Morgunblaðið - 07.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1955, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. nóv. 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Heímsmeistnri i harmoniknleik bemnr hingnð nm næstn helgi íslenzb öryggisþiónustn ÞJÓÐVERJINN Fritz Dobler, einn fremsti og víðfrægasti harmoníkusnillingur, sem nú er uppi, er væntanlegur hingað í dag eða á morgun. Heldur hann tón- leika hér í Reykjavík, á Akranesi, á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, en síðan mun hann halda til Ak- ureyrar og leika þar. Fyrstu tón- leikar hans hér í bæ fara fram í Gamla bíói á miðvikudaginn kem ur. — Fritz Dobler hefur ferðazt víða um lönd og haldið tónleika í ÞINGI Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, sem haldið var í Hafnarfirði, og var hið 13. í röðinni er nú lokið. Voru þar gerðar margar ályktanir varð- andi íslenzk þjóðmál. Ein þeirra var um utanríkis- og vamar- mál. Er ástæða til þess að gera hana lítillega að umræðuefni. Tillaga þessi var svohljóð- andi: „Ungir Sj álfstæðismenn telja að frelsi landsins og sjálfstæði verði því aðeins tryggt, að þjóð- in haldi áfram samstarfi sínu við aðrar lýðræðisþjóðir og taki þátt í samtökum þeirra til vernd- ar friði og frelsi. I En sem fyrr telja ungir Sjálf- j Stæðismenn nauðsynlegt að hafa ( varnir í landinu, þegar öryggis- ástæður krefjast. Þingið leggur áherzlu á að íslendingar taki í sínar eigin hendur allan rekst- ur Keflavíkurflugvallar og allar framkvæmdir, sem þar eru unn- ar. Ungir Sjálfstæðismenn álíta, að segja beri upp landvarnar- samningnum við Bandaríkja- menn strax og fært þyki. Jafnframt verði komið á fót íslenzkri öryggisþjónustu, er gæti á friðartímum leyst hin- ar erlendu varnarsveitir af hólmi. I Þingið skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um að þess verði stranglega gætt, að vinnu lands- manna í þágu varnarframkvæmd anna verði á hverjum tíma hag- að þannig að hún raski ekki eðli- legri þróun atvinnuveganna og rekist ekki á hagsmuni framleið- enda til sjávar og sveita.“ Stefna ungra Sjálfstæðis- manna í þessum málum er einörð og hiklaus. Það er skoðun þeirra að sjálfstæði íslands verði því aðeins tryggt að þjóðin haldi á- fram samstarfi sínu við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir og taki þátt í Atlantshafsbandalaginu og öðrum samtökum frjálsra þjóða. Það er skoðun þeirra að varnar- undirbúningur verði að eiga sér stað í landinu sjálfu, þannig að það sé ekki opið og óvarið hverj- um þeim ofbeldisaðila, sem kynni að ásælast það. Merkileg nýjung Þá benda ungir Sjálfstæðis- menn á það að nauðsynlegt sé að koma á fót íslenzkri öryggis- þjónustu, sem geti á friðartím- um leyst hinar erlendu varnar- sveitir af hólmi. Hér er vissulega um hina merkilegustu ábendingu að ræða. Ef íslendingar vilja ekki um allan aldur hafa er- lendan her í landi sínu á frið- artímum hljóta þeir sjálfir að taka að sér eftirlit og gæzlu þeirra mannvirkja, sem hér hafa verið reist í varnarskyni. Til þess þurfa þeir ekki að stofna neins konar her. Þeir þurfa aðeins að koma upp gæzluliði eða lögregluliði, sem fært sé um að gæta varnar- mannvirkjanna, svo