Morgunblaðið - 29.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. okt. 1955 Ctg,: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigUf, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsmgar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland*. í lausasölu 1 krónu eintakið. Fliiginu er nauðsynlegt al í loítinu ríki frelsi Raunhæf framfarabarátta eða lævísleg niðurrifsiðja I' SLENZKA þjóðin hefur á und- anförnum áratugum starfað að uppbyggingu þjóðfélags síns af miklum þrótti og bjartsýni. Henni hefur orðið mikið ágengt, og hún stendur nú mitt í stór- brotnu framfarastarfi. Hvert sem litið er í þjóðlifi hennar er verið að byggja upp, leggja hornsteina að bættri aðstöðu fólksins í lífs- baráttunni. Þrátt fyrir þetta verður ekki gengið á snið við þá staðreynd, að geigvænlegar hættur eru á vegi framfarasóknar okkar. Hin stærsta þeirra er sú, að í landinu starfar heill stjórnmálaflokkur, sem vinnur markvíst að því, að grafa undan afkomugrundvelli þjóðarinnar, sýkja allt efnahags- líf hennar og sá eitri upplausnar og evðileggingar, hvar sem því verður við komið. Þessi flokkur er kommúnistaflokkurinn. Þrátt fyrir allar yfirlýsingar hans um að hann sé hinn eini sanni fram- faraflokkur hafa leiðtogar hans fyrr á tímum þó oftlega lýst þeirri skoðun sinni fullum fetum, að framfarir og umbætur innan vébanda hins séreignarsinnaða þjóðskipulags séu hættulegar og bein hindrun í vegi kommúnískr- ar valdatöku. Þessari skoðun sinni þora kommúnistar hér á landi ekki lengur að lýsa opinberlega. Þeir vita að yfirgnæfandi meirihluti íslendinga vill þró- un og framfarir á grundvelli lýðræðisskipulagsins. Þessvegna berjast málgögn kommúnista ekki lengur opin berlega gegn uppbyggingu þjóðfélagsins. Þeir segjast þvert á móti vera helztu frum kvöðlar hennar. Lævíslegri leið valin En kommúnisfar hafa valið aðra og lævísari leið til þess að ná takmarki sínu. Hún er í því fólgin að neyta áhrifa sinna til þess að sýkja efnahagslíf þjóð- arinn þannig að þar skapist öng- þveiti og ringulreið, sem eyði- leggi framfaramöguleika hennar. Með því að koma bjargræðis- vegum landsmanna á vonarvöl hyggjast kommúnistar hindra uppbyggingarstarfið. Aðferð þeirra er sú, að nota stærstu verkalýðsfélögin í land- inu til þess að krefjast svo mikils af útflutningsframleiðslunni að hún verði með öllu ófær um að standast samkeppnina á erlend- um mörkuðum. Svo mikið be^ur kommúnistum orðið ágenet í bessum efnum, að mikill hluti ciávarútvegsins er nú rekinn með stórfelldum halla. Hefur ríkissjóður orðið að hlaupa undir bagga með honum og greiða stórfellda styrki með framleiðsl- unni. En bau fjárframlög verður hið opinbera síðan að sækja í vasa almennings í landinu með ýmsum hætti. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að ef svo fer fram lengi enn, að útfiutnings- framleiðslan verður rekin með halla, hlýtur að skapast efna- hagskreppa í landinu. Af henni mun svo aftur leiða kyrrstöðu og stöðvun þeirra fram- kvæmda, sem nú er unnið að og þjóðinni er lífsnauðsynlegt að haldið verði áfram. Uni tvennt að velja íslendingar eiga því um tvennt að velja: Annaðhvort að snúast gegn þessari lævíslegu moldvörpustarfsemi kommúnista af fullri festu eða að leiða yfir sig stórfelld vandræði. Mikill meirihluti landsmanna gerir sér ljóst, hvað fyrir komm- únistum vakir. Engu að síður halda þeir völdum og áhrifum í stærstu verkalýðssamtökunum í landinu og geta misnotað þau til þess að grafa undan afkomuör- yggi almennings. Velmegun sú, sem ríkir í landinu hefur byrgt útsýn fjölda fólks, sem gerir sér ekki ljóst, hvert stefnir. Á þessu þarf að verða breyt- ing. Það er ekki nóg að s'qórn landsins og þeir, sem að henm standa vilji beita sér fyrir upp- byggingarstarfi, umbótum og framförum. Allir þjóðhollir ís- lendingar verða að gera sér það ljóst, að framförunum verður ekki haldið áfram til lengdar ef útflutningsframleiðsla þj óðarinn- ar er rekin á óheilbrigðum grund- velli. Sá einn er sannur framfara maður, sem krefst ekki aðeins um bótanna heldur ber skyn á, hver forsenda þeirra er. Við þurfum nú frekar á því að halda en nokkru sinni fyrr að vera hreinskilnir gagnvart sjálfum okkur, viðurkenna þær hættur, sem að okkur steðja í stað þess að flýja á náðir sjálfsblekkinga og yfir- borðsháttar. í íslenzka þjóðin á mikla og góða möguleika til þess að geta lifað farsælu lífi í landi sínu. Hún þarf aðeins að kunna fótum sínum forráð, kunna að greina á milli raunhæfrar framfarabaráttu og lævíslegr- ar niðurrifsiðju kommúnista. Genfarfundurinn NÝR Genfarfundur er hafinn. Að þessu sinni eru það utanríkisráð- herrar stórveldanna, sem þar mæt ast. En þessi fundur er samt ekki síður þýðingarmikill en fundur hinna „fjögra stóru“ á S.l. sumri. Þá var skipst á vinsamlegum ræðum. En vandamálunum var ekki ráðið til lykta. Þeim var vísað til fundar utanríkisráð- . herranna, sem síðar færi fram. „Andinn frá Genf“ varð víð- frægur og vakti miklar vonir meðal þjóða heimsins um aukna friðarmöguleika. Talað var um að kalda stríðinu væri að ljúka. Nýtt tímabil gagnkvæms skilnings og velvildar þjóða í milli væri í upp siglingu. 1 Hinn nýi Genfarfundur hefur aðeins staðið í tvo daga. Um ár- angur hans er því ekkert hægt að fullyrða. En töluvert öðruvísi virðist þó blása þar nú en í sum- ar. Fulltrúar vesturveldanna hafa komið sér saman um ákveðna stefnu í stærstu vandamá'unum. Þeir eru reiðubúnir til þess að gefa Rússum mikilvægar trygg- ingar fyrir því, að sameining Þýzkalands geti ekki leitt til árás arstefnu gagnvart Sovétríkjun- um. Undirtektir Molotovs eru enn sem komið er tregar. — segir norski útgerð- armaðurinn Ludvig G. Braathen FLUGIÐ er orðið þýðingarmik- ill þáttur í efnahagslífi hverrar þjóðar, sagði útgerðar- maðurinn, flugfélagseigandinn og skógræktarbóndinn Ludvig G. Braathen, er hann ræddi við blaðamenn í gær, en hann er nú staddur hér á landi. FRELSI í LOFTINU — En flugið er ný atvinnu- grein, sem enn er að glíma við byrjunarerfiðleikana, hélt hann áfram, og þeir eru margir. Ekki aðeins tæknilegir, heldur einnig stjórnmálalegs eðlis. Ef það er borið saman við siglingarnar, sem eru gamlar og rótgrónar, er sá aðstöðumunur stærstur, að á höfunum ríkir frelsi. Það er nauðsynlegt, að það ríki einnig í