Morgunblaðið - 07.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. növ. 1955 ] S>orsfeinn Gís f G Æ E 7. nóv. var aldaraf mæli Þorsteins Gíslasonar frá Meiðastöðum. Hann var fæddur 7. nóv. 1855 á Augastöðum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu, Ðonur Gisla bónda þar, Jakobs-; fionar Snorrasonar prests á Húsa- j íelli. Er þessi ætt, Húsafellsætt,' þjóðkunn. Fimm ára gamall j fluttist hann að Melbæ í Leiru til frændkonu sinnar Kristínar Magnúsdóttur og manns hennar tíuðmundar Auðunssonar og ólst þar upp. u ; Hann kvæntist 8. nov. 1879 Míristínu Þorláksdóttur og hófu pau búskap í Melbæ vorið eftir. Árið 1900 fluttust þau að Meiða- ílöðum í Garði, en 1916 til Heykjavíkur og þar bjó hann lll dauðadags. Konu sína missti tjjann 12. júní 1927. I Allir sem muna eftir Þorsteini hriinnast hans sem hins höfðing- 1$ga og svipmikla manns. Hann varð snemma bráðger og efnis- ríiaður, og 12 ára gamall varð hann formaður og það til full- Íðins ára. Var hann lánsmaður sjósókn sinni alla tíð. Hann tti sjó með dugnaði og áhuga, heill og óskiptur gekk hann ítf5 hverjú starfi alla tíð, og hvergi var hanri meðalmaður að hverju Eem hann tók sér fyrir hendur rið leysa, ef hann var í farar- broddi þeirra sem vildu vinna að hugsjónamálum og framförum héraðsins og oftast var forustan hjá honum, því vitsmunir, lífs- reynsla og verkþekking fór sam- an hjá honum. Hann var maður, cem greiddi oft úr vandamálum a,nnara, og leysti oft þá hnúta, Efem aðrir höfðu gengið frá. Ráð hans og úrlausnir reyndust þann- ig að allir undu vel við, og höfðu xriargir samtíðarmenn hans frá jþessari góðu reynslu að segja. Þorsteinn var drengur góður, trygglyndur og hjálpsamur, sem var vinur í raun þeirra sem leit- uðu til hans í ýmsum vanda. Drenglyndi og hjálpsemi voru cjnkenni hans, en það eru ein- fcfenni þeirra manna sem eiga góðan hug og göfugt hjarta. Þorsteinn var lánsmaður í heimilislífi. Hann átti góða og xsikilhæfa konu. Börn þeirra voru 15, en nú eru 7 þeirra á lífi, og afkomendur þeirra hjóna hátt 6 annað hundrað. Börn þeirra hjóna sem lifa eru Halldór óðals- böndi og útgerðarmaður í Vörum S Garði, Helga húsfreyja á Gauksstöðum í Garði, Sigurbjörg, Guðrún, Hallbera og Una, hús- íreyjur í Reykjavík og Ingimar Kristinn járnsmiður, einnig bú- eettur í Reykjavík, en látin eru: Gísli, Þorsteinn og Þórður, allir ntipstjórar, Snorri búsettur í Keflavík og Jens verzlunarmað- tir í Reykjavík, Guðmundína og Vilhelmína. Eitt barn þeirra hjóna dó á 1. ári. Þessum stóra barnahóp komu þau upp með •dugnaði, ráðdeild og hagsýni. Þorsteinn var alla tíð lífsglað- ur og bjartsýnn, fróður og minn- ugur og sagði vel frá gömlum rrierkismönnum og atburðum. Kann var manna kunnastur fiski- niiðum á Suðurnesjum og öllu er að útgerð laut. Fróðleikur um þau efni mun vera til eftir hann. Hann var einn af hinum gömlu og höfðinglegu útvegsbændum á Togarar á salt- f iskveiðar TOGARAR þeir sem undanfarið hafa verið á karfaveiðum eru nú hættir eða að hætta. ; í gærdag voru hér í Reykja- víkurhöfn togararnir Jón Þor- láksson, Röðull og Marz, sem ver- iii var að búa á saltfisksveiðar. Munu margir