Morgunblaðið - 13.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. nóv. 1955 ] Sextugur sægorpur: Sölvi Ásgeirsson Á MORGUN á merkisafmæli einn af öndvegismönnum vest- firzkrar sjömannastéttar, Guð- mundur Sölvi Ásgeirsson, skip- stjóri á Flateyri. Hann fæddist fyrh' 60 árum — 14. nóv. 1895 — Vestur í Bolungarvík. Foreldrar hans voru þau hjón Guðbjörg Pálsdóttir frá Botni í Súganda- íxrði og Ásgeir Guðbjartsson, œttaður úr Dýrafirði. Þau voru hinar mestu höfðingsmanneskjur og um margt merkileg, og raunar nérstæð. Dugnaði þeirra í sveit Og við sjó var við brugðið, gest- j jrisnin annáiuð, hjartalagið eins og bezt verður á kosið. Þrír synir Guðbjargar og Ás- geirs urðu víðkunnir sjómenn og okipstjórar: Guðbjartur, nú bú- oettur á ísafirði, yngstur þeirra bræðra, harðduglegur, aflasæll og einstakur reglumaður, en varð öð hætta sjómennsku á bezta aldri sökum vanheilsu — Guð- mundur Júní, síðast búseltur á IÞingeyri, látinn fyrir nokkrum árum, landskunnur skipstjóri og aflakóngur um langt árabil, af- burða sjómaður — og Sölvi, sem nú skal lítillega minnzt á í tilefni af sextugsafmælinu. En skoðun mín er sú, að vart hafi þrír bræð- ur fært þjóðinni á land meiri björg í bú meðan þeir allir voru og hétu, miðað við þáverandi framleiðsluaðstöðu við sjávarsíð- una. Sölvi Ásgeirsson byrjaði sjó- mennsku í Ðjúpinu langt fyrir innan fermingu og var orðinn for maður á unglingsaldri, fyrst á árabátum, að þeirrar tíðar hætti, en síðar tóku við þilfars-vélbátar og stærri skip, með hækkandi sjó- xnannstign fyrir hann sem for- mann, stýrimann og skipstjóra, að skipstjórnarprófi loknu. Um tíma var Sölvi stýrimaður hjá bróður sínum Guðm. Júní, en fékk sjálfur einn af „stóru bát- unum“ fljótlega upp úr því,.,og ,siðan hvern af öðrum um lengri eða skemmri tíma, til margra teg- unda fiskveiða og flutninga, og gekk alitaf vel; farsæld með í ; blíðu og stríðu. Sölvi varð ungur formaður í Hnífsdal, fór svo í nokkurra ára útivist á stærri bátunum, en kom nvo aftur heim í Dalinn, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, og tók af föður sínum við formennsku á m/b RÖNKU, sem Ásgeir hafði þ>á lengi gert út ásamt m/b Guð- mundi með Guðbjarti syni sínum. Varð Sölvi einnig á sama hátt meðeigandi í sínum bát og gekk -svo í allmörg ár, fyrst í Hnífsdal •en svo á ísafirði eftir að „Ásgeirs- fólkið“ flutti þangað, og fylgdi guðsblessun því heilbrigða fjöl- í.kvldufyrirtæki. Um þetta leyti kynntist Sölvi ungri og myndarlegri stúlku, Fanneyju Annasdóttur, og gengu þau brátt í heilagt hjónaband. Eftir fá ár í Hnífsdal og á ísafirði, fluttu þau til lFateyrar og hafa verið búsett þar síðan. Eignuðust þau 8 börn, en 7 eru á lífi, 3 dæt- ur og 4 synir, og allir þeir upp- komnu dugnaðarsjómenn. Fanney hefir verið manni sínum styrk fitoð í lífsbaráttunni og er hin úgætasta kona. Þann nálega aldarfjórðung, eem Sölvi hefir búið á Flateyri, hefir hann alltaf verið þar önd- vegisskipstjóri og á mörgum skip- um, oftast einnig þátttakandi í útgerðinni. Hann hefir stundað margar veiðiaðferðir og ekki njaldan farið langt til fanga. Hvað eftir annað hefir hann verið afla kongur, og er það kunnugt þeim, er fylgjast með sjósókn og afla- brögðum. Þá, sem þekkja Sölva Ásgeirs- eon, furðar ekki á þeim árangri, eem hann hefir náð á starfssviði fiínu. Slíkur er dugnaður hans, öbilandi þrautseigja, glögg- fikyggni og alhliða sjómannshæfi- leikar. Hann er vissulega góður fijómaður í þeirra orða góðu og gömlu merkingu. Eins og ýmsir, sem hlutu eldskírn sjómennsku sinnar á opnum bátum, er