Morgunblaðið - 15.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1955, Blaðsíða 2
w MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. nóv. 1955 "j i'HREFNA EINARSDOTTIR, Mar- jargotu' I hér í bæ verður til (moldar borin í dag. Hún var fædd í Ytri-Knarartungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi 14. ágúst 1901, ;en dó efíir langvarandi veik- indi, á sjúkrahúsi 9. þ. m. — IForeldrar Hrefnu voru, Einar iÞorkelsson, skrifstofustjóri Al- íþingis og kona hans Ólafía Jóns- Idóttir, ættuð úr Ólafsvík, sem jenn er á lífi. Hrefna heitin var ívígift. Fyrri maður hennar var teiggeir Einarsson póstfulltrúi og áttu þau 3 börn, Gyðu, gifta heiinar, systkinum og öllu ætt- fólki. — — Þegar góð kona er lögð til hvíldar í skaut fósturjarðarinn- ar, stöndum við eftir hljóð, hneigjum höfuð vor, — og þökk- um Guði fyrir líf hennar. — O. C. GJÖGRI, 11. növ.: Aðalfundur Kaupfélags Strandamanna var haldinn s.l. sunnudag. Urðu þar allmiklar umræður og gætti nokk urrar óánægju með starfsemi fé- lagsins. Félagsmenn eru nú um 30. iniwiciaror ! Agli Bjarnasyni skrifstofustjóra, ■ Hafstein, sem er giftur vestur í Kaliforníu og Einar, vélsmiður hér í bæ. — Seinni maður Hrefnu ::var Guðmundur Þórðarson skip- stjóri, en þau voru barnlaus. ; Guðmundur og Hrefna lifðu í ; hamingjusömu hjónabandi í 20 ; ár, og reyndist Guðmundur Ijhenni umhyggjusamur eiginmað- ur og góður eins og bezt var jkosið. j Hrefna átti til góðra manna að 1 telja í báðar ættir, enda hafði tekið að erfðum, bæði líkamlegt i ög andlegt atgervi. Hún var fríðleikskona svo að af bar og miklum gáfum gædd, en að ! heríni stóðu líka sterkir stofnar. Einar faðir hennar var sonur hins merka klerks, séra Þorkels Eyjólfssonar á Staðastað og madömu Ragnheiðar Pálsdóttir frá Hörgsdal, og eru í þessum ættum landskunnir gáfumenn og kjarkmiklar konur. Ég man vel eftir ömmu Hrefnu, madömu Ragnheiði, mikilli fríð- leikskonu, kátri og lífsglaðri, þó að hún væri orðin öldruð, og hefði stjórnað mannmörgu heim- ili á stóru prestssetri í hálfa öld ■og eignazt 17 börn. Ég býst við að Hrefna heitin hafi verið býsna lík ömmu sinni í mörgu. Fríð- Jeikskona var hún og í henni var mikill köggur. Hún átti með sér mikinn viljastyrk og bar allt mótlæti, bæði sjúkdóma og ann- að, með ótrúlegu þreki og still- ingu. Það var eins og hún ætti mestan kjark þegar mest á bját- aði og hún þurfti mest á honum að halda, en þetta er einkenni íslenzkra kvenna. — En þó að Hrefna heitin væri nú svona viljasterk, átti hún samt hins vegar bljúga og viðkvæma barns- lund og bjó yfir kvenlegum ynd- isþokka, sem allir hlutu að taka eftir. Hún yar svo nærgætin og vmhyggjusöm við alla smælingja óg börnin áttu víst skjól sitt undir hennar verndarvæng. Það má með sanni segja, að þessi glæsilega kona gæti ekkert aumt »séð, og svo hjálpsöm var hún og jgreiðvikin, að hún sást ekki fyrir i þeim efnum. Hrefna var bók- elsk og bókhneigð eins og hún étti kyn til, og heimilisrækin var hún og híbýlaprúð. — Það háði þessari góðu konu, hversu hún var heilsulítil. Það mátti svo segja, að hún væri heilsubiluð frá því að hún var 18 ára gömul, en þetta böl bar hún með einstakri þolinmæði og geðró. Sömuleiðis tók hún heilsu- leysi sínu síðustu árin með miklu J>reki og bar það með kristilegu trúartrausti. Ég votta aldurhniginni móður fcennar og eiginmanni fyllstu samúð mína, sem og börnum Hjaríardé! E L I N Hjartardóttir, Eystri-1 Kirkjubæ, lézt að heimili dóttur ’ sinnar á Selfossi, 26. okt. s.l. — Hafði hún um nokkurra ára skeið verið heilsuveil og oft veikari en samferðafóik hpnnar hafði hug- mynd um. Elín var fædd að Eystri- Kirkj ubæ 7. jýlí 1883." Fóreldrar hennar voru merkishjónin Guð- björg Gunnársdóttir og Hjörtur Oddsson, er bjuggu lengi í Eystri- Kirkjubæ og áttu gott og mynd- arlegt heimili. Voru þau hjónin mjög vinsæl á Kangárvöllum og víðar. Elín ólst upp í foreldrahús um, ásamt Systur og bróður, Sig- ríði og Oddgeir. í Eystri-Kirkjubæ var heimilis- bragur góður, myndarskapur og hreinlæti viðurkennt víða um sveitir. Elín vandist aðeins góðu í uppvextinum. Hún átti ágæta foreldra og systkini, sem hún unni mjög. Henni var kennt það bezta, sem góðir foreldrar inn- ræta börnum sínum. Framkoma- Elínar, hvar sem hún fór, bar þess merki, að hún tileinkaði sér alltaf það, sem henni var kennt í uppvextinum. Engum gat dul- izt, sem kynntust henni, að hún var góð kona, sem helgaði sig starfinu, og lét gott af sér leiða. Elín var vel að sér, ágætlega greind og sómdi sér alls staðar vel. Skólagöngu fékk Elín enga nema, ef telja mætti nokkrar vik- ur, sem hún naut tilsagnar hjá Helga Skúlasyni frá Herru og Vigfúsi Guðmundssyni frá Keld- um. Þessir menn leiðbeindu henni í fáar vikur í reikningi og skrift árið fyrir ferminguna. Barna- skólar voru ekki komnir í sveit- irnar almennt á þeim tíma. Elín hafði oft orð á því, að hún hefði haft mjög gott af tilsögn þessara mætu manna. Víst er það, að Elín var prýðilega vel að sér, ágætlega ritfær, víðlesin og sjálf menntuð. Ég kynntist Elínu eftir, að hún var komin á efri ár. Vissulega var svipur hennar hreinn og fram koman virðuleg. Það var orð á því haft, að Elín hafi verið mjög glæsileg, þegar hún var á bezta skeiði. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Birni Guðmundssyni, 4. júlí 1910. Sama ár byrjuðu þau búskap á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum. Sú jörð er af- skekkt nokkuð og er ein af fjalla- jörðum Rangárvalla. Búnaðist þeim hjónum vel að Rauðnefs- stöðum, þótt jörðin væri erfið á ýmsan hátt. Þau eignuðust 3 efnilegar dæt- ur. Er ein þeirra búsett að Sel- fossi, ein vestur í Borgarfirði og ein á Pllíðarenda í Fljótshlíð. Björn og Elín hættu búskap á Rauðnefsstöðum árið 1947, eftir Heklugosið, en þá fór aska og vikur yfir Rauðnefsstaði og gerði jörðina óbyggilega fyrstu árin eftir gosið. Jörðin hefur ekki far- ið í byggð aftur, þótt vikurinn sé að mestu horfinn. Er hún því nú afrétta- og beitiland fyrir Rangvellinga og Fljófthlíðinga. Þegar hjónin fluttu frá Rauð- nefsstöðum, tók Björn Guð- mundsson að sér forstöðu útibús Kaupfélagsins Þór að Vegamót- um í Holtum. Gegndi hann því starfi til ársins 1953, en þá fluttu hjónin að Selfossi og hafa verið þar síðan I nálægð dóttur sinnar. Bæði urðu þau sérstaklega vin- sæl í Holtum. Þau voru gestrisin og vildu leysa hvers manns mmmng HÚN andaðist 5. nóv. síðast lið- inn. Það mátti segja, að viðskiln- aður hennar við þetta iíf, væri eins og þegar slökkt er