Morgunblaðið - 15.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. nóv. 1955 #V$l!ttMll&Ífr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Á'skriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. t^^as>^)t-<aG>wJ!L^afi,vj( ^sekót Qóew LyoiAóáef, ao ótiila tií friot Vel af sér vikið! UM það ríkir sennilega enginn ágreininguf, að á íslandi eins og í öðrum löndum gengur ekki alltaf eins vel og skyldi. Auð- velt er að benda á ýmiskonar misfellur í starfi einstakling- anna og þeirra, sem með völdin fara á hinum ýmsu sviðum þjóð- lífsins. Þetta er einfaldlega af- leiðing þess, að hvorki einstakl- ingarnir né þeir, sem falin hefur Verið forsjá opinberra mála eru alvitrir eða alfullkomnir. Það er eitt af lögmálum lífsins, að menn stíga víxlspor og bresti fram- sýni til að sjá allt fyrir. Tíminn ræðir stjórnmála- og efnahagsástandið í forystugrein sinni s. 1. laugardag með nokkuð sérstökum hætti. Kjarni hennar var þessi: Hér á landi gengur sumt vel um þessar mundir, sumt illa. Það sem gengur vel er allt Framsóknarflokknum að þakka. Hitt, sem gengur illa er hinsvegar allt Sjálfstæðisflokkn- um að kenna. í ráðuneytum þeim sem Framsóknarráðherrarnir stýra er allt það unnið, sem gagn- legt er gert af hálfu núverandi ríkisstjórnar, í ráðuneytum Sjálfstæðisráðherranna er hins- vegar ekkert gert. Þau bera aftur á móti ábyrgð á því að fjár- festing er of mikil og dýrtíð fer vaxandi í landinu. Eimfremur er það þeirra sök, að lánsfjárskort- ur ríkir og gjaldeyriseyðsla er úr hófi fram. Undir lok forystugreinar sinnar þakkar Tíminn svo f jármálaráðherranum það ein- um og sér í lagi, að afkoma rikissjóðs sé góð. Það verður að teljast vel af sér vikið hjá samstarfsflokki Sjálfstæðís- manna að hafa látið málgagn sitt mála slíka mynd. Til þess þarf mikil brjóstheilindi og töluvert óvenjulega trú á dóm greind almennings! Allt stangast á Athugum nú einstök atriði þessara Tímaraka. Blaðið þakkar Framsóknarflokknum stuðning ríkisstjórnarinnar við húsnæðis- umbæturnar. En Sjálfstæðis- flokkurinn má eiga lánsfjár- skortinn. Þá hælir blaðið fjár- málaráðherranum fyrir góða af- komu ríkissjóðs. En hinn mikli innflutningur og gjaldeyris- eyðsla, sem skapar ríkissjóðnum tollatekjurnar er Sjálfstæðis- flokknum að kenna. Enda þótt Framsókn eigi heiðurinn skilið fyrir að mikið er byggt af íbúð- arhúsum verður Sjálfstæðis- flokkurinn þó endilega að bera ábyrgðina á of mikilli fjárfest- ingu. Svona rekst allt á hvers ann- ars horn í málflutningi Tímans. Svo mikið or iyrirhyggjuleysið og áhuginn fyrir að þakka Fram- sókn allt það, sem fólkið er ánægt með en kenna Sjálfstæðis- flokknum allt það, sem miður er vinsælt. Sennilega er það einsdæmi í stjórnmálasögu heimsins, að stjórnmálaflokkur skuli telja sér sæmilegt að haga mál- flutningi sínum þannig gagn- ,•; vart samstarfsflokki í ríkis- . stjórn En þetta eru engu að síður sú baráttuaðferð, mann-. dómur og drengskapur, sem ráðherrar Framsóknarflokks- ins telja, að málgagn þeirra eigi að temja sér. Þessi mála- fylgja halda þessir frómu stjórnmálamenn að mælist vel fyrir meðal almennings. Þess vegna hefur þetta verið grunn tónninn í skrifum Tímans undanfarna mánuði. Látum svo vera. En mikið má vera ef hin gamla maddama hef- ur ekki misreiknað sig í þessu. Almenningur á íslandi er ekki eins heimskur og dómgreindar- laus og hún og Tíminn halda. Fólkið veit, að það hefur ekki síður komið til kasta Sjálf- stæðismanna að framkvæma fyr- irheit stjórnarsamningsins um fjáröflun til raforkuframkvæmda húsnæðisbóta og annarra fram- kvæmda, sem núverandi ríkis- stjórn vinnur að. Yfirleitt má segja, að góð sam- vinna hafi ríkt innan ríkisstjórn- arinnar um framkvæmd málefna samnings hennar. Báðir stjórn- arflokkarnir hafa einnig staðið vel saman um að gera ríkisbú- skapinn greiðsluhailalausan. Er það meira en sagt verður um Framsóknarflokkinn þegar fjár- málaráðherrann var úr hópi S j álf stæðismanna. Bílar og gjaldeyris- noar i SVO sem kunnugt er af nýjustu fréttum, fer hinn nýskipaði soldán í Maroccó, Ben Youssef, frá París á morgun áleiðis til Rabat, höfúðborgar Maroccós — Mikill viðbúnaður er við komu hans, og hefur flokkur þjóðernis-- sinna, Istiqlal-flokkurinn, skipu- lagt fjölmennar varðsveitir, sem ætlað er ásamt lögreglu og her, að halda uppi röð og reglu við komu Ben Youssefs. Búizt er við, að innfæddir menn munu fjölmenna í Rabat, því að Ben Youssef nýtur mik- illar virðingar meðal þeirra. — „Enginn, sem séð hefur soldán- inn, verður blindur", segir í arocco l ? LIFINU þjóðernissinnar sjá fram á það, að eins og málum er nú háttað — þá séu Maroccóbúar ekki færir um að taka einir að sér stjórn landsins. Nú krefjast þeir samninga við Frakka á þá lund, að hin nánu gömlum trúarbókum Maroccó- búa. Og það er ekki sízt þess vegna, sem óttast er, að þröngt verði á þingi við endurkomu Ben Youssefs. :• • • UNDANFARNA daga hefur Ben Youssef setið á rökstólum með frönskum stjórnarvöldum — um framtíðarstöðu Maroccós. Þjóð- ernissinnaflokkurinn, en það er sá flokkur, sem hefur veitt Ben Youssef öflugastan stuðning. hef- ur haft algeran skilnað Frakk- lands og Maroccós á stefnuskrá sinni. Á síðustu mánuðum hefur orðið um mikla stefnubreytingu að ræða — því að nú þykjast Uewakandi ókrifar: eyðsla Það er fáheyrð ósvífni þeg- ar blað Framsóknarflokksins heldur því fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn beri ábyrgð á þeirri gjaldeyriseyðslu, sem sprettur af hinum mikla inn- flutningi bifreiða til landsins á þessu ári. Hver einasti mað- ur veit, að innan ríkisstiórn- arinnar ríkti enginn ágrein- ingur um það, að afla tekna til stuðnings togaraútgerð- inni með því að hatolla bíla- innflutninginn og auka hann verulega. Jafnvel kommúnist- ar og Alþýðuflokksmenn voru þeirri ráðstöfun samþykkir. En nú reynir Tíminn að kenna Sjálfstæðismönnum, að til þessa úrræðis var gripið. Það er sannarlega engin furða þótt sú skoðun verði stöðgt almennari, að í raun og veru sé Framsóknarflokk- urinn naumast samstarfshæf- ur. Þá skoðun keppist blað hans sí og æ við að útbreiða. Demokrafar vinna á í héraðsstjórna kosningum, sem fram fóru í Bandaríkjunum fyrir skömmu unnu Demokratar veru- lega á. Eykur það enn sigur- horfur þeirra í forsetakosning- unum, sem fram eiga að fara á næsta ári. Veikindi Eisenhowers forseta hafa orðið mikið áfall fyrir Republikana. Engum blandast hugur um að hann er langsam- lega vinsælasti maður flokks síns. En útilokað er nú talið að hann bjóði sig fram að nýju. Þeir Nixon varaforseti og Warren forseti hæstaréttar komast hvergi nærri honum í vinsældum enda þótt helzt sé rætt um þá, sem hugsanlega frambjóðendur. í Demokrataflokknum stend ur baráttan nú aðallega um þá Averill Harrimann og Adlai Stevenson. En ýmsir aðrir koriia þar einnig til greina- Margt virðist benda til þess að völdum Republik- ana ljúki með næstu kosning- um. Kjarval — YFIRLITSSYNINGIN á verk- um Kjarvals í Þjóðminja- safinu verður framlengd um viku, og gefst mönnum því færi á að leggja leið sína þangað i annað eða þriðja sinn, og vonandi verða þeir örfáir, sem láta tæki- færið ganga sér alveg úr greip- um. Málverkin eru langflest í einkaeign, og því óvíst, hvenæi mögulegt verður að sjá svo mörg málverk Kjarvals samankomin aftur. Fátt er eins þroskandi og að virða fyrir sér listaverk, sem þrungin eru lífi, auðugu ímynd- unarafli og innsýn og lyfta grárri blæju hversdagsleikans af örðug- leikum daglegs lífs. í málverk- um Kjarvals sjáum við mann, sem hrist hefur af sér hlekki vanans og sótt frjálsa list sína í skaut náttúrunnar og lifað þar lífi sínu. Sennilega þráir hver maður að geta lyft af sér hlekkjum van- ans og fá útrás þess sköpunar- máttar, sem í honum býr. En móðir náttúra mismunar börn- um sínum nokkuð og gefur þeim mismunandi mikið í vöggugjöf. — Þeir, sem fleygja af sér bönd- um vanans, en hafa ekki til að bera þær gáfur og