Sölvi ágætur stjórnari. Hefir það oft komið fram í vondum veðrum, og er þess skammt að minnast, og vakið traust og hrifningu þeirra manna, sem með hafa verið, fyrst og fremst, en einnig ótaimargra annarra, sem heyrt hafa hetju- sögurnar af þessum aflamanni og sjósóknara, enda skáld sungið honum lof. Sölvi er bókhneigður og gerir sér far um að fylgjast með mönn- um og málefnum. Hann er „fé- lagslyndur einstaklingshyggju- maður“, ef svo mætti að orði komast, góður félagí, glaðvær á góðra vina fundum, þykir gaman að „taka slag“, líka á landi, og er ekkert feiminn, þótt „glói vín á skál“, ef svo ber undir, en hófs- maður í hvívetna. Ég, sem þessar línur rita, myndi ekki vilja veðja á Sölva minn til hvers, sem vera skal, frekar en sðra góða menn, en ætti ég að sigla úfinrí sjó á litlum báti í stormi og hríðarsorta, held ég að ég kysi mér ekki annan frekar við stjórnvöl. Heill og hamingja fylgi þessum vestfirzka sægarpi og fjölskyldu hans. Ég vildi gjarna, að hann hefði heilsu til að njóta lífsins í landi með tiltölulega góðri sam- vizku einhvern tíma af „ellinni“. Hann á það skilið. B. Þ. Kr. Eldur í Skaft- felliugi ENN HEFUR skipsbruni orðið. í gærmorgun kom upp eldur í Vestmannaeyjabátnum Skaft- fellingi, þar sem hann lá við bryggju hér í Reykjavík. Um borð í bátnum voru tveir menn. Höfðu þeir sofið í skipinu um nóttina en ekki orðið eldsins varir, fyrr en þeir komu upp á þilfar og sáu hvar reyk lagði upp úr hásetaklefa. Skipstjórinn á bátnum, Edvel Jóelsson, réði þegar til niðurgöngu í brenn- anai klefann og hlaut við það brunasár á handlegg og hendi. Þegar slökkviliðið kom var eld- urinn búinn að brenna gat á þil, sem er á milli framlestar og hásetaklefans. Eldurinn hafði sýnilega logað alla nóttína. All- greiðlega gekk að slökkva eld- inn, en skemmdir urðu talsverð- ar. Fyrir rúmum mánuði kom eldur upp í bát þessum, en þá tókst að forða verulegu tjóni. TEL AVIV, 9. nóv.: — ísraelska stjórnin kveðst munu fallast á nýjan vopnahléssamning við Egypta, ef stórveldin vilja ábyrgj ast landamæri Israels. Hammar- skjöld, framkvæmdastjóri SÞ, lagði tillögu um nýjan vopnahlés- samning fyrir stjórnir beggja landanna, og urðu ísraelsmenn fyrri til að svara. Merkjasala Blindrafélagsiiis í DAG, 13. nóvember, er merkja- sölu.dagur Blindrafélagsifts. Blindrafélagið er samtök blinda fólksins sjálfs. í krafti þessara samtaka sinna hefur það sýnt og sannað, að það skortir hvorki vilja né getur til að vinna fyrir sér. Blinda fólkinu hefir tekizt að sigrast á þeirri van- máttarkennd, sem eðlilegt er að bugi hvern þann, sem fatlaður er eða hefir skerta starfcorku. Og það hefir komið 1 Ijós, að blint fólk getur unnið margeísleg störf af jafnmikilli leikni og vand- virkni, og þeir sem sjáandi eru, meira að segja störf, sem engum sjáandi manni hefði dottið í hug að óreyndu, að það gæti. En blint fólk getur vitanlega ekki gengið að hvaða vinnu sem er, og at- vinnurekendum er það ekki lá- andi, þótt þeir vilji fremur hafa sjáandi fólk í þjónustu sinni. Þess vegna hefir blinda fólkið erfiðari aðstöðu til að bjarga sér en þeir, sem heilir eru. Vinnustofa B1 indrafélagsins á Grundarstíg 11 er langt of lítil fyrir starfsemi alls blinda fólksins, og of þröngt er úm þá starfsemi, sem þar er. Blindrafélagið hefir því sett sér það stóra takmark að koma sér upp myndarlegu húsi, þar sem hægt væri að auka starfsemína Og skapa öllu blindu fólki sem þarf og vill, viðfangsefni við sitt hæfi. Til þess að þetta megi takast á næstu árum, þarf mikið fé. Merkjasöludagurinn, sem