Morgunblaðið - 01.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. nóv. 1955 E kki i neð vopnum vec lið EFTIR SIMENON rxTtú Framtíaldssagan 30 reiðarskúrnum og blístrati glað- lega. Vörðurinn sat úti í einu horn- inu á skúrnum og var að fá sér eitthvað í svanginn. „Ég er að rannsaka sann málið og maðurinn, sem kom Hngað áðan“, sagði Maigret. „Gv'i vagn inn .... Var hann tekinr út úr skúrnum á laugardagskv 'ldið?“ Á borðinu lá tíu frankr seðill, sem var auðsjáanlega r eiðsla Métayers fyrir veittar upp1 /sing- ar og Maigret lagði annan sömu tegundar við hlið hans. „Já, rétt fyrir miðnættið". „Og um hvaða leyti kor. hann svo aítur hingað?" „Það hefur líklega verio svona um klukkan þrjú eftir mið 'ætti.“ „Var bifreiðin þá nokkv. j leir- ug?“ „Nei, ekkert sérstaklega — enda eru vegirnir þurrir núna, eins og þér sjáið“. „Voru það ekki tvær ma ineskj ur, sem óku burt í bifreiöinni? Karl og kona“ „Nei, aðeins einn karlmaður“. „Var hann stuttur og grann- vaxinn?“ „Nei, þvert á móti.... Hann var bæði hár og þreklegur á vöxt“. Maigret gat ekki efast um, að hér væri um að ræða Maurice de Saint-Fiacre og engan annann. Lýsingin átti svo vel við hann. Þegar umsjónarmaðurinn kom inn í veitingahúsið, var hljóm- sveitin aftur farin að leika, og það sem hann veitti fyrst athygli var það, að enginn var nú lengur í horninu, þar sem Jean Métayer og málaflutningsmaður hans höfðu setið. En andartaki síðar uppp ötvaði hann sér til mikillar undrunar að málaflutningsmaðurinn hafði bara skipt um sæti og sat r \ hinn makindalegasti við borðið hjá greifanum. Þegar umsjónarmaðurinn kom inn í salinn, spratt Maitre Tallier úr sæti sínu: „Ég biðst innilega afsökunar. .... Nei, nei, vitanlega fáið þér sætið yðar aftur. .. Ég stoppaði bara andartak hjá greifar ’.m, af því að hann var aleinn við borð- ið.“ En hann skildi samt ekki við þá, heldur fékk sér stól, cg korn með hann að borði þeirra. Hann var mjög æstur í skapi 03 kinn- ar bans voru dökkrauðar. Hann litaðist sífellt um í saln- um, eins og hann væri að svip- ast um eftir félaga sínum, Jean Métayer, en hann var hve 'gi s.iá- anlegur. „Þér hljótið að skilja þ ð, um- sjónarmaður .. Ég gat með engu móti fengið mig til þess rð fara til greifahallarinnar .. Það er líka harla skiljanlegt. En úr því að örlögin hafa komið því svo fyrir, að við skildum hittast á hlutlausu svæði, ef ég ná svo að orði komast. ...“ Og hann brosti þvinguð 1 brosi. Eftir hverja tah ða srtningu, leit hann helzt út, eins r g hann væri að hneigja sig fyrir bessum tveimur áheyrendum srum og og þakka þeim fyrir srmþykki þeirra. „Við jafn illar cg öi urlegar aðstæður og þessar, er þ: ð alveg gagnslaust, eins og ég sagði skjól stæðing mínum þegar í upphafi, að gera málin enn flóknari með öfgafullum næmleika . . Þetta skilur Jean Métayer fullkomlega. Og þegar þér komuð hingað að borðinu, umsjónarmaður, var ég einmitt að segja greifánum af Saint-Fiacre, að vér myndum að- eins fara fram á það, að ....“ „Parbleu“, tautaði Maigret, sem var orðinn bæði óþolinmóð- ur og gramur í skapi. Og hann hugsaði, mjög greini- lega: „Góði maður, þér eruð sannar- lega ekki öllum heillum horfinn, ef ekki verður innan fimm mín- útna orðinn stórkostlegur árekst- ur á milli ásjónu yðar og hnefa þess heiðursmanns, sem þér nú talið svo liðugt við.... “ Þátttakendur knattleiksins voru enn á sífelldri ferð í kring- um græna knattborðið, en áður nefndur kvenmaður, sem svo lengi hafði setið ein við borð, reis úr sæti sínu, skildi veskið sitt eftir á borðinu og gekk yfir í enda salarins. „Þarna gengur manneskja, sem hefur látið sér skjátlast alveg voðalega. Nú heldur hún sýni- lega, að Jean Métayer hafi gengið út, til þess að geta talað við hana, eða öllu heldur samið við hana, undir fjögur augu, án nokkurra votta .... Þessvegna hefur hún nú gengið fram, til þess að líta eftir honum“. Og tilgáta Maigrets reyndist alveg laukrétt. Konan skálmaði fram og aftur, með henduv á mjöðmum og skimaði í allar átt- ir, árangurslaust. Jean Métaver sást hvergi bíða komu hennar. Málaflutningsmaðurinn var enn að tala, án þess að taka sér nokkra minnstu málhvíld: „Hér koma margvíslegir og flóknir hagsmunir við sögu og hvað oss snertir, þá erum vér því einna helzt fylgjandi, að ....“ „Að hvað?“, greip nú greifinn skyndilega fram í fyrir honum. „Að . ... að....