Morgunblaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. nóv. 1955 -i:Yíða lomið m á fsrðalagiim: 'j li i. ' j! i akram tainn ísr frá Vesfiifheimi í C'UÐLAUGUR RÓSINKRANZ, þjóðleikhússtjóri, er nýkominn úr ' tveggja mánaða ferðalagi um Bandaríkin. Var honum boðið af Bandaríkjastjórn til þess að kynnast leiklistar- og menningar- starfsemi í Bandaríkjunum. — Ákveðið var að ferðalagið stæði í 3 mánuði, en vegna tímaskorts gat Þjóðleikhússtjóri ekki staðið lengur við en í tvo mánuði. — Ræddi hann við fréttamenn í gær og skýrði þeim frá fjölmörgu, sem hann hafði kynnzt á ferðalfiginu. Fffir 10 ára reynsiu af almannafryggingalögum pykk sjálisagt að sjákrasam lög starfi eins og verið hefur Læknar faki 5 kr. fyrir viðkl og 19 kr. fyrir vifjun fil að draga úr ásókninni. Félagsmálaráðh. gerir grein fyrir frumvarpi. F ÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Steingrímur Steinþórsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um almannatryggingar. Hefur nú farið fram endurskoðun á almannatryggingalögunum frá 1946, sem líka var talsverð þörf á. Þau lög voru að miklu íeyti nýmæli, sem nú hefur fengizt reynsla á. í þessu nýja frumvarpi er stefnt að því að gera allt skipulag Tryggingarstofnunar ríkisins einfaldara og augljósara. Sést þetta »n. a. af því að frumvarpið er 89 greinar, þar sem núverandi al- mannatryggingalög eru um 140 greinar. Ein helzta brevtingin er sú að kafli almannatryggingalaga um heilsugæzlu (þ. e. heiisuvernd og sjúkrahjálp) er felldur niður. Ákvæðum þessa kafla hefur stöðugt verið frestað. Sjúkrahjálpin hefur verið á vegum sjúkrasamlaga og aðeins Reykjavík hefur reist fuilkomna heilsuverndarstöð. Hafa lögin frá 1946 að þessu leyti verið sem dauður bókstafur. mÚKRASAMLOG EIGA Fl’LGI AÐ FAGNA í frumvarpi því sem nú hefur verið lagt fram, er gert ráð fyrir að sjúkrasamlögin starfi áfram. Nefndin, sem samdi frumvarpið .-rétti ýtarlegar viðræður við ýmsa aðila um þetta, t. d. við Lækna- félög íslands og Reykjavíkur. Jjæknarnir tjáðu sig eindregið a’ndvíga því, að sjúkrahjálpin yrði skipulögð á þann veg, sem Jögin gera ráð fyrir og töldu heppilegast að sjúkrasamlögin ónnuðust hana með svipuðum hætti og verið hefur. Þá leitaði nefndin til sveita- ntjórnanna um þetta. 30 sveita- rtjórnir vildu láta framkvæma ákvæði laganna, en 110 voru því mótfallnar. Er nefndin þeirrar skoðunar, að mjög yrði torvelt að fram- kyæma lagafyrirmæli, sem eiga fivo litlu fylgi að fagna, og það því fremur sem læknarnir, er þessi ákvæði varða mest voru þeim gersamlega andvígir. HEILSUyERNDARSTÖÐ AÐEINS f REYKJAVÍK Um heilsuvernd er það að t.egja að forsenda fyrir ákvæð- um almannatryggingalaga um hana er að læknastöðvum sé komið upp í öllum kaupstöðun- um. Þær hafa samt hvergi verið reistar og fullkominni heilsu- verndarstöð aðeins komið á fót f Reykjavík. Án slíkra stöðva er ckipan almannatryggingalaganna um heilsuvernd óframkvæman- leg. ÝMSAR BREYTINGAR Af öðrum breytingum á al- mannatryggingalögunum má helzt nefna þessar. 1) Að ellilífeyrir og örorku- lífeyrir sé hækkaður til sam- ræmis við launahækkanir opin- berra starfsmanna sem kom- ust í framkvæmd 1. júlí. Nem- ur sú hækkun 5%. 