodd OH GOLLV, SHE’S... ' SHE’S HURT TtRRíBLY/ «2* /i \ p\ á,;:, a A,y \ \4 iS JACK TRIES WiTH ALL HI5 MIGHT TO GS~ BCC INTO THE BOATj feUT ’ APFLICVED ARMS r.PiB A 9EERIOUS HAt- CAP ------------------—— —--- ’ L - , Wc 3 A, 2) — Ó, guðminn góður. Hún er hræðilega meidd. 3) Kobbi reynir hvað hann skortir þrek 1 handleggina. getur að draga Birnu út í báti inn. En hann er lengi að því og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.