Morgunblaðið - 07.11.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.11.1955, Qupperneq 1
16 síður U árgangn* 255. tbl. — Þriðjudagur 7. nóveinber 1955 PrentsnriSja Mergunblaðsin* Hverju svara Rússar? A. GENF, 7. nóv.: — Utanríkis- T ráðherrar Vesturveldanna hafa lagt fram á Genfarfundin- um tillögu þess efnis, að frjálsar kosningar fari fram í öllu Þýzka- lanði í september næsta ár. Að öðru leyti eru tillögurnat að mestu samhljóða fyrri tillögum Vesturveldanna í Þýzkalandsmál- um. — Búizt er við, að Molotw svari því á morgun, hvort Rúss- ar fallast á tillögur Vesturveld- anna. Mynd þessi var tekin af fulltrúum á 13. þingi Samb. ungra Sjálfstæðismanna á sunnudaginn. Sýnir hún vel hinn mikla fjölda Fundi utanríkisráðherranna þingfulltrúa hvaðanæfa að af landinu sem þingið sótti. (Ljósm. Gunnar Rúnar). I verður haldið áfram á morgun. i | — Reuter. Wjöhaaemnu og ágætu þingi S.U.S. iokiÖ Ásgeir Pétarsson kjörimi íormaður ÞRETTÁNDA Sambandsþingi ungra Sjálfstæðismanna lauk síð- ari hluta dags á sunnudag, og tókst það með ágætum. Var það fjölmennasta þing ungra Sjálfstæðismanna, sem ennþá hefir verið haldið og ríkti mikill einhugur og sóknarvilji með öRum þingfulltrúum. Fjölmargar samþykktir voru gerðar á þinginu og verða þær birtar hér í blaðinu síðar. Magnús Jónsson lét nú af formennsku SUS og var Ásgeir Pétursson lögfræðingur kjörinn í hans stað. LANGUR OG GÓÐUR STARFSFERILL Fundur hófst í Góðtemplara- húsinu í Hafnarfirði kl. 2 e. h. á sunnudaginn. Fundarstjóri var séra Jónas Gíslason, Vík. “Var þá gengið til stjórnarkosninga. Formaður SUS hefir verið um langt árabil Magnús Jónsson alþm. og lét hann nú af störfum fyrir aldurs sakir. Hefir hann gegnt formannsstörfum af hinni mestu prýði og hafa samtökin vaxið og eflzt að miklum mun undir stjórn hans. Eftirmaður hans var kjörinn í einu hljóði KAIRÓ, 7. nóv. — Tilkynnt var í Kairó í dag, að Egyptar hafi skotið á 4 orrustuflugvélar frá ísrael. Segja Egyptar, að þær hafi verið yfir egypzku landi. varastjórn voru kjörnir: Mathias Mathiesen, Hafnarfirði, Sveinn Björnsson, Múlasýslu, Jón Þor- gilsson, Matthías Johannessen, Reykjavík og Bragi Hannesson, Reykjavík. Að kosningu lokinni þakkaði Magnús Jónsson alþm. samstarfs- mönnum sínum, gömlum og nýjum, innan samtaka ungra Sjálfstæðismanna og óskaði samtökunum gæfu og gengis í framtíðinni. | Þá tók til máls Ásgeir Péturs- son, hinn nýkjörni formaður og þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt. Hvatti hann unga j Sjálfstæðismenn til mikilla starfa í framtíðinni. Jónas G. Rafnar alþm. þakkaði Magnúsi Jónssyni prýðileg störf í þágu j samtakanna, og Matthías Mathie- • sen þakkaði þingfulltrúum kom- una til Hafnarfjarðar fyrir hönd Stefnis í Hafnarfirði. I ÞINGINU SLITIÐ | Þá var tekið að ræða þau nefndarálit, sem eftir voru frá deginum áður og voru gerðar samþykktir um ýmis mál, þar á meðal atvinnu- og verzlunar- mál. i Umræðunum var lokið um kl. 18. Kvaddi Magnús Jónsson alþm. sér þá hljóðs, þakkaði öllum fulltrúum ágæta þingsetu, óskaði þeim góðrar heimferðar og sagði 13. þingi ungra Sjálfstæðismanna slitið. Otea í Mi54síu n LUNDÚNUM, 7. nóv. — Afgan- istan og Pakistan hafa eldað grátt silfur undan farið og ríkir nú ólga í báðum löndunum vegna þess, að þau hafa slitið stjórn- málasambandi hvort við annað. Um helgina réðust um 3000 her- menn frá Afganistan inn fyrir landamæri Pakistans og hafa slegið þar upp herbúðum. Er nú óttazt, að nú slái í brýnu þarna á landamærunum. Rökin tyrir hœkkun gjaldeyris voru til muna verri hagur útvegsins Ríkissl.iórnin var andvíg þeirri hækkun eins og öðrum hækkunum, sem ýta undir dýrtíðarskrúfu. R' Var hann