karfa-togaranna íara á saltfiskveiða. Suðurnesjum, sem settu svip á samtíð sína, enda fór saman hjá Þorsteini höfðinglegt yfirbragð, mikill vöxtur og afl, samfara góðu hjarta og skilningi gagn- vart öðrum. Hann andaðist 31. jan. 1931. Þegar litið er yfir ald- arminningu hans má með sanni segja, að hann og kona hans hafi hlotið ríkulega uppskeru í ágæt- um og myndarlegum börnum, og prýðilegum og þjóðfrægum barnabörnum. Kunnugur. SJÁLFSTÆÐISKEjVNAFÍX. Sókn í Keílavík, heldur fund i Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 9 síðd. Á fundinum verða rædd ýmis félagsmál, en einnig verður sam- eiginleg kaffidrykkja. Sjálfstæðisknnur eru hvattar til að fjiiimenna á fundinn. „Lmi{lúRa|öka“ f GÆRÖVLDI gerði nokkurra klukkustunda dimma þoku hér í Reykjavík. Var þokan mjög svört t. d. í úthverfunum. Þrátt fyrir dimma þoku, tókst strætisvögnunum að halda uppi áætlun. Þokan náðí ekki austur fyrir Eliiðaár. Þýzki togarien koniiim í viðgerð í GÆR kom hingað til Reykja- víkur þýzki togarinn „Gezen Miiller“, sem fékk á sig mikinn sjó út af Vestfjörðum og var þá nærri sokkinn. Hingað kom togarinn án fylgdar ,en vegna löskunar á stýri þurfti hann að fá aðstoð inn á höfnina. FRÚ Nikólína Hildur Sigurðar- dóttir er sjötug í dag. Hún er fædd að PáiSbæ á Seltjarnarnesi 8. nóvember 1885, dóttir hjón- anna Sigurðar Einarssonar útvegs bónda og konu hans, Sigríðar Þorsfeinn Jónsson - minning AÐ kvöldi hins 1. nóvember lézt að Kópavogshælinu Þorsteinn Jónsson 76 ára að aldri, Suður- Þingeyingur að ætt og uppruna. Ungur fluttist hann hingað suð- ur sökum veikinda og varð að íara á Laugarnesspítala. Þungur hefur verið sá örlagadómur að verða að yfirgefa ástvini alla, átthaga og lifandi störf og í grósku æsku sinnar að byrgjast inni á sjúkrahúsi. En lundin hans var heið og há og haga höndin og létta lundin fleyttu honum yfir þessar mannraunir. Ekki veit ég hvaða ár hann útskrifaðist af spítalanum en 1930 gekk hann að eiga eftiriifandi konu sína Þórunni Jakobsdóttur, óvanalega mikla mannkosta manneskju. Um svipað leyti lágu leiðir okkar saman, þau bjuggu á Sogabletti 18 og þegar ég fluttist í Soga- mýrina endurnýjaðist kunninga- skapur okkar. Mér er mest minn- isstætt hvað mér fannst friðsælt í nálægð þeirra og þau voru mér og börnum mínum svo undur góð. Þorsteinn lagfærði margt fyrir mig með sinni högu hendi og það gleymdist ekki þar sem allt er öðruvísi en það þyrfti að vera. En þó þótti mér vænzt um hvert athvarf föðurlausi drengurinn minn átti hjá Þorsteini. það verða honum alltaf ógleymanlegir há- tíðisdagar sem hann fékk að vera með honum við að sýsla um kind- ur og annað og svcr fylgdu þau honum heim, þeim fannst það viðkunnanlegra að vita að hann kæmist alla leið. Marga gleðistund hafði ég hjá Þórunni og Þorsteini. Hann var alltaf fullur af spaugi og gaman- yrðum og rak drunga og deyfð á braut. Og tímans elfa rann. fc'vo var það um haust, að ég held fyr- ir um 8 árum, einhver kom inn og sagði mér að hann Þorsteinn væri kominn á Kópavogshælið. Það tók ég mér mjög nærri. Ég sá í anda alla þeirra erfiðleika, því ég vissi að Þórunn var veik af liðagigt. Sjálf