sem Keflavíkurflugvallar og rad- arstöðvanna, sem byggðar hafa verið í öllum landshlut-, um. Auðvitað má búast við því að uppbygging slíks gæzluliðs taki nokkurn tíma. Verður því að gera ráð fyrir að íslendingar taki eftirlit með varnarstöðvunum smám saman í sínar hendur eftir því sem þeim tekst að þjálfa mannafla til þessara starfa. Þess- ar íslenzku gæzlusveitir myndu fyrst og fremst gæta varnar- mannvirkjanna á friðartímum. Ef útlitið sortnaði í alþjóðamál- um eða til ófriðar kæmi hlytu hins vegar varnarsamtök hinna frjálsu þjóða að hafa hér herlið til þess að gæta öryggis lands- ins og sjálfstæðis þess. Ungir Sjálfstæðismenn hafa hér bent á nýja og skynsamlega leið, sem allir ættu að geta sam- einast um. Hvenær eru friðartímar“? Nú má að visu segja að um það megi deila. hvað séu „friðar- tímar“. Síðan síðustu heims- styrjöld lauk hefur að vísu ekki verið barizt í Evrópu. En út- þenslustefna Rússa hefur haft í för með sér ógnun við sjálfstæði þjóðanna og friðinn í heiminum. Þess vegna voru varnarsamtök hinna vestrænu þjóða stofnuð. Enda þótt nokkru friðvænlegar horfi nú í þessum heimshluta en áður, væri þó hín mesta fásinna að slaka í nokkru á varnarundir- búningi þeim, sem Atlantshafs- bandalagið hefur haft forustu um. Varnarundirbúningnum verður að ljúka eins og gert hef- verið ráð fyrir. Þegar svo er komið að hin- ar frjálsu þjóðir hafa hlaðið þann varnarmur um öryggi sitt og sjálfstæði, sem dregið hefur úr árásarhættunni, er hægt að taka til yfirvegunar,1 á hvaða varúðarráðstöfunum sé hægt að slaka. Með þetta í huga munu fs- lendingar gera það upp við sig, hvenær þeir telji varlegt að hið erlenda varnarlið fari úr landinu og íslenzk öryggis- þjónusta geti tekið við gæzlu varnarstöðvanna. Nauðsyn flugsföðvar í SAMTALI, sem birtist við flug- málastjóra hér í blaðinu s.l. sunnudag var að því víkið, að nauðsyn bæri til þess að byggja sameiginlega farþegaafgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli. En eins og kunnugt er hafa íslenzku flug- félögin sína bygginguna hvort, þar sem flugvélar þeirra og far- þegar fá afgreiðslu. Á þetta mál hefur áður verið minnzt hér í blaðinu. Það er frá- leitt að ekki skuli vera ein sæmileg flugafgreiðsla á Reykja- víkurflugvelli. Yfirleitt tíðkast það hvergi, að einstök flugfélög standi fyrir byggingu flugstöðva, hver fyrir sína farþega. Flugafgreiðslurnar eru hluti af mannvirkjum sjálfra flugvallanna. Hér hafa Loftleiðir og Flugfélag íslands byggt tvær ílugstöðvar, báðar af vanefnum gerðar. Leiðir af því margs konar óhagræði. Úr þessu þarf að bæta hið allra fyrsta. Það á að sameina afgreiðslur beggja flugfélaganna undir einu og sama þaki. Þar geta svo félögin haft hvort sitt af- greiðsluborð eins og á Keflavík- urflugvelli og yfiríeitt flugvöll- um hvar sem er í heiminum. í þessari flugstöðvarbyggingu þarf svo að vera lítill veitingasalur þar sem farþegar geta fengið keypt- an mat og kaffi. Fritz Dobler tekur á móti verð- launagripnum í heimsmeistara- keppninni. flestum stórborgum Evrópu. Af erlendum blaðaummælum, sem öll eru á einn veg, er ljóst, að hér er um að ræða óvenjulegan harmoníkusnilling og gáfaðan