Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 2
i MORGUNBLAÐIB Laugardagur 5. nóv. 1955 Kil jan Fraœh. af bla. 1 —- Jú. Áhugi manna á verkum mínum eybst, einkum í þeim löndum, þar sem ég er lítt kunn- ur, t.d. í Frakklandi og spænsku- mælandi löndum S.-Ameríku. Nú er lögfræðingur minn í Dan- mörku að gera samning um heild arútgáfu á verkum mínum, sem gefin verður út í Buenos Aires. Einnig eru verk mín lítt þekkt á Ítalíu, en nú hefur Mondadori í Mílanó beðið um útgáfurétt á verkum mínum. Ég vona að þessi heiður, sem mér hefur fallið í skaut, veki athygli á íslenzkum bókmennt- um. f>að er margt í bókmenntum okkar, sem enn er óuppgötvað í útlandinu, þótt við eigum höf- unda, sem vel eru þekktir í öðr- um löndum, t.d. Gunnar Gunn- arsson og Kristmann Guðmunds- son. — — Er Ro-ro-ro útgáfan að gefa út eftir yður bók um þessar mundir? — Já. Þeir hafa nýlega gefið A.tómstöðina út í 150 þús. ein- tökum og ætla að gefa út Sölku- Völku næsta vetur. Þá kom Heimsljós út hjá Suhrkamp með- an ég var í Frankfurt-am-Main fyrir skömmu. TVÖ TILBOÐ í SJÁLFSTÆTT FÓLK — Er í ráði að taka kvikmynd- ir af fleiri verkum yðar? — Ég hef bæði fengið tilboð frá Englandi og Þýzkalandi um kvikmyndarétt á Sjálfstæðu fólki. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin í málinu, en ég hef grun um að Þýzkaland verði hlut- skarpara. Þá hefur og komið til íals að sænskur leikstjóri, Arne Mattson, sem stjórnaði Sölku- Völku, sjái um kvikmyndatökuna fyrir Þjóðverja. — En segið mér eitt, voruð þér énsegður með Sölku-Völku? — Já og nei. Mér fannst sumt gott í myndinni, annað hlaut að mistakast, m.a. vegna þess að bókin er of löng fyrir kvikmynd. —- En hvað um nýju bókina yðar, sem þér eruð nú að semja? — Ég vil helzt sem minnst um hana ræða; of snemmt að tala um hana. Maður getur ekki farið að ræða efni nýrrar bókar við dag- blöð' og útvarp áður en maður hefur rætt hana við sjálfan sig til hlítar. — Það vakti mikla athygli hér, Kiljan, þegar erlend blöð höfðu það eftir yður, að þér væruð ekki kommúnisti og hefðuð aldrei ver- ið hlynntur kommúnisma. Hvað munduð þér vilja segja því við- vikjandi? — Ég hef aldrei haft eftirlit með viðtölum mínum, þótt ég hafi margoft tekið eftir því, að það er ekki alltaf hægt að treysta erlendum blaðamönnum. — T.d. sagði eitt dönsku blaðanna frá því í fyrirsögn að ég hefði hlotið Stalíns-verðlaunin, en það _er eins og hver önnur vitleysa. Ég hef aldrei heyrt á það minnzt sjálfur. SKÁLDIÐ BROSTI Ég hef aldrei verið félagi í neinum kommúnistasamtökum, aftur á móti er ég í Sósíalista- fíokki íslands, sem hefur aldrei Verið í Alþjóðasambandi komm- únista. Ég vil minna hér á orð V'lhelms Svíaprins, þegar hann Var spurður um stjórnmálaskoð- anir mínar. Hann sagði: Ég hef aidrei vitað annað en stjórnmál Og skáldskapur séu tveir óskyld- ir hlutir. — Ég vona að þeir, sem Ifesa bækur mínar, geti séð áhuga mál mín og skoðanir í þeim. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út neinar stjórnmálalegar yfirlýsingar. —s- Hemmingway kvaðst mundu lána yður peninga í fyrra, ef yð- ur vantaði. Nú hafið þér ástæðu tíl að svara honum, — en hvernig munduð þér vilja orða það? I Skáldið brosir og segir: — Nú þurfum við Hemmingway ekki að fá lánaða peninga hvor hjá öðr- um lengur, enda létti þungu fargi af Hemmingway, þegar hann frétti að ég hefði hlotið Nóbelsverðlaunin, og sendi hann mér mjög elskulegt símskeyti ; með samfagnaðarkveðju. Við er- urn nefnilega mjög góðir kunn- ingjar — í fjarlægð. — M. Tveir þýzkir fogarar í GÆRDAG var dreginn hingað þýzkur togari, sem var með bil- að stýri, en það hafði bilað út af Vestmannaeyjum. Heitir hann Schiitting og er frá Bremerhav- en. Togarinn var á leið á miðin, þegar hann varð fyrir þessu óhappi. Kom annar togari frá sama félagi honum til hjálpar og dró hann hingað til Reykja- víkur, en hér fer hann í slipp i dag, þar sem gert verður við stýrið. Þá varð annar þýzkur togari fyrir áfalli á Halamiðum núna í vikunni Varð hann fyrir áfalli og lagðist á hliðina. Sópuðust báðir björgunarbátarnir út og * varð að öðru leyti fyrir tölu- verðum skemmdum. Hann komst þó klakklaust til Patreksfjarðar. í kvöld I>AÐ er í kvöld, sem dresið verSur í bílhappdrætti fvand" íEræðsIuísjóðs, um rauöa Merí e- des Benz-bifreið:na, seni happ- drælti^miðar hafa verið seldir í, í Bankastræli, undanfarið og í fjölmörguni verzlumun og víðar. — f*eir, sein kevpt hafa iniða í Iiappdrætti þessu oj* kaupa miða í dag, leggja sinn skerf frani til þess að gera land að betra landi, uni 2eið os, þeir að sjálfsögðu fá tækifæri til þess að eignast bílinn. — Nú nýverið gaf norski útgerð- armaðurinn, Braathen, veru- lega fjárhæð til stærri álaka, til skójíræktar landsins. I>eir, sem kaupa miða í dag í happdrætti Landgræðslusjóðs, stuðia að hinu sama. koma í veg táfiwrásm vsri iausn erfiðlaikanna. ef ÞAÐ væri skynsamlegra hjá ríkinu að veita bændum stuðning til að reka súgþurrkunartæki, heldur en að þurfa jafnan eftif óþurrkatíð að kasta stórfúlgum til að bjarga frá vandræðum þegaí illa er komið. Þannig mælti Jón Pálmason á þingi í fyrradag er hann talaðl fyrir þingsályktunartillögu um að lækkaður verði raforkukostn- aður við súgþurrkun. NEW Y.ORK, 2. nóv. — 1 stjórn- málanefnd S. Þ. er nú rætt um, hvernig verði bezt komið fyrir nákvæmri rannsókn á þeim áhrifum, er geislavirkun hefir á mannlegan líkama. Á þriðjudag- inn lögðu fulltrúar Bandaríkj- | anna, Bretlands, Kanada og ! Ástraliu fram ályktunartillögu um, að skipuð verði nefnd vís- indamanna, er safna skuli upp- lýsingum um þessi efni. Sfúdenfaráð kýs sér formann STJÓRNARKJÖR fór fram í hinu nýkjörna Stúdentaráði Há- skóla íslands á miðvikudags- kvöld. Formaður var kjörinn Björgvin Guðmundsson stud. oecon., en aðrir í stjórn Sigurð- ur Líndal stud. jur.. ritari og Stefán Ingvi Finnbogason stud. odont., gjaldkeri, (Frá Stúdentaráði Háskóla íslands). SIS opnar sjálfsafgreifolu- verzlun í Austursfræti Sfærsf sinnar iegundar hér á iandi IGÆR var blaðamönnum boðið að skoða hina nýju sjálfs- afgreiðsluverzlun SÍS í Austurstræti, þar sem áður var verzlun j Ragnars Blöndals, en verzlun þessi verður opnuð í dag. Er þetta þriðja sjálfsafgreiðsluverzlunin, sem sett er upp hér á landi á , vegum Sambandsins og kaupfélaganna; hinar tvær fyrri eru á Selfossi og í Hafnarfirði. DÖNSK FYRIRMYND Þessi nýja verzlun er öll að danskri fyrirmynd og er einn af framkvæmdastjórum kaupfélags- ; ins í Kaupmannahöfn Jörgen , Thygesen hér á vegum SÍS ásamt nokkrum aðstoðarmönnum. I Verzlun þessi er fyrir margra j hluta sakir nýstárleg. Er þess þá (fyrst að geta, að eins og heiti j verzlunarinnar gefur til kynna, afgreiðir viðskiptavinurinn sig sjálfur. Er hann kemur að dyrum verzlunarinnar — hurðir og dyra umbúnaður