loftinu. ★ HÖFTIN ERU OF MÖRG — Höftin eru of mörg í sam- bandi við flugið í dag. Hverri þeirri þjóð, sem möguleika hefir á að auka flugsiglingar sínar, á að vera það frjálst. Einokunar- aðstaða á ekki að líðast í því sambandi. ★ VÖRUFLUTNINGAR AUKAST Braathen minnti á, hverja þýðingu flugið hefði fyrir aukin, vinsamleg samskipti landa í milli, — en flugvélarilar væru ekki einungis til þess að flytja far- þega, þær væri nú notaðar til vöruflutninga í æ ríkara mæli. Nú væru t. d. til vélar, sem flyttu 10 smálestir í einni ferð, en ekk- ert væri óhugandi, að sú tala tvöfaldaðist fyrr eða síðar. Ludvig G. Braathen og Kristján Loftleiða. — Millilandaflugvélin leigu, er í eign Braathens. if ATHYGLISVERÐAR | TÖLUR Er Braathen var að því spurð ur, hvort hann áliti að flugið tæki við af siglingunum í fram- tíðinni, benti hann á, að heildar- tekjur (brúttó) af öllum sigl- ingum í heiminum árið 1954 hefðu numið 65 milljörðum norskra kr., en samsvarandi tala í fluginu væri 20 miljarðar. Og þegar tek- ið væri tillit til þess, hve ungt flugið væri, töluðu þessar töl- ur sannarlega sínu máli. Þá benti hann og á, að í nokkrum löndum væri heildarumsetning einstakra flugfélaga þegar orðnar meiri en stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Fyrir slíku væri ekki hægt að loka augunum. ir Á STÆRRI SKIPASTÓL EN ÍSLENDINGAR Sem kunnugt er rekur VeU andi álri^ar: I' SLENDINGAR eru oft tor- tryggnir, þegar rætt er um norræna samvinnu og má segja, að það sé kannski ekki að furða, a.m.k. ekki á stundum. En þeim mun meir gleðjast þeir þegar þeir sjá, að norræn samvinna er meira en nafnið tómt — þegar þeir sjá, að í orðunum „norræn samvinna" felst bróðurhugur og vinátta. — Þegar mænuveikifar- aldurinn kom hér upp, sást á á- þreifanlegan hátt, hvers virði norræn samvinna getur verið, þegar góður hugur er annars veg- ar. Danir hafa kappkostað að veita okkur alla þá aðstoð sem þeir megna og þeir sendu jafnvel frægasta lömunarveikisérfræðing sinn hingað í byrjun veikinnar. Þeir hafa einnig sent hingað hjúkrunarliö sem unnið hefir ó- metanlegt starf, boðizt til að taka á móti sjúklingum og annast þá, á meðan þeir eru að ná sér, og ætla jafnvel að senda okkur á- góða af skemmtunum. Nöldur ÞESSI afstaða Dana er mjög athyglisverð, og það er rétt fyrir þá sem drukku í sig „Dana- hatur“ úr íslandssögubókum Jón- asar á Hriflu að hugleiða þetta mál áður en þeir þurfa endilega að hella sér yfir Dani næst. — Sannleikurinn er sá, að án góðra samskipta við Norðurlönd verð- um við heldur ómerkilegt rekald á milli tveggja stórvelda — og það er óhugnanlegt hlutskipti. Við ættum heldur að leitast við að treysta böndin við frændur okkar á Norðurlöndum og hætta þessu sífellda nöldri um „gagn- leysi norrænnar samvinnu". GS Óánægður Kjalnesingur af Kjalarnesinu efir sent mér bréfkorn og gagn- rýnir sérleifisferðirnar í Kjósina. Segir hann, að fyrir nokkrum ár- ; um hafi áætlunarbíllinn farið 1 eina ferð á viku upp á Kjalarnes og haldið áætlun, en nú fari hann alltaf alla leið inní Kjós. Segir | bréfritari, að þeir Kjalnesingar i hafi orðið lítil not af áætlunar- 1 ferð