Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 8
0' MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. nóv. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Þing Sambands ungra Sjáífstœðismanna UM þessar mundir stendur yfir í Hafnarfirði þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna. — Er þetta þrettánda þing samtakanna og mun það vera fjölmennara en nokkru sinni fyrr. Á því fer vel, að þing SUS skuli að þessu sinni haldið í Hafnarfirði. Unga fólkið þar á ekki hvað sízt þátt í hinum mikla sigri Sjálfstæðisflokksins við síð- ustu alþingiskosningar. 25 ára starf Samband ungra Sjálfstæðis- manna var eins og kunnugt er stofnað á Þingvöllum á þjóðhá- tíðinni árið 1930. Þá var vor í lofti. íslenzka þjóðin hélt hátíð í hinum mikla bergkastala hins forna þingstaðar. Hún minntist þúsund ára sögu löggjafarsam- komu sinnar, gladdist yfir unnum sigrum og horfði fagnandi móti framtíðinni. — Fullveldi íslands hafði verið viðurkennt og dyrnar opnaðar til algerrar frelsistöku. Eftir var aðeins að stíga síðasta skrefið, endurreisa hið forna þjóðveldi. Æska landsins var ekki í nein- um vafa um, hvernig það skref skyldi stigið. Hún vildi afnema konungdæmið og stofna lýðveldi. Þannig var baksvið þess at- burðar, sem gerðist á Þingvöllum er Samband ungra Sjálfstæðis- manna var stofnað. Nú fylla tugir félaga og þús- undir ungs fólks Samband ungra Sjálfstæðismanna. — Flokkur þess er langsamlega stærsti og þróttmesti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar. — Hann hefur verið í farar- broddi í hinu mikla uppbygg- ingarstarfi landsmanna s.l. 15 ár. Ilann stendur nú mitt í miklu umbótastarfi, hefur for- ystu í ríkisstjórn og er í ör- uggum vexti meðal þjóðarinn- ar. — Þáttur æskunnar Ungir Sjálfstæðismenn geta vissulega glaðzt yfir þessum stað- reyndum. Þeir eiga sinn ríka þátt í því, að sjálfstæðisstefnan á nú mikinn og vaxandi hljómgrunn meðal íslendinga. Úr röðum þeirra hafa komið margir dug- andi baráttumenn, sem borið hafa hugsjónir æskunnar fram til sigurs. Enginn stjórnmálaflokkur á nú eins glæsilegum hópi ungra manna á að skipa og Sjálfstæðis- fiokkurinn. Mörg af þeim málum, sem ung- ir Sjálfstæðismenn tóku upp er SUS var stofnað eru nú komin í framkvæmd. Skilyrði æskunnar til menntunar og fræðslu hafa verið stórbætt. íþróttirnar skipa nú virðulegan sess og afrek ís- lenzkra íþróttamanna hafa oft varpað frægðarljóma yfir land þeirra. Félagslegt öryggi hefur verið stóraukið og atvinnuöryggi ungra og gamalla nú allt annað og meira en áður. Tillögur fyrsta formanns Sjálfstæðisflokksins um hagnýtingu vatnsaflsins til raforkuframleiðslu eru nú að komast í framkvæmd. Raftaug- arnar teygja sig út um sveitirnar og orkuver rísa í öllum lands- hlutum. Mörg fleiri baráttumál ungra Sjálfstæðismanna, sem komin eru í framkvæmd eða verið er að framkvæma, mætti nefna. Hátt til lofts og vítt til veggja Innan Sambands ungra Sjálf- stæðismanna hefur ævinlega ver- ið hátt til lofts og vítt til veggja. Þar hefur verið starfað af stór- hug og víðsýni að hagsmunamál- um alþjóðar. Hin þunga undir- alda starfsins hefur