þann skap- gerðarþrótt, sem til þarf, verða aðeins reköld á lífsins sjó. Það þarf mikið andlegt atgervi til að lifa frjálsu lífi — í listinni, sem í öðru. — og óháð lund hans IMYNDUM Kjarvals lýsir sér slíkur sköpunarkraftur og litagleði, að trúin á getu manns- andans vex með hverjum, sem nýtur listar hans. Lífsgleði lista- mannsins, sterkur persónuleiki og óháð lund ráða mestu í list hans, enda segja listamenn og listagagnrýnendur, Kjarval eitt bezta dæmi þess, að hægt sé að læra að þekkja til botns og til- einka sér nýjar stefnur í listinni, en láta þær aldrei skyggja á per- | sónuleikann. Kjarval hefur aldrei farið troðnar götur. Hann hefur verið eins konar „enfant terrible" ís- | lenzkrar málaralistar, sérstæður og sjálfstæður, barn náttúrunnar — íslenzkrar náttúru, sem okkur finnst fegurst í heiminum. Yfirlitssýning? HÉR er talað um yfirlitssýn- ingu, og hafa vafalaust þeir, sem að henni standa, gert sitt bezta til að gera hana slíka. Samt eru þar aðeins um 200 málverk — brot af þeim gífurlega fjölda málverka, sem listamaðurinn hefr ur gert -.-¦ .. ' . . ¦¦ m * )vH Tæplega mun nokkur íslenzkuri listamaður, sem íslenzka þjóðin á og hefur átt, hafa afkastað eins miklu og Kjarval — og honum F hafa líka vafalaust verið mis- lagðar hendur eins og öðrum mannlegum verum. Kunnugir menn segja, að Kjarval hafi full- gert allt að sjö málverkum á dag — og ekki gott að segja, hvað listamaðurinn sjálfur segði við slíkri staðhæfingu — og að hann hafi stundum átt það til að vinna að þrem málverkum í einu. Við sjáum í anda hamhleypuna standa fyrir framan þrjár mál- aratrönur í mosagrónu hrauninu á Þingvöllum til að geta málað öll litbrigði frá sólaruppkomu til sólarlags. „Listin er vinna" ÞETTA er enginn barnaleikur jafnvel fyrir frábæran lista- mann, enda heitir eitt málverk hans á sýningunni „Listin er vinna". Sé það rétt, að Kjarval hafi málverk sín fullsköpuð í huganum, áður en hann festir þau á léreftið — byrji efst í vinstra horninu og haldi áfram niður eftir léreftinu — gefur auga leið, að þetta er gífurleg áreynsla. Verk hans eru svo sam- felld listaverk, og sú lífsgleði og þróttur, er stafar af málverkum hans og eigin persónu, verður þess valdandi, að oft finnst okk- ur, að listin hljóti að vera honum leikur einn. En það er enginn vafi á því, að braut Hstarinnar hefur stundum verið þungfær. Þjóðin hefur ekki alltaf skilið óskabarn sitt, og kom það jafnvel fyrir hér fyrr á ár- um, að málverk hans lentu í öskutunnunni Mun Ben Youssef reynast f ær um að stilla til friðar? tengsl Frakklands og Maroccós verði rofin — að Maroccó hljóti fullt sjálfstæði, en verði þó háð Frakklandi á svipaðan hátt og samveldislöndin Bretlandi. Þjóð- ernissinnar kröfðust þess, að Ben Youssef ræddi þessi mál við frönsku stjórnina — og jafnvel, ,ið hún gengist inn á breytingar þessa átt — áður en hann tæki /ið soldánsembætti að nýju. • • • t!N ÞAÐ er einnig annar maður, ;em kemur mikið við sögu í þessu tnáli. Það er El Glaoui Pasha — naðurinn, sem stóð að baki þess, ið Ben Youssef var rekinn frá 'öldum. Ef svo fer, að Frakkar ganga ið samningaborðinu um framtíð Vlaroccós, óttast þjóðernissinnar, að Frakkar krefjist þess, að fylgifiskar El Glaoui taki þátt í samningaumleitunum af hálfu Maroccós — og allir samningar fari þar af leiðandi út um þúfur. Þjóðernissinnar óttast að EI Glaoui verði þrándur í götu. Vegna hins hverfula ástands í frönskum stjórnmálum — er ekki að. vita hvort Frakkar munu treysta sér, til þess að taka ein- hverja fullnaðar ákvörðun — eða hvort kvatt verður til alþjóðaráð- stefnu um málið — en slíku má búast við, þar sem mál þetta hef- ur þegar verið rætt hjá Samein- uðu þjóðunum. Rússarnir sigruðu LONDON, 14. nóv. — Rússneska knattspyrnuliðið Dinamo lék í dag við enska knattspyrnuliðið Sunderland — og unnu Rússarn- ir með 1:0. Markið var sett fjór- Um minútum fyrir leikslok. —NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.