Morgunblaðið - 01.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1955, Blaðsíða 1
tntMðM 16 síður 42. árgangur 249. tbl. — Þriðjudagur 1. nóvember 1955 PrentsmlSja Morgunblaðsins Brengur stórskuddust er sprengja springur í höndum huns Félagi hm rneiddist líka — Ekki viSað hvar þrjár sprengp eru mMr komnar — Slys á barnaleikvelli NÍU ÁKA drengur stórslasaffist í gærdag hér í bænum, er dynamithvelihetta sprakk í höndum hans. Leikbróðir hans meiddist einnig, en miklum mun minna. • sprenginguna. Halldór fékk áverka í andlit og enni af SLYS þetta varð um kl. 1,30 sprengingunni og sprengju- í gærdag á Njálsgötuleikvelli, brotum. — Lögreglan flutti en hann er þar sem mætast drengina strax til læknis, sem Njálsgata og Gunnarsbraut. gerði að áverkum þeirra, en 4 drengir, allir á líku reki, eru að því búnu voru þeir fluttir viðriðnir þetta slys. — Einn heim til sín. þeirra vissi af dynamithvell- hettum, sem geymdar voru í kjallarageymslu heima hjá honum. Þangað fóru tveir þeirra, og tóku þeir 4 hvell- hettur, sem þar voru og fóru með þær út á Njálsgötuleik- völl. En þar skyldi sprcngja þær. EINN drengjanna, Viðar Magnússon, Snorrabraut 33, hélt á einni hvellhettunni, er jafnaldri hans og leikbróðir, Halldór Jónsson, Njálsgötu 86, bar eld að kveiknum, og sprakk hvellhettan þá sam- stundis í höndum Viðars með þeim afleiðingum, að framan tók af þremur fingrum ann- arrar handar, einnig skadd- aðist hann mikið á höfði við ÞEGAR sprengingin varð, greip hina drengina tvo ótti og fleygðu þeir frá sér hvell- hettunum þrem, en vissu ekki hvert þeir hefðu hent þeim, því að ýtarleg leit að hvell- hettunum síðdegis í gær, bar ekki árangur. Er ekki ósenni- legt, að einhver börn eða full- orðnir hafi fundið hvellhett- urnar á leikvellinum eða við hann. Ættu allir að leggjast á eitt um að reyna að hafa uppi á þessum hættulegu sprengj- um, t. d. ættu foreldrar, sem eiga börn er sóttu leikvöll þennan í gær, að ganga úr skugga um, hvort þeirra börn hafi séð þessar sprengjur eða séu jafnvel með þær undir höndum. „B&ndaríkjamÖnnum fellur skáldskapur minn betur í geB en Rússum" Frá Genfarfundinum: Pinay og MacMiílan skella skuldinni á Austur-Evrópuríkin Genf, 31. okt. — Reuter-NTB. IDAG fjölluðu utanríkisráðherrar fjórveldanna um þriðja höf- uðatriðið á dagskrá Genfarfundarins: Aukin viðskipti og sam- göngur milli landanna í austri og vestri, eflingu menningarlegra samskipta og frjálsari fréttaflutning. HEIMSBLÖÐUNUM hefur orð- ið mjög tíörætt um veitingu Nóbelsverðlaunanna, m. a. banda ríska stórblaðinu New York Times. Einkum hefur blöðunum á Norðurlöndum orðið tíðrætt um Halldór Kiljan Laxness og skáldskap hans, og mikið og margt verið haft eftir honum í viðtölum. • • • Danska blaðið Dagens Nyheder hefur eftir Laxness, að Banda- ríkjamönnum líki betur skáld- skapur hans en Rússum. Rússar eru vanir hinu „breiða" frásagn- arformi og eru ekki sérlega hrifnir af stíl mínum, sagði skáldið. ir „sjAlfstætt fólk" — METSÖLUBÓK í BANDARÍKJUNUM New York Times segir, að Nóbelsverðlaunaþeginn sé ekki almennt þekktur í Bandaríkjun- um, en hins vegar varð „Sjálf- stætt fólk" metsölubók ársins, er hún kom út í Bandaríkjunum í enskri þýðingu árið 1946. • • • Laxness lýsir sjálfum sér sem manni er dáir rússncsku þjóðina en hefur tileinkað sér mjög lifn- aðarhætti Bandaríkjamanna, — heldur blaðið áfram. „Mig dreym ir enn um Kaliforníu, þegar mér líður vel," sagði Laxness í við- tali við blaðamenn í Gautaborg í Svíþjóð. * KAÞÓLSKA, KOMMUNISMI OG KAPITALISMI „Ég er ekki stjórnmálamaður, heldur bókmenntamaður, sem ritar skáldsögur. Menn hafa áfellzt mig fyrir þrennt — ka- j þólsku, kommúnisma og kapi-, talisma. Ég er ekki lengur. kaþólskur, ég er ekki kommún- ' isti — og hvað kapitalismanum viðvíkur verður að leita svarsins í bókum mínum, því að það er álitamál." Segir blaðið, að hann sé samt nógu mikill kapitalisti til að hafa áhuga fyrir, hvað verði eftir af Nóbelsverðlaununum, þegar ís- lenzk skattayfirvöld hafa farið höndum um þau. • • • Eins og áður hefur verið skýrt frá hefur ríkisstjórnin nú ákveð- ið að hlutast til um það, að verð- launin verði undanþegin skatti. SAARBRUCKEN, 25. okt.: — Fimmtíu manna þing Saar-hér- aðsins kemur saman til fundar n.k. föstudag til að samþykkja lausnarbeiðni Hoffmanns forsæt- isráðherra. Lagði hann fram lausnarbeiðni sína, er Saarbúar höfnuðu fransk-þýzka sáttmálan- „Ungfrú Venezúela" (Susannah Dujim) var hlutskörpust í keppninni um titilinn „Miss World 1955", en keppnin fór fram í Lundúnum skömmu eftir miðjan október. Hún er 19 ára að aldri, dökkhærð og brúneyg, og hefir hún íil þessa haft það að atvinnu að sitja fyrir hjá ljós- myndurum. En líklegt er, að hagur hennar vænkist nú tíl muna. Oftast stendur kvikmynda heimurinn slíkum fegurðardísum opinn. BEIRUT, Líbanon — Mikið hlass af 30-tonna pökkum, sem merktir eru sem iðnaðar- og landbúnaðar- vélar, voru nýlega fluttir gegn- um Beirut áleiðis til Sýrlands. Upplýsingaþjónustu Vesturveld- anna leikur grunur á, að hér sé um að ræða vopn frá Tékkósló- vakíu. Ellis lýsir landsleikn- m Bandariski utanríkisráðherr ann Dulles steig fyrsta skref- ið í þá átt, að raunhæfur ár- angur næðist í þessu efni. Skýrði hann svo frá, að Bandaríkjastjórn hafi nú numið úr gildi það sérstaka eftirlit, er haft var með vega- bréfum þeirra Bandaríkja- manna er héldu til Austur- Evrópuríkjanna, en ströng ákvæði voru sett um þetta á árinu 1952. • • • Molotov lagði fram áætlun í fimm atriðum og er þar gert ráð fyrir ýmis konar aðgerðum á Margrét hyggst ekki giftast Pétri Lundúnum, 31. okt. — Reuter. MARGRÉT prinsessa hyggst ekki ganga að eiga Pétur Towns- end, flugkaptein. í gærkvöldi barst blöðum og fréttastofum til- kynning um þetta frá prinsess- unni, sem þá var stödd í Clar- ence House í Lundúnum. j Vr Segir hún í tilkynning- unni, að hún sé sér þess fylli- lega meðvitandi, að hún geti gifzt réttum og sléttum brezkum borg- ara, ef hún afsali sér rétti til að erfa krúnuna. „En sú kirkja, sem ég tilheyri viðurkennir ekki hjónaskilnað — og þar sem mér eru ljósar skyldur mínar við brezka heimsveldið, hef ég ákveð ið að láta þær sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru." ¦fc „Ég hef tekið þessa ákvörð un upp á mitt eindæmi og hefi í því notið óþrotlegrar umhyggju og einlægrar vináttu Townsends flugkapteins. Ég er mjög þakk- lát öllum þeim, er hafa beðið fyrir því, að ég yrði hamingju- söm." Tilkynningin var undirrituð „Margrét." Ben Jússef þessu sviði allt frá afnámi allra hafta í milliríkjaverzlun til al- þjóða ráðstefnu um notkun kjarn orkunnar til bóta mannameinum. Franski utanríkisráðherrann Pinay lagði til, að Rússar settu á stofn upplýsingaþjónustu í París og Frakkar í Moskvu, og fréttamenn í báðum löndunum skyldu hafa aðgang að hvers konar fréttaþjónustu. Jafnframt skyldi unnið að aukinni útgáfu franskra bóka í Ráðstjórnarríkj- unum og vice versa. Sagði Pinay, að Frakkar væru mjög fylgjandi auknum viðskiptum milli austurs og vesturs — og hefðu verzlunar- viðskiptin verið lítil til þessa, lægi sökin hjá Austur-Evrópu- ríkjunum. • • • MacMillan benti á, að bætt samband milli austurs og vesturs væri í raun og veru háð fram- gangi umræðnanna um öryggis- mál Evrópu og sameiningu Þýzkalands. MacMillan tók í sama streng og Pinay og kvað kommúnisku löndin eiga meiri sök á viðskiptahöftum milli land- anna í austri og vestri, en Vest- urveldin væru hins vegar fús til að íhuga hverja þá tillögu Rússa, er fjallaði um aukin viðskipti. Lauk brezki utanrikisráð- herrann máli sínu með þess- um orðum: Mesta vandamál okkar — „kalda stríðið" —< leysist aldrei, meðan rúss- neska þjóðin fær eingöngu einhliða frásögn af orðum og gerðum vestrænna þjóða — og meðan allar fréttir frá Moskva fara gegnum stranga ritskoðun. Hvatti hann Ráð- stjórnina til að auðvelda fréttamönnum og ferðamönn- um aðgang að Rússlandi. HvuS veldur — hver heldur? BERLÍN, 31. okt. — Vestur- þýzku yfirvöldin í Berlín sendu í dag fyrirspurn til rússneska sendiráðsins í Austur-Berlín um hví hefðu verið stöðvaðar heim- sendingar þýzkra stríðsfanga frá Ráðstjórnarríkjunum. Engir þýzk ir stríðsfangar hafa komið til Friedland síðan 20. okt. s. 1. inp ®g Rússa LUNDQNUM, 31. okt. — Eng- lendingurinn Arthur Ellis, sem kunnur er fyrir lýsingar sínar á knattspyrnuleikjum, mun lýsa í útvarpi landsleiknum milli brezka knattspyrnuliðsins Wolv- erhamtor. og Dynamo, sem fram fer í Moskvu 9. nóv. í s. 1. viku lýsti Ellis landsleiknum milli Ráðstjórnarríkjanna og Frakk- lands. Hann hefir lýst alls 43 landsleikjum — tveim í Moskvu. í Nism RABAT og NISSA, 31 okt. — Fyrrverandi soldán at' Marokkó. Ben Jússef, kom í dag til Nissa. Hefir hann verið í útlegð á Madagaskar í tvö ár. Var það einn liðurinn í umbótatillögum Frakka í Marokkó, að soldáninn fengi heimild til að flytja til Frakklands. Víða í borginni P.abat hafa menn nú fest upp aftur myndir af Sidi Mohammed Ben Jússef í verzlunum og heima fyrir. Var víða stofnað til mikilla hútíða- halda í Marokkó í tilefni af komu Ben Jússefs til Frakklands. 329:261 LUNDÚNUM, 31. okt. — í dag var felld í brezka þinginu van- trauststillaga á stjórnina. Fór atkvæðagreiðslan fram að lokn- um umræðum um aukafjárlögin, er Butlei fjármálaráðherra lagði fram, er þingfundir hófust í síð- ustu viku. Fékk stjórnin 68 atkv. meirihluta — 329 greiddu at- kvæðí gegn vantrauststillögunni en 261 með henni. Hafði stjórn- arandstaðan vítt stjórnina fyrir að hafa sýnt „úrræðaleysi og hirðuleysi" um efnahagsmál landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.