Ijós, hún dó með svo skjótum hætti. Guðbjörg var fædd í Innri- Njarðvík í Gullbringu- og Kjós- arsýslu, dóttir Jóseps Jónssonar og Þorgerðar Þorsteinsdóttur, er þar bjuggu. Jósep var vel gefinn maður, duglegur sjómaður og annálaður sem formaður, bæði sem góður hún dó 10. ágúst 1919. Þarna fóru tvær sys.turnar með þriggja mánaða millibili. ( Þetta var mikil sorg, bæði fyr- ir móðurina og fósturforeldrana, en allt þetta bar Guðbjörg me3 stakri þolinmæði og æðruleysi. Þorstein tóku hjónin Sigurður Guðmundsson og Hólmfríður Björnsdóttir. Hefur hann alla tíéí verið sem þcirra barn. Hann cí húsamálari að atvinnu og kvænt- ur Margréti Magnúsdóttur. Guðbjörg hefur alltaf vericí með Jóni syni sínum og konu | hans síðan hann kvæntist og hef- ! ur tengdadóttir hennar reynzt j henni sem bezta dóttir. Af þessu, sem hér hefur verið! sagt, má sjá, að æfi Guðbjargac hefur ekki alltaf verið rósunt stráð. Guð gefi henni ró og frið | nýjum heimkynnum. ( Blessuð sé minning hennar. Guðm. Guðmundsson, vanda. Var þeirra mjög saknað, þegar þau fluttu í burtu. Elín var jarðsungin að Keld- um 5. þ. m. við hliðina á foreldr- um sínum. Var mikið fjölmenni saman komið við jarðarförina, sem vitnaði um vinsældir hinnar látnu. í. J. Bára Karlsdótfir F. 15. nóv. 1930. D. 17. maí 1955. Kveðja frá skólasystur. Með vorblæ í sál og sinni þú sólskinsbarn ætíð varst. Með ylríku árstíðinni til æðri heima þú barst. Þú áttir í einlægu hjarta þann yl, sem við þráum mest. Þú lýsir með ljósinu bjarta, þitt líf var að gjöra sem bezt. Nú kveð ég þig kæra, Bára, mín kveðja er þakkargjörð. Ég minnist nú æsku-ára, þú engill varst hér á jörð. ★ Undra fljótt kom engill dauðans inn til þín á vorsins stund. Enginn veit, nær kallið kemur, komin ert’ á Drottins fund. Hann þér veitir bústað bjartan, börn þín annast föðurhönd. Yfir þeim velferð vakir. Vorsins gróður prýðir lönd. Þerra skal nú trega tárin, trúin læknar öll vor sár. Aftur hittast æsku-vinir eftir nokkur jarðnesk ár. Á Saman okkar leiðir lágu, leiddumst oft í berjahlíð. Skólasystir, þér ég þakka þína vinsemd alla tíð. stjórnandi og aðgætinn á allan hátt, enda þurftu formennirnir á opnu bátunum oft á því að halda. Þorgerður kona hans vel gefin og háttprúð kona. Þau áttu fiögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur. Jósep varð ekki gamall, hann dó 49 ára að aldri, eftir langvar- andi veikindi. Stóð kona hans þá uppi eignalaus með fjögur börn, það yngsta sjö ára. Eftir missi manns sín tekur Þorgerður sig upp og flytur til Reykjavíkur og stofnar þar heim- ili með börnum sínum. Þorsteinn, eldri sonurinn var þá útskrifaður úr Sjómannaskólanum og kominn í siglingar. Hann settist að í Nor- egi og giftist þar, en dó eftir nokkur ár. Það var um aldamótin 1900, sem Þorgerður fluttist til Reykja- víkur með börnin. Guðbjörg var þá upp komin stúlka, myndarleg og vel gefin til munns og handa, eins og hún átti kyn til í báðar ættir. Móðurætt hennar var úr Gufudalssveit við Breiðafjörð, en föðurættin frá Galtastöðum í Árnessýslu. Guðbjörg giftist hér í Reykja- vík 23. október 1903, Jóni Guð- mundssyni, ættuðum norðan úr Húnavatnssýslu. Hann var þá bú- inn að læra í Sjómannaskólanum og orðinn sjómaður á skútu — þá var skútuöldin hér á