tónlistarmann. Dobler var korn- ungur er hann tók að leika á harmoníku, og síðan hefur frami hans á því sviði verið mikill og sívaxandi. — Árið 1949 var hann kjörinn harmoníkumeistari Þýzkalands, en í fyrra var hann kjörinn heimsmeistari í harmon- íkuleik í keppni er fram fór í Stuttgart og harmoníkusnilling- ar frá fimmtíu löndum úr öllum álfum heims tóku þátt í. Hefur Dobler náð alveg ótrúlegri leikni á hljóðfæri sitt, en jafnframt leikur hann, að sögn, af næmum tónlistarsmekk, enda eru við- fangsefni hans mörg meðal þekkt ustu verka hinna miklu tón- skálda, svo sem Toccata og Fúga í d-moll eftir Bach, svo að eitt- hvað sé nefnt. Um langt skeið var harmoníkan fremur lítils metin sem hljóð- færi, en á síðari tímum hefur hér orðið mikil breyting á, enda hef- ur harmoníkan tekið miklum stakkaskiptum á síðari áratug- um. Er hún nú orðin þjált hljóð- færi, sem hægt er að leika á hin erfiðustu tónverk og tóngæðin eru orðin miklu meiri en áður var, svo að ósambærilegt er. — Hefur harmoníkan því rutt sér mjög til rúms og er nú notuð í mörgum hljómsveitum, og harm- oníkusnillingar hafa látið til sín heyra í hinum virðulegustu hljóm Ustasölum erlendis, t.d. í Carnegie Hall í New York. Jakobs Möllers minnzf á Alþingi Á stuttum fundi, sem haldinn var í sameinuðu Alþingi í gær, minnt ist forseti Jakobs Möllers fyrr- verandi ráðherra, er lézt s.l. laug- ardag. Rakti hann æviatriði hins látna stjórnmálamanns og fór lof- samlegum orðum um starfshæfni hans og mannkosti. Að lokum risu þingmenn úr sætum sínum til virðingar við minningu hins látna. uu andi ólirij^ar: Of fáar ÞEGAR við berum Reykjavík saman við borgir í útlandinu, sjáum við fljótlega, hve snauð hún er af ýmiss konar listaverk- um sem bæði eru til prýði og gleðiauka. Að vísu eru hér nokkr ar skemmtilegar höggmyndir sem fegra borgina og bæta svip i hennar. En þær eru allt of fáar enn þá, einkum ef það er haft í huga, hversu mörg ágæt listaverk við eigum eftir myndhöggvara okkar. Sum hin beztu hafa samt aldrei komið fyrir almennings- sjónir og önnur eru þar sem lítt ber á þeim. Fleiri listaverk EN nú virðist samt hafa komizt talsverður skriður á fegrun borgarinnar, því að á stuttum : tima hafa tvö ágæt listaverk ver- ið sett upp í bænum. Það eru höggmyndir Sigurjóns Ólafsson- ar af sr. Friðriki Friðrikssyni og Héðni Valdimarssyni. Eru þessi verk bæði til mikillar prýði enda eru þau gerð af miklum og góð- um listamanni er kann, flestum öðrum betur, að blása lífsanda í kaldan og harðan steininn. — Er vonandi, að áframhald verði á þessu fegrunarstarfi hér í bæn- um; að því verða að vinna kreddulausir smekkmenn sem láta ekki á sig fá, þótt einstaka maður reki upp öskur út af ein- hverju listaverki. Jafnframt því sem borgin okkar stækkar, verð- ur hún að fríkka. Forráðamenn hennar gera sér þetta sem betur fer Ijóst og hafa nú ákveðið að setja upp fleiri listaverk gang- andi fólki til gleðiauka. Gott og mikilvægt starf AÐ má telja fullvíst, að góð listaverk eru hentug upp- eldistæki, ef ég mætti komast svo óskáldlega að orði; fátt laðar bet- ur fram í manninum hið góða, fátt veitir meiri unað í önnum dagsins. Æska sem umgengst fög- ur verk