Morgunblaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. nóv. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Trúin á landið SAMKVÆMT hnattstöðu sinni er ísland harðbýlt land og að mörgu leyti erfitt. Engu að síður hefir sú þjóð, sem byggir það alltaf trúað á gæði þess og mögu leika sína til þess að nytja þau og lifa hér hamingjusömu menr.- ingarlífi. Þessa trú á landið hefir íslendinga aldrei brostið, hversu þunglega, sem á móti hefir blásið. Erlend kúgun, eldgos, ísalög og drepsóttir hafa aldrei megnað að drepa kjarkinn úr íslenzku fólki. Það hefir haldið baráttunni áfram, lengstum við sára fátækt og þrengingar. Það hefir komið í hlut núlif- andi kynslóðar að njóta sigur- launa þessarar löngu baráttu. Hún hefir tekið við landinu betra og arðgæfara en nokkur önnur kynslóð hefir áður átt kost á. Af því leiðir aftur það, að trúin á landið er nú rökstuddari en nokkrú sinni fyrr. Hér eru ekki aðeins til betri tæki til þess að bjarga sér með heldur er sjálft landið betra en það áður var. Ræktunin hefir leyst óræktina af hólmi. Straumþungar ár og vötn miðla ljósi, yl og orku út um byggðirnar til sjávar og sveita. Hitinn úr iðrum jarðar skapar fjölbreytt lífsþægindi og úr sjálfu andrúmsloftinu er unnið efni til ræktunar og fegrunar. Þessi kynslóð getur því gengið hiklaus mót framtíð- inni í öruggri vissu um það, að land hennar getur skapað henni og ókomnum kynslóðum allsnægtir, velmegun og lífs- hamingju. Ekki nóg að tríia á landið En það er ekki nóg að trúa á landið og gæði þess. Það er ekki nóg að vita, að við eigum mikla víðáttu af ræktanlegum land- svæðum, fiskimið og nær óþrjót- andi orku í fljótum og jarðhita- svæðum. Við verðum að trúa á sjálft fólkið, hæfileika þess, mann dóm og þroska. En hvaða ástæða er til þess að vantreysta íslenzku fólki, sem nú býr Við betri lífs- skilyrði og aðstöðu að öllu leyti en nokkru sinni fyrr? Er ekki íslenzka æskan hraustari og mannvænlegri en nokkru sinni fyrr? Nýtur hún ekki betri að- búnaðar, menntunar og andlegr- ar og líkamlegrar þjálfunar en nokkru sinni áður? Og líður ekki öllum, ungum og gömlum betur en nokkru sinni fyrr eða síðar í sögu landsins? Svarið við þessum spurningum hlýtur að verða játandi. Niður- staðan hlýtur því að verða sú, að þjóðin sé færari um að tryggja framtíð sína en nokkru sinni fyrr. Hún hlýtur því að geta trúað á sjálfa sig jafnhliða því, sem hún trúir á land sitt. En eins er hér þó að gæta. Einn dimman skugga ber á ís- lenzkt þjóðlíf í dag. íslenzkt fólk er í dag tortryggara hvert gagnvart öðru en nokkru sinni fyrr. Þessi trtryggni mótar alla þjóðfélagsstarf- semina í stöðugt ríkari mæli. Iíún birtist í síauknum átök- um milli stétta og starfshópa, þungum ásökunum, kaldyrð- um, rógi og illmælum milli hinna ýmsu hagsmunahópa í landinu. Þessi tortryggni skapar síðan margvíslega erfiðleika og hindr- — og fólkið anir á vegi sameiginlegra átaka þjóðarinnar. Einstakar stéttir bíta sig í þá skoðun, að aðrar stéttir sitji um að ræna þær, skerða lífskjör þeirra og jafnvel leiða yfir þær hrun og bágindi. Hættulegasta meinið Við skulum gera okkur það ljóst, að í þessu felst djúptæk vantrú á fólkið, einstaklinginn og heildina. Og við getum ekki gengið framhjá þeirri stað- reynd, að þessi vantrú á fólkið, góðvild þess, heilbrigða skyn- semi og þroska, er hættuleg- asta meinsemd hins íslenzka þjóðfélags í dag. Það lýsir ó- mælanlegri vantrú á mann- gildi íslenzks fólks, að sú skoð- un skuli eiga sér djúpar ræt- ur, að til sé fólk, heilir hópar manna, jafnvel heilar stéttir, sem vilja eyðileggja lífsham- ingju og bjargræðismöguleika annarra stétta og starfshópa, sem vinna