Morgunblaðið - 15.11.1955, Síða 14

Morgunblaðið - 15.11.1955, Síða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. nóv. 1955 ! Ekl c/ með vopnum vegic jj í EFTIR SIMENON rr sru Framhaldssagan 42 sjálfan eig, eins öruggur og drengur á prófi, sem á að segja frá einhverju því atariði, sem ■hann hefur margendurtekið síð- astliðna þrjá mánuði. „Er umsjónarmaðurinn hérna?“ Meðan hann var að bera fram spurningu sína við Marie Tatin, kom hann auga á umsjónarmann inn og gekk til hans með hend- 'urnar í buxnavösum og þuklaði ÆÍfellt með annarri hendinni ein- hvern hlut, sem hann geymdi í vasanum. ,,Ég er kominn til þess að .... “ „Sýna mér flautuna þína, eða var það ekki það, sem þú ætlað- , ir að segja?“ Ernest hópaði um fet aftur á bak, leit undan, hugsaði sig ör- lítið um og tautaði: „Hvaða flautu?“ „Þessa, sem þú ert með þarna í vasa þínum. Hafði þig lengi íangað til að eignast flautu?“ Drengurinn tók gripinn alveg ósjálfrátt upp úr vasanum og lagði hann á borðið. I „Og nú skaltu segja mér alla söguna.“ | Ernest setti upp þrjóskufullan svip, en yppti svo ofurlítið öxlum því að hann var nú eiginlega þeg- ar orðinn dálítið hrekkjóttur og illgjarn náungi, þótt ekki væri hann gamall. Og í svip hans mátti greini- lega lesa svarið: I „Jæja, gott og vel. Flautuna er ég búinn að fá og nú ætla ég að segja það, sem þeir skipuðu mér að segja.“ Hann leit aftur á umsjónar- manninn: i „Það er viðvíkjandi bænabók- jinni. Ég sagði þér það ekki um idaginn, af því að þú gerðir mig hræddan. En mamma vill að ég segi alveg eins og er. Þeir komu og spurðu eftir bænabókinni, rétt fyrir hámessuna.“ Hann gat ekki varist því að roðna í framan og skyndilega hrifsaði hann flautuna af borð- inu, eins og hann væri hræddur um að hún yrði gerð upptæk vegna ósannsögli sinnar. „Og hver var svo það sem kom og bað þig um bókina, drengur minn?“ „Monsieur Metayer, skrifarinn í greifahöllinni“. „Komdu hérna og sestu hiá mér. Langar þig ekki til oð smakka með mér á hænsnakjöt.. inu?“ „Jú, með sódavatni....“ „Marie, færið okkur einn skammt af hænsnakjöti og eina flösku af sódavatni .. og ertu svo ánægður með flautuna þína? Blástu einu sinni í hana.“ Líkmennirnir litu undrandi við, þegar hátt og skerandi blíst- ur rauf þögnina. „Mamma þín keypti hana seinni partinn í fyrradag. Var það j ekki?“ „Hvernig veiztu það?“ „Hve mikla peninga létu þeír * mömmu þína fá í bankanum í fyrradag?" j Rauðhærði drengurinn horfð- ist í augu við hann. Hann var ekki kafrjóður lengur, heldur fölur. Hann gaut augunum +il dyra, eins og hann væri að mæla vegalengdina þangað. „Borðaðu bara matinn þinn í rólegheitum. Ekkert liggur nú I ! svo sem á. Það var Emile Gautiar seni þú fórst til. Hann lét þig svo : ■læra hlutverk þitt alveg orðrétt! • utan að. Er það ekki rétt hjá j mér?“ í 1 „Jú....“ „Og hann sagði þér að bera þessa sögu út um Jean Metayer?“ ,,Já.“ Drengurinn þagði vandræðaleg ur um stund, en spurði svo, hik- andi: „Hvað ætlarðu svo að gera við mig?“ Maigret gleymdi alveg að svara þessari spurningu drengsins. Hann var að hugsa. Gautier hafði viljað koma gruninum á Jean Metayer, svo að hann yrði ákærður, en áform hans hafði kollvarpast og orðið að engu, kvöldið áður. Þá hafði honum orðið það ljóst, að hinn hættulegi maður var ekki skrif- arinn, heldur greifinn af Saint- Fiacre. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun hans, þá hefði hann orðið að fara mjög tímanlega næsta dag í heimsókn til rauðhærða kórdrengsiiis og kenna honum aðra lexíu: „Þú skalt segja, að það hafi verið greifinn sjálfur, en ekki Jean Metayer, sem bað þig um bænabókina.... “ Og nú endurtók drengurinn: „Hvað ætlið þér svo að gera við mig?“ Maigret hafði ekki tíma til að svara honum, því að nú kom málflutningsmaðurinn niður stig ann og inn í borðstofuna. Þegar hann sá umsjónarmanninn, gekk hann til hans með framretta hönd ina og ofurlítið hikandi á svip- inn. „Sváfuð þér vel í nótt, umsjón- armaður? Afsakið .......en mig langar til að spyrja yður ráða í nafni iskjólstæðings míns .... Þetta er nú beinlínis hiægilegt, að ég er alveg að sálast úr höfuð- verk eftir samsætið í gærkvöldi. Ekki þolir maður nú mikið.. “ í Og hann settist, eða öllu held ur hneig, niður í stólinn við borð j Maigrets. „Jarðarförin er klukkan tíu, eða er það ekki rétt hjá mér?“ Hann leit til líkmannanna og því næst á fólkið, sem gekk í smá hópum eftir götunni og beið þess að athöfnin hæfist. „Okkar á milli sagt, haldið þér að það sé skylda hans að.... ? Þér megið ekki misskilja mig. Við höfum verið að athuga allar aðstæður, og það er af einskærri varfærni að . ... “ „Má ég nú fara, Monsieurs?“ Maigret tók ekki eftir spurn- ingu drengsins. Hann var að tala við málflutningsmanninn. „Hafið þér ekki ennþá skilið?“ „Það er að segja, ef maður rannsakar :.. .“ „Hlýðið ráðum mínum, rann- sakið hreint ekk neitt.“ „Að yðar áliti er þá sem sagt bezt að fara, án þess að. ...?“ Of seint. Ernest hrifsaði flaut- una af borðinu, opnaði dyrnar og hljóp út eins hratt og fæturnir gátu borið hann. „Lagalega séð, þá er aðstaða okkar ágæt....“ „Ágæt, já.“ „Er kannske ekki svo? Það er einmitt það, sem ég var að segja við ....“ „Svaf hann vel í nótt?“ „Hann klæddi sig ekki einu ’ sinni úr fötunum. Hann er mjög fíngerður drengur, ákaflega við- \ kvæmur, eins og margir ungir ! menn, sem eru af góðu fólki komnir og. ...“ Líkmennirnir lögðu við hlust- * irnar, þegar þeir risu á fætur og borguðu veitingarnar. Maigret reis einnig úr sæti sínu, klæddi sig í þykka yfirfrakkann með flauelskraganum og setti hattinn á höfuðið: „Þið hafið báðir möguleika á því, að laumast héðan í burtu án þess að mikið beri á, meðan..“ „Meðan á greftruninni stend- ur? .. En þá verð ég líka sem fyrst að síma og panta leigubif- reið handa okkur .... “ „Það er alveg rétt“. Presturinn var í rykkilíninu, en Ernest og tveir aðrir kór- drengir í skrúðfötum. Sóknar- prestur úr nærliggjandi sókn bar krossinn og gekk fremur greitt vegna kuldans. Á leiðinni sungu þeir sálma. Sveitafólkið hafði safnazt sam- an í þéttan hóp, neða við tröpp- urnar og beið þess er verða vildi. Að lokum opnuðust hallardvrn- ar og fjórir menn, sem báru lík- kistuna á milli sín, birtust í dyrunum. Bak við þá sást hávaxinn mað- urinni í anddyrinu, — Maurice de Saint-Fiacre — beinn og djarf mannlegur, en rauðeygður. Hann var ekki dökkklæddur. Hann var eini maðurinn, sem ekki hafði búizt sorgarklæðum. Hann kom einn og engum sam- ferða út úr höllinni og aleinn gekk hann á eftir líkbörunum. Þaðan sem Maigret stóð, gat hann séð hús ráðsmannsins, sern einu sinni hafði verið heimili hans. En nú voru dyr þess harð- lokaðar og hlerar fyrir gluggum, Einnig í höllinni voru tjöld dregin fyrir alla glugga. Og það var aðeins í eldhúsinu, sem þjón ustufólkið fylgdist með öllu í gegnum gluggana. Tilbreytingarlaus sálmasöngur inn rann saman við marrið í möl inni, þegar líkfylgdin mjakaðist eftir malbornum veginum. Kirkjulukkurhar hringdu, lágt og dapurlega. Augu Maigrets og greifans mættust. Missýndist umsjónarmannin- um? Honum fannst sem hann sæi veikt bros flögra um varir Maurice de Saint-Fiacre. Ekki kærulaust bros auðnulauss af- komanda úrkynjaðrar ættar, held ur alvarlegt bros, þrungið ró- semd og öruggu trausti. Meðan athöfnin í kirkjunni fór fram, heyrðu allir viðstaddir ganghljóð í bifreið. í henni sátu tveir niðurlútir menn og áhyggju- fullir, uppgjafa einkaritari og at- vinnulaus málflutningsmaður. SÖGULOK. Verzlunarráð Isiands efnir til hádegisverðar í Leikhúskjallaranum fimmtu- daginn 17. þ. m., kl. 12, vegna komu forstjóra framleiðni- stofnananna í Danmörku og Noregi. — Þar munu þeir skýra frá þætti verzlunarinnar í aukinni framleiðslu. — Þátttakendur eru beðnir að snúa sér til skrifstofu V. í., símar 3694 og 4098, fyrir kl. 5 á miðvikudag. Óllum kaupsýslumönnum er heimil þátttaka, meðan húsrúm leyfir. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS C.ÞtlSKINSSON t JORNSIN! Grjótagötu 7 — Símar 3573—5296 puni MARGSKONAR KERAMIK Heilds^la Sil^íurteig 4 f Ljosvallagötu 32 Aðalútsölur I Reykj'avík: J \ Blómaverzlunin Flóra M3aðsto*fa Ferðaskrifstofunnar Hatnarf jö^ður/ Blójnaverzlunin Sóley SEKKJATRILLUR fyrirliggjandi Útvegum allskonar flutningabönd og flutningavagna LAUGAVEGI 166 51% þeirra bíla sem framleiddir voru á s. 1. ári í Bandaríkj- unum voru með CUMMINS dieselvél. Allir stærstu bíla- framleiðendur vestra nota CUMMINS dieselvélar í bíla sína. eins og t. d.: White, Mack, International, Rco, Diamond, Federal, Autocar, Euclid og F W D. CUMMINS dieselvélarnar eru fáanlegar í stærðum frá 95—200 hestöfl, til notkunar í stærri bíla. OllliA? Afgreiðslumaður Vantar afgreiðslumann, helzt eitthvað vanan. Bústaðabúðin, Hóimgarði 34, Sími: 81804.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.