Morgunblaðið - 13.11.1955, Page 1

Morgunblaðið - 13.11.1955, Page 1
Lesbók U irganpu 260. tbL — Sunnudagur 13. nóvember 1955 PrentsmlSloi Murgunblaðsina Sala vísitölubréfa og íbúðarlánahréfa veðdeildar Yerðum við bráðum bóluseff við kvefi \ SENNILEGA er enginn sjúk- dómur þjóðfélagsins eins dýr og kvef. Vinnutapið af völd- um þessa sjúkdóms er svo gífurlegt, að furðu sætir. Því hefir verið reynt að bólusetja menn við því, en það hefur tekizt illa hingað til; t. d. hef- ur danskt bóluefni gefið slæma raun: það hefur engin áhrif haft á 75% þeirra, sem bólusettir hafa verið. Vírur valda kvefinu, en ekki kalt veður, eins og al- menningur heldur. Aftur á móti eiga vírurnar auðveld-. ara með að vinna á mönnum,' ef slimhúðir öndunarfæra eru þurrar, og því verður alltaf að gæta þess, að ferskt loft komist inn í upphituð her- bergi. í upphituðum, loftlitl- um herbergjum verður siím- húðin nefnilega þurrari en ella. Nokkrir fangar í Chillichota-. fangelsinu í Bandaríkjunum gáfu sig fram fyrir hálfu ári og buðu læknum að gera til- raunir á sér. Var bóluefni við kvefi sprautað inn í þá og nokkru siðar fengu þeir sprautu af lífandi vírum. Ekki hefur verið tilkynnt enn þá um árangurinn, en álitið er, að bólusettu fangarnir séu ónæmir fyrir öllum tegundum kvefvíra (APC) Þjóðverjar LUNDÚNUM, 12. nóv. — Um þessar mundir fer fram heims meistarakeppni áhugamanna knattspyrnu. í dag kepptu Þjóð- verjar og Englendingar og fór leikurinn fram í Lundúnum. — Þjóðverjar unnu með 3 mörkum gegn 2, en í hléi stóðu leikar 2:1, Englendingum í vil. Landsbankans hefst á morgun Bréfin eru algerlega skattfrjáls — Sala þeirra er Jbýðingar mikill þáttur / baráttunni fyrir húsnæðisumbótum í landinu Nýr her stofnaður í V.-Þýzkalandi BONN, 12. nóv. — í dag má segja, að nýr þýzkur heri hafi verið stofnaður í Vestur-Þýzka landi. 101 hermaður fékk skrá setningarskírteini. sitt í dag, við virðulega athöfn. Land- varnaráðherrann, herr Blank, afhenti þessum fyrstu her- mönnum Vestur-Þýzkalands skírteinin ,og sagði m. a., við það tækifæri, að skylda her- mannanna væri að slá skjald- borg um frelsi þjóðarinnar. — Þið, sagði hann ennfremur, njótið trausts þýzku þjóðar- innar og alls hins vestræna heims — og því megið þið ekki - bregðast. Verða 'ibúar jarðar 6,6 billj. eftir rúm 30 ár? UM 100 ÞUS. BORN FÆÐAST í HEIMSIMIM Á HVERJUM SÓLARHRIIMG SAGAN af unga manninum, sem ráfar eirðarlaus fram og aftur í fæðingardeildinni og bíður eftir sínu fyrsta barni er sígild. Og þó að honum finnist, að hann beri allar áhyggjur heimsins á herðum sér, þá er það sennilega ekki einsdæmi, því að hundruð þúsunda karlmanna um allan heim bera sameiginlega slíkar áhyggjur á hverjum degi. Á RI Ð 1650 voru íbúar jarðar 545 millj., nú eru þeir 2.8 billj. og má gera ráð fyrir, að þeir verði orðnir 6.6 billj. 1987. — Eftir heimsálfum skiptist mannfjöldinn svo: Mannfjöldi nú Áætl. mannfj. 1987 Asía ........... 1,6 billj. 4,2 billj. Evrópa........... 648 millj. 1 billj. Amerika ............ 380 millj. 775 millj. Afríka ............. 198 millj. 