Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfli! í dag: Allhvass NA. Skýjað. Víðast úrkomulaust. wgntt&IðM 253. tbl. — Laugardagar 5. nóvcmbcr 1955 Nýr forseti Brasilíu. — Sjá grcin bls. 7. Starf ungia Sjálfstæðismannn mótast af einhug og sóknarvilja Miklar umræður é þinginu í Hafnarfrrði ■B ÞING Sambands ungra Sjálfstæðismanna var sett í Góð- JLO. templarahúsinu í Hafnarfirði kl. 10 í gærmorgun. Magnús Jónsson alþm. formaður S.U.S. setti þingið með stuttri ræðu og bauð fulltrúa velkomna til starfa. Þing þetta er hið fjölmennasta sem ungir Sjálfstæðismenn hafa nokkru sinni haldið, nær 200 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Formaður flutti í gærmorgun skýrslu um störf stjórnarinnar s.l. tvö ár, en síðan var kosið í isefndir og störfuðu þær í gær. — Mörkuðust störf þingsins strax í gær af þrótti og sóknarhug, svo sem vera bcr um stærstu sam- tök íslenzkrar stjórnmáiaæsku. 3KYRSLA FORMANNS Á fyrsta fundinum var Matt- hías Bjarnason frá Isafirði kjör- jnn fundarstjóri, en ritarar þings- ins þeir Birgir Gunnarsson, Reykjavík og Einar Mathiesen úr Ilafnarfirði. í skýrslu þeirri sem fomaður sambandsins Magnús Jónsson flutti á morgunfundinum kom hann víða við. Minntist hann í upphafi máls síns látins forystumanns ungra Sjálfstæðismanna, Jóhanns Möll- ers forstjóra. Hann var formaður S.U.S. 1934—1936 og var ætíð dugmikill baráttumaður fyrir stefnu og hugsjónum ungra Sjálf- stæðismanna. MIKIL STÖRF Formaður rakti síðan nokkuð stjórnmálaviðhorfið, svo sem það er í dag og þau verkefni, sem óleyst biðu á næstu árum. Þá vék hann að störfum sam- bandsstjórnarinnar síðustu tvö árin. Haf þau verið allvíðtæk, en höfuðhlutverk sambandsins er að vera tengiliður hinna mörgu félaga ungra Sjálfstæðis- manna út um land, og vinna að hagsmunamálum þeirra. Sam- bandið hefur m. a. annazt víð- tækan erindisrekstur á þessum árum, rekið umfangsmikla fræðslu og útgáfustarfsemi, efnt tit funda og móta, og stofnað til kynnisfarar ungra Sjálfstæðis- manna til útlanda. Hefur stjórn- in og hafizt handa um ýmiss konar nýbreytni í störfum sín- nm, sem þegar hefur gefið góða laun. Þakkaði síðan formaður sambandsstjórnarmönnum góð störf og beindi þeim óskum til allra þingfulltrúa, að einhugur cg sóknarandi mætti ríkja á þinginru um alla framtíð. NEFNDIR Þá var kosið í þingnefndir, en þær eru þessar: Stjórnmálanefnd form. Gunnar Helgason, Utan- ríkismálanefnd form. Jónas G. Jtafnar, Félagsmálanefnd form. Matthías Bjarnason, Atvinnu- málanefnd form. Ásgeir Einars- son, Viðskiptamálanefnd form. Guðmundur H. Garðarsson, Sam- göngumálanefnd form. Bogi Þor- Steinsson, Skipulagsnefnd form. ÓLAFSVlK, 7. nóv.: — Þafet hér sé rekin all umfangsmilaii útgerð, hefur ekki tekizt eun að fá leyfi ' símamálastjórnarinnar til þess að . hafa hér talstöð til afuota, til að- I stoðar við bátaflotann. Óþajgindin af þessu ófremdarástandi, komu berlega í ljós um daginn, er bát- arnir voru á hrakningi hér fyrir utan og öllum boðum til þeirra varð að koma gegnum útvarpið. — I vetur verða héðan gerðir út 13 bátar. Er ljóst að símamálastjórn in verður að endurskoða afstöðu sína til talstöðvarmálsins, og láta höfninni hér í té stöð. — E. B. Þessi mynd var tekin í fyrradag í sextugsafmælishófi Erlings Páls- sonar yíirlögregluþjóns, að heimili lians, Bjargi við Sundlaugaveg. Þá var gestkvæmt mjög á heimili hans. Meðal gesta voru allir fjórir fyrrum húsbændur hans, en núverandi lögreglustjóri, Sigur- jón Sigurðsson er erlendis. — Myndin var tekin af þessum fjór- 1 um fyrrum lögeglustjórum í Reykjavík og eru þeir hér á mynd- inni með afmælisbarninu frá vinstri: Jónatan