Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. nóv. 1955 wgiiittMðMfe Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: SigurCur Bjarnason frá VigWb Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 & mánuSi innanlanda. I Uusasölu 1 krónu eintakið. Nýr báfur Sil Grindavikur Sannleikurinn um þátt milli- liðanna verður ú koma í ijós GRINDAVÍK, 3. nóv. — Á mið- vikudaginn kom hingað nýr bát- ur frá Danmörku, og er hann keyptur hingað af þeim Einari Dagbjartssyni, Jóni Gíslasyni og Sæmundi Jónssyni. Báturinn er 55 lestir og er 6 ára gamall, byggður úr eik. Er hann með hálfs árs Greno-vél og búinn siglingatækjum, miðunar- stöð og tveimur dýptarmælum. Ganghraðinn er 9 mílur, og var hann 6 sólarhringa frá Danmórku til Grindavíkur. — Dönsk áhöfn sigldi bátnum hingað. Hér hefur verið stöðug ótíð undanfarið. Hvernig á ú kenna kjósend- um að kjósa „skynsamlega“? Tillaga um fræðslu í þjóðfélagsmálum rædd á Alþingi NOKKRAR umræður urðu í gær í Sameinuðu þingi útaf tillögu um aukna fræðslu fyrir almenn- ing í þjóðfélags og þjóðhags- fræðum. Flutningsmaður tillögunnar, Bernharð Stefánsson, kvað þekk- ingu almennings á þjóðfélags- málum mjög ábótavant. Fólk vissi furðu lítið t. d. um starfið IGREINARGERÐ fyrir þings- ályktunartillögu, sem Sjálf- stæðismenn hafa flutt á Alþingi um rannsókn á milliliðagróða er m.a. komist að orði á þessa leið: „Það er vítavert ábyrgðar- leysi að fjölyrða um það ár eftir ár, að milliliðakostnaður inn eigi ríkan þátt í halla- r'ekstri framleiðslunnar, en láta svo undir höfuð leggjast að framkvæma rannsókn, sem leiði sannleikann í ljós og leggi grundvöll að umbótum í þessu efni“. Hér er vissulega komið að kjarna málsins. Um áratuga skeið hafa heilir stjórnmálaflokkar haldið því fram, að svokallaðir milliliðir hirði kúfinn af arði þeim, sem framleiðslustéttir þjóð félagsins skapa til lands og sjáv- ar. Þessir flokkar hafa meira að segja gengið svo langt, að þeir hafa kennt Sjálfstæðisflokknum um þetta. Hann sé „flokkur milli- liðanna“, sem ævinlega haldi verndarhendi sinni yfir fjárplógs starfsemi þeirra. Leiðtogum þessara flokka hef- ur ekki komið til hugar að flytja tillögur um að fá úr því skorið, hvert væri sannleiksgildi þessara staðhæfinga þeirra. Þeir hafa látið við það eitt sitja að halda uppi rakalausum svívirðingum um Sjálfstæðisflokkinn. Nú hefur þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins tekið þá ákvörð- un, að flytja tillögu um það á Alþingi, að sérfróðum mönnum úr hinum ýmsu stjórnmálaflokk- um skuli falið að framkvæma rannsókn á þætti milliliðanna í framleiðslukostnaði landsmanna. Hafa sex þingmenn flokksins flutt um það svohljóðandi tillögu: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd 5 sérfróðra manna til þess að rannsaka þátt milli- liða i framleiðslukostnaði þjóð arinnar, þannig að úr því fáist skorið, hvort hann sé óhóf- lega mikill og skal samanburð- ur gerður á milliliðakostnaði hér og í nálægum löndum. Jafnframt verði athugað, hvort og þá hvernig auðið sé að Iækka milliliðakostnað. Skal leitast við að hraða þess- ari rannsókn svo, að álitsgerð liggi fyrir, er næsta reglulegt Alþingi kemur saman." Flutningsmenn þessarar tillögu eru bæði fulltrúar sveita og kaupstaða. Verður að vænta þess að hún fái góðar móttökur hjá þeim flokkum, sem mest hafa fjölyrt um milliliðagróðann á undanförnum árum. Samanburður við önnur lönd í tillögunni er gert ráð fyrir þvi, að rannsóknarnefnd sú, sem Alþingi á að kjósa samkvæmt henni geri jafnframt samanburð á milliliðakostnaði hér og í ná- lægum löndum, t. d. Norðurlönd- unum, Þýzkalandi og Bretlandi. Er mjög þýðingarmikið að fá s.líkan samanburð og á sem allra flestum sviðum athafnalífsins. Með því að öðlast örugga vitn- eskju um milliliðakostnað grann þjóða okkar kemur það í fyrsta lagi í Ijós, hvort hann er meiri eða minni hjá þeim en okkur. I öðru lagi gæti slíkur samanburð- ur veitt okkur mikilsverðar leið- beiningar um það, hvernig við getum lagfært hugsanlegar iris- fellur í þessum efnum hjá okkur sjálfum. Þessi samanburður verður því að fást, enda á að vera tiltölu'ega auðvelt að afla þeirra upplýsinga, sem nauðsynlegar eru til þess að gera hann. Það er ætlan Sjálfstæðis- manna, að rannsókn á milli- liðakostnaðinum hér heima verði eins viðtæk og frekast er kostur. Vitneskja þarf að fást um, hvernig honum er háttað til lands og sjávar, hver þáttur hans er hjá útflutningsfram- leiðslunni, landbúnaði og í verðlagi innlendra og erlendra vara. Hér er vissulega um allmikið verk að ræða. En það verður að vinnast. Sannleikurinn verður að koma í ljós um hinn margrædda milliliðagróða. í stað fullyrðinga og sleggjadóma verður að koma rökstudd vitneskja um sjálfan raunveruleikann í þessum efnum. Tillö»ur til úrbóta Mikill meirihluti þjóðarinnar gerir sér ljóst, að meginorsök hallareksturs atvinnutækjanna um þessar mundir er fyrst og fremst sú, að of miklar kröfur hafa verið gerðar á hendur þeim. Þjóðin vill eyða meiru en hún aflar. Þetta er meginástæða þess, hvernig komið er í íslenzku eína- hagslífi. En milliliðakostnaður cr einnig vafalaust meiri á einstök- um sviðum en þörf er á. Það er þessvegna mjög þýðingarmikið að afla sér áreiðanlegrar vit- neskju um, hvar það sé. í tillögu Sjálfstæðismanna er ekki aðeins lagt til, að þátt- ur milliliðanna verði rann- sakaður. Þar er gert ráð fyrir að gerðar verði tillögur um, hvernig hann verði lækkaður. Yrði þá höfð hliðsjón af sam- anburðinum við milliliða- kostnað í nálægum löndum. Út úr reykskýinu Það er mjög gagnlegt að þessi þingsályktunartillaga er komin fram. Með henni er leitast við að draga þýðingarmikið atriði efna- hagsmála okkar út úr því reyk- skýi, sem þyrlað hefur verið upp um það. Sjálfstæðismenn leggja á það megináherzlu að draga sannleikann fram í dagsljósið í þessu máli sem öðrum. Þjóðin á heimtingu á því að vita hann. Ef hér er um að ræða óhóf- legan milliliðagróða og fjár- plógsstarfsemi, sem bitnar á framleiðslunni og öllum al- menningi í landinu, á að skera fyrir rætur þeirrar meinsemd- ar. Ef fullyrðingarnar um milliliðagróðann eru rakalaus ar þá á það einnig að koma í Ijós. Þjóðin verður að vita, hvar hún er á vegi stödd