Morgunblaðið - 13.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.11.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Reykjavíkurbréf: Laugordagur 12. nóvember Þingmenn í mænuveSki — Mýr „andi frá Genf“ — Rússnesk vopn við Hiiðjarðarhaf lijálparbeiðni úr Tjarnargotu og rodd úr Skuggasundi — Bátagjé Ideyrir, milliliða- gréði og drengskapur — Hverjir égna Loftleiðum? — Verðbélguhætta ■ Sviþjoð Fimm þingmenn fá snert af mænuveiki AALÞINGI hefur verið fremur tiðindalítið þessa viku. Nefnd ir hafa starfað að þeim málum, sem til þeirra var vísað fyrsta mánuð þingtímans en þingfundir hafa verið frekar stuttir og átaka- litlir. Talið er að fimm þíngmenn hafi fengið snert af mænuveiki þeirri, sem gengið hefir í bænum tmdanfarnar vikur. Eru það þeir Lúðvík Jósefsson, sem veiktist fyrstur og hefir verið rúmfastur Mtt á þriðju viku, Hannibal Valdemarsson, sem kominn er á fætur og Guðmundur í. Guð- mundsson, Eysteinn Jónsson og Páll Þorsteinsson. Eru þrír þeir síðastnefndu ennþá rúmfastir. Engmn þeirra mun þó þungt hald inn og standa vonir til þess að þeir komist til starfa í næstu viku. Nýr ,andi frá Genf“ SÍÐAN hinir fjóru stóru héldu ráðstefnu sína á s.l. sumri hafa miklar vonir verið byggðar á „andanum frá Genf“ um víða veröld. Margir álitu að með þess- ari ráðstefnu hefði verið brotið blað í alþjóðamálum. Rússar hefðu tekið upp nýja stefnu, horf- íð frá stefnu Stalíntímabilsins. Það var fyrst og fremst hinn friðsamlegi tónn í ræðum leið- toganna og hlýlegt viðmót þeirra, sem skapaði þessa skoðun. Öllum var ljóst að í raun og veru hafði Genfarráðstefnan alls ekki ráðið sjálfum vandamálunum til lykta. Hún hafði aðeins slegið meðferð þeirra á frest. Ákveðið var að utanríkisráðherrar stórveldanna skyldu halda fund með sér á komandi hausti og taka þar til við, er frá var horfið. Nú hefur sá fundur verið hald- ínn. í þann mund, sem honum er að ljúka er nú talað um nýjan „anda frá Genf“. En það þýðir að nú blási öðruvísi í hinum fögru sölum gömlu þjóðabandalags- hallarinnar en á s.l. sumri. Nú hafa sjálf vandamálin verið tek- in til meðferðar. Nú hefur reynt á það, hvort raunveruleg stefnu- breyting hefði orðið hjá leiðtog- um þeirrar þjóðar, sem ríkiastan þátt hefir átt í því að skapa ó- vissu og hættuástand í 'ieiminum frá því að síðustu heimsstyrjöld lauk. Og hvað hefir þá komið í ljós? Rússar hræddir við frjálsar kosningar AÐALUMRÆÐUEFNI þessa Genfarfundar hefir til þessa ver- ið • sameining Þýzkalands. Full- trúar lýðræðisþjóðanna hafa þar haldið fast við þá skoðun sína að frjálsar kosningar í öllu Þýzka- landi hljóti að vera grundvöllur sameiningarinnar. Þeir hafa enn- fremur lýst þeirri skoðun sinni, að sameining Þýzkalands og ör- yggi Evrópu væru í raun og veru eitt og sama málið, sem bæri að ræða samtímis. Utanríkisráðhcrra Rússa hef ir snúizt hart gegn þessari stefnu. í stað frjálsra og lýð- ræðislegra kosninga í Þýzka- landi öllu hefir hann lagt áherzlu á, að fulltrúar frá stjórnum Austur- og Vestur- Þýzkaiands hittust og mynd- uðu nokkurs konar stórþýzkt ráð, sem síðan tæki upp samn- inga um sameiningu þeirra tveggja hluta, sem Þýzkalandi er nú skipt í. Hann hefir lagt áherzlu á að samið yrði um það fyrirfram, án tillits til þess hver vilji Austur- Þjóðverja sé, að það ástand og Kjánaleg hegðun Alþýðuhlaðsins Friðardúfan á um þessar mundir erfitt uppdráttar eins og fremri myndin sýnir. — Aftari myndin sýnir utanríkisráðherrana í Genf frammi fyrir Þýzkalandsvandamálinu. skipulag verði látið haldast í Austur-Þýzkalandi, sem nú rikir þar undir einræðisstjórn komm- únista. Á frjálsar og lýðræðis- legar kosningar í Þýzkalandi öllu hefir Molotov ekki viljað minn- ast. Fullkomnasta