“ Hann gleymdi því alveg, að það var ekki hans eigið glas, sem þessa stundina var hendi næst og hann tæmdi glas Maigrets af ei- skærum vandræðum. „Ég veit, að staðurinn er e. t. v. illa valinn og tíminn líka .. En gerum ráð fyrir því, að vér þekkjum, betur en nokkur ann- ar, hinar fjárhagslegu aðstæð- ur....“ „Ég þykist vita, að þér eigið við hinar fjárhagslegu aðstæður móður minnar .... Gott og vel, haldið bara áfram“. „Skjólstæðingur minn, sem er gæddur hinum fínustu og við- kvæmustu tilfinningum, hefur tekið þann kostinn að dvelja hérna á gistihúsinu. ... “ Vesalings lögfræðingsræfillinn. Maigret bókstaflega vorkenndi honum, þar sem hann húkti undir hörðu og nístandi augnaráði greif ans, og tíndi fram orð og orð á stangli, eins og þau væru toguð út úr honum, með miklum sárs- auka og enn meiri áhyggjum. „Þér skiljið mig, umsjónarmað- ur, eða er ekki svo? Vér vitum, að erfðaskrá hefur verið komið fyrir hjá opinberum og löggilltum nótaríusi. En verið þess fullvissir, að réttur greifans af Saint-Fiacre og hagsmuna hans hefir verið gætt þar, eins og mögulegt var. Samt sem áður prýðir einnig nafn Jeans Métayer erfðaskrá þessa og honum hefur ekki verið gleymt alveg. Fjárhagsmálin eru mjög flók- in og samantvinnuð .... Skjól- stæðingur minn mun líka vera sá maðurinn, sem þeim er kunn- ugastur. Þá þekkingu hefur hann hlotið sem einkaritari greifafrú- arinnar látnu. ... “ Maigret dáðist sannarlega að Maurice de Saint-Fiacre á þessari stundu, sem tókst að halda sér nærri yfir náttúrlega stilltum og rólegum, a. m. k. á yfirborðinu. Jafnvel dauft bros lék um varir hans. „Já, hann var fyrirmyndar skrifari“, sagði hann og að því er bezt varð séð, alveg hæðnis- laust. „Takið það einnig til greina, vinir mínir, að hann, ég á við skjólstæðing minn, að hann er af góðu fólki kominn og á mjög sómakæra foreldra. Hann hefur hlotið haldgóða og fjölbrotna menntun .... Indíánarnir koma 5 1 „Þegiðu, strákormurinn þinn,“ næstum því hvæsti þorp- arinn um leið og hann tók undir sig og stökk í áttina til Jaks. En þá reið örin af boganum og lenti með gífurlegum krafti í rassi hins óða manns. Hann rak upp mikið sársaukafullt óp um leið og hann henti frá sér brauðpakkanum og hvarf inn í skóginn. Þegar seglskipin þrjú höfðu siglt hraðbyr svo dögum skipti, tók allt í einu að hvessa, og um nóttina var komið fárviðri. — Dróg nú mjög í sundur með skipunum, og sáu þau hvert annað ekki nema endrum og eins. Allt lék á reiði- skjá:lfi og rifnuðu segl mjög, því að skipverjar voru ekki nógu fljótir að koma þeim niður, þegar fárviðrið skall á. Alla nóttina og næsta dag hélzt sami ofsinn í veðrinu. En eins skyndilega og það skall á, datt það niður og lygndi nú að mestu næstu nótt. Töluverður sjór var þó enn og því erfitt að athafna sig á dekkinu við að koma því í lag, sem gengið hafði úr skorðum. I Nú tók ekki betra við. Það hafði komið fram, sem Sesilíus foringi hafði óttazt mest. Skipin höfðu misst hvert af öðru, að minnsta kosti hans skip hafði týnt hinum tveimur, og var því ekki hægt að segja um hvernig þeim hafði reitt af í veðurofsanum. Kannske voru þau ekki lengur ofansjávar. En ekki þýddi neitt að fást um orðinn hlut, forystuskip Hans hátignar varð að halda áfram, — ekki þótti ráðlegt að svipast um eftir hinum skipunum. Ef til vill voru þau komin á undan. Næstu daga bar lítið til tíðinda. Allir höfðu náð sér eftir hrakningana í óveðrinu. en hin skipin sáust hvergi. Dag nokkurn sást skip út við sjóndeildarhring. ULLAR KÁPUR ©6 IJLPIIR mij IJRVAL á börn og fullorðna í mjög miklu úrvali Feldur h.f. Laugavegi 116 ORLON PEYSUR ULLAR PEYSUR og PILS FELDUR H.f. Austurstræti 6 Laugavegi 116 MVT¥ I Tökum upp í dag nýja sendingu af FRÖNSKUM SAMKVÆMIS KJÓLAEFNUM Gluggatjaldaefni Satin, slétt og kvilterað í rúmábreiður Tilbúin gluggatjöld Bankastræti 7 HLSIMÆÐI fullgert eða fokhelt Húsnæði ætlað fyrir léttan iðnað óskast til kaups eða leigu. — Æskileg lágmarksstærð 80 ferm.; mætti þó vera minna ef skilyrði til viðbótarbyggingar væru fyrir hendi. — Húsnæðið, helst á hitaveitusvæði, þó ekki skilyrði, þarf að vera á jarðhæð og möguleikar til að- keyrslu hentugir. — Tilboð auðkennt: „Léttui iðnaður — 251“, sendist blaðinu fyrir 6. nóvember 1955. JL».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.