eru úr gleri í stál- stólpum —- opnast hurðin sjálf- krafa fyrir áhrif nærveru hans við litinn Ijósastaur, sem er skammt framan hurðarinnar. — Síðan tekur hann vagn og ekur honum um verzl- unina og safnar í hann þeim vörum er hann hyggst kaupa. Síðan ekur viðskiptavinurinn vörunum að borði þar sem hann leggur þær fyrir afgreiðslustúlku, sem tekur saman verð varanna og á móti greiðslu. Allar eru vörurnar verðmerktar og búið um þær í hentugum umbúðum. FIMM DEILDIR Alls eru deildir verzlunarinn- ar fimm talsins. Aðeins ein þeirra nýlendu- og matvörudeildin hef- ur fullkomið sjálfsafgreiðslu- ‘ fyrirkomulág. Verzlunin er á þremur hæðum. í kjallara heim- ilisvéla- og búsáhfeldadeild. Á j næstu hæð nýlendu-, kjöt, og mjólkurvörur og á þriðju hæð- inni vefnaðar- og skóvörur, en við innganginn lítil sælgætis- og tóbaksvörudeild. TILRAUN MISTÓKST FYRIR EINUM ÁRATUG Fyrir einum áratug var gerð, hér tilraun með rekstur verzl- unar sem þessarar, en mistókst þá. Nú eru allar aðstæður breytt- ar frá því sem þá var og má gera ráð fyrir að þetta fyrirkomulag gefist vel nú. Hin stutta reynsla sem þegar er fengin af verzlun- unum á Selfossi og í Hafnarfirði þykir hafa gefið góða raun. Er- lendis eru þessir verzlunarhættir mjög tíðkaðir og þykja hafa gef- izt vel. ÞEGAP, UPPSKERU VERDUR EKKI BJARGAÐ Jón hóf mál sitt á því að bencla á hvílíkt vandræðaástand skapað- ist í sveitunum, þegar tíðarfar væri með þeim hætti að ekki væri hægt að b.jarga uppskerunni. ,Nú á tímum væru slíkir óþurrk- ar miklu alvarlegri, en þegar öll heyvinna var unnin með höndun- um. Þá var verið að dútla við hey- j skapinn allt; sumarið og aldrei mik j ið hey sem lá úti í einu. Nú er þessu hins vegar svo háttað, að bændurnir miða allan sinn búskap við að þeim takist að Ijúka honum á stuttum tíma. Þeir hafa vélar til að slá á stuttum tíma o. s. frv. Ef það ferst fyrir að þurrkur komi þennan þýðingarmikla hey- skapartima, þá verður af því stór- fellt tjón. VOTHEYSVERKUN Bændur hafa reynt ýmsar að- fei'ðir sér til bjargar. Það er t. d. að setja í súi-hey, eða vothey. — Menn hafa þó tregðazt við að taka þá aðfcrð upp í stórum stíl, af því að ekki er hægt að fóðra eingöngu með votheyi og svo er sú heygjöf líka á ýmsan hátt ógeðfelld. SÚGÞURRKUN TIL STÓRBÓTA En nó á seiíini áruin, sagði Jón Pálhiason, ltefur verið bvrjað nieð enn nýja heyþtirrk- unaraðferð, sem er ntiklu geð- felldari. Er það súgþurrkunin. — Eg man að ég átti tal við einn fyrsta bóndann, sem tók upp súsþurrkun, Ara Pál heit- inn Hannesson í Stóru-Sandvík. Hann sagði mér kost og löst á þessari hejþurrkunaraðferð, en vcrsti ágallinn, sagði hann, að væri rafmagnskostnaðurinn. — Hann væri svo ægilegur. Élg ræddi þetta nokkuð við raf- orkumálastjóra, sagði Jón Pálma- son,.og mótmælti rafmagnskostnað inum, sem ósanngjarnlega miklum. Síðan hefur ný reglugerð verið VERZLUNIN ÖLL HIN SMEKKLEGASTA Verzlun þessi er öll hin smekk- legasta að öllum frágangi og er auðséð að mikið hefur verið til hennar vandað. Er ekki að efa að margan mun fýsa að skoða þessa nýstárlegu verzlun, hverjar svo sem vinsældir hennar kunna að verða í framtíðinni. — ®_ Kaupfélag Eyfirðinga á Akur- eyri hefur í undirbúningi opnun sjálfsafgreiðsluverzlunar þar í bæ og er hún öll að sænskri fyrirmynd. — Ennfremur munu fleiri kaupfélög hafa í hyggju að opna slíkar verzlanir. _®_ Verzlunarstjórí