Hallvarðsson hæsta- réttardómari, Jón Ilermannsson fyrrum tollstjóri, þá Erlingur, Hermann Jónasson alþingismaður og Agnar Kofoed-Ilansen, flug- j málastjóri. _ Ljósm. J. Ó. Ungur bóndi ferst í snjó- flóði norður í Skíðadal Magnús Jónsson formaður SUS setur þingið. Jón ísberg, Menntamálanefnd form. Ásgeir Pétursson, Fjár- hagsnefnd form. Geir Hallgríms- son, Allsherjarnefnd form. Þor- steinn Ó. Thorarensen, og Kjör- nefnd form. Magnús Jónsson. Störfuðu nefndir þessar í allan gærdag og undirbjuggu ályktanir og tillögur þingsins. Fundarstjóri var kjörinn Siggeir Björnsson, Holti. Kl. 5 í gærdag hófust um- ræður um álit félagsmálanefndar og stóðu þær fram eftir kvöldi. KVEÐJUR FLUTT^R Kl. 9 bauð Stefnir, félag ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þingfulltrúum öllum til kaffi- drykkju. Héldu þar ræður Ing- ólfur Flygenring alþm., og Stefán Jónsson bæjarfulltrúi. Þá fluttu og fulltrúar frá félögunum úti á landi skýrslur um starfsemina á hverjum stað og báru þinginu kveðjur. f morgun áttu fundir aftur að hefjast kl. 10 f. h. og hefjast þá umræður um nefndaálitin. Verð- ur farið frá Iðnskólanum gamla kl. 9.30 f. h. Búizt var við að þingfundir mundu standa í allan dag, en í kvöld býður S.U.S. öllum full- trúum til kvöldvöku í Sjálfstæð- ishúsinu í Reykjavík. Var að leiia kinda Akureyri, 4. nóv. BÓNDINN á Ytri-Másstöðum í Skíðadal í Svarfaðardalshreppi fórst í snjóflóði í gær. Hafði hann farið að lcita að kindum um morguninn. Kl. 9 í morgun fundu fjölmennir Ieitarflokkar iík bóndans í snjóskriðu skammt ofan við Másstaði. Bóndinn, Ilelgi Aðalsteinsson, lætur eftir sig konu og 5 ung börn. Stúdentafélag ið heldur fund uni kjarnorkumálin Þar iala Magnús Magnússon og Þorbjörn ★ Stúdentafélag Reykjavík- ur heldur á morgun, sunnu- dag kl. 2 í Sjálfstæðishúsinu, fræðslufund um friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar. Er það þarfleg nýbreytni hjá félaginu að ræða þannig vís- indaleg éfni, sem nú eru mjög á dagskrá. ★ Frummælendur eru eðlis- fræðingarnir Magnús Magnús son M. A. og Þorbjörn Sigur- björnsson mag. scient fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins. En þeir voru báðir fulltrúar Isiands á alþjóða- kjarnorkuráðstefnunni í Genf í sumar. Má og geta þcss að nú að undanförnu hefur Magnús Magnússon ritað stór fróðlegan greinaflokk um kjarnorkumál i Morgunblaðið. ★ ^il skýringar efninu verða sýndar kvikmyndir og skugga myndir. Að lokinni framsögu er fundarmönnum heimilt að leggja spurningar íyrir frum- mælendur varðandi fundar- efni. Er öllum heimill aðgang- ur meðan húsrúm leyfir. FOR A» LEITA KINDA Um kl. 11 í gærmorgun fór bóndinn að Ytri-Másstöðum í Skíðadal í Svarfaðadalshreppi að leita kinda. Veður var hvasst NA og gekk á með éljum. Var hann þá áður búinn að glöggva sig á hvar kindanna myndi að leita, svo að konan hans taldi sig vita hvaða leið hann myndi fara. Þegar líða tók á daginn gerðist konan óróleg, þar sem hún beið bónda síns ein heima með fimm börnum þeirra hjóna, því yngsta 1 árs en því elzta 12 ára. Um kl. 10 í gærkvöldi kom hundur bóndans heim einn síns liðs. Greip konuna þá svo mikill órói að hún fór til næsta bæjar, utar í dalnum, og bað fólk þar að veita sér aðstoð. PRESTTJRINN FER AÐ SAFNA LEITARMÖNNUM Tókst þá að ná sambandi við prestinn að Völlum í Svarfaðar- dal, þótt komið væri fram yfir símatíma. Rétt um kl. 11 í gær- kvöldi kom presturinn til Dal- víkur og bað formann 'björgun- arsveitarinnar þar, Árna Guð- laugsson, um að lána sjúkrabör- ur og leitarljós. Formaður karla- deildar slysavarnafélagsins á Dalvík, Egill Júlíusson, og Árni komu sér saman um að veita alla