verið trúin á landið og möguleika þjóðarinn- ar til þess að hagnýta sér gæði þess og lifa þar menningarlífi. En mörg verkefni eru ennþá óleyst. Samtök sjálfstæðisæsk- unnar eiga enn mikið verk að vinna. Þjóðin stendur í uppbygg- ingarstarfinu miðju. Það starf má ekki hindra. Þróunin verður að halda áfram. Margvíslegar hætt- ur eru á veginum. Þjóðin elur snák við brjóst sér, þar sem er hinn alþjóðlegi kommúnismi. — Erindrekar hans svífast einskis í niðurrifsiðju sinni. Gegn mold- vörpustarfsemi þeirra verður þjóðholl íslenzk æska að samein- ast. — Samband ungra Sjálfstæðis- manna er þróttmesta samband pólitískra æskulýðssamtaka í landinu í dag. Á því hvílir mikil ábyrgð og til þess eru miklar kröfur gerðar. Það mun reynast vandanum vaxið. Það hefur dregið frjálslynda og víðsýna stefnu við hún og mun berjast fyrir henni af festu og ábyrgðartilfinningu. Takmark þess er rúmgott og réttlátt íslenzkt þjóðfélag á grundvelli einstaklingsfram- taks og frjálsræðis. Æskan hiýtur alltaf að standa vörð um frelsið. í því eru þroska- möguleikar hennar fólgnir. Á þvi byggist öll þróun og far- sæld. Morgunblaðið flytur Sam- bandi ungra Sjálfstæðismanna kveðjur og árnaðaróskir Sjálf stæðismanna um land allt. — Það er ósk þess að störf þings þess megi nú sem fyrr verða þjóðinni til blessunar. Vopnasölur til smáríkia VESTURVELDIN hafa nú um langt árabil neitað að selja vopn til landanna fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Hafa þau svarað mála- leitunum um vopnakaup, að þess- um fátæku og vanyrktu Jöndum væri nær að snúa sér að hinum aðkallandi uppbyggingarstörfum heldur en að berast sífellt á bana- spjótum og eyða þjóðartekjum sinum i hergögn og skotfæri. Hið samræmda bann við vopnasölu varð til þess að vopnahléi var komið á í ísrael og sæmilegur friður hefur haldizt. Nú ber að víta það harðlega að Rússar hafa hleypt öllu í bál og brand austur þar með vopnasöl- um sinum og leppríkjanna. Hlut- ur þeirra er verri en hlutur hinna alræmdustu vopnasala á þessari öld. Þeir hafa stillt sér við hlið Kruppauðhringsins forna, sem græddi fyrr sem mest á vopnasölum til herskárra smá- þjóða. Flugþjóímstan á K-víkurvelli SKÝRT var frá því, í blaðinu í gær, að starfsmenn flugþjónust- unnar á Keflavikurflugvelli hefðu nú tekið að sér alla flugþjónustu fyrir herflugvélar, sem þar koma við og flugvélar varnarliðsins. Var sagt að hér væri um að ræða á- kvæði í samningi frá 1951. Svo er ekki. — Þetta er árangur af um tveggja ára samningaumleit- ana flugmálastjóra, Agnars Ko- foed-Hansen, við stjórn varnarliðs ins hér og við hlutaðeigandi yfir- völd í Washington. i Með þessu hafa Bandaríkja- menn sýnt íslendingum ákaflega mikið traust, sem þeir hefðu ekki gert, ef ekki hefði verið komin sú reynsla á hæfni starfsmanna flugstjórnarinnar á Keflavíkur- flugvelli, sem raun ber vitni. Brentano vonar ai) Ráð- stjórnin hafi ekki sagt sitt síðasta orð BONN, 4. nóv. — Vestur-þýzki utanrikisráðherrann, Von Bren- tano, tjáði blaðamönnum í Bonn í dag, að hann hefði ekki enn gef- ið upp alla von um, að Ráðstjórn- in hefði ekki sagt sitt síð- asta orð á