í þessum efnum sem öðrum. Það er kjarni málsins. Kvikmyndafélagið Filmía að hefja vetrarstarfsemi Sýnir „Maria Candelaria" bráðlega FILMÍA, hið vinsæla kvikmyndafélag, er nú að taka til starfa. Verður þetta þriðja starfsár félagsins. Að þessu sinni hefjast kvikmyndasýningarnar seinna en ráð var gert fyrir, og stafar það af því, að Det Danske Filmimuseum, í Kaupmannahöfn, hefur ekki getað afgreitt myndirnar, vegna þess að það hefur verið að skipta um húsnæði þessa dagana. MEXIKÖNSK ÚRVALSMYND Fyrsta kvikmyndin sem Film- ía sýnir á þessum vetri verður „Maria Candelaria“, sem er mexikönsk stórmynd, sem hlotið hefur heimsfrægð. Sýnt verður í Tjarnarbíói eins og undanfarna vetur. AFHENDING SKÍRTEINA Afhending félagsskírteina mun fara fram einhvern næstu daga og verður nánar skýrt frá því síðar og fyrirkomulagi sýninga. Síðastliðinn vetur voru meðlimir félagsins 800. Formaður Filmíu er Jón Júlíusson menntaskóla- kennari. Siglufjarðarfogar- arnir hafa aflað vel SIGLUFIRÐI, 2. nóv. — Togar- arnir hér hafa aflað mjög vel upp á síðkastið og hefur mikil vinna verið við nýtingu aflans síðustu daga. —Fréttaritari. VeU andi óbripar: Umferðar erfiðleikar. EFTIR þeim fregnum að dæma, sem borizt hafa af góðakst- urskeppni þeirri er fór hér fram fyrir nokkru, virðist mega ráða að nokkuð sé hér ábótavant um allt er varðar gætni og góða hegðun ökumanna. Þar er þá líka að finna veigamestu ástæð- una fyrir hinum tíðu slysum og margháttuðu tjónum, sem nú fara dag vaxandi og er orðin öllum hið mesta áhyggjuefni. Og hver er svo ástæðan fvrir því að svo miklir ágallar koma fram í ökuhæfni íslendinga? Er kennsla í meðferð og akstfi bif- reiða ábótavant? Gera þeir menn, sem slíka kennslu hafa á hendi sér far um að kenna fólki slíka háttvísi og heiðarleik í samskipt- um við aðra vegfarendur, sem góðaksturskeppnin gerir ráð fyr- ir? Gerir lögreglan sitt til að leiðbeina fólki, vanda um og sækja til saka hvern þan» er brýtur umferðarreglur, eða á annan hátt sýnir kæruleysi í um- ferð? Gera tryggingafélögin sitt til þess að torvelda tryggingar bifreiða þeirra er oft valda tjóni? Það er við ramman reip að draga í þessum efnum, en hér dugar ekkert minna en það, að taka þessi mál föstum tökum ekki eina viku á ári heldur allar vik- ur ársins. Þau sorglegu sannindi eru öll- um augljós, að umferðin hér á landi einkennist mjög af gapa- skap og tillitsleysi við aðra veg- farendur og á það engu síður við um gangandi og hjólandi fólk. Þetta er því hættulegra, sem all- ar götur í bæjum óg vegir lands- ins eru mjög mjóir og á allan hátt varhugaverðir. Götur Reykjavíkur eru nú eins og kunnugt er yfirfullar af bif- reiðum, svo að hvorki gangandi né akandi fólk kemst óhindrað leiðar sinnar. Við allflest hús í bænum er gert ráð fyrir lóð und- ir bílskúr. All mikið af þessum lóðum standa nú auðar og ónot- aðar. Nokkru veldur þar um að ekki fékkst í nokkur ár leyfi fyrir byggingu bílskúra, en nú er það breytt og hafa nú margir hafizt handa um byggingu þeirra. En þá skeður það undarlega að þess- ir nýju skúrar og margir hinna eldri eru notaðir