Morgunblaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLABI9 Föstudagur 11. nóv. 1955 Ekki með vopnum vegið EFTIR SIMENON 3ELJ Framh'aldssagan 39 ið fyrir morðið.... Það er ein- mitt þess vegna sem ég veit.... “ Og Gautier gamli þrumaði eins og mjög lélegur leikari: „Og dómarinn mun verða á sama máli“. Læknirinn brýndi raustina: „Eruð þér viss um það, að greif inn hafi myrt móður sína, herra Gautier?" „Já, svo sannarlega er ég viss um það. Eða haldið þér, að ég hefði gert það, sem ég gerði, ef....“ „Og þér segist hafa séð til ferða hans, hérna í námd við höllina, kvöldið áður en morðið var framið?“ „Ég sá hann eins greinilega og ég sé yður núna. Hann hafði skil- ið vagninn sinn eftir, hérna í þessum enda þorpsins.... “ „Hafið þér nokkrar aðrar sann- anir við hendina“. „Já, það hef ég vissulega. — Seinni partinn í dag kom kór- drengurinn inn í bankann, ásamt móður sinni, til þess að tala við mig. Það var móðir hans sem lét hann leysa frá skjóðunni.... Skömmu eftir morðið hafði greif- inn beðið drenginn um að láta sig fá bænabókina og lofað hon- um peningum í staðinn“. Maigret var alveg að missa þol- inmæðina. Hann hafði það ein- hvern vegin á tilfinningunni, að hann hefði verið dreginn út úr leiknum. Já, leiknum. Hvers vegna brosti læknirinn í laumi. Og hvers vegna ýtti presturinn höfði greifans frá sér, hægt og ofur varlega? Já, leikur, sem átti meira að segja að verða leikinn, bæði sem skrípaleikur og harmleikur. Allt í einu reis greifinn upp, eins og maður, sem vaknar af svefni. Svipur hans var harðleg- ur og um varir hans lék háðslegt, en jafnframt ógnandi glott: „Segið þetta aftur...." skipaði hann snúðugt. Ópið, sem kvað við og berg- málaði um alla stofuna, var tryllingslegt og ógnþrungið. — Emile Gautier emjaði af skelf- ingu og ríghélt sér í handlegg umsjónarmannsins, eins og hann væri með því að sárbæna hann um vernd. FUNDAREFNI: Fundur verður haldinn sam- eiginlega í öllum deildum og félög- um S.M.F. að Röðli föstudaginn 11. nóv. 1955 kl. 3 e. h. Tilmæli um samúðarvinnustöðvun frá Félagi íslenzkra hljóðfæraleikara. Stjórn S. M. F. 1—2 skrlfstofuEierhesrgi óskast til leigu nú þegar eða um næstu áramót. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m. merkt: „Skrifstofu- herbergi — 441“. Húshgálp Stúlku vantar herbergi. — Vill láta í té húshjálp. — Upplýsingar í síma 1016 til kl. 5. Bólsturverksfæði t i 1 s ö 1 u á bezta stað, í fullum gangi. Verkstæðið selst ódýrt, ef samið er strax. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt: Bólstur —450. Vil kaupa 3ja—4ra herbe;gja hæð nú þegar eða síðar í vetur, milliliðalaust. — Trygg greiðsla. — Tilboð er greini stað, verð og greiðsluskil- máia, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt: „Þagmælska — 444“. En Maigret dró slg til baka og skildi orustuvöllinn eftir auðan og óhindraðan fyrir mennina tvo. Það var einn maður, sem ekki skildi neitt í rás þessara undar- legu atburða og það var Jean Métaayer. Og hann var næstum því eins skelfdur og bankaritarinn. — Til þess að kóróna þetta allt, féll svo, neisti af brennandi skari eins kertisins niður á borðdúkinn, sem þegar tók að sviðna, en ó- þægileg sviðalykt breiddist um stofuna. Það var málflutningsmaður- inn, sem slökkti eldinn með því að skvetta innihaldi einnar flösk- unnar yfir dúkinn. „Komið þér hingað“. Þetta var skilyrðislaus skipun og hún var sögð í slíkum tón, að manni fannst sem engin óhlýðni gæti svo mikið sem komið til mála. Maigret hafði gripið skamm- byssuna. Fljótvirknisleg rann- sókn sýndi, að hún var hlaðin með tómum skothylkjum. Nú sá hann fyrir sér allt sem raunverulega hafði gerzt: Maur- ice de Saint-Fiacre liggjandi fram á öxl prestsins.... nokkur hvísluð orð þess efnis, að hann skuli láta þá halda að hann sé dáinn..... Nú virtist hann gerbreyttur maður. Hann sýndist allur stærri, þreklegri og burðarmeiri. Hann hafði ekki augun af Emile Gautier eitt andartak og það var ráðsmaðurinn, sem skyndilega hljóp út að glugganum, opnaði hann og hrópaði: „Þessa leið, Emile“. Þetta var ekki svo illa ráðið. Æsingin og ruglingurinn voru svo mikil, að Gautier hafði mikla möguleika til undankomu. Gerði málflutningsmaðurinn það í sérstökum tilgangi? Senni- lega ekki. Líklegast er, að ein- hver ósjálfráð stríðni drukkins manns hafi skyndilega gripið hann. Þe^ar flóttamaðurinn hrað- aði sér í áttina að glugganum, brá litli maðurinn nefnilega fæti sínum fyrir hann og Gautier skall kylliflatur á gólfið. Hann stóð ekki hjálparlaust á fætur. Hönd greip í jakkakraga hans, heldur ómjúklega, og dró hann á fætur, en hann rak upp annað óp, hálfu tryllingslegra, þegar hann sá, að það var greif- inn af Saint-Fiacre, sem hafði beitt hann svo hrottalegu taki. „Hreyfið yður ekki aftur. Vill ekki einhver loka glugganum". Og hann sló Gautier beint í andlitið, með krepptum hnefan- um. Hann gerði það kuldalega og með algerðu miskunnarleysi, en dimmrauðir flekkir birtust á and liti unga mannsins. „Talið þér nú“. Enginn skarst í leikinn. Eng- um datt einu sinni í hug að gera slíkt. Öllum virtist á þessari stundu, sem aðeins einn maður hefði leyfi til að kveða sér hljóðs. Og það var aðeins Pére Gauti- er, sem tautaði, fast við eyra Maigrets: „Ætlið bér að láta þetta viðeangast óátalið?" Og því ekki það? Maurise de Saint-Fiacre var sá sem hafði hér alla stjórn og öll ráð í mikilleik máttar síns. „Þér sáuð mig þetta kvöld. Það er satt“. S’ðan sneri greifinn sér að hin- um þögulu áhorfendum og beindi orðum sínum til þeirra: „Vitið þér hvar hann sá mig? Hérna uppi í stiganum. Ég var að koma inn. Hann var að fara út. Ég ætlaði að taka nokkra sér- staka ættarskrautmuni, til þess ■að selja. þá. Þarna stóðum við RYÐBLETTIR í TAUIHVERFA eins og dögg fyrir sólu, ef þér notið: M A G I C A töfraefnið, sem leysir upp ryðblettina án þess að skemma hinn viðkvæmasta þvott. M A G I C A fæst í litlum túbum. Heildsölubir gðir: Sími 8279«. Körfugerðin hefur opnað sölubúð að Skólavörðustíg 17A Seljum þar körfur, körfustóla og borð. Einnig önnur húsgögn. Korfugerðin Skólavörðustíg 17A TRÉSMÍÐAVÉLAR SAMBYGGÐAR SÉRSTÆÐAR t.ÞOBSIIIHSSONtJaHHSIH? Gr^ótagötu 7 — Símar 3573 — 5296.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.