2) Felldar verði niður fjöl- c.kylduhætur með öðru barni. í>ær greiðast fyrst með þriðja barni. 3) Skv. núgildandi lögum greiðist barnalífeyrir aðeins í þrjú ár eftir að ekkja giftir sig. f frumvarpinu er gert ráð fyrir íið gifting ekkjunnar hafi ekki áhrif. Barnalífeyririnn sé greidd- ur til 16 ára aldurs barna hennar af fyrra hjónabandi. 4) Ákvæðunum um mæðralaun <er breytt verulega. Þau hafa verið söm og fjölskyldubætur, en í frumvarpinu er lagt til að þau verði miðuð við lífeyri og greiðist fullur lífeyrir þegar börnin eru fjögur. Mun þessi breyting hafa í för með sér 2 millj. kr. kostnaðar- auka fyrir Tryggingarnar á ári. 5) Fæðingarstyrkur hækki úr 600 kr. í 900 kr. Hms vegar hætti sjúkrasamlög að greiða ! styrk vegna heilbrigðra fæðinga. Þessi hækkun eykur útgjöld Trygginganna um 2,3 millj. kr., en hjá Sjúkrasamlögum sparast við þetta 1,8 millj. kr. 6) Skerðingarmark einstak- linga er hækkað um þriðjung. Þetta orð „skerðingarmark" mun vera mörgum lesendum fram- andi, en það þýðir hvaða tekjur maður megi hafa án þess að elli- og örorkulífeyrir hans sé skertur. Hefur verið miðað við það í lög- unum, að byrja skuli stighækk- andi að skerða lífeyri hans, þeg- ar tekjurnar jafngilda lífeyri, en í frumvarpinu er miðað við að tekjur hans jafngildi 1V3 hluta lífeyris. Talið er að aukinn kostnaður Trygginganna af þessu muni nema 1,1 millj. kr. á ári. 7) í núgildandi lögum er ákvæði sem heimilar greiðslu líf- eyrisuppbótar til þeirra sem þurfa sérstakrar umönnunar. En þær takmarkanir hafa verið á ákvæðinu, að hún greiðist að- eins til þeirra sem dveljast á sjúkrahúsum eða hælum og skuli aldrei nema meir en 40% af líf- eyri. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allt hælisfólk geti notið þess- arar uppbótar, hvort sem það þarf sérstakrar umönnunar við eða ekki og getur hún orðið allt að 100% af lífeyri. mmm HÉRAÐS-SAMLÖG Það er nokkur nýjung í frum- varpinu, að þar er ákveðið, að í hverju héraði skuli vera héraðs- sjúkrasamlag. Skulu öll sjúkra- samlög í hverri sýslu vera í hér- aðssjúkrasamlagi. — Er þetta ákvæði sett vegna þess að alltof mikil óregla og ósamræmi hefur -verið á reikningsskilum og skýrsl um frá hinum einstöku sjúkra- samlögum, svo erfitt hefur verið að fá heildarmynd af starfsemi þeirra. Þá er þess einnig að geta, að hin smærri sjúkrasamlög hafa stundum lent í greiðsluvandræð- um þegar á þau hafa lagzt greiðsla fyrir meiri háttar sjúkra húsvistir. Er ætlazt til að sjúkra- samlög einstakra hreppa leggist ekki niður, heldur taki félögin upp samstarf í héraðssamlögum. TEKJUSTOFN FYRIR LÆKNA — DREGIÐ ÚR ÓÞÖRFUM VIÐTÖLUM Samkvæmt reglum um sjúkrasamlög nú á einstak- lingur ekkert að greiða lækni fyrir viðtal né vitjum. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að 5 kr. séu greiddar fyrir viðtal og 10 kr. fyrir læknisvitjun. Það er almenn kvörtun í Reykjavík, að aðsókn sé svo mikil, að ekki gefist kostur að sinna þeim sjúklingum, sem þó þurfa nauðsynlega á aðstoð lækna að halda. Tilgangurinn með ákvæðinu er að koma í veg fyrir tilefnislaus viðtöl og vitj- anir. Ætla verður að gjald þetta þótt lágt sé að vísu dragi úr ástæðulausri aðsókn til lækn- anna. Hins vegar er gjaldinu svo í hóf stillt, að