þjóðnýt og nauð- synleg störf. Það er þessi tortryggni og þessi vantrú, sem er að eitra hið ís- lenzka þjóðfélag í dag, skapa stöðugt breiðara bil á milli stétta þess. Þetta gerist á sama tíma sem það er vitað, að lífskjör þjóðar- innar eru stöðugt að jafnast og eru orðin jafnari en í nokkru öðru landi. Menn verða sjálfsagt ekki sam- mála um skýringuna á þvi fyrir- brigði, að jafnhliða bví sem lífs- kjörin jafnast skuli úlfúð og tor- tryggni milli stétta þjóðfélagsins fara í vöxt. Það skiptir heldur ekki meginmáli. Hitt er aðal- atriðið, að við gerum okkur lióst, að þessi vantrú og tortryggni stéttanna í garð hverrar annarrar hefir leitt mikla hættu yfir þjóð- ina í heild. Hún stendur í vegi fyrir lausn margra vandamála, Trúin á landið og fólkið verður að haldast í hendur. Þjóðfélagsstéttirnar verða af trúa því og treysta, að hif sameiginlega mark þeirra o? mið sé velferð og lífshamingja allra einstaklinga, sem landif byggja. Án þessarar trúar, ár þessa gagnkvæma trausts ein staklinga og stétta er framtíð íslenzks fólks þröngur stakk- ur skorinn. Vonbrigða-ráSstehu GENFAR-RÁÐSTEFNAN virðist nú ætla að snúast á verri veg, þar sem sama ósamkomulagið gerii aftur vart við sig og algengt var á alþjóðaráðstefnum fyrir nokkr- um árum. Þykir mjög hafa miðað aftur á við síðan æðstu menn fjórveld- anna sátu fund í Genf í sumar. Að nokkru leyti er þetta skiljanlegt og má segja að menn hafi byggt of bjartar vonir á hinu góða við- móti á ráðstefnu æðstu mann- anna. Á þeirri ráðstefnu í sumar, var aðeins rætt almennt um að bæta sambúðina. Þar gafst ekki tæki- færi til að ræða einstök ágrein- ingsmál og skuldbindingar voru ekki gerðar. Á ráðstefnu utanríkisráðherr- anna nú var verkefnið hins veg- ar að ræða endanlega lausn ágreiningsmála. Og þá hefúr komið í Ijós að erfitt er að ná samkomulagi. ÚR DAGLEGA LÍFINU ALMAR skrifar- „Töframaðurinn“ o. fl. SUNNUDAGINN 30. f.m. i?ar flutt í útvarpið óperan „Töfra- maðurinn“ eftir Mozart. Leik- stjóri var Einar Pálsson en söngv- arar Magnús Jónsson, Þuríður Pálsdóttir og Kristinn Hallsson, Jrá útuarpmu chAótu uiLu en strengjakvartett lék undir stjórn Björns Ólafssonar. Ég VeU andi óhripar: Egill Jónasson á Húsavík EKKI alls fyrir löngu min'nt- umst við á ferskeytlur hér í dálkunum og alþýðuskáldskap, og kom Egill Jónasson á Húsavík þar við sögu. Hann er afburðavel hagmæltur, eins og kunnugt er, og eru margar vísur eftir hann orðnar iandfleygar fyrir löngu. Er ekki úr vegi að minnast hér á nokkrar þeirra. ★ ★ ★ EINU sinni var landskjálfti mikill á Húsavík sem mönn- um var tíðrætt um. Nokkrum mánuðum síðar var óvenjumikið um barnsfæðingar á Húsavík og ólu 18 konur börn. Þá kvað Egill meðal annars: Ungu börnin ofursmá eignast hver sem betur getur Loksins bregður ljósi á landskjálftana í fyrravetur. ★ ★ ★ ISKÓGUM í Reykjahverfi er heimasæta nokkur sem kölluð er Veiga. Eitt árið gekk sá orð- rómur, að hún gengi með þunga eftir pilt á næsta bæ, Jón á Þverá. Þá kvað Egill: Margt er það sem miður fer, en má þó ekki bera á. Veiga í Skógum ólétt er cítir Jón á Þverá. Síðar kom í ljós, að Veiga var óþunguð með öllu, og kom þá faðir hennar að máli við Egil og sagði, að orðrómurinn hefði ekki haft við rök að styðjast. Ætti því vísan ekki rétt á sér og heimtaði hann, að Egill breytti henni. Þá kvað Egill: Vísunni skal verða breytt, Veigu ekkert sér á. Hún átti semsé aldrei neitt undir Jóni á Þverá. ★ ★ ★ FORSETI íslands ferðaðist um Norðurland í sumar, eins og kunnugt er, og kom m.a. á Húsa- vík. Þar er gamalt, tvílyft hús við aðalgötu bæjarins sem heitir Vetrarbraut. Nú þurfti forsetinn að fara framhjá þessu gamla húsi, og