Morgunblaðið - 06.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1955, Blaðsíða 1
 \ > 16 síður og Leshók 41 árgangp* 254. — Sunnudagur 6. nóvember 1955 PrentsnriSja Mergunblaðsim Hækkun bátagjaldeyrisins og sjónarmib útvegsmanna Jakob Möller. Jukob Möller fyrrver- ondi mðherra Mendes France skákur Faure PARÍS, 5. nóv. — Pierre Mendes- France, fyrrverandi forsætisráð- j herra, vann mikinn sigur yfir | andstæðingum sínum, er hann var í dag kjörinn varaformaður flokks síns. Landsþing Róttæka flokksins stendur nú yfir. — Er þetta mjög mikilvægur sigur fyr- ir Mendes-France, þar sem hann verður þá „potturinn og pannan" í öllum undirbúningi flokksins fyrir næstu þingkosningar. Þeir flokksbræðurnir Mendes-France og Faure hafa undanfarið staðið í miklum deilum og málaþrasi, þa&.sem Faure vill, að almennar kosningar fari fram í Frakklandi þegar í næsta mánuði, en þær áttu ekki að verða fyrr en í vor. Vill Mendes-France koma í veg fyrir, að Faure geti fullgert stefnuskrá sína. Fyrrverandi forsætisráðherra Edouard Herriot var kjörinn for- maður flokksins, en hann er nú nokkuð við aldur, og má því gera ráð fyrir, að Mendes-France hafi töglin og hagldirnar innan flokks ins. — Sfuft samtal viB Olaf Thors forsœtisráðherra A LAG á bátagjaldeyri hefur nú verið hækkað um sem svarar JAKOB MÖLLER, fyrrverandi ráðherra og fyrsti sendiherra íslands í Kaupmannahöfn eftir að lýðveldi var stofnað, and- aðist að heimili sínu hér í Reykjavík í gærmorgun, rúmlega 75 ára að aldri. Hafði hann legið rúmfastur undanfarna mánuði á sjúkrahúsi, en var fluttur heim á heimili sitt að Hólatorgi 2 fyrir nokkrum dögum. — Með Jakobi Möller er til moldar hniginn einn af gáfuðustu og merkustu stjórnmálamönnum íslendinga. MOSKVU — Rússar eru mjög áfram um, að Ólympíuleikirnir verði haldnir í Moskvu árið 1964. Hafa þeir þegar hafið byggingu nýs íþróttasvæðis, og munu á- horfendapallarnir rúma 120 þús. manns í sæti. ÆTT OG UPPRUNI Jakob Möller var fæddur 12. júlí árið 1880 á Stóra-Bergi á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Ingibjörg Gísladóttir frá Neðri-Mýrum í Refasveit og Christian Möller kaupmaður, er síðar fluttist til Hjalteyrar við Eyjafjörð. Jakob Möller lauk stúdentsprófi ário 1902 og heim- speki prófi í Kaupmannahöfn árið 1903. Árin 1902—1905 stund- aði hann verkfræðinám í Kaup- mannahöfn, en síðan læknanám í Reykjavík árin 1906—1909. En þá hvarf hann frá námi og gerð- ist bankaritari í Landsbankan- um. Stundaði hann þau störf til ársins 1915. Árin 1915—1924 var hann ritstjóri dagblaðsins Vísis. Eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum var hann árin 1924 til 1934. VÍÐTÆK STJÓRNMÁLAAFSKIPTI Jakob Möller hóf ungur af- skipti af stjórnmálum. Þótti hann með afbrigðurn snjall og þrótt- mikill baráttumaður. Hann var kosinn þingmaður Reykvíkinga árið 1919 og sat á þingi til 1927. Arið 1931 kusu Reykvíkingar hann að nýju á þing og átti hann síðan sæti þar fram til ársins 1945, er hann var skipaður fyrsti sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn eftir að lýðveldið var stofn- sett. Gegndi hann sendiherra- störfum fram til ársins 1950, er hann varð sjötugur. Þegar þjóðstjórnin var mynd- uS árið 1939 varð Jakob Möller fjármála- og viðskiptamálaráð- herra. Vorið 1942, þegar Ólafur Thors myndaði fyrsta ráðuneyti 6itt, varð Jakob Möller fjármála- og dómsmálaráðherra. Stýrði hann þeim ráðuneytum til hausts ins 1942 er sú ríkisstjórn fór frá völdum. GEGNDI FJÖLMÖRGUM TRÚNAÐARSTÖRFUM Jakob Möller gegndi fjölmörg- um öðrum trúnaðarstörfum í þágu þjóðar sinnar og bæjar- félags. Hann var um langt skeið stjórnarformaður og fram- kvæmdarstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Bankaráðsmaður í Islandsbanka var hann um skeið, átti sæti í Þingvallanefnd, í bankaráði Landsbankans og Landsbankanefnd, í milliþinga- nefnd um tryggingamál og um launamál. — Bæjarfulltrúi var hann einnig í mörg ár. Hann var kvæntur Þóru Þórð- ardóttur, verzlunarstjóra Guð- johnsens á Húsavík, en hún lézt árið 1922. Jakob Möller var fjölhæfur gáfumaður, drengur góður og virtur og vinsæll meðal allra þeirra er honum kynntust. ar og israeismenn við sama heygarðshornið Hammarskjöld og Burns reyna oð m/ð/o málum Jerúsalem, Washington og Lundúnum, 5. nóv. ENN sló í bardaga milli Egypta og ísraelsmanna á Gaza-svæðinu Jk dag. Talsmaður egypzku stjórnarinnar sagði, að ísraelsmenn hefðu ráðizt inn á egypzkt landsvæði, en verið hraktir til baka, og hefði mikið mannfall orðið í liði þeirra. En Egyptar hefðu beðið lítið manntjón. Ben Jússef setzt í hásæti á ný PARÍS, 5. nóv. — Franska stjórnin hefur ákveðið að gera Ben Jússef aftur að soldán í Marokkó. Ben Jússef fer til Ma- rokkó innan skamms. Thami El Glaoui, pasha af Marrakesh, fór í dag til Frakklands til að ræða við soldáninn. El Glaoui var til skamms tíma einn mesti and- stæðingur Ben Jússefs, en hyggst sennilega haga seglum ef tir vindi. + SVÖR í SVIPUBUM DÚR f dag kallaði bandríski að- stoðarutanríkisráðherrann Allen sendiherra Egypta og ísraels- manna á sinn fund — sitt í hvoru lagi. Lét hann i ljósi kvíða yfir | stöðugt versnandi ástandi á landamærum landanna og sakaði bæði ríkin um að hafa rofið vopnahléssáttmálann. Svör sendi- herranna voru í svipuðum dúr og svör egypzku og ísraölsku stjórnanna hafa verið til þessa — og kenndi hvor öðrum um. gjaldeyri. Var fyrrnefndi gjaldeyririnn áður seldur með 60% álagi, en er nú seldur með 70% álagi. Hinn síðarnefndi var seldur með 25% álagi, en er nú seldur með 35% álagi. Það eru samtök útvegsmanna og gjaldeyriseigenda, sem ákveðið hafa þessa hækkun á bátagjaldeyrinum. Mbl. sneri sér að þessu tilefni til Ólafs Thors forsætisráðherra í gær og spurði hann um hvernig í þessum málum lægi. Komst hann þá að orði á þessa leið: TAKMARKADUR LISTI Þegar bátagjaldeyriskerfið var upp tekið snemma árs 1951 fengu útgerðarmenn fríðindi í sam- bandi við hálft andvirði báta- afurða, að undantekinni síld og þorskalýsi og leyfi til þess að selja gjaldeyri með álagi, sem þeir réðu sjálfir. Þessi heimild til þess að ráða álaginu var fyrst og fremst miðuð við það að gjald- eyririnn seldist. Af hálfu ríkis- stjórnarinnar var þessi réttur til að ráða álaginu miðaður við það að útgerðarmenn bæru sjálfir ábyrgð á, hvort gjaldeyririnn seldist eða ekki. Jafnframt var þeim skammtaður takmarkaður listi yfir vörur, sem ekki mátti kaupa fyrir annan gjaldeyri en hinn svo kallaða bátagjaldeyri. 