þá aðstoð, er þeir gætu í té látið, við leitina að manninum. En þá þegar var búið að safna liði í dalnum, og höfðu menn af bæj- um í Vallasókn þegar farið til leitar. Árni Guðlaugsson fór þeg- ar af stað í jeppa við 5. mann fram eftir og sameinaðist þar leitarflokknum, er fyrir var, og gengu þeir síðan á fjallið ofan Másstaða. GRÓFU í SNJÓSKRIÐU LENGI NÆTUR Fljótlega komu þeir að snjó- skriðu er fallið hafði í gili nokkru ofan við bæinn, eða um 15 mín. gang frá honum. í snjóskriðu þessa grófu þeir fram til kl. 4 í nótt, en án árangurs. Læknirinn á Dalvík hafði þegar í gær- kvöldi farið fram að Másstöðum og dvalið þar næturlangt. Kl. 4 í nótt hringdu leitarmenn til Egils Júlíussonar á Dalvík og báðu hann að safna fleiri mönn- um til áframhaldanJi leitar. Voru þá þegar vaktir 30 menn á Dalvík og héldu þeir fram í Skíðadal í birtingu í morgun. Samtímis þessu var safnað liði í vestanverðum Svarfaðardal. FUNDU LIKIÐ UM KL. 9 í MORGUN Allir þessir leitarmenn, eða um 50 talsins, hófu þegar lcit og um kl. 9 í morgun fannst líkið af Helga heitnum. Hafði hann ient í snjóflóði er fallið hafði skammt norðan við flóðið er grafið var í um nóttina. Líkið var þegar flutt heim að Másstöðum og taldi héraðslæknirinn, Daníel Daníelsson, að Hclgi hefði farizt skömmu eítir að hann fór að heiman, eða laust eftir hádegi í gær. Ilafði hann sár á höfði og er líklegt talið að hann hafi rot- azt í falliuu. Egill Júlíusson hafði um nótt- ina hringt til Henry Hálfdánar- sonar, skrifstofustjóra Slysa- varnafélags íslands í Reykjavík, og beðið um að leitarhundur Flugbjörgunarsveitarinnar yrði sendur norður. í morgun voru 2 menn mættir á Reykjavíkurflug- velli með hundinn, en meðan þeir biðu ferðar til Akureyrar barst fréttin um að Helgi heitinn væri fundinn. ★ Helgi Aðalsteinsson var fædd- ur 1922 og því aðeins 33ja ára að aldri, kvæntur Ester Jósavins- dóttur og áttu þau, sem fyrr seg- ir, 5 börn á aldrinum eins til tólf ára. —Jónas. Skipið hallaðist svo að sjór rann inn um revkháfinn i Patreksfirði, 4. nóv. IGÆRDAG kom hingað þýzki togarinn „Gesine Múller“ frá Kuxhaven, en skipið hafði orðið fyrir áfalli um 90 sjó- mílur norð-vestur af Patreksfirði. Það hafði verið á leið á hin r.ýju karfamið út af Vestfjörðum s.l. miðvikudag, er það varð að snúa við vegna aftakaveðurs og ísreks. SJÓP. RANN INN UM Hey“ á vettvang um 9 klst. eftir REYKHÁFINN I að slysið vildi til. Hafði þá skip- Um kl. S á miðvikudags- verjum á „Gesine MiiIIer" tekizt kvöld andæfði skipið móti sjó að rétta skipið við og dæla úr og vindi. Fékk það þá á sig því sjó. Skipin sigldu svo til brotsjó og kastaðist á hliðina. Patreksfjarðar. Um leið færðist kolaforði þess MIKLAP. SKEMMDIR til svo að skipið retti sig ekki) Mest a]lur matarforðl skipsins aftur fyrr en tek.zt hafði að eyðilagðist af sjó. Annar skips- færa kohn til a ny. Skipið báturinn tapaðist og hinn brotn- hallaðist svo mikið að sjór - aði Allt. lauslegt á þilfari skol- rann inn um reykháf og lá aðist út. Reykháfur skipsins er það þannig stjórnlaust um laus við yfirbyggingu og gufu- klukkutíma. | stýri laskað. — Ýmsar aðrar Mikill sjór kom í vélarúmið . skemmdír urðu á skipinu. og svo í allar vistarverur skip-1 Gert er ráð fyrir að skipið verja. Öll siglingatæki skemmd ust eða urðu óvirk. SENDU ÚT NEYÐARMERKI Skipverjum tókst þó að senda fari til Reykjavíkur til viðgerð- ar samkvæmt ákvörðun útgerð- arinnar. Sex aðrir þýzkir togarar eru hér inni. Eru þeir að ná í vistir út neyðarmerki eftir slysið og eða leita læknishjálpar. Veður er kom þýzki togarinn „Henrik hér mjög vont. — Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.