þótti bæjarstjórninni ekki við eigandi annað en mála framhlið hússins með hinum skrautlegustu litum, áður en for- setinn kæmi. Þá kvað Egill: Yndisfegurðar augað naut eftir þá heiðursgestaþraut. Rétt eins og fugl með f jaðra- skraut er forsetahliðin á Vetrarbraut. ATH.: — í gær var rætt í dálk- unum um skósóla, — en eigum við ekki heldur að hafa það skó- bætur! heyrði þessa óperu, er hún var flutt hér á vegum Leikhúss Heim dallar. Var hún leikin og sungin af sama fólki og var söngur þeirra þá með mikl- um ágætum. Hið sama verð- ur hins vegar ekki sagt um söng þeirra eins og hann hljómaði í „útgáfu" útvarpsins, því þar var töluverður Ijóður á sem annað hvort er að kenna slæmri upp- töku eða gallaðri útsendingu. Þetta sama kvöld flutti Arn- heiður Sigurðardóttir fróðlegt og vel samið erindi um danska skáldið Nis Petersen. Lítilfjörlegt rabb. SIGURÐUR Magnússon kennari talaði um daginn og veginn mánudaginn 31. f. m. Hóf hann mál sitt með því að lesa upp all- langan kafla úr einni af bókum Halldórs Kiljans Laxness og ræddi síðan á víð og dreif um skáldið. Síðan vék hann nokkr- um orðum að deilum okkar við Englendinga og Svía út af land- helgi og loftsiglingum. .— Var þetta rabb Sigurðar fremur lítil- fjörlegt og kaflinn frá Kiljan það bezta er þar var að heyra. % Einsöngur Magnúsar. MAGNÚS Jónsson óperusöngvari söng þetta sama kvöld nokkur lög eftir íslenzk og erlend tón- skáld, m;eð píar^óleik F’ritz Weisshappel. Var söngur Magnúsar afburða- góður, einkum þó meðferð hans á erlendu lögunum svo sem aríunni úr ,,Ástardrykknum“ eft- ir Donizetti, er hann söng með miklum glæsibrag. Var og upp- takan sérstaklega góð — eins og hún gerist allra bezt. „Friður á jörðu“. ÞRIÐJUDAGINN 1. þ. m. voru fluttir í útvarpið 2. og 3. þáttur þessa mikla oratoru-verks Björgvins Guðmundssonar. Allt verkið var flutt í fyrsta sinn opinberlega í Reykjavík vorið 1946. Er það samið við hinn al- kunna ljóðabálk eftir Guðmund Guðmundsson og er að vöxtum einhver mesta tónsmíð eftir ís- lenzkan höfund. Það liggur og fyrir prentað. Höfundurinn hefur sérstöðu meðal íslenzkra tónskálda oð oví leyti, að hann hefur tekið ástfóstri við oratoruformið og rnnfremur kantötuformið, sem rr því náskylt. Er hér um stór- r’orm tónlistarinnar að ræða. Stíll íöfundarins, eins og hann kemur fram í „Friði á jörðu“, er byggð- ur á arfleifð gömlu klassisku neistaranna, þar sem þunga- niðjan liggur í stóru kórköflun- rm, bæði hvað form og anda /erksins snertir. Hefur höfund- urinn kórstílinn algerlega á valdi únu og nær miklum áhrifum þegar honum tekst upp. Flutningur verksins hófst með sinhverjum fegursta kafla þess: ,Ymur þungt í skógunum í ndialöndum", en síðan taka við únsöngvar og kórar, og skal það ;kki rakið hér. — Var verkið lutt af Kantötukór Akureyrar mdir stjórn höfundarins og var Juðrún Kristinsdóttir við ríanóið. — Um sönginn er það rð segja, að hann var góður og neð þeim menningarbrag, að ressu fagra og mikla tónverki /oru gerð ’góð skil. „Þetta er ekki hægt“, Fegurðardrottning íslands, Arna Hjörleifsdóttir, starfar nú sem flugfreyja hjá Flugfélagi íslands. S. 1. þriðjudag fór hún sína fyrstu ferð milli landa eftir að hún tók við hinu nýja starfi. Var meðfylgjandi mynd tekin af Örnu við Sólfaxa skömmu eftir að flugvélin hafði lent á flugvellinum við London. /ar réttnefni á gamanþættinum niðvikudaginn 2. þ. m., því hann var svo lélegur og laus við alla fyndni, að það er ekki hægt að bjóða hlustendum upp á slíkt. Þetta sama kvöld, í þættinum „Vökulestur“ flutti Broddi Jó- hannesson stutt en skemmtilegt erindi um franska skáldið og Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.