það hindrar eng- an í að vitja læknis ef þörf er. Er ætlazt til að tekjur lækna af þessum greiðsíum verði tekn- ar með í reikninginn þegar sjúkrasamlög semja við þá. HVERJIR BERA KOSTNAÐINN? Um tekjur Trygginganna er það að segja, að útgjöld líf- eyristrygginganna skulu eftir- taldir aðilar bera: Ríkissjóður að Va, hinir tryggðu að sveitasjóðir 10% og atvinnu- rekendur 15%. Útgjöld slysatrygginga skulu atvinnurekendur bera. Iðgjöld sjúkrasamlaga greiða einstaklingar, en ríkissjóður og sveitarsjóður greiða hvor um sig til sjúkrasamlaganna þriðjung greiddra iðgjalda. Og lífeyrisdeild Tryggingastofn- unarinnar skal greiða sjúkra- samlögum framlag er nemur 4% af samanlögðum bóta- greiðslum deildarinnar næsta ár á undan. Félagsmálaráðherra Steingrím- ur Steinþórsson hefur þegar gert ýtarlega grein fyrir frumvarpinu í Neðri deild Alþingis, og var því vísað til félags- og heilbrigð- ismálanefndar. MERK TÍMAMÓT 30 ár eru nú liðin síðan Guð- mundur frá Miðdal hélt hér fyrstu opinberu sýningu sína, en 40 ár síðan hann fór að fást við list heima á íslandi. Eru þetta því merk tímamót í sögu listar hans. Sýning þessi er hin 15. í röðinni, sem hann heldur hérlendis, en síðasta sýning hans var 1950. Guðmundur frá Mið- dal hefur haldið fjölmargar sýn- ingar erlendis, má nefna m. a., að rétt fyrir síðustu heimsstyrj- öld var hann búinn að halda sýningar í 17 borgum í Mið-Ev- rópu. — Einnig hélt hann tvær sýningar í Finnlandi 1952. 86 LISTAVERK Á sýningunni eru 86 listaverk, 67 vatnslitamálverk, 12 olíumál- verk og 7 höggmyndir. Eru högg- ’myndirnar allar stærri en lík- amsstærð. — Kveðst Guðmund- ur aldrei hafa sýnt eins margar vatnslitamyndir. Hefur Guð- mundur málað þær flestar á ferðalögum um ísland og eru þær flestar landslags- og þjóð- lífsmyndir. Einnig eru landslags- myndir frá Lapplandi og Græn- landi, en þar ferðaðist Guð- mundur 1951—1952. HINN EILÍFI ÓLYMPÍUELDUR Meðal höggmynda á sýning- NÁKVÆ.VI FERBAÁÆTLUN — Fyfst var haldið til Wash- ington, sagði Rósinkranz. — Var þar staðið við í 10 daga, skoðuð söfn og hlustað á fyrirlestra. Ekki Guðlaugur Rósinkranz var hægt að heimsækja leikhús þar í borg, því að þar er ekki neitt leikhús starfandi utan hringleikahúss, sem nýlega er tekið til starfa, en var nú loka'ð vegna breytinga. í Washington var Þjóðleikhús- unni er höggmyndin ,,Hinn eilífi Olympíueldur11, sem valin var úr öðrum listaverkum til þess að standa í Konsthallen, hinum op- inbera sýningarsal Olympíuleikj- anna i Helsingfors 1952. Síðastliðin 5 ár, hefur Guð- mundur frá Miðdal skapað mörg listaverk, sem ekki eru á þess- ari sýningu. Má þar til nefna: Sjómannaminnismerki, sem reist var í Vestmannaeyjum, Skúli fógeti, Gosbrunnamynd, fyrir Skallagrímsgarðinn í Borgarnesi, Jón biskup Arason fyrir Eyfirð- inga. — Verður sú höggmynd reist á næsta sumri. Öll málverkin, sem á sýning- unni eru, verða til sölu og einn- ig tvær höggmyndirnar. NÝJU DELHI — Indverski for- sætisráðherrann Nehru hefur í Éyggju að senda ísraelsmönnum vopn. Hann vill gjaiTia bæta sam- komulagið milli ísraéls og Ind- lands, sem ekki hefur verið upp á það bezta, síðan Bandung-ráð- stefnunni lauk, en á þeirri ráð- stefnu reyndist Nehru mjög hlið- hollur Arabalöndunum. í tilraun- um þeirra til að einangra ísrael. stjóra fengin ferðaáætlun, sem hann síðan fylgdi nákvæmlega. Kom hann víða við m. a, til Cleveland, Chicago, Minneapolis, Grand Forks, Salt Lake City, fs- lendingabyggðarinnar í Spanish Forks, San Fransico, Los Angeles og Hollywood og að lokum til New York. HÁSKÓLALEIKIIÚSIN Með því athyglisverðasta sem Guðlaugur Rósinkranz sá og kynntist í ferðalaginu voru hinir fjöimörgu háskóla-leikskólar, Heimsótíi hann nokkra, m. a. í Cleveland og Los Angeles, Eru það ýmist 2ja eða 4 ára skólar, þar sem kennt er m. a. framsögn, sviðseíning, ljósatækni, leiktjalda og búningateikningar, dans, leik- ritun og haldnir eru margir fyr- irlcstrar. Háskólarnir hafa einnig mörg leikhús, þar sem nem- endur leika sjálfir leikrií, eftir sígilda höfunda, t. d. Ibsen og Moliére, og einnig leika nern- endur leikrit er þeir hafa sjálfir skrifað. Sum þeirra „slá í gegn“ og eru sýnd í stærrl leikhúsunum. Flestir skólarnir telja 200—300 nemendur, en ekki komast allir að sem leikarar að loknu námi. Flestir eru þeir í Los Angeles, eða um 50%, en t. d. í Cleveland eru það ekki nema 5%. Leikhúsmennt vestra á í miklu stríði við kvikmyndirnar en þær aftur í stríði við sjónvarpið. Þjóð- leikhússtjóri gat þess sérstaklega að fólk er hann hefði hitt að máli væri óánægt með sjónvarpsdag- skrárnar, nema hjá einstökum stöðvum í New York. JL! BROADWAY — GATA LEIKHÚSANNA — Það er athyglisvert, sagði Þjóðleikhússtjóri ennfremur, að svo virðist sem engin leikhús- starfsemi geti þrifizt nema á Broadway, en þar eru líka um 60 leikhús, hvert við hliðina á öðru. Sá hann um 20 leiksýningar í ferðinni, þar af 3 óperur í San Fransisco og Los Angeles, en þar sungu aðalsöngvarar Metropolit- an óperunnar, sem opnar nú bráðlega í New York. — Leiksýningarnar voru sum-" ar góðar, en þó fleiri frekar lé- legar. Gagnrýnendurnir hika ekki við að rífa niður leikritin og eru þau þá dauðadæmd. £ ; WILLIAMS OG MILLER VINSÆLASTIR Öll Broadway leikritin eru eft- ir bandaríska höfunda, en Comedie de France sýndi þar Moliere við mjög góða aðsókn. Mest aðsóknin var að leikriti Tennesee Williams „Cat on the hot tin roof“, og tveim leikritum eftir Arthur Miller, sem sýnd voru saman „View from the bridge“ og „Memory of two mon- days“. Þá var einnig mjög góð aðsókn að leikriti eftir Francis Goodrich og Albert Hackett, „The diary of Ann Frank“. — Hefur Þjóðleikhússtjóri fengið sýningarrétt á þessum leikritum öllum, nema „Memory of two mondays“, og verða þau sýnd hér í Þjóðleikhúsinu. Þá athugaði Þjóðleikhússtjóri möguleika á því að fá hingað flokk bandarísks leikfólks. Kom honum þá einna helzt til hugar Frh. á bl*. 12. Ouðmundur frá Miðdal cpnar l Lisfamannaskðlanum 30 ár llðin frá íyrstu opinberu sýningu hans á Islandi IDAG opnar Guðmundur frá Miðdal sýningu í Listamannaskál- anum. Er það vatnslita-, oliumálverka- og höggmyndasýning. Verður hún opin í 10 daga frá kl. 11 f. h. til kl. 10 e. h. daglega. Öll verkin, sem á sýningunni eru, hefur Guðmundur frá Miðdal unnið síðastl. 5 ár. Gafst fréttamönnum kostur á að skoða sýn- inguna og ræða við Guðmund í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.