til allt annara hluta. Ýmist fyrir verzlun, iðnað og margt fleira. Það er sannarlega mál til kom- ið að gengið verði hreint til verks Og þeim, sem bílskúra hafa, gert að skyldu að nota þá fyrir bif- reiðar og hinum, sem ekki hafa byggt bílskúr á lóðum sem til þess eru ætlaðar, gert að geyma bifreiðar sínar á þeim lóðum. D. á löggjafarsamkomunni, hvað þar færi yfirleitt fram. Þannig væri þetta jafnvel þótt þetta fólk væri vel gefið og vel að sér um aðra hluti. AUKIN FRÆÐSLA UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Til bess að bæta úr þessu vill Bernharð að skipuð væri þriggja manna nefnd, einn eftir tilnefn- ingu Háskólans, einn frá Alþýðu- sambandinu og einn frá Stéttar- sambandi bænda. Ætlast hann til að einkum verði athugað hvort námskeiðum fyrir almenn- ing um þetta verði komið við á vegum Háskóla íslands t. d. kvöldnámskeið, einnig sé hugs- anlegt að settir verði á stofn sérstakir kvöldskólar og aukin kennsla um þjóðfélagsmál í al- mennum unglinga og gagnfræða- skólum. k HÁSKÓLAKENNSLA KEMUR ALMENNINGI AÐ LITLUM NOTUM Gisli Jónsson taldi að hér væri engin þörf á að skipa neina nefnd. Honum virtist augljóst, að ef auka ætti fræðslu um þjóð- félagsmál, þá væri heppilegast að gera það þannig, að það yrði tekið upp sem skyldunám í öll- um skólum landsins, strax í barnaskólum. Hitt væri til lítils að taka upp slíka kennslu í Há- skólanum, því að mikill meiri- hluti almennings í landinu hefði enga aðstöðu til að sækja þang- að fræðslu. „SKYNSAMLEG“ BEITING KOSNINGARÉTTAR? í greinargerð sinni hafði Bernharð borið fram þær forsend ur fyrir tillögunni, að nauðsyn- legt væri að þjóðfélagsborgar- arnir beittu skynsamlega því valdi sem fælist í kosningarétt- inum. Benti Gísli á að þessi rök væru harla undarleg því að sjálf- sögðu telur hver stjórnmála- flokkanna skynsamlegast að kjósa sig. Og hvað á þá að kenna í þessari námsgrein. Taldi Gísli, að íslenzkir kjósendur væru glöggari að greiða atkvæði á „skynsamlegan hátt“ en Bern- harð vildi vera láta. RÖDD ALLRA FLOKKA HEYRIST Jón Pálmason talaði nokkur orð og vék að þessu sama vanda- máli, að það væri fráleitt að hægt yrði í slíkri fræðslu um þjóðmál, að kenna fólki að skyn samlegt væri að kjósa á einn eða annan hátt. Hann kvaðst hins vegar sam- þykkur því að þörf væri að auk- inni þjóðmálafræðslu. Slík fræðsla yrði þó ekki veitt með neinni sanngirni á annan hátt en þann, að allir þjóðmálaflokkar gætu túlkað skoðanir sínar og stefnumál. TÍMARIT UM ÞJÓÐ- FÉLAGSMÁL Ég vil því minna á það, þótt milli 10 og 20 ár séu liðin síðan, að ég flutti tillögu á þingi ásamt Emil Jónssyni, um að hið opin- bera skyldi gefa út tímarit um þjóðfélagsmál og stjórnmál, sem allir stjórnmálaflokkar skyldu eiga tilkall til að birta greinar í. Þá var Framsókn einn valda- mesti flokkurinn og var hún ekki hrifin af tillögunni. En slík tímaritsútgáfa er öruggasta leið- in til að gefa mönnum kost á al- hliða fræðsluriti um þjóðfélags- mál. Má því fagna að Fram- sóknarmenn skuli nú koma með tillögu sem miðar í sömu átt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.