Genfarfundin- um um lausn Þýzkalands- vandamálsins. — En tók það fram, að tillögur Ráðstjórnarinn- ar til þessa hefðu — að áliti vest- ur-þýzku stjórnarinnar — verið alveg óaðgengilegar. Háskólafyrirlesf sfcoðun Alberf weffiers PRÓFESSOR Sigurbjörn Ein-1 ingur. Skáldið Stefan Zweig arsson flytur fyrirlestur fyr sagði um hann: „Hann sameinar ir almenning um lífsskoðun margvíslegustu snilld með þeim Alberts Schweitzer í hátíðarsal eindæmum, að slíkt getur vart gerzt nema einu sinni“. Andlegr- ar stéttar menn dást að honum af því að hann er einn atkvæða- Háskólans á morgun kl. 2 e. h. Fyrir réttu ári, 4. nóv. 1954, veitti Albert Schweitzer móttöku friðarverðlaunum Nobels í Osló. Þegar það var kunnugt, að Schweitzer hafði hlotið þessa miklu sæmd, hefir engum þótt það óeðlilegt. En fyrir hvað fékk hann friðarverðlaun? Ef til vill hefðu einhverjir verið í vafa, hefðu þeir átt að svara því. Menn vita að hann er fjölhæfur snill- Albert Schweitzer uu andi óLn^ar: j^Ú herjar kaldur vetur hér kuldastrekkingi, en fyrir norðan er mér tjáð að snjór sé fallinn í iniðja ökla eða jafnvel enn ofar. Mörgum bláum nefjum og rauð- um kinnum hefi ég mætt á dag- legri göngu minni um bæinn und Sorgarsjón. ÞEGAR maður mætir íslenzkri unglingsstúlku í hríðarveðri og sviptingi að morgni dags, sem væri þar komin hispursmey á leið til dýrðlegs kvöldfagnaðar að sumarlagi, liggur mér næstum við að skella upp úr, og er ég þó anfarið, óvön kuldanum og kvíð-: ekki hláturmildari en almennt andi fyrir vetrinum. En eins og ' gerist. sumar kemur á eftir vori fylgir vetur hausti og um það tjáir ekki að fást. í kulda og trekki. EN í þessu tilefni verður mér hugsað til vetrarklæðnaðar okkar íslendinga. Ég er ekki í neinum minnsta vafa um, að við kunnum allra þjóða sízt að búa okkur og er þá fast að orðið kveð- ið um þjóð, sem býr á mörkum hins byggilega heims eins og sá merki maður Júlíus Huxley komst að orði um okkur hér um árið. Nýlega lagði ég land undir fót til frænda vorra Norðmanna og dvaldist um skeið í þeirra Þingeyjarsýslu, sem á vora tungu nefnist Björgvin. Það er fagur bær og skógmikill, en eitt vakti þó öðru fremur athygli mína. Það var hinn hlýlegi klæðnaður fólks- ins í kuldum og þó einkum kven- fólksins. Hún trítlar þar blessunin, á ógurlega hælaháum skóm innan um skaflana, í næfurþunnum nælonsokkum, sem eru jafn gagn sæir og nýju fötin keisarans, klædd smekklegu, en vita skjól- lausu pelli — og er auðvitað að sálast úr kulda, þó hún láti eklri á því bera. Og þetta er ekki óalgeng sjón, heldur næstum reglan. Hvílík hreysti. SUMIR hafa sagt að íslenzk líkamshreysti sé á lrrörnunar- braut síðan hitaveitan og önnur munaðartæki héldu innreið sína í landið. En ég held nú ekki. Engin erlend stúlka myndi þola slíkan búnað án þess að komast á samri stundu í lífsháska lungna bólgunnar eða bráðahættu berkl- anna. En á íslendinginn virðist ekkert bíta, rauð nef og bláar kinnar eru það eina, sem á honum sést. En svo við sleppum öllu gamni, þá er vetrarklæðnaður, karla jafnt sem kvenna hér á landi hin mesta hörmung. Hlýindin eru lát- in vikja fyrir ímynduðum