645 millj. Ástralía ............. 11 millj. 15 millj. Þeir, sem bezt eru heima á þessum sviðum hafa nefnilega komizt að raun um, að á hverri sekundu, sem líður, líta að jafnaði tvö börn dagsins ljós í fyrsta sinn — og er þá auðvitað tekið meðaltal af barnsfæðingum um gjörvallan heim. Dag- legar fæðingar eru áætlaðar um 100 þús. — og á einu ári er talið að jörðinni bætist hvorki meira né minna en 36,5 millj. manna. GEYSILEG FJÖLGUN Þó að unga manninum á fæð- ingardeildinni létti stórum, þeg- ar allt er yfirstaðið, þá eru það ekki allir, sem samfagna hon- um, því að menn þykjast nú sjá fram á það, að ef slíku heldur áfram verður jörðin innan tíðar ekki fær um að ala öll mann- anna börn. Niðurstaðan hefur sem sagt orðið sú, að árið 1987 verði fólksfjöldinn orðinn — með slíku áframhaldi — um 6,6 billj. — en núverandi tala jarðarbúa er áætluð 2,8 billj. ÓXRÚLEGT! Sem dæmi um fólksfjölgun á síðustu árum ná nefna Frans- menn þá er á sínum tíma fluttu vestur til Kanada um 1680. Þá voru þeir aðeins 6 þús. — en hafa aukizt svo ört fram á þennan dag, að ef slíku héldi áfram í 250 ár, þá myndu af- komendur Frakka í Kanada verða fleiri en íbúafjöldi alls heimsins er í dag. MEST FJÖLMENNI, ÞAR SEM LÍFSKJÖR ERU BÁGUST Annars hefur fólksfjölgun á jörðinni verið ýmsum sveiflum háð á þeim tíma, sem skýrslur ná yfir. Fram til iðnbyltingar- innar og þeirra breytinga, sem á lifnaðarháttum manna urðu um það leyti, hafði meðalfjölg- un numið 0,02—0,04% árlega. — Síðan hefur prósentutalan stöð- ugt farið vaxandi — og er nú komin yfir 1%. Mest er aukning- in í þeim löndum, sem eiga við Framh. á bls. 9 Hélt velli PARIS 12. nóv. — Franska stjórn in hélt velli við atkvæðagreiðslu í neðri deild franska þingsins í dag. Samþykkt var að þingkosning- ar fari fram í landinu í desember- mánuði n.k. Frv. fer nú til efri deildar aftur. Tilkyiming frá stjórn Landsbankans MÁNUDAGINN 14. nóvember verður hafin sala til almennings á hinum nýju bankavaxtabréfum, sem gefin eru út af veð- deild Landsbanka íslands samkvæmt lögum um húsnæðismála- stjóm, veðlán til íbúðabygginga o. fl. Gefnir verða út tveir mis- munandi flokkar bankavaxtabréfa, sem nefnast visitölubréf veð- deildar Landsbanka íslands og íbúðalánabréf veðdeildar Lands- banka íslands. Fénu, sem aflast með sölu bréfanna, verður, svo sem kunnugt er, varið til lánveitinga til íbúðabygginga samkvæmt hinum nýju lögum. Hinir nýju flokkar bankavaxtabréfa eru með mun betri kjörum en nokkur ríkistryggð verðbréf, sem hingað til hafa verið gefin út. Eru bréfin algjörlega skattfrjáls og undan- þegin framtalsskyldu, og eru þau fyrstu verðbréf hér á landi, sem slík fríðindi fylgja. Auk þess verður upphæð vísitölubréfanna bundin vísitölu framfærslukostnaðar, en A-bréfin, sem eru venjuleg bankavaxtabréf, verða með háum vöxtum eða 7%. Skal nú nokkru nánar skýrt frá þessum tveimur tegundum bankavaxtabréfa. VÍSITÖLUBRÉF Vísitölubréfin eru með 5 Vi % vöxtum og verða dregin út á 15 árum. Á hvert bréfanna er skráð sú vísitala framfærslukostnaðar, í sem í gildi er, þegar viðkomandi ' flokkur er opnaður, en við út- drátt verða bréfin endurgreidd eiganda með þeirri hækkun framfærsluvísitölunnar, sem orð- ið hefur frá útgáfu þeirra. Fyrsti flokkurinn, sem nefnist B-flokk- ur 1 og nú verður gefinn út, verður með grunnvísitölunni 173, sem er framfærsluvísitala fyrir nóvembermánuð. Er ekki gert ráð fyrir, að þessi flokkur verði opinn nema 1—2 mánuði, og er ólíklegt, að til sölu verði af hon- um meira en 8—10 millj. kr. Það má því búast við, að eftirspurn eftir bréfunum verði meiri en hægt verður að fullnægja. 243 þús. deyja úr krabbameini f SÍÐUSTU viku hélt banda- ríska krabbameinsfélagið sinn árlega fund í New York. Vóru þar til umræðu hin sí- vaxandi vandamál. er læknar eiga nú við að etja á sviði krabbameinslækninga. Samkvæmt skýrslum fé- lagsins dógu árið 1945, 177 þúsund Bandaríkjamenn úr krabbameini. Áætlað er, að á þessu ári muni tala þessi hækka all verulega — eða upp í 243 þúsund. Lungnakrabbi hefur farið mjög vaxandi í seinni tíð — og er aukningin að miklu leyti vegna hans. Ef tala krabbameinssjúk- linga fer vaxandi næstu árin, eins og nú lítur út fyrir, mun dánartalan komast upp í 306 þúsund árið 1956. Fullyrtu sérfræðingar, að einum þriðja hluta þess fólks, sem deyr úr krabbameini, væri hægt að bjarga, ef það leitaði læknis í tíma, og gengi undir nauðsynlegar skurðað- gerðir PRAG, 12. nóv. — Tékkar hafa ákveðið að sleppa 1000 þýzkum föngum úr haldi á næstunni. •— Fangar þessir hafa setið í tékk- neskum fangabúðum frá stríðs- lokum. —NTB-Reuter. Ekkert samkomulag í Genf D Einkaskeyti tii Mbl. frá Reuter. LUNDÚNUM, 13. nóv.: — Utan- ríkisráðherrarnir hafa nú hætt umræðum sínum um afvopnunar- \ málin í Genf. Ekkert samkomulag náðist og gáfu utanríkisráðherr- I arnir ekki út neina sa-meiginlega yfirlýsingu í málinu. Utanríkisráðherra Breta, Mac, Milland, sagði í dag, að ráðherr- arnir væru sammála um, að nauð- synlegt væri að draga úr vígbún- aðinum og banna notkun kjarn- orku- og vetnissprengja. Attur á móti væru þeir ekki sammála um leiðir. Á mánudag ræða ráðherrarnir ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gert er ráð fyr- ir, að fundum þeirra ljúki á mið- vikudag. MERKILEGT NÝMÆLI Útgáfa hinna skattfrjálsu vísitölubráfa er áreiðanlega merkilegasta nýmæli á þessu sviði hér á landi um langt skeið. í fyrsta sinn er nú reynt að búa svo um hnútana, að þeir, sem spara með kaup- Frh. á bls. 8 Verður gerð gagnbylting í Brnzilíu? LUNDÚNUM, 12. nóv.: — Forseti öldungadeildar Brazilíuþings, Ramas, hefir nú tekið við for- setaembætti í Brasilíu og sór hann embættiseið sinn í dag. Sagði hann við það tæki- færi, að hann hygðist mynda nýja stjórn í landinu sem mundi sitja að völdum, þangað til nýr forseti (Kubitschek) tæki við embætti í janúar. á ' Foringi uppreisnarmanna, T Lott, hermálaráðherra, hefir nú tekið aftur við fyrra em- bætti sínu, en hermálaráð- herrann sem rekinn var frá í uppreisninni er nú kominn til Sao Paola, þar sem hann hyggst efna til gagnbylting- ar. Hefir setuliðið þar heitið honum stuðningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.