landi, eins og það var kallað. — Þau fóru að búa hér í bænum, en cam- veran varð ekki löng, því að í byrjun vertíðar 1910 drukknaði hann af litlum báti hér í Reykja- víkurhöfn. Þannig endaði æfi hans. Þetta var mikið reiðarslag fyrir Guðbjörgu. Nú stóð hún uppi eignalaus ekkja með fimm börn, sitt á hverju árinu. En það var hennar gæfa, að hún var vel kynnt og börnin voru efnileg, enda urðu margir til að rétta henni kærleiksríka hjálparhönd, sem vert er að þakka. Þrjú af börnum hennar voru tekin í fóst- ur. — Börn Guðbjargar voru: Jósep, sem var elztur, þá Sigurrós, Gerða, Þorsteinn og Jón. Jósep var fæddur 1903, en hann missir hún aðeins tíu ára gamlan. — Eggert Claessen tók Gerði í fóst- ur og gerði hana að kjördóttur sinni, en þegar hún er að verða uppkomin stúlka, veikist hún og er flutt til Kaupmannahafnar og þar deyr hún 5. nóv. 1919. Það má stundum segja, að þeg- ar ein báran rís, þá sé önnur vís. Sigurrósu, dóttur Guðbjargar, tóku Ólafur og Jóhanna Einars- dóttir frá Grindavík til fósturs, en Kópavogs SJÓÐUR þessi var stofnaður tiS minningar um frú ÁslaugU Maack. Hlutverk hans er að veita styrk þeim, sem í vanda erta staddir af völdum sjúkdóma eða! annarra óviðráðanlegra orsaka. Fyrir atbeina sjóðsstjórnar- innar og með aðstoð ýmissa góð- viljaðra manna hefur sjóðurintS farið nokkuð vaxandi og árlega veitt einhverjum velþegna að« stoð. En ætíð eru næg verkefnf fyrir hendi og nauðsyn ber til ací efla þessa starfsemi. i Sjóðsstjórnin er nú að undir-t búa „bazar“ í því skyni og heit- ir þess vegna á menn að gefa muni í því augnamiði. JóliiS nálgast og væri ánægjulegt, ef unnt væri að geta með þesstí móti glatt og hjálpað sumurnj þeim, sem nú hafa þess þörf. Formaður sjóðsstjórnarinnafl er frú Sigríður Gísladóttir, Kópa vogsbraut 23, Kópavogi (síml 1186) og mun hún gefa frekarl upplýsingar ef óskað er. Þá verð- ur og senn auglýst í verzlunum í Kópavogi nánar um þetta mál. Ætlunin með þessum línum efl aðeins að minna á þennan þarfa sjóð og hvetja menn til þess a<J láta eitthvað af hendi rakna. Lítil gjöf getur glatt ótrúlega mikið. Og stundum ber það, semi vér gefum beztu og varanlegustu vextina jafnvel þótt vér vitunj ekki af því. Gunnar Árnason. Veturinn heilsar vel í Ffjótsdal SKRIÐUKLAUSTRI, 4. nóv. — Haustveðráttan í Fljótsdal má teljast góð. Síðustu sumarvikuna var þó norðlæg átt með nokkru frosti, en snjóaði ekki að heitið gæti. Október var mjög úrkomu- lítill, en fremur kaldur. Fyrstu vetrarvikuna var ágæt veðrátta. og einkum tvo fyrstu daga vetr- arins einstök veðurblíða. Sauðfé var fremur vænt 3 haust, bæði dilkar og fullorðið, þó nokkuð misjafnt, en sums staðar með lang bezta móti. l’ DÁNARFREGN Hinn 25. október s.l. lézt á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, Margrét Sigfúsdóttir, 82 ára gömul. Hún hafði fótavist fram 1 undir það síðasta og hafði sæmi- lega sjón og heyrn. — Hún var fædd á Skjögrastöðum í Skógum, og átti mörg systkini. Var móður- systir „Erlu“ skáldkonu frá Teigl í Vopnafirði. Margrét var greind- arkona, vel hagmælt, bjartsýn og sveitabarn í þess orðs beztu merkingu. — Hún hafði lengi á hendi barnakennslu og kenndi þá einkum yngri börnum. — J.P. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.