verður áreiðanlega betri en sú sem fær aldrei tækifæri til þess, hún verður þroskaðri — og sennilega einnig ánægðari í erfiðri lífsbaráttu. Starf lista- mannsins er því mikilvægara en sumir ætla, og það er fásinna að veita því ekki athygli sem hann lætur frá sér fara. Verk hans eru oft misjöfn að gæðum, en það má ekki koma fyrir, að almenn- ingur fari á mis við beztu lista- verkin vegna gleymsku og áhuga- leysis. Því ber að fagna hverju góðu listaverki sem sett er upp í borginni okkar — og þakka lista- mönnunum okkar ágætt og mikil- vægt starf í þágu almennings í nútíð og framtíð. o<a«SNJ Merkit, aem klæSlr landil. í DAG, 4. nóvember, dó einn svanurinn, sem fæddist í litla hólmanum í syðstu stjörninni í vor, og ólst þar svo upp í sumar ásamt 5 systkinum, undir vernd- arvæng umhyggjusamra foreldra. V ^ MARGIR hafa haft af því gam- an að fylgjast með þessari stóru og fallegu fjölskyldu þarna í sumar, og minnast nú litlu hnoðr- anna 6, sem ultu þarna úr eggj- unum í vor og urðu á fáum mán- uðum að fullvöxnum, fleygum svönum. Og nú fyrir nokkru síðan voru foreldramir farnir að fljúga með allan hópinn í lengri og skemmri ferðir, til að sýna þeim svolítið meira af heimin- um, og kenna þeim að sjá sjálf- um sér farborða, þegar vetur var genginn í garð, og leita þurfti til skjólbetri og björgulegri staða en æskuhólminn þeirra er í litlu tjörninni í Hljómskála- garðinum. EN alltaf kom hópurinn aftur úr þessum ferðum, ekki sízt þegar veður var gott eins og það var þennan dag, og um hádegið var fjölskyldan þarna öll á tjörninni sinni, og þáði þá brauð hjá hverj- um sem var. En svo síðar um daginn mun hún hafa ætlað að fljúga suður yfir til Skerjafjarð- ar, og þá hefur slysið viljað til, að einn ungi svanurinn mun hafa flogið á vír við Melaveg, og væng brotnað og skaddazt meira, svo að hann fannst þar dauður nokkru síðar. SVONA er þá líf þessara lofts- ins barna, eins og mannanna barna, alls staðar torfærur og hættur, sem leitt geta til slysa og dauða. ^ ^ ^ OG svo er þá einum færra I fjölskyldunni. Ungi svanurinn lifði aðeins eitt sælusumar á tjörninni, í skrautgarði borgar- innar, þar sem hann var mörgu borgarbarni til yndis, og þar sem hann ásamt hinum svönunum minnti á fegurð og víðsýni hinna frónsku heiða, þar sem raun- i verulegt heimkynni þessara tign- arlegu fugla er. Kjartan Ólafsson. um vinninga í Vöruhappdrættl SÍBS í 11. flokki 1955. Hærri vinningarnir Kr. 50.000.00 12518 t Kr. 10.000.00 19663 20579 Kr. 5.000.00 8787 10025 29674 35659 40313 40333 Kr. 2.000.00 2773 6007 8688 8951 9950 14698 23376 25257 25841 28190 34318 35220 39281 40929 41538 41641 42422 42475 45714 46496 48051 Kr. 1.000.00 1029 2912 5348 6654 7719 15695 16487 17145 19565 21592 22125 24498 25070 25959 27575 28313 32176 34046 36103 36271 37006 41825 43032 44412 45115 47059 Kr. 500.00 2780 5393 8429 9132 9797 9805 10902 11097 12189 13781 16873 17357 18548 18635 18891 20576 20933 21434 23368 23633 23666 26320 26748 27355 27357 28539 28785 30684 31688 31970 32093 34932 35535 36763 37339 37718 38444 42064 43473 44639 45309 45900 47690 49028 (Birt án ábyrðar)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.