Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. nóv. 1955 MORGUISBLAÐIÐ 0 Þingvallapresfakall ekki auglýst laust til umsókn- ar í aldarfjórðung Alj)in«i skortir skýringu IGÆR spunnust allmiklar umræður um það í Efri deild Alþingis, hvers vegna prestur hefur ekki verið skipaður að Þingvöllum cg embættið jafnvel ekki auglýst laust til umsóknar í meira en aldarfjórðung, og það enda þótt landslög ákveði, að Þingyalla- sveit sé sérstakt prestakall. Var það Gísli Jónsson, sem hóf máls a þessu í sambandi við frumvarp um umferðarprest. TILLAGA UM WNGVALLAPREST Bar Gísli fram eftirfarandi breytingartillögu: — Ráðherra skipar prest í Þingvallasveit og Úlfljótsvatnssóknir eftir meiri- hlutatillögu biskups, prófasts og Þingvallanefndar, sem jafnframt ákveða starfssvið hans. Aldurs- takmark í embættisþjónustu gild- ir ekki um þetta embætti. PRESTAKALL EKKI AUGLÝST LAUST í ALDARFJÓRÐUNG í ræðu sem Gísli Jónsson flutti með breytingartillögu sinni komst hann m. a. þannig að orði: Það mun vera einsdæmi, að prestakall, sem svo stendur á sem hér, hafi ekki verið auglýst laust til umsóknar í meira en fjórðung aldar. Og það þótt vitað sé, að fjölda margir prestar myndu vilja eiga þess kost að þjóna prestakallinu. Taldi ræðumaður erfit.t að skilja hvað gæti réttlætt það lög- brot, að leggja niður prestsetur á Þingvöllum og neita söfnuðin- um um rétt til að hafa þar sinn eigin prest, svo sem lög mæla fyrir um. En þetta hefur kirkju- málastjórnin látið sér sæma að gera í meira en aldarfjórðung. SLÆMT VIÐHALD KIRKJUNNAR í áframhaldi af þessu og í fullu feamræmi, er sjálf kirkjan látin grotna niður svo að hún getur tæpast talizt messufær, nema í blíðskaparveðri, ef hún hefur þá ekki einhverntíma þegar að er komið fokið af grunninum og yæri hún þá hrópandi minnis- varði um kirkjumenningu þjóð- Brinnar. Allt þetta er látið viðgang- ast á þeim stað, þar sem kristnin var lögtekin og sem menn guma svo mjög af, við innlenda og erlenda menn, að sé helgasti staður landsins, HVf ERU LÖG EKKI FRAMKVÆMD? Ríkið er eitt eigandi staðarins, ríkið eitt eigandi kirkjunnar. rikisstjórnin allsráðandi þessara mála. Alþingi á hér ekki sök. Það hefur fyrirskipað með lög- um, að Þingvellir skuli vera prestsetