Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. nóv. 1955 13= Ekki með vopnum vegið iSSSfO EFT/R SIMENON Framh'aldssagan 33 „Bjóðið Monsieur le Curé eitt- livað að drekka. Maigret veitti því athygli, að sjálfur hafði Maurice de Saint- Fiacre ekkert drukkið. En mála- flutningsmaðurinn var nú hins- vegar orðinn all ölvaður og keppt ist við að útskýra eitthvað fyrir lækninum, sem starði undrandi á Maigret: „Svolítil stjórnkænska, hað er allt og sumt, eða þá þekking á mannlegu eðli, ef þér viljið held- ur nefna það því nafni. .. Þeir eru næstum því á sama aldri og báðir af góðu fólki komnir .... Hversvegna skyldu þeir svo sitja og stara hvor á annan eins og grimmir hundar? .... Eins og áhugamál og hagsmunamál þeirra væru ekki hin sömu .. Hið undarlegasta af þessu öllu....“ Hann hló aulalega og fékk sér vænan sopa úr glasinu: „Hið undarlegasta af öllu þessu er þó það, að það skyldi af hend- ingu gerast allt saman á kaffi- húsi .. Já, enda hefi ég alltaf sagt það, að ekkert jafnast á við þessi gömlu, góðu kaffihús, þar ,sem manni finnst eins og maður ;jsé kominn heim til sín. . . .“ :: Útí fyrir heyrðist í mótorhjóli og nokkru síðar gekk greifinn inn í borðstofuna, þar sem ráðs- maðurinn var. ,,Já, þeir báðir .... Ef þér vilj- ið það.... Það er skipun . ...“ Síminn hringdi. Greifinn kom aftur inn til gesta sinna. Kjallara meistarinn drap á dyrnar og gægðist inn. „Hvað er yður á höndum?“ „Útfararstjórinn hringdi, Monsieur le Comte .... Hann vill vila. hvernær hann megi koma eð líkkistuna. ...“ „Hvenær sem honum þóknast". I „Ég skal segja honum það, jMansieur le Comte“. Greifinn spratt á fætur og kall aði, næstum glaðlega: „Gerið þið mú svo vel að sitjast til borðs.: |Ég er búinn að láta sækja síðustu ijgóðu flöskurnar úr kjallaranum. |Gerið svo vel að ganga fyrstur, Monsieur le Curé .... Ég er •hræddur um að borðdömurnar fl I ’vanti, en ..“ Maigret reyndi að halda aftur |af honum með því að toga í jakka ' ermi hans, en greifinn leit á hann, .óþolinmóður á svipinn, losaði sig . fruntalega og snaraðist inn í borð stofuna. I . i| „Eg hefi boðið ráðsmanni okk- j íar, Monsieur Gautier, til miðdeg- ; isverðar með okkur, ásamt syni jrhans, sem er ungur og mjög efni ;3legur maður....“ j| Maigret varð litið á hár banka ritarans og þótt hann væri '• áhyggjufullur, þá gat hann nú !' samt ekki varizt brosi. Hárið var ' ; blautt. Ungi maðurinn hlaut að i lhafa snyrt sig og snurfusað, áður k en hann kom til hallarinnar, þveg í■ ið andlit sitt og hendur og skipt |í um hálsbindi. „Gerið svo vel og takið ykkur I sæti, herrar mínir“. 1 Umsjónarmaðurinn var sann- j ifærður um, að ekkakennd stuna || hefði brotizt fram á varir greif- ans, en aðrir veittu því enga eft- •j| irtekt, vegna þess, að læknirinn dró á sömu stundu alla athygli til sín, með því að grípa rykfallna flösku, sem stóð á borðinu og tauta: „Þér hafið enn getað náð í Hospice de Beauna 1896 .. Ég hélt að Laure-matsöluhúsið hefði : fengið síðustu flöskurnar og ..“ 1 Síðustu orðin köfnuðu í hark- inu, þegar mennirnir drógu fram stólana, til þess að sitjast við borðið. Presturinn spennti greipar fram á borðið, laut höfði og bærði varirnar í hljóðri borðbæn, 9. KAFLI Borðstofan var sú stofan í allri höllinni, sem hafði einna minnst glatað einkennum sínum og var það aðallega að þakka hinum út- skornu þilspjöldum, sem þöktu veggina, allt til lofts. Auk þess var hæð hennar til loftsins meiri en breidd og lengd og það gerði stofuna ekki aðeins hátíðlega, heldur og líka óhugnanlega, vegna þess að þeim sem við borð- ið sátu, fannst helzt eins og þeir væru staddir á botni einhevrs hyl djúps brunns. Á hverju veggspjaldi var kom- ið fyrir tveimur rafmagnsljósum, sem lýstu mjög veikt og voru eins og kerti í lögun og útliti. Á miðju borðinu stóð hár og mikill kertastjaki með sjö, þrek- legum kertum. Greifinn og Maigret sátu sitt við hvora hlið borðsins, en þeir gátu aðeins séð hvorn annan með því að rétta sig upp í sætum sín- um og horfa yfir kertaljósin. Á hægri hönd greifans sat prest urinn, en Dr. Bouchardon var honum til vinstri handar. Af hendingu hafði Jean Métay- er verið vísað til sætis við ann- an borðendann og málaflutnings- manninum við hinn. Við aðra hlið umsjónarmanns- ins sat ráðsmaðurinn, en Emile Gautier við hina. Alltaf öðru hvoru, kom kjall- aravörðurinn að borðinu, til þess að þjóna gestunum, en strax og hann var kominn í tveggja faðma fjarlægð, var eins og myrkir skuggar hefðu gersamlega gleypt hann og mennirnir við borðið sáu ekkert af honum, nema hendurn- ar, sem báru hvíta hanzka. „Gætuð þið ekki hugsað sjálfa ykkur sem persónur í einhverri sögunni eftir Sir Walter Scott?“ Rödd greifans virtist ofur venjuleg og kærulaus, er hann bar fram hina undarlegu spurn- ingu, en samt hlustaði Maigret með ákefð, því hann grunaði ein- hvern veginn, að sérstakur til- gangur leyndist á bað við hana og hann fann, að eitthvað óvenju- legt var í vændum. Maturinn var allur hinn fín- asti og á borðinu var bæði rauð- 1 vín og hvítvín, sem gestirnir þömbuðu óspart. „Það er aðeins eitt atriði, sem ekki er alveg samkvæmt", hélt greifinn áfram. „í sögunni hans Sir Walters myndi aumingja gamla konan uppi á loftinu allt í einu æpa, ofboðslega..., “ í nokkrar sekúndur hættu mennirnir að borða og það var því líkast, sem nákaldur gustur færi um stofuna. „Er það raunverulega satt, Gautier, að hún sé látin vera eins og yfirgefin, þarna uppi á lofti?“ Ráðsmaðurinn kingdi erfið- lega, eins og honum ætlaði að svelgjast á og svaraði, stamandi: „Hún .. Já .. Það er engin manneskja inni í herbergi náð- ugrar greifafrúarinnar....“ „Það getur varla verið skemmti legt fyrir hana“. Á sama augnabliki fann Mai- gret, að einhver kom allfast við hné hans, en honurn var ómögu- legt að gizka á, hver það hefði verið. Þar sem borðið var kringlótt, þá komu fætur þeirra allra saman undir miðju þess. Og óvissa umsjónarmannsins hélt áfram að vara, vegna þess, að þetta létta spark endurtók sig, með stuttu millibili, allt kvöldið. „Hefur hún tekið á móti mörg- um gestum í dag,; ráðsmaður?“ Það var mjög undarlegt að heyra greifann tala um móður sína, eins og hún væri ennþá í tölu lifandi manna og Maigret veitti því athygli„að Jean Métay- er var svo annars hugar, að hann hætti að borða, en starði fram Auglýsing um stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Samkvæmt félagslögum fer fram stjórnarkosning í fé- lagmu að við hafðri allsherjar atkvæðagreiðslu frá kl. 13 — þann 25. nóvember n.k. til kl. 12 — daginn fyrir aðal- fund. Framboðslistar þurfa að hafa borizt kjörstjórn fyrir kl. 22, þann 20. nóv. n.k. í skrifstofu félagsins. Framboðslistum þurfa að fylgja meðmæli minnst 100 fullgildra félagsmanna. Reykjavík, 4. nóvember 1955. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur. H. IMVR RETTUR Sjóðið makkarónur á venju- legan hátt. Blandið siðan vel með tómötum, sykri, salti og pipar. Þekið yfir með rifnum osti og bakið í ofni í hæfileg- um hita (163 gr. Celsius.) í 15 mínútur. Makkarónur, þekktar um allan heim ar**-** Heildsölubirgðir: TSSÖiV & CO. H.F. Hafnarhvoll — sími 1228 Fjölhæiui goiðyrkjuraaður Frá nýári óskast fjölhæfur garðyrkjumaður til að sjá um garðyrkjustörf í Hveragerði. Meðeign kemur til greina. Tilboð er greini aldur, menntun og fjölskyldustærð, sendist afgr. Mbl. fyrir 19. nóv. n.k. merkt: Garðyrkja-331 Skiplafundur verður haldinn í þrotabúi Vörumarkaðsins h.f., hér í bæ, laugardaginn 5. nóvember 1955, kL 10 árdegis. Verða þá teknar ákvarðanir um meðferð eigna bus- ins. Skiptaráðandinn í Reykjavík. Ný sending af Frönskum Vetrarkópum TEKIN UPP í DAG Popliukápur fyrir börn og fullorðna Pils í feikna úrvali Kuldaúlpur úr ullarefnum Verð frá kr. 885. — Dagkjólar, Samkvæmiskjólar og Samkvæmisdragtir i afar fjölbreyttu úrvali Feidur h.i. Laugavegi 116 Frönsk Samkvæmiskjólaefni Ullarkjólaefni Kamgarn og flauel Verð frá kr. 79 (tvíbreitt) Feldur Bankastræti 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.