fegurð- arsmekk, svo útkoman verður næsta grátbrosleg. í Björgvin ganga konur í skíðafötum með langar tvíbandaðar skotthúfur, jafnvel í þykkum vetrarstígvél- um, og svo er víðast i Evrópu. En hér kemur nælonsokkakvefið með vetrinum og rauðu nefin hverfa ekki fyrr en síðast á Góu. Er ekki kominn timi til þess að breyta til, kæru íslenzku stúlk- ur? Merkll, ■ero klæSIr Undll. mesti guðfræðingur samtíðarinn. ar, tónlistarmenn virða hann vegna þess, að hann hefur samið djúpfærustu bók, sem samin hef- ur verið um Joliann Sebstian Bach. Orgelsmiðir lofa hann af því að hann þekkir öll orgel í Evrópu betur en nokkur annar, tónlistarunnendur tigna hann sem einn mesta orgelsnilling heimi. En mesta afrek hans er sjúkra- húsið í Lambarene í frumskógi Afríku, sem liann hefur stofnað og mótað einn síns liðs. Vegna þessarar einstöku sjálfsfórnar og fordæmís elskar hann sérhver og dáir, sem meta kann mannúðar- verk. En fyrir hvað fékk hann Nobelsverðlaun? Þegar hann tjáði þakkir fyrir þau, fórust honum orð á þessa leið: „Hafi ég skilið málið rétt, hef- ir mér hlotnazt þessi mikli heið- ur vegna þess að ég hefi komið með hugtakið „Lotning fyrir Jíf- inu“ inn í hugmyndaheim sam- tiðarinnar“. Hvað sem Nobelsverðlauna- nefnd norska stórþingsins hefur um þetta hugsað eða sagt, þá er víst um það, að Schweitzer hefur talið sig hafa unnið sitt mesta og heilladrýgsta verk á sviði heimspekinnar. Hann hefur glímt við eðli og rök menningarinnar og vandamál siðfræðinnar og mótað sérstæða lífsspeki, en frumhugtak hennar er lotning fyrir lífinu, Ehrfurcht vor dem Leben. Hann hefur í einveru frumskógarins krufið menning- arkerfi austrænna, kínverskra og indverskra og vestrænna spek- inga en fyrst og fremst starfað eftir þeim hugmyndum, sem hann hefur túlkað í ritum sín- um. Hvað er „lotning fyrir lífinu"? Hver er heimspeki Alberts Schweitzers? Hann hefur reifað það mál í ritum sínum, einkum í Verfall und Wiederaufbau der Kultur (hnignun og viðreisn menningar) og Kultur und Ethik (menning og siðfræði, Kultur- philosophie I—II). Prófessor Sigurbjörn Einars- son mun í háskólaerindi sínu á morgun gera á alþjóðlegan hátt grein fyrir aðalatriðum í kenn- ingum Alberts Schweitzers. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Voptialilésins 1918 og 1945 minnzt Á VEGUM brezka sendiráðsins hér í Reykjavík, verður minnzt með athöfn við hermannagrafreit- ina brezku í Fossvogskirkjugarði, vopnahlésins í báðum heimsstyrj- öldunum. Fer athöfnin fram kl. 10,30 ár- degis á sunnudaginn. Sjóliðar af brezka eftirlitsskipinu „Romola“, munu standa heiðursvörð, en bJómsveigar verða lagðir að minn- ismerkinu um hina brezku her- menn. Meðal þeirra, sem viðstaddir verða, eru Mr. Henderson sendi- herra. Nokkrir Islendingar og Bretar, búsettir hér, er gegndu herþjónustu í brezkum'hersveitum eða í hersveitum kanadiska hers- ins, verða viðstaddir. Þeim, sem vildu vera viðstaddir athöfn þessa, skal á það bent, að vera komnir suður í Fossvogs- kirkjugarð nægilega snemma, en athöfnin hefst kl. 10,30, sem fyrr segir. __

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.