er í dag, á að færa félagið stórum áfanga nær þessu takmarki. Það eru vinsamleg tilmæli til for- eldra að þeir hvetji börn sín til að gefa sig fram til merkjasölunn ar í dag og þess er vænzt, að all- ir taki börnunum vel, þegar þau bjóða merkín. Með því að jafna þann aðstöðumun, sem blindir og sjáandi óneitanlega hafa til að vinna fyrir sér, er ekki einungis verið að styðja hina blindu til sjálfsbjargar og skapa þeim skil- yrði til lífshamingju, heldur er þetta og mál, sem varðar hag allrar þjóðarinnar. Auður henn- ar er arður þeirrar vinnu, sem þegnarnir leysa af hendi. Eflum því alla til staífa, sem eitthvað nytsamt geta unnið. (Frá Blindrafélaginu) Leysli sfærðfræði- þraul - os Islandsferð ngibjörg Moriáksdottir áttræð í DAG er áttræð frú Ingibjörg Þorláksdóttir að Kvisthaga 23 hér í bænum. Frú Ingibjörg er Álft- nesingur, fædd í Þórukoti á Álfta nesi 13. nóvember 1875, dóttir Þorláks Jónssonar hreppstjóra þar og Ingibjargar Bjarnadóttur konu hans. Um tvítugsaldur lá vegur Ingi- bjargar austur á lánd, eins og svo margra ungra Sunnlendtnga um og eftir aldamótin ciðustu, og þar giftist húrí Lúðvík Sigurðssyni, er síðar varð kaupmaður og út- gerðarmaður á Norðfirði, hinn mesti framtaks- og dugnaðar- maður. Lúðvík og Ingibjörg bjuggu allan sinn húskap á Norðfirði. Þau eignuðust þar tíu mannvæn- leg börn, er upp komust, eg eru níu þeirra á lífi. Flest þeirra eru nú búsett orðin í Reykjavík, en tveir synir þeirra hjóna búa enn á Norðfirði. Mann sinn missti frú Ingibjörg áríð 1941 eftir 44 ára hjúskap og fluttist hún þá alfarin frá Norð- firði og hefir síðan búið hér í Reykjavík með Þorláki elzta syni sínum, sem er ókvæntur, en hann er annar eigandi Húsgagnaverzl- unar Reykjavíkur. Frú Ingibjörg hefir allt fram til síðustu ára verið óvenju hraust kona og tápmikil. Hún var manni sínúm samhent mjög í bú- skap þeirra, sem ekki var alltaf leikur einn, þegar annars vegar var hinn stóri barnhaópur, en hins vegar umfangsmikill at- vinnurékstur, því Lúðvik gerði oftast út tvoeða fleiri vélbáta og hafði auk þess fiskværkun og nokkurn landbúnað, eins og þá tíðkaðist hjá útvegsmönnum í kaupstöðum og kauptúnum úti á landi. Var því oft milli 20 og 30 manns í heimili hjáþeim hjónum. Hinu stóra heimili sínu stýrði frú Ingibjörg með mikilli rausn og skörungsskap, enda var hún í röð fremstu húsmæðra á Norð- firði alla tíð meðan hún bjó þar, að öllum öðrum ólöstuðum, voru þar þÓ samtíða henni margar glæsilegar og dugmiklar ágætis konur. Á heimili þeirra frú Ingibjarg- ar og Lúðvíks var jafnan glat.t og kátt, enda oftast mannmargt, en aldrei var sá gleðskapur í sam- bandi við áfengi, því hvorugt hjónanna neytti þess, og Lúðvíls var alla tíð í frémstu röð templ- ara á Austurlandi. Ég, sem þessar línur skrifa, er einn þeirra mörgu Norðfirðinga, sem margar ánægjustundir átti á heimili frú Ingibjargar meðan hún bjó á Norðfirði, og hefi marga góðs að minnast frá þeim dögutn, og svo veit ég að er um marga fleiri, sem hjá þeim hjónum hafa dvalið. Það verða því áreiðanlega margir, sem senda frú Ingibjörgu hlýjar hugsanir og kveðjur nú á áttræðisafmælinu hennar, þakka henni ógleymanlegar samveru- stundir og biðja henni blessunar. Þó heilsan hafi hnignað síð- ustu árin, er frú Ingibjörg enn að jafnaði glöð og reif, eins og hún var meðan árin voru færri, þvl hún vill ekki láta Elli koma sér á kné. — Og þess óska ég henni að lokum, að bjart megi verða yf- ir árunum, sem eftir éru, eins og bjart er yfir minningunni um hið stóra og glæsilega heimili henn- ar og manns