10% LÆKKUN UM SÍDUSTU ÁRAMÓT Þetta hefur í meginatriðum varðandi vörulista, álag og helm- ingsréttindi staðið til síðustu kxzt- móta. Hins vegar hafa útgerðar- menn og einkum þó fiskkaupend- ur oft á þessu tímabili talið að þeir yrðu að fá aukin réttindi til þess að fá staðizt hækkandi verð- lag á fiskinum innanlands, þar sem fiskverð erlendis hefði ekki hækkað eða að minnsta kosti ekki tilsvarandi. Þessum kröfum var þó synjað og höfðu menn þá jafnan í huga, að ef í barðbakka slægi gætu breyttar aðstæður gefið bátagjaldeyriseigendum sið- ferðilegan rétt til að hækka álagið. Um síðustu áramót ákvað svo ríkisstjórnin í von um bætt afla- brögð vegna friðunarráðstafana, og í því skyni að berjast gegn því að ný kauphækkunaralda risi, að minnka bátagjaldeyris- fríðindin um 10% yfir vetrar- vertíðina, þ. e. a. s. að laekka þann hluta af aflamagninu, sem gjaldeyrisfríðindin næðu til, úr 50% niður í 45% af heildaíafla bátanna, að frádregnu Výsi og síld. Þannig stóð málið þegar gjald- eyriseigendur nú fyrir skömmu tilkynntu ríkisstjórninni að þeir ætluðu að hækka álagið á báta- gjaldeyri. Ólafur Thors I dag lögðu framkvæmda- stjóri SS, Dag Hammarskjöld, og Burns, yfirmaður vopna- hlésnefndarinnara í ísrael, fram sérstakar tillögur, er miða að því að binda endi á skærurnar á landamærum ísraels og Egyptalands. Sagði Burns í Lundúnum í dag, að fyrsta verk hans, er hann þessum. — Vildi Burns ekki skýra frá einstökum atriðum tillagnanna. * LANDAMÆRIN EKKI SKÝRT MÖRKUÐ Burns sagði, að átökin við El Auja ættu upptök sín í því, að landamærin þar væru ekki skýrt mörkuð á nokkuð löngum kafla. Kvað Burns það rétt, að Israelsmenn hefðu hindrað starfs lið vopnahlésnefndarinnar í að komast inn á El Aujasvæðið, meðan átökin stóðu yfir s.l. mið- vikudagskvöld. Aðspurður sagði Burns, að láta stórveldin ekki hér við sitja," bætti Burns við. Ræddi Burns í dag við brezka kæmi til Jerúsalem, yrði að utanríkisráðherrann MacMillan, ganga eftir svörum frá ríkj- en fór síðan flugleiðis til Jerú- unum báðum við tillögum salem. RÖK ÚTVEGSMANNA — Hvaða rök færðu gjaldeyris- eigendur fyrir þeirri ósk sinni? — Þau voru í aðalatriSum mikil hætta væri á því, að þessi: vopnasala kommúnisku ríkj-1 1. Sú verðlagsstefna stjórnar- anna til Egypta kynni að espa : innai', sem lá til grundvallar báða aðila og Iciða til mjög skerðingu bátagjaldeyrisréttind- hættulegs ástands. „Vonandi | anna hefði farið út um þúfur, þegar kaupgjald í landinu hækk- aði eftfr verkfóllin s.l. vor. 2. Að enda þótt verulegur hluti hraðfrysta fisksins væri þá kom- inn í hús hefði saltfiskur og Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.