fomi lýðræðis ÞEGAR brezki utanrikisráð- herrann svaraði Molotov með því að gagnrýna nokkuð einsflokks- skipulagið, þar sem aðeins einn stjórnmálaflokkur fær leyfi til þess að bjóða fram, lýsti rúss- neski utanríkisráðherrann þvi rólega yfir að hann vissi ekki betur en að slíkt kosningarfyrir- komulag hefði gefizt vel, þar sem það hefði verið reynt, og væri í raun og veru hið fullkomnasta form lýðræðis í heiminum!! Þannig standa þá umræð urnar á Genfarfundi utanrík- isráðherranna um sameiningu Þýzkalands. Þar hefir enginn árangur náðst. Aðeins and- stæðar skoðanir hinna vest- rænu lýðræðisþjóða og Rússa hafa verið settar fram. Við það situr. Um öryggismálin hefir heldur engin niðurstaða náðst. Rússar hafa hafnað til- lögu Eisenhowers um gagn- kvæmt eftirlit með vígbúnaði. í Vestur-Þýzkalandi ríkja mik- il vonbrigði yfir þessari niður- stöðu í Genf. Og um allan heim virðist mönnum sem rússneska stjórnin hafi ekkert lært og engu gleymt, að því er snertir þetta mesta vandamál Evrópu í dag. Rússnesk vopn ógna friðnum við Miðjarðarhaf Á SAMA tíma sem nýr andi skap ast í Genf halda rússnesk og tékk nesk vopn áfram að streyma til Egyptalands og fleiri Arabaríkja. Þessi vopn ógna nú friðnum fyrir botni Miðjarðarhafs. ísraelsmenn búast þá og þegar við stórárás á land sitt. Eru þeir nú teknir að leita fyrir sér um vopnakaup í Bandaríkjunum, Bretlandi og viðar. Svo að segja daglega er efnt til árekstra á landamærum ísraels og grannríkja þess. Styrj- aldarótti breiðist út í þessum heimshluta og augu heimsins beinast í stöðugt vaxandi mæli að þessari nýju púðurtunnu. Á undanförnum árum hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt sig mjög fram um að koma á friði við hið nýstofnaða Ísraelsríki og sætta það og nágraniiaþjóðir þess. Nú hafa Rússar svarað þessu sáttastarfi með því að hefja ’ sjálfir, og láta leppríki sín hefja vopnasölu til annars aðilans. Friðardúfa Rússa og komm- únista um víða veröld hefir nú tekið að sér nýtt hlutverk, nefnilega það að blaka vængj- Per Asbrink þjóðbankastjóri í Svíþjóð; einn af frammámönnum jafnaðarmanna: Við skulum gæta okkar gagnvart þeirri tekju- hækkun, sem verður loftið tómt. um sínum yfir vopnasölu kommúnistaríkjanna til þeirra j þjóða, sem af minnstri ábyrgð- artilfinningu handleika fjör- egg heimsfriðarins. Hjálparbeiðni úr Tjarnargötu FRÁ þingi kommúnistaflokks ís- lands í Tjarnargötu hefir nú í vikunni borizt ný hjálparbeiðni. Flokksþingið beindi þeim tilmæl- um til annarra vinstri flokka, að vera nú svo vænir að taka upp samvinnu við „Sameiningarflokk alþýðu, sósíalistaflokkinn“ um myndun vinstri stjórnar í land- | inu. Á því töldu kommúnistar vera höfuðnauðsyn, nú sem fyrr. Þetta flokksþing kommúnista var venjufremur fámennt og dauft. Kom þar greinilega fram, að einangrun flokksins er farin að verka lamandi á hið fjarstýrða lið. Þess vegna endurtekur það í sífellu bænir sínar um vinstri stjórn. Það er eina leiðin til þess að hindra áframhaldandi upp- dráttarsýki í flokknum. Rödd úr Skuggasundi EN í svipaðan mund og þessi hjálparbeiðni barzt frá herbúð- um kommúnista í Tjarnargötu heyrðist einnig rödd úr Skugga- sundi, þar sem eru höfuðstöðvar Tímans og Framsóknarflokksins. Blað Framsóknarflokksins lýsir því yfir sama daginn og málgagn kommúnista birtir áskorun flokks þings þeirra um vinstri stjórn, að nú sé fyrst og fremst nauðsyn á einu í íslenzkum stjórnmálum: Að einangra „íhaldið", samstarfs- flokksins í ríkisstjórn. Síðan kemst Tíminn að orði á þessa leið í þessari sömu grein: „Það skiptir ekki meginmáli hversu flokkar alþýðunnar eru margir, heldur hitt hvort þeim tekst að jafna svo flokkarig, að þeir fái staðið saman —“. Þegar það er haft í huga, sem hér á undan er haft eftir Tímanum, að höfuðnauðsyn sé því að einangra „íhaldið“, þá verður ekki annað séð en að höfuðmálgagn Framsóknar- flokksins sé nú enn einu sinni að mæla með því, að flokkur þess sjái aumur á kommúnist- um og hefji samvinnu við þá með myndun svokallaðrar vinstri stjórnar. Það er sannarlega engin furða þótt kjósendur Framsóknarflokks ins eigi erfitt með að átta sig á málflutningi blaðs hans. Einn dag inn fordæmir það kommúnista og lýsir því hátíðlega yfir að þeir séu gjörsamlega ósamstarfhæfir. Annan daginn er það jafn ákveð- ið í því að landinu verði ekki stjórnað nema kommúnistar séu teknir í ríkisstjórn!! Þannig er málafylgja Tímans. Þannig gegnir Framsóknarflokk- urinn því hlutverki sínu að vera „milliflokkur“ í íslenzkum stjórn málum. Bátagjaldeyrir, milliliðagróði og drengskapur NOKKUR fleiri atriði eru í þess- ari sömu Tímagrein, sem ástæða er til að taka lítillega til með- ferðar. Þar er þvi t. d. haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „fundið upp bátagjaldeyris- skipulagið til þess að fita milli- liðina.“ Þessi ummæli gefa mjög góða hugmynd um baráttuaðferðir og drengskap Tímamanna. Þeir hafa þótzt finna lyktina af því að hækkun álagsins á bátagjaldeyri sé ekki vinsæl meðal almennings. Þá taka skrifarar Tímans sig til, og lýsa því yfir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi „fundið upp“ bátagjaldeyrisskipulagið til þess að hjálpa milliliðunum til bess að græða! En hvaða ríkisstjórn skyldi nú hafa veitt bátaútveginum þá að stoð, sem felst í hinum svokall- aða bátagjaldeyri? Islenzkur almenningur er áreið anlega ekki svo gleyminn að hann reki ekki minni til þess, enda þarf ekki að skyggnast langt um öxl. Bátagjaldeyrisskipulagið var tekið upp árið 1951, þegar sýnt þótti að gengisbreytingin nægði ekki til þess að tryggja rekstur bátaútvegsins og atvinnu og afkomu almennings við sjáv- arsíðuna. Samstjórn Sjálfstæðisflokks ins og Framsóknarflokksins fór þá með völd í landinu und- ir forsæti Steingríms Stein- þórssonar. Innan þessarar rík isstjórnar ríkti ekki minnsti ágreiningur um það, að lík- legastá leiðin til þess að hjálpa bátaútgerðinni væri að veita henni nokkur gjaldeyrisfríð- indi. Allir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar voru sammála um þessa ráðstöfun. Frá ábyrgum mönnum í Framsókn arflokknum hefir heldur aldrei heyrzt stuna eða hósti í þá átt, að flokkurinn hefði ekki átt fullan þátt í þessu úr- ræði til stuðnings aðalatvinnu- vegi landsmanna. Það er líka vitað að fram til þessa hefir það haldið vélbátaflota lands- manna í gangi og átt ríkan þátt í því að skapa mikla og varanlega atvinnu við sjáv- arsíðuna undanfarin ár. En nú kemur Tíminn og lýsir því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „fundið upp“ bátagjaldeyris- skipulagið. Það er vissulega ekki ofmælt að Tímamönnum sé flest fremur lagið en að láta baráttu- aðferðir sínar mótast af dreng- skap og heilindum. Staðreyndum snúið við ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemst nú í vikunni þannig að orði að „hóp- ur norrænna kaupsýslumanna" hafi haft forgöngu um það á al- þjóðlegri ráðstefnu, að beita sér fyrir ráðstöfunum til þess að koma íslenzka flugfélaginu Loft- leiðir á kné. í þessum ummælum er sann- leikanum hreinlega snúið við. Hverjir eru það, sem verið hafa í stríði við Loftleiðir? Það er fyrst og fremst SAS. En hvað er SAS? Það er fyrst og fremst sam- eignarfyrirtæki þriggja ríkja. Það er ríkisfyrirtæki, sem hefir aflað sér einokunarað- stöðu í flugmálum Norður- landa. En hver er það, sem hefir stutt Framh. á bls I*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.