sérfræð- ingur Rússai LUNDÚNUM — Brezka stór- blaðið Daily Mail segir frá því, að MacLean hafi verið aðalsér- Úr ræðu Ólafs Thors á Alþingi í gær. ► ÍKISSTJÓRNIN var mótfallin hækkun bátagjaldeyrisálags- ins, eins og hún er almennt mótfallin hvers konar hækkun- um á kaupgjaldi og verðlagi, sem til einskis annars leiða en dýrtíðarskrúfu. En þess ber að geta, að ríkisstjómin hafði ekki aðstöðu til þess að hindra þessa hækkun, vegna fyrri fyrirlieita til útvegsmanna, allt frá því bátagjaldeyris- kerfið var tekið upp, um það að þeir mættu hækka álagið, ef hagur útvegsins versnaði til muna. E Útvegsmenn færðu fram ýmis rök fyrir máistað sínum og þá fyrst og fremst, að vegna kaupgjaldshækkana á þessu ári hefði allur rekstur þeirra orðið dýrari, heldur en gert var ráð fyrir um áramótin, þegar rætt var um álagið á fram- leiðslu þessa árs. 0 Þannig var meginefnið í ræðu Ólafs Thors forsætisráðherra á þingi í gær, er rætt var um hækkun bátagjaldeyrisins. Voru umræðurnar utan dagskrár. Þrír þingmenn stjórnarand- HVERS KONAR HÆKKANIR fræðingur Rússa, þegar Genfar- stöðuflokkánna, þeir Einar 01- ÓHEPPILEGAR ráðstefnan var í undirbúningi. geirsson, Hannibal Valdimarsson Eins og kunnugt er, flúði Mac og Gils Guðmundsson, báru fram Lean til Rússlands ásamt Guy fyrirspurnir um það á hverju Burgesse. Þeir vo<ru báðir í hækkun álagsins væri byggð. brezku utanríkisþjónustunni, en Lýsti forseti Alþýðusambandsins flúðu fyrir skömmu áður en upp því m. a. yfir að þetta gæti haft komst um njósnir þeirra í þágu alvarlegar afleiðingar í för með Rússa. i sér. Ásgeir Pétursson Asgeir Pétursson lögfræðingur. Hann hefir lengi starfað ötullega að málefnum ungra Sjálfstæðis- manna og var hann m. a. for- maður Heimdallar um skeið. STJÓRNARKJÖR Þá var kjörin stjórn og vara- stjórn SUS næstu tvö árin. — Kosningu hlutu í aðalstjórn Friðjón Þórðarson, Búðardal, Gunnar G. Schram, Akureyri, Jón ísberg, Blönduósi, Sverrir Hermannsson, ísafirði, Þór Vil- hjálmsson, Reykjavík og Pétur Sæmundsen, Reykjavík. — í Nýjar viðræður um landhelgismálið FISHING NEWS skýrir frá því, að þrátt fyrir hina hvítu bók íslenzku ríkisstjórnarinn- ar um landhelgismálið, sé of snemmt, eins og blaðið kemst að orði, að segja, að samninga- umleitanir hafi farið út um þúfur, því að nú sé verið að undirbúa frekari viðræður milli íslendinga og Breta. Er gert ráð fyrir, að þær fari fram í þessum eða næsta mán- uði. Nú hafa 12 þúsund manns séð Kjarvalssýninguna. Á sunnudaginn skoðuðu hana 2200 manns. Sýningin, sem er í Þjóðminjasaíninu, verður ekki nema þessa viku og fara því að verða síðustu forvöð fyrir fólk að sjá hana. Hún er opin frá kl. 1—10 síðd. og er aðgangur ókeypis. Forsætisráðherra, Ólafur Thors, vísaði í svari sínu að nokkru til greinargerðar þeirrar, er hann gaf í samtali við Morgunblaðið á sunnudag- inn, en þar skýrði hann frá því að ríkisstjórnin hefði verið andvíg hækkuninni, en hefði talið rétt að málið biði nánari rannsóknar. Ríkisstjórnin var andvíg þessari hækkun eins og hún hefur almennt verið and- víg hækkunum á kaupgjaldi og verðlagi, sem leiða aðeins til verðbólgu, en þess er skemmzt að minnast að stór hagsmunasamtök hlíttu ekki viðvörunarorðum ríkisstjórn- arinnar á s.l. vori. HAGUR UTVEGSINS Þrátt fyrir það hafði ríkisstjórn. in ekki aðstöðu til að hindra þessa hækkun. f fyrsta lagi vegna fyrirheita allt frá því bátagjald- eyriskerfið var tekið upp, um það að álagið mætti hækka, ef hagur útvegsins versnaði að mun. Og fyrir því að svo væri báru út- vegsmenn fram rök, sem óneitan- lega voru þung á metunum. IIELZTU RÖK ÚTVEGSMANNA Rök útvegsmanna voru m. a. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.