vissi ég hvað var að vera veik og eiga sína á spítala. Mér fannst örlögin grimm að þessar samrýmdu manneskjur skyldu þurfa að skilja. Mig lang- aðí til Þórunnar en ég treysti mér lengi ekki. Ég bjóst við að finna hana samanbrotna og harm- þrungna. En hverju mætti ég? Jafetsdóttur. Sigurður var sonur Einars Hjartarsonar í Bollagörð- um og bróðir Guðmundar í Nesi og Einars í Háholti, kunnra afla- manna og söngmanna. Sigríður var dóttir Jafets Einarssonar, bróður Ingibjargar, konu Jóns forseta. En þau hjón voru bræðra börn, svo sem kunnugt er. Standa því merkir stofnar að frú Nikó- línu Hildi í báðar ættir. Ung gafst hún Guðmundi Helga Guðnasyni gullsmið Símonarson- ar frá Laugardælum, sem iátinn er fyrir nokkrum árum. Varð þeim hjónum fimm barna auðið, er upp komust: Þau eru Bjarni blaðafulltrúi, Gunnar verzlunar- stjóri, Kjartan tannlæknir, Sig- ríður húsfreyja, og Guðni mennta skólakennari. Nikólína Hildur hlaut í for- eldrahúsum ágætt uppeldi í hópi margra og vel gefinna systkina. Þegar hún var lítt vaxin fluttu foreldrar hennar að Litla Seh (nú Vesturgötu 61), og ólst hún þar upp til fullorðinsára. Hlaut hún fyrstu tilsögn sína í barnaskóla Seltjarnarness, en síðar í barna- skóla Reykjavíkur. Þar störfuðu þá margir afburðakennarar, svo sem Jónas Helgason, tónskáld, er kenndi söng og tónfræði. Vegna meðfæddrar söngvísi og næmi rá tónlist, tók hún brátt virkan þátt í söngfélögum bæjarins, og söng meðal annars í söngfélagi því, er Sigfús Einarsson stofnaði í til- efni af komu Friðriks konungs 8. til íslands 1907. Nikólína Hildur er fríð sýnum og gjörvileg. Það sópar að henni á götu. Hún er húsmóðir hverri konu fremur. Hún hefur ávallt haldið tryggð við sinn íslenzka þjóðbúning og ber hann með reisn. Nikólína Hildur er hannyrða- kona hin mesta, og bera heimili hennar og bama hennar þess ljósast vitni. Getur þar að líta hvert listaverkið öðru fremra, refla, ábreiður og dúka, sem hún hefur gert í tómstundum frá tímafrekum heimilisstörfum. Þó að Nikólína Hildur hafi margt gott gert, þá er þó hitt eftirtektarverðast, hversu hún hefur, þrátt fyrir amstur dag- anna og aðsteðjandi áhyggjur, haldið sínu giaða sinni og gerir enn. Er hún hrókur alls fagnað- ar, þar sem hún kemur á manna- mót og óþreytandi að hugkvæmni í glensi og gamansemi. Það er því engin tilviljun, þótt hún hafi varðveitt æskufríðleik sinn svo langt fram á ellinnar ár. Frá barnæsku hefur hún átt erfitt með heyrn og hefur það verið henni til mikils trafala, einkum hvað nautn tónlistar snertir. Tækni nútímans hefur þó getað bætt henni að nokkru þetta böl. Engu að síður hefur hún jafnan sótt tónleika af miklum áhuga. Senda vinir hennar og gamlir Revlsvíkingar hugheilar óskir á afmælinu. M, S. M. Hetju sem aldrei gleymist. Og styrkleikurinn sem hélt henni uppi var kærleikur, skyldurækni og fórnfýsi. í lotning kvaddi ég þessa vinkonu, sem mér fannst eiga þau auðæfi sem öllu verald- ar gulli er dýrra. Á hverjum sunnudegi heimsótti hún ástvin sinn og á hverjum degi talaði hún við hann í síma. Hann sagði mér sjálfur klökkri röddu, það er svo gaman að eiga von á að heyra til hennar, það er