hennar meðan þaS stóð með mestum blóma í Nesi í Norðfirði. Norðfirðingur. að launum Nýr revíu-kabarett íslenzkra tóna NORRÆNA stærðfræðitímaritið Nordisk Matematisk Tidskrift, sem gefið er út af stærðfræðafé- lögum á Norðurlöndum, efndi á s.l. vetri til samkeppni milli nem- enda í stærðfræðideildum mennta skóla á Norðurlöndum um lausn á stærðfræðilegu verkefni. Alls bárust 15 lausnir frá öll- um Norðurlöndum. Fjórar þeirra báru af og voru allar verðláun- aðar. Fyrstu verðlaun hlaut Ðan- inn Peter Vinge, nemandi í Sortedams Gymnasium í KaUp- mannahöfn. Þessi verðlaun eru ferð til íslands, gefin af Eim- skipafélagi íslands. Peter Viríge verður gestur íslenzka stærð- fræðafélagsins, meðan hann dvel- ur hér. Peningaverðlaunum þeim, sem félögin höfðu til umráða var skipt jafnt milli hinna þriggja. Einn þeirra var íslendingur, Helgi Jónsson, sem varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri s.l. vor. (fsl. stærðfarðifél.) DENVER, 11. nóv. — Eisenhower forseti yfirgaf í dag sjúkrahúsið í Denver í Colorado-fylki, Fór hann flugleiðis til Washington ásamt konu sinni. Hann mun ræða þar við ráðgjafa sína, en fara síðar í vikunni til landset- urs síns nálægt Gettysburg í Virginia-fylki. ÍSLENZKIR tónar munu hefja sýningar á nýjum revíukabarett * í Austurbæjarbíói n. k. föstudag' Og nefnist hann „Eitthvað fyrir( alla“. Hljömsveitarstjóri og út- setjari er Jan Morávek og hefir harín jafnframt æft söngvara og hljómsveit og unnið með að sam- setningu kabarettsins. Meðal þeirra, sem koma fram á kabarettnum má nefna þá Lárus Pálssorí og Brynjólf Jó- hannesson, er fara með leikþátt og syngja og Þuríði Pálsdótt- ur og Jón Sigurbjörnsson, sem , syngja dúett úr þekktum amerísk j um óperettum, Þá koina margir dægurlagasöngvarar fram eins og t. d. Alfreð Clausen, Ingibjörg Þorbergs, Soffía Karlsdóttir, Jó- hann Möller ög Þórunn Pálsdótt- ir. Syngja þau ný og vinsæl erlend dægurlög og nokkur ný íslenzk lög, sem ekki hafa áður verið sungin opinberlega. Auk þess mun Soffía Karlsdóttir syngja nýjar gamanvísur. Tóna-systur munu syngja og ennfremur Marz-bræður. Einnig verður mikið um dansatriði. T. d. koma fram sex „hula-hula“ jdansmeyjar og nýr dansflokkur „íslenzkra tóna“, sem þær Björg Bjarnadóttir og Guðný Péturs- dóttir hafa æft, en þær hafa einnig samið dansana. Kynntir verða fjórar nýjar dægurlagasöngkonur: Sigriður Guðmundsdóttir, Hulda Emils- dóttir, Elísa Edda Valdimars- dóttir og Hanna Ragnarsdóttir. Luthar Grundt heíir mála<ð leiktjöldin, ljósameisari er Gunn- ar Pálsson og leiksviðsstjóri Oddur Þorleifsson. Kristín Elías- dóttir hefir saumað og teiknað búninga og Hafliði Halldórssoi'i annast smíði leiktjalda. Ténlislarfélagið pnpf ffrir ísl. í fófllisfarháffð í TILEFNI af 10 ára afmæli Tón- skáldafélags íslands í byrjun kom andi mánaðar gengst það fyric tónlistarhátíð með flutningi ís- lenzkra verka eingöngu. Mánudaginn 5. desember eru kirkjutónleikar í dómkirkjunni. Þriðjudaginn 6. desember haldai karlakórarnir „Fóstbræður" og Karlakór Reykjavíkur hljómleika undir stjórn þeirra Ragnara Björnssonar og Sigurðar Þórðar- sonar, en einsöngvarar verða Guðmundur Jónsson og Jón Sig- urbjörnsson, miðvíkudaginn 7. desember eru kammermúsiktón- leikar í Austurbæjarbíó, fimmtu- daginn 8. desember verða hljóm- sveitartónleikar í Þjóðleikhúsinu, Stjórnendur Róbert A.Ottóssonog Dr. Victor Urbancic, og föstudag inn 9. desember á að ljúka hátíð- inni með samsæti, þar sem flutt verði eingöngu íslenzk danslög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.