hinnar nýju verzlunar hér í Reykjavík er Guðlaugur Eyjólfsson. Hjálparbeiðni FYRIR fáum árum byrjuðu Þor- valdur Guðmundsson og kona hans búskap á Hafþórsstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Þau voru mjög samhent um að fram- kvæma ýmsar endurbætur á jörðinni og juku búskap sinn ár frá ári eftir því sem ástæður leyfðu. | Um síðustu helgi vildi það mikla óhapp til að nýlega byggt fjós brann ásamt 10 nautgripum og töluverðu af heyi. Allar þessar eignir voru óvátryggðar. Þetta var því tilfinnanlegt tjón fyrir hjónin, sem byrjuðu búskap með litlum efnum. Þótt aldrei sé hægt að bæta að fullu eignatjón eins og þetta myndi það eigi að síður hjálpa hinum ungu hjónum að mun í erfiðleikunum, ef einhverjir sæju sér fært að láta smávægilegar peningagjafir af hendi rakna til þeirra, enda þótt ekki væri um stórar upphæðir að ræða hjá hverjum gefanda, þá gerir margt smátt eitt stórt og með því er tilganginum náð. Morgunblaðið hefur góðfúslega heitið að veita gjöfum móttöku. Kunnugur. sett, þar er fastagjaldið nokkrtl lægra, en að öðru leyti sama verði og til ljósa. i MYNDI FORÐA FRÁ TJÓNI Við flutningsmenn frumvarps« ins, sagði ræðumaður að lokum, lítum svo á, að þetta sé ósann- gjarnlega hátt. Ef raforkukostnað urinn minnkaði, myndu fleiri taka upp súgþurrkun og væri slíkui’ stuðningur ríkisvaldsins skynsatrt legri, heldur en b.jargráð, sem ekki væru tekin fyrr en í óefni værl komið. | ánægjuleg skemml- ,un „6efion" í Höfn GEFION, deild Slysavarnafélaga Islands nr. 200, í Kaupmanna- höfn, hélt kvöldskemmtun til ágóða fyrir Slyfeavarnafélagið, laugardaginn 22. okt. kl. 20 í húsi danska stúdentafélagsins þar 1 borginni. Dagskráin var sem hér segir: Formaður deildarinnar, Jón Helgason, stórkaupmaður, setti fundinn; Martin Larsen, lektor, flutti erindi; Stefán íslandi söng íslenzka söngva, Hjördís Lauen- borg, óperusöngkona, söng finnska söngva; Preben Neer- gaard, leikari, las upp skemmti- erindi, og Hjördís Lauenborg og Stefán íslandi sungu tvísöng, 1. þátt úr óperunni Tosca. Undirleik annaðist frú Grethe Bang. Að loknum þessum atriðum' dagskrárinnar þakkaði formaður skemmtikröftum fyrir mjög góða skemmtun og jafnframt fyrir þá framúrskarandi velvild sýnda deildinni með því að gera þetta endurgjaldslaust. — Svo hvatti hann gesti til að styðja starfsemi félagsins eftir megni. Að síðustu var stiginn dans og setzt að kaffidrykkju. Skemmt- unin fór hið bezta fram og vai? vel sótt og lauk kl. 1 um nóttina, Stjórn íslendingafél. sýndi deildinni þá velvild, eins og síð- asta ár, að standast kostnaðinn af leigu á húsnæði. Frá Fiskiþingi í gær í GÆR voru þessi mál tekin fyrir: Landhelgisgaezlan, framsögu- maður Einar Guðfinnsson. VísaS til _ s j ávar útvegsnef ndar. Öryggismál, framsögumaðuí Sturla Jónssoní Vísað til alls- herjarnefndar. Tryggingamál, framsögumaðuc Magnús Gamalíelsson. Vísað tii laga- og félagsmálanefndar. Fiskileit og fiskirannsóknir, framsögumaður Ásgerg Sigurðs- son. Vísað til fiskiðnaðar- og tækninefndar. Olíumál, framsögum. Magnúð Magnússon. Vísað til fjárhags- nefndar. Fræðslumál, framsögumaður Hólmsteinn Helgason. Vísað til laga- og félagsmálanefndar. Skipabrautir, framsögumaður* Arngr. Fr. Bjarnason. Vísað til fjárhagsnefndar. Björgunarskip, framsögumaður Ólafur Jónsson. Vísað til alls- herjarnefndar. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.