þessari og er honum illa við algjörð yfirráð Kjósverja í sér- leifismálum. Áætlunarbíllinn fer ' úr Reykjavík um miðjan dag til þess að Kjósverjar nái háttum, en Kjalnesingurinn vill aftur á móti, að bíllinn fari ekki úr Reykjavík fyrr en um kvöldmat, a.m.k. ekki einn dag í viku. — Bendir hann á, að ekki sé alltaf hægt að fara heim um miðjan dag, t.d. þegar menn fara til læknis. Hefir hann því beðið Vel- vakanda að koma þessu til skila og er -það hérmeð gert. Tvær stökur VELVAKANDI hefir verið beð- inn um áð koma þessum stök- um á framfæri: Þakkarorð til séra Sveins Vík- ings fyrir lestur á sögunni „Ástir piparsveinsins“, frá nokkrum konum á Elliheimilinu Grund. Þessa sögu þakka má, þér frá rauna setri. Ef þú læsir aðra þá yrðu kvöldin betri. Yndið streymir ofan frá, aflið geymir fossinn. Þér má greina þessu frá, þökkum eina kossinn. G. B. Merkll, sem klæðlr landlS Guðlaugsson, formaður stjórnar „Edda“, sem Loftleiðir hafa á Braathen flugfélag, sem annast innan’andsflug í Noregi. Hann hélt einnig uppi millilandaflugi, m. a. til Austurlanda, en SAS kom í veg fyrir, að hann fengi flugleyfið þangað endurnýjað. En hann er samt fyrst og fremst útgerðarmaður. Skipaatóll hans nemur 130 þús. smálestum, eða er nokkru meiri en allur floti íslendinga. SKÓGRÆKTIN Kristján Guðlaugsson, formað- ur stjórnar Loftleiða, scm kynnti Braathen blaðamönnum, skýrði og frá því, að hann væri einnig einn stærsti skógeigandi í Nor- egi og léíi sér mjög annt um skóggræðslu. Er Braathen var að því spurff- ur, hvaJ hann áliti um skóg- rækt á íslandi, kvaff hann Ijóst vera aff viff ættum þar stórt og mikið verkefni fyrii' höndum. — Hann sagðist ekki vita, hvernig skilyrði væru hér til clíks, en víst væri um þaff, aff það yrffi að gerast, „og þaff er hægt aff gera allt — affeins ef viljinn er fyrir hendi.“__________ 17. iáM verði lögbeiiitn HINIR tveir þingmenn Þjóðvarn- arflokksins hafa borið fram laga- frumvarp um að 17. júní skuli vera þjcðhátíðardagur íslend- inga. Er þotta vegna þess að ekki hefur vevið lögboðið, að þessi dagur sé frídagur. Hinsvegar við- urkenna allir fslendingar hann sem þjóðhátíðardag og skiptir því sennilega ekki miklu máli, hvort slík lagaákvörðun er til eða ckkL - VerSjöfnun Framh. af bl» •» atvinnuörðugleika eiga að stríða, til þess að kaupa nýja togara. ÞAR SEM ÞÖRFIN ER MEST Þá er einnig athyglisvert ákvæði i 7. gr. frumvarpsins, sem fjallar um það, að ef í gildi eru hömlur á fjárfestingu og innflutningi framleiðslutækja eða skortur á lánsfé til íramkvæmda, þá sé rík- isstjórninni heimilt að mæla svo fyvir að fengnum tillögum at- vinnujöfnunarsjóðs, að vissir staðir, sem við sérstaka atvinnu- örðuglsika eiga að stríða skuli sitja fyrir um þessa fyrirgreiðslu. FLUTNINGUR STÖÐVAÐUR Meff þessu frumvarpi þing— manna Sjálfstæffisflokksins er stefnt að því aff marka með lög gjöf ákveffna stefnu í þá átt, aff íbúar hinna ýmsu kauptúna og kaupstaffa víffsvegar um land ge'ii aflað sér lífsframfær- is heima fyrir, en þurfi ekki aff flytjast til annarra staða á landinu til atvinnuleitar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.