nærri því á við heimsókn. Blindar voru sjónir hans en hún var hans gleðiljós. í þessum helgidómi fann ég bet- ur en annarsstaðar hvað allt þetta veraldarglys og prjál er einskis- vert, þarna var það sem er stórt og dýrmætt. í vor fór Þórunn á sjúkrahús, þá vissi ég til að gömlu nágrannarnir og órofa vin- ir þeirra beggja heimsóttu hana fyrst og svo hann og fluttu á milli þessara sjúku ástvina kveðj- ur og vinarorð. Aftur átti Þór- unn að fara á sjúkrahús í haust, en hún fékk leyfi að bíða, Þor- steinn þurfti hennar með. Eftir að hann var kominn í rúmið fór hún til hans á hverjum degi. En nú er dagur að kveidi og basli og þrautum aflétt. Fyrir stafni eru ókunnu löndin og þau lönd sem Þorsteinn kemur til, hljóta að verða góð, samt á ég bágt með að hugsa mér þig í neinu veru- legu sæluríki án hennar sem aldrei brást. En fagurt hlýtur vorið að verða þegar hún kemur. Vertu sæll og hafðu þökk fvrir allt. Helga Larsen. Fjölmennur fundnr Sjálf- stæðismanna í Skagafirði AÐALFUNDUR héraðsnefndar Sjálfstæðismanna í Skagafirði vai’ haldinn 5. þ. m. í bæjarþingsalnum á Sauðárkróki. Á fundinum voru mættir Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra og Jón Siguðsson, alþm., Reynistað. Formaður héraðsnefndarinnar, séra Gunnar Gíslason, bauð ráðherrann og þingmanninn sérstaklegsj velkomna. Þá minntist hann þeirra trúnaðarmanna flokksins 3 kjördæminu, er látizt höfðu frá síðasta fundi. Á fundinum voru rædd ým- , ur Sigurðsson, Skútustöðum, Gísli Gottskálksson, Sólheima- gerði, Trausti Símonarson, Goð- dölum, Ragnar Pálsson, Sauðár- króki og Sigurður Jónsson, Sauð- árkróki. is mál varðandi flokksstarfsem- ina í héraðinu og kosin stjórn. Hana skipa séra Gunnar Gísla- son, Glaumbæ, Jón Sigurðsson alþm., Reynistað, Guðmundur Árnason, Þorbjarnarstöðum, Pét- ur Jóhannsson, Glæsibæ, Sigurð- Mænusóttar- tilf ellin voru 26 VIKUNA 23.—-29. okt. voru skráð hér í Reykjavík 26 mænusóttar- t'ilfelli, á móti 48 í vikunni þar á undan. Frá þessu er greint í vikulegu farsóttayfirliti frá skrif- stofu borgarlæknis. Þar segir síð- ar um aðrar farsóttir. Tölurnar innan sviga tákna samanburð við vikuna á undan. Kverkabólga ......... 79 ( 99) Kvefsótt ........... 142 (103) Iðrakvef ............ 35 ( 32) Gigtsótt ............ 1 ( 0) Hv'otsótt ............ 5( 1) Kveflungnabólga .... 4( 8) Mænusótt ............ 26 ( 48) Hlaupabóla............ 4 ( 8) Ristill................. 1( 1) Klukkan 5 sama dag hófst almennur flokksfundur í sam- kcmuhúsinu Bifröst. Flutti Bjarni Benediktsson menntamála ráðherra, þar mjög ýtarlegt er- indi um stjórnmálaviðhorfið. — Einnig hélt Jón Sigurðsson alþm, erindi og ræddi einkum um hin« ar miklu framfarir á ýmsunj sviðum, sem orðið hafa í Skaga- firði hin síðari ár. — Var gerður mjög góður rómur að erinduns ræðumanna. — Fundurinn vaj0 mjög fjölmennur og hiniií ánægjulegasti. — Guðjón. Sfúdenfafélagið heiðrar sr. Sigurð Einarsson STJÓRN Stúdentafélags Reykja. víkur hefur ákveðið að sæma séra Sigurð Einarsson í Holti, gullstjörnu félagsins, fyrir ágæt- lega unnin störf í þágu félagsinj fyrr og síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.