Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvilcudagur 16. nóv. 1955 Glæsile?' isl'. tóiilisíarliátii Vegleg gjðf t»l Tj I, 4JÍ>5m*í ,■ • á afinæli Tónskákfef ól; Tónlisl eldri og yngri lénskálda hyll! af elnleikurum, hljómsveifum og kórum I TILEFNI af 10 ára afmæli Tón- Skáldafélags íslands gengst það í byrjun næsta mánaðar fyrir tónlistarhátíð með flutningi ís- lenzkra verka eingöngu. Þetta er í fyrsta skipti, að haldin er hátíð xneð íslenzkum tónverkum, en tilefni hátíðarinn- ar er auk þess, að á norrænu tónlistarhátíðinni í fyrra reynd- ist ofraun fyrir þá krafta, sem hér voru fáanlegir að flytja ís- lenzk tónverk auk annarra þeirra norrænu verka, sem Norræna .tónskáldaráðið hafaði ákveðið að If lytja skyldi é þessari hátíð. Þótti frónskáldafélaginu íslenzka því tejállfsagt að láta skyldur sínar Igagnvart gestunum sitja fyrir. j Hátíðin hefst sunnudaginn 4. -desember, neð því að haldinn er framhaldsfundur Tónskálafélags- ■ins. Biskupinn yfir fslandi beit- ■ir sér auk þess fyrir því, að í jkirkjum landsins verði lögð |éhersla á, að flytja íslenzka tón- jlist þennan dag. Mánudaginn 5. dcsember eru kirkjutónleikar í dómkirkjunni og verða þar leikin orgelverk. Þriðjudaginn S. desember halda hljómleika karlakórinn „Fóst- bræður1' og Karlafór Reykjavik- ur undir stjórn þeirra Ragnars Björnssonar og Sigurðar Þórð- arsonar, en einsöngvarar verða Guðmundur Jónsson og Jón Sig- urbjörnsson. Miðvikudaginn 7. desember) eru kammermúsiktónleikar í Austurbæjarbíói, en Tónlistarfé- lagið gengst fyrir þeim tónleik- um. Fimmtudaginn 8. desember verða hljómsveitartónleikar í Þjóðleikhúsinu. Stjórnendur Róbert A Ottósson og dr. Victor Urbancic. Föstudaginn 9. desember a að ljúka hátíðinni með sanisæti, þar, sem flutt verði eingöngu íslenzk danslög. KRABBAMEINSFÉLAGI íslands hefur nýlega borizt vegleg gjöf, að upphæð 10 þús. kr., frá Mar- gréti Guðmundsdóttur, Gýgjar- hóli í Biskupstungum til minn- ingar um móður hennar látna, Helgu Gísladóttur. Krabbameins- félag íslands þakkar hjartanlega þessa rausnarlegu gjöf. • LUNÐUNUM, 15. nóv — Nú eru hernaðarsérfræðingar frá Saudi-Arabíu og Sýrlandi í Prag til að kynna sér nýtízku vopn, sem íramleidd eru í Tékkósló vakíu. Eru þeir á ferðalaginu með vopnakaup fyrir augum. Er talið, að lönd þessi geri með sér vopnasölusamninga, áður en langt um líður, en eins og kunn- ugt er selur Tékkóslóvakía gífur- legt magn af vopnum til Egypta- Iands um þessar mundir. — NTB. ÁustiUTÍskui' Maðaraaður á ferð hér SíErtR VERIÐ i 40 UNDANFARNAR vikur hefur dvalizt hér austurrískur blaða- maður, Alfred Joachim Fischer að nafni — og kona hans Eva. Þau komu hiiigað frá Grænlandi, en þar dvöldust þau í fjórar vikur og skoðuðu landið eftir því sem kostur var á. Komust þan alla leið norður til Thule — og 'má segja, að slíkt ferðalag só engum heiglum hent. HAFA VERIÐ I 40 LÖNDUM Mbl. hafði tal af þeim hjón- um í gær, en þau munu hafa flogið áleiðis til Oslo í morgun. Létu Fischer og frú vel af dvöl sinni hér á landi — þrátt fyrir að veðurlagið hafi ekki verið sem bezt — en þau hafa dvalizt hér um sex vikna skeið. Þau hjónin hafa ferðazt mikið um víða veröld á undanförnum árum og heimsótt 40 lönd — allt frá Persíu og Egyptalandi norður á nyrztu slóðir. Skrifar Fischer ferðapistla frá ferðum sínum fyrir blöð í mörgum löndum — en þó aðallega í Austurríki. —- Meðal þeirr eru Neue Zúricher Zeitung, Frankfurter Rundschau, Montreal Daly Star — o. fl. Þegar hjónin voru innt eftir því — hvernig þeim hafi líkað dvölin á íslandi — sögðust þau vera sammála um það, að ferðiu hefði tekizt mjög vel, og þafí hefði verið skemmtilegt að fá tækifæri til þess að heimsækjg lsland. Þau hafa ferðazt töluvert um landið, m. a. verið á Akureyri, við Gullfoss og Geysi — og ferð- Frh. á bls. 12L ifl 80 ára Eva Hjálmarsdóffir IsSenzk kona vekur afhygli á sviði kirkjulegra skreyíinga ] (Útdráttur úr grein í sænska blaðinu Pá Fritiden um próf- lausnir frú Sigrúnar Jónsdótt- ur, sem þessa dagana heldur sýningu á listiðnaði sinum í bogasal þjóðminjasafnsins). DAG nokkurn í ma, s.l. barst feiknamikill pakki, vátryggður fyrir rúmlega 12 þús. ísl. krónum, til þeirrar deildar NKI-skólans (Nordisk Konst Institutet), sem helguð er teikningu, málaralist og hagnýtri myndlist. Pakki þessi, — ,.ern kom frá ísl. konu, búsettri í Gautaborg, — hafði að geyma fjölda frumdrátta, sýnishorna og ' fullgerðra muna, sem voru próf- lausnir í frjálsum listsaumi við NKI. Vegna fjölda sýningargripanna sem sumir voru einnig mjög stór- Ir, t. d. voru þarna höklar í fullri i stærð varð að setja munina upp í fundarsal skólans. Kennarinn í frjálsum listsaumi og dómnefnci- in, sem átti að úrskurða um beztu lausnina, voru mjög hrifin. Frú Sigrún hlaut mjög háa einkunn og vinnubrögð hennar voru met- in sem bezta framlag nemenda skólans á s.l. vori. Auk þess var ákveðið, að gefa h.f. Libraria, sem er stærsta fyrirtæki á Norð- urlöndum á sviði kirkjulistar, kost á því að kynnast vinnu- brögðum frú Sigrúnar. Það, sem forstöðukona þessa fyrirtækis, frú Odelquist-Ekström, sagði um vinnubrögð hennar, er hið mesta lof, sem nokkur nemandi getur látið sig dreyma um. Eftir að frú Odelquist-Ekström hafði staðið alllengi þögul frammi fyrir tillöguuppdráttum og útsaumi höklanna, sagði hún, að lausnirnar á verkefnunum bæru vott um sérstaklega þrosk- aða samræmiskennd. „Allt þetta verður að meta með hliðsjón af kirkjunni og búnaðí hennar“ bætti hún við. „Útsaum- uðu gripirnir eru fíngerðir og .samræmir í litbrigðum sínum, og betri en tiliöguuppdrættirnir. En framar öllu er ásaumstækni (applikations-tækni) hennar framúrskarandi góð. Þetta mynzt ur hér hefir hún t. d. prentað á dúkinn. Þetta er ævaforn aðferð, ;,cm á síðustu tímum hefir nftur verið tekin upp í kirkjulistinni. Einnig hinum hefðbundnu við- langsefnum eru hér gerð mjög góð skil“. Sem dæmi benti frú Odelquist-Ekström á hökul með myndum af postulunum. „Tækni (Gallertækni) sú, sem frú Sigrún hér notar, er sjaldséð í Svíþjóð. Hvítu höklarnir með (applik- ation) eru verulega fersk vinna. Meðfæddir hæfileikar (en natur- begávning) frú Sigrúnar eru sennilegasta skýringin“. Manni dettur í hug fornnorræn höfðingjadóttir þegar frú Sigrún hekur til NKI-skólans með þrjá stóra pakka af úrlausnum og lýk- ur þar með námi sínu í textillist. „Hvíhlík afköst. Hvernig hafið þér komið öllu þessu í fram- kvæmd? Hvílíkur sköpunarmátt- ur í formi og listum, og hvílík smekkvísi í vali efnis“, varð frú Maud Gramström, umboðsmanni myndlistardeildar NKI að ovði, er hún hafði athugað vinnubrögð frú Sigrúnar Jónsdóttur. Þegar blaðið innti frú Sigrúnu eftir framtíðaróformum hennar, svaraði hún m. a. á þessa leið: „Ég hefi alla tíð haft mikinn óhuga á að skapa eitthvað nýtt, sérstaklega á sviði handavinn- unnar. Fyrst lagði ég stund á handavinnunám í Reykjavík með handavinnukennslu fyrir augum. Lauk ég sérkennaraprófi í handa- vinnu kvenna vorið 1947. Þó fór ég námsför til Danmerkur. Síðan stundaði ég um skeið vefnaðar- nám við vefnaðarkennaraskólann í Naas í Svíþjóð. En fyrst eftir að ég gerðist nemandi við NKL- skólann leystist sköpunarþró mín að fullu úr læðíngi og þar hefi ég fengið ríkuleg tækifæri til að gera það, sem mig hafði svo lengi dreymt um. Aðalóhugamál mín eru að fá aðstöðu til.að vinna sem mest og sem bezt á sviði kirkjulegrar list- ar og að Batik-myndgerð. Heima á íslandi vildi ég helzt mega vinna. Fegurð lands míns mcð fjölbreytni þess og andstæð- um í formi og litum heillar mig svo mjög. Mig langar svo mjög til að fá að vera þátttakandi í sköpun r.ýs, þjóðlegs stíls íslenzkrar skreyt- ingarlistar." í DAG, 17 nóvember, er alheims- félag Guðspekinema 80 ára. Fé- lagið var stofnað í New York 17. nóvember 1875. Forgöngu- menn stofnunarinnar voru: Helena Petrona Blavatsky og Henry Olcott ofursti. Frú Blav- atsky var miklum dulrænum hæfileikum gædd og hin mikil- hæfasta kona. Eftir hana liggja mörg rit og merkileg. Mun Olcott ofursti einnig hafa verið mjög mikilhæfur maður. Var hann fyrsti forseti félagsins og gegndi því starfi til dauðadags. Að hon- um látnum tók dr. Annie Besant við forsetastörfum. Samstarfs- maður hennar var um langt skeið C. W. Leadbeater biskup. Urðu þau heimskunn fyrir störf sín. Eftir þeirra dag tóku aðrir mikil- hæfir menn við störfum og stjórn félagsins. Hefur félagið náð út- breiðslu um allan hinn menntaða heim og hefur nú deildir sínar í 44 þjóðlöndum. í greinargerð, sem prentuð er innan á kápu tímaritsins Gang- lera, segir meðal annars: Til- gangur félagsins er þrefaldur: í fyrsta lagi: að móta kjarna úr allsherjarbræðralagi mannkyns- ins, án tillits til kynstofna, trú- arskoðana, kynferðis, stétta eða holdslitar. í öðru lagi: að hvetja menn til að leggja stund á sam- anburð trúarhragða, heimspeki og náttúruvísinda. í þriðja lagi: að rannsaka óskilin náttúrulög- mál og öfl þau, er leynast með mönnum. Enginn er spurður um trúarskoðanir, er hann gengur í félagið og engum er úthýst þótt hann trúi ekki kenningum Guð- spekinnar. En bræðralagshug- sjónina verða allir að aðhyllast. Guðspekifélagið er flokkur manna, sem teljast til allra trúar- bragða eða engra. Bandið, sem tengir saman er hin sameiginlega leit að sannleikanum. Kjörorðið er: Engin trúarbrögð eru sann- leikanum æðri. í guðspekilegum fræðurft eru gerðar miklar og gáfulegar til- raunir til að skýra ráðgátur til- verunnar og vandamál iífsins. Og þeir, sem kafað hafa djúp mann- legrar reynslu, leitað þar orsaka og afleiðinga í Ijósi hins æðra skilnings á lífinu, hafa margt til málanna að leggja. Guðspekineminn veit af blund- andi öflum í sál sinni, og ef hann er áhugasamur, kostar hann kapps um að vekja þau og kalla þau til þjónustu. Hann veit, að markmið mannlífsins er full- komnun, fullkomnun mannlegs þroska. Hann veit líka, að það takmark bíður allra, hversu ó- líklegt, sem það kann að virðast. Nokkru eftir aldamótin síðustu barst Guðspekistefnan hingað til lands. Árið 1912 var fyrsta Guð- spekistúkan stofnuð hér í Reykja yík. Hlaut hún nafnið Reykja- víkurstúkan. Var hún skipuð ýmsum ágætum mönnum. Hafa kenningar þessarar stefnu vakið athygli margra hugsandi manna meðal þjóðarinnar, enda hefur mál þetta átt góða fylgismenn. Árið 1920 voru Guðspekistúkurn- ar orðnar svo margar, að henta þótti að stofna sérstaka deild, er yfirstjórn hefði í þessum mál- um á landi hér. Fyrsti forseti deildarinnar var sr. Jakob Krist- insson, síðar frú Kristín Thor- oddsen og nú síðast Grétar Fells, rithöfundur, sem hefur haft það starf á hendi um 20 ára skeið. Eru nú starfandi 10 Guðspeki- stúkur á landinu. Fjórar þeirra eru i Reykjavík, aðrar fjórar hér sunnanlands, utan Reykjavíkur, og tvær á Norðurlandi. Önnur þeirra er á Akureyri, en hin í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Kristján Sig. Kristjánsson. „Islande-France kofflil ú! TÍMARIT Alliance Francaise í Reykjavík, „Islande-France“, er nýkomið út. Hefst það á minningarorðum um Pétur Þ.J. Gunnarsson, hinn nýlátna forseta félagsins, eftir sendiherra Frakka í Reykjavík, Monsieur Henri Voillery. Enn- fremur skrifar Magnús Jochums- son, póstmeistari, um hann minn- ingargrein. Annað efni ritsins er löng og fróðleg gfein eftir Helga Sigurðs- son, hitaveitustjóra, um Hitaveit- una í Reykjavík, framkvæmd hennar og reynd. Mun sú grein girnileg til fróðleiks um þetta efni fyrir útlendinga. Þá er grein um afhjúpun minnisvarða um franska sjómenn, sem farizt hafa við íslandsstfendur og athöfn sem fór fram í því tilefni í gamla kirkjugarðinum hér í Reykjavík hinn 14. júlí 1954. — Franski blaðamaðurinn Mario A. Costa skrifar greinina Kvöld á Chaillot- hæð. — Þá er grein eftir Rémy Roure, Alþjóðlegt hæli fyrir mun aðarlaus börn frá stríðsárunum, í grennd við París. — Önnur grein eftir Daniel-Rops fjallar um fornleifafræði og þátt Frakka í fornleifarannsóknum og loks skrifar ferðagarpurinn og íslands vinurinn Robert Andrault grein um ísland og ferðalög sín hér. — Þá er í ritinu skýrsla um starf- semi félagsins undanfarin tvö ár og efnahag þess. Ritmál allt er á frönsku Ritið er skreytt allmörgum myndum og sérstaklega vandað og fallegt að öllum frágangi. EVA Hjálmarsdóttir er fædd i Stakkahlíð í Loðmundarfirði 16. nóvember 1905 og er því fimm- tíu ára í dag. Foreldrar hennar voru hjónin Hjálmar Guðjónsson og Elísabet Baldvinsdóttir. Ekki verða þær ættir hér raktar, en skammt er þar að telja til góðra hagyrðinga og jafnvel þjóðskálda, Eva var óvenjulega bráð- þroska barn, bæði andlega og líkamlega. Langt innan við ferm- ingaraldur var hún tekin að yrkja bæði ævintýri og ljóð. Tíu vetra gömul tók hún að kenna þeirrar vanheilsu, sem eigx hefur reynzt unnt að ráða bót á síðan. Mestan hluta ævinnar hef- ur hún dvalizt á heilsuhælum og sjúkrahúsum og er svo enn. Milli tíu og tuttugu síðustu árin hefur hún ekki getað valdið penna. Ég tel það mikið undur, að þessi heilsulausa kona skuli á síðustu tíu árum hafa gefið þjóð sinni ekki færri en fjórar bækur, og á hinni fimmtu mun bráðlega von. Hitt vekur þó enn meiri furðu, að þetta fjötraða þjáninga- barn bregður sjaldan fyrir sig víli og voli, heldur miklu frem- ur hressilegum blæ, og jafnvel glettni og gáska. í bókum henn- ar er að finna lofsverða bjart- sýni á lífið og mennina, ríka samúð með öllu, sem þjáist og líður illa, og næmleika fyrir því, sem fagurt er og gott. Bækur Evu Hjálmarsdóttur eru: Hvítir vængir, Paradís bernsku minnar, Það er gaman að lifa og Margt er smátt í vettling manns. Ég efast ekki um, að á fimm- tugsafmælinu muni margir hugsa hlýtt til heilsulausu skáldkon- unnar í Víðihlíð, sem þrátt fyrir þungan fjötur um fót á „hvíta vængi" andans til þess að svífa á inn í bjartari heima ævintýra, drauma og ljóða. S. V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.