Morgunblaðið - 06.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurbréf: Laugardagur 5. nóvember Ffskifsing að störfum — Vörðui' s vexti — Fietra f!okk$bundiö Sjáifstæðisfóiit í Steykjavik en nokkru sinrsi fyrr — Skriður keanst á byggingu sementsverksmiðj- tfnrear — Ahrif verkfailanna á raforkuframkvæmdirnar — MilEiiiðirnir og þjóðin — S-annKeikurinn verðtij að koma í Bjós — Draumur um „himnabrauð* Fiskiþing að störfum FISKIÞING hóf störf sín hér í Reykjavík s. 1. mánudag. Sitja jþað 23 fulltrúar frá hinum ýmsu fjórðungs samböndum um land allt. Skiptast þeir þannig, að einn er frá fjórðungs samband- inu við Breiðafjörð, 4 frá Vest- fjörðum, 4 frá Norðurlandi, 4 frá Austfjörðum, 4 úr Sunnlend- sngafjórðungi, 4 frá Reykjavíkur- deild og 2 frá Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að þingið muni sitja að störfum fram í miðjan þennan mánuð. Þegar hafa verið lögð fyrir þingið um 40 mál, en sennilega mun það taka eitthvað fleiri mál til meðferðar. Aðalmál þess er afkoma sjávarútvegsins, land- helgismálið, hlutatryggingarsjóð- ur, fiskirannsóknir, fiskileit og ýmis tæknileg atriði, sem varða sjávarútveginn og rekstur hans. íslenzkur sjávarútvegur á nú við mikla erfiðleika að etja. — Fiskiþingið og önnur samtök út- vegsmanna og sjómanna standa því frammi fyrir miklum vanda. Vörður í vexti Á AÐALFUNDI Landsmálafé- lagsins Varðar, sem haldinn var s. 1. þriðjudag, skýrði fráfarandi formaður félagsins, Birgir Kjar- an hagfræðingur frá því, að fé- lagsmenn væru nú orðnir nokk- uð á 4. þúsund. Hefði þeim f jölg- að um rúmlega 300 á starfsárinu. Þessi mikli fjöldi félagsmanna í Verði sýnir, hversu öruggt fylgi Sj álf stæðisflokksins er í höfuðborginni. Innan þessa fé- lags er fólk úr öllum stéttum bæjarfélagsins. Þar starfa iðn- aðarmenn, verkamenn, verzlun- armenn, sjómenn, menntamenn og atvinnurekendur hlið víð hlið. Milli þessa fólks ríkir góð sam- vinna, samúð og skilningur. í öðrum félögum Sjálfstæðis- manna í Reykjavík, Heimdalli fél. ungra Sjálfstæðismanna, Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt og Óðni fél. Sjálfstæðisverka- manna og sjómanna, eru einnig þúsundir félaga. Er óhætt að full- yrða að félagsbundið fólk innan vébanda Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík hafi aldrei verið fleira en nú. Gefur það nokkra hugmynd um fylgi flokksins í bænum um þessar mundir. Á 17- þúsund atkvæði í ÞESSU sambandi má geta þess að við síðustu bæjarstjórnar- kosningar fékk Sjálfstæðisflokk- urinn töluvert á 17. þúsund at- kvæða í Reykjavik. Er það hærri atkvæðatala en hann hefur nokkru sinni áður fengið í bæn- um. Þrátt fyrir all verulega fjölgun kjósenda, sem þátt tóku í þeim kosningum, fækkaði þó atkvæðum andstöðuflokkanna, kommúnista, Framsóknarmanna og Alþýðuflokksins, verulega við þær kosningar. Reykjavík er því nú eins og fyrr höfuðvígi Sjálfstæðis- stefnunnar í landinu. Og það er engin tilviljun að einmitt á þessum staff hafa framfarir og umbætur veriff örastar á undanförnum árum. Hér hef- ur verið unnið aff því af mestu raunsæi og framsýni að bæta lifskjör fólksins. Það er vegna þess að almenn- ingur í höfuðborginni gerir sér þetta ljóst sem fylgi Sjálfstæð- ismanna er svo traust víð hverj- ar kosningar, sem fram fara. Al- menningur trúir ekki hinum gullnu loforðum minnihluta- flokkanna um að aðstaða hans verði bætt með því, að fela mörg- um sundudeitum stjómmála- flokkum forystu mála sinna. — FULLTRÚAR Á FISKIÞINGI. — Fremsta röð frá vinstri: Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, Svein- björn Jóhannsson, Dalvík, Einar Guðfinnsson, Bolungarvík, Ólafur Björnsson, Akranesi, fundarstjóri Fiskiþingsins, Valtýr Þorsteinsson, Akureyri, Árni Vilhjálmsson, Seyðisfirði. Næsta röð: Sturla Jóns- son, Súgandafirði, Helgi Benónýsson, Vestmannaeyjum, Sveinbjörn Einarsson, Reykjavík, Níels Ingvarsson, Norðfirði, Friðgeir Þorsteinsson, Stöð varfirði, Ólafur Jónsson, Stykkishólmi, Magnús Gamalíelsson, Ólafsfirði, Magnús Magnússon, Eyrarbakka. Þriðja röð: Arngrímur Fr. Bjarnason, ísafirði, Þorvarður Björnsson, Reykjavík, Ilaraldur Thorlacíus, Rvík, Hólmsteinn Helgason, Raufar- höfn, Árni Stefánsson, Fáskrúðsfirði, og Ásberg Sigurðsson, ísafirði, ritari þingsins. Aftasta röð: Már Elíasson, Rvík, varaskrifari, Sigurður Guðmundsson, Ytri-Njarðvík, Ingvar E. Einarsson, Rvík, Mar- geir Jónsson, Keflavík. — Á myndina vantar Pál Þorbjörnsson, Vestmannaeyjum, og Matthías Matt- hiesen, Hafnarfirði, skrifara þingsins, sem voru fjarverandi. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Reykvíkingar telja þvert á móti að með því að fela Sjálfstæðis- flokknum einum forustuna skapi þeir bæjarfélagi sínu stárfhæfa og framkvæmdasama stjórn. Merkilegt starf VARÐARFÉLAGIÐ hefur unnið merkilegt starf í bæjarfélaginu. Þar hafa mörg stærstu hags- munamál Reykvíkinga verið fyrst rædd og reifuð. Þar hafa margir ágætir menn starfað af áhuga og dugnaði og þar hefur fólkið innan stærsta Sjálfstæðis- félagsins í bænum fengið tæki- færi til þess að hittast og kynn- ast sjónarmiðum hvers annars, auk þess sem það hefur tengst persónulegum vináttuböndum. Davíð Ólafsson fiskimálastjóri tekur nú við af Birgi Kjaran sem formaður Varðar. Hinn frá- farandi formaður vann þar mik- ið og gott starf. Þau 3 ár, sem Birgir Kjaran var formaður, var Vörður í stöðugum vexti og starf- semi hans fjölbreytt og þrótt- mikil. En óhætt er aff fullyrða, aff Davíð Ólafsson muni einnig reynast fær um aff stýra þessu fjölmenna stjórnmálafélagi vel og farsællega. Hann hef- ur með störfum sínum í þágu sjávarútvegsins á undanförn- um árum sýnt að hann er mikilhæfur og dugandi fram- kvæmdamaður, sem nýtur trausts og vinsælda meðal utvegsmanna og sjómanna um land allt. Er ástæffa til þess að óska Varðarfélaginu og Sjálfstæðisflokknum í Reykja vík til hamingju meff for- mennsku hans. Skriður kemst á bygg- ingu sementsverk- smiðjunnar UNDANFARIÐ hefur verið unn- ið að undirbúningsframkvæmd- um við hina nýju sementsverk- smiðju á Akranesi. Mun þegar hafa vqrið unnið þar fyrir nokkr- ar milljónir króna. En fullur kraftur hefur til þessa ekki verið settur á þessa framkvæmd sök- um þess, að ekki hefur enn tek- izt að tryggja erlent lán til verk- smiðjunnar. Vonir standa nú hins vegar til þess að það takist á næstunni. Er líklegt að 38 millj. kr. lán til vélakaupa verksmiðj- unnar fáist í Danmörku. Gert er ráð fyrir að hin nýja sementsverksmiðja muni geta framleitt um 70 þúsund Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri,^ tekur við formennsku í Verði, fjölmennasta landsins. stjórnmálafélagi tonn af sementi á ári. Venju- ieg árleg notkun okkar af þessu byggingarefni undan- farin ár hefur hins vegar verið 50—60 þús. tonn. Hin nýja verksmiðja á þannig að geta fullnægt allri sementsþörf þjóðarinnar og vel það, a. m. k. fyrst í stað. Rætt hefur ver- ið um að byggingu verksmiðj- unnar yrði lokið á árinu 1957. Með byggingu sementsverk- smiðju í landinu sjálfu er stórt skref stigið í viðleitninni til þess að hefja hér stóriðju. M«ð þvi að fullnægja þörf sinni fyrir j þetta byggingarefni spara íslend- ingar sér einnig mikið fé í er- lendum gjaldeyri á ári hverju. Sementsverksmiðjan og áburð- arverksmiðjan eru hliðstæðar framkvæmdir. Bæði þessi iðn- fyrirtæki bæta aðstöðu þjóðar- innar mjög í starfi hennar og gera hana færari um að standa á eigin fótum. Þessi stóru iðn- fyrirtæki skapa einnig stóraukna atvinnu. Þau eru boðberar hins nýja tíma í atvinnu- og efna- hagsmálum þjóðarinnar. Aukið f jármagn til raforkufram- kvæmdanna EINS og kunnugt er hefur nú- verandi ríkisstjórn beitt sér fyr- ir því að gerð hefur verið 10 ára framkvæmdaáætlun í raforku- málum landsmanna. Hefur verið áætlað að til raforkufram- kvæmda yrði á þessu tímabili varið 25 millj. kr. á ári, eða sam- tals 250 millj. kr. Mun ríkis- stjórnin að mestu hafa tryggt það fjármagn, í senn til nýrra raf- orkuvera á Austurlandi og Vest- fjörðum og til rafleiðslna um sveitir landsins frá hinum nýju orkuverum, sem fyrir eru í land- inu. En í þennan reikning hefur nú verið gert stórt strik. Með verk- föllunum á s. 1. vetri og kaup- hækkunum þeim, sem runnu í kjölfar þeirra hefur kostnaður- inn við hinar fyrirhuguðu raf- orkuframkvæmdir stórhækkað. Er það ekki orðum aukið að reikna megi með að hann verði ekki undir 320—350 millj. kr. á fyrr greindu tímabili miðað við núgildandi verðlag og kaupgjald í landinu. Viðbótarfjármagns til raforku- framkvæmdanna hefur enn ekki verið aflað. En auðvitað mun ríkisstjórnin leggja kapp á að afla þess, þannig að þessar þýð- ingarmiklu framkvæmdir tefjist ekki, heldur geti haldið áfram samkvæmt þeirri áætlun, sem gerð hefur verið. Þessi kostnaðarauki við raf- orkuframkvæmdirnar vegna verkfallanna og kauphækkan- anna á s. 1. vetri sýnir greini- lega, hversu rík og óheilla- vænleg áhrif hinna pólitísku hernaðaraðgerða kommúnista gagnvart efnahagslífinu hafa orðið. Nauðsynlegum fram- kvæmdum og umbótum er stefnt í hættu. Fjármágn skortir til þess að framkvæma áætlanir, sem gerðar hafa ver- ið og miðaðar við fjárhagsgetu þjóðarinnar. Svipuðu máli gegnir með hús- næðisumbæturnar. Af verkföll- unum hefur leitt Stóraukinn byggingarkostnað. Einstakling- arnir eiga stöðugt örðugra um vik með að láta það fé hrökkva fyrir framkvæmdum sínum, sem þeir höfðu ætlað til þeirra. Það fjármagn, sem hið opinbera legg- ur fram til hins nýja veðlána- kerfis hrekkur einnig skemmra en ráð var fyrir gert. Af öllu þessu verður al- menningur i landinu að súpa seyðið. En kommúnistar fagna þeim árangri sem náðst hefur með hinum lánlausu tiltekt- um þeirra á s. 1. vetri. Milliliðirnir og þjóðin ÁR EFTIR ÁR hafa vinstri flokkarnir haldið því fram, að allt það, sem aflaga fer í ís- lenzku efnahagslífi sé hinum svo kölluðu milliliðum að kenna. Jafnframt hafa þeir þrástagast á því, að Sjálfstæðisflokkurinn væri „flokkur milliliðanna“. — Hann héldi verndarhendi yfir hvers konar milliliðastarfsemi, sem mergsygi framleiðslu lands- manna, hækkaði vöruverðið og hefði í för með sér margskonar brask og spillingu. Nú er það auðvitað svo, eins og Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra benti á í ágætri ræðu, sem hann hélt nýlega, að milliliðalaust þjóðfélag er ekki til nú á tímum. Þjóðirnar skipta með sér verkum og starfaskipt- ingin meðal þeirra verður stöð- ugt fjölbreytilegri. Og flest eru þessi störf nauðsynleg og miða að því að fullnægja þörfum þjóð- anna með einum eða öðrum hætti. En að sjálfsögðu geta einstak- ir aðilar innan hvers þjóðfélags misnotað aðstöðu sína. Það er hægt að gera það með því að taka of mikið gjald fyrir ákveðna þjónustu, vörudreifingu, flutn- inga, viðgerðir, byggingarstarf- semi o. s. frv. Þetta er sérstak- lega auðvelt í þjóðfélögum þar sem ríkja höft og ófrelsi. Þar sem frjáls samkeppni mótar efnahagslífið er það hins vegar miklu óhægra. Þar á almenning- ur yfirleitt kost á því að velja , og hafna þegar um er að ræða viðskipti, kaup og sölu á vörum eða þjónustu. Tillaga Sjálfstæðis- manna á Alþingi SJÁLFSTÆÐISMENN á Alþingi hafa nú í vikunni lagt fram til- lögu um rannsókn á milliliða- gróða. Leggja þeir til að sérfróð- um mönnum verði falið að rann- saka þátt milliliða í framleiðslu- kostnaði þjóðarinnar, þannig að úr því fáist skorið, hvort hann sé ) óhóflega mikill og skal jafn- framt gerður samanburður á milliliðakostnaði hér og í nálæg- um löndum. Ennfremur skal at- hugað, hvort og þá hvernig sé ' auðið að lækka milliliðakostnað. ^ Leggja tillögumenn til að þess- ari rannsókn verði hraðað svö að álitsgerð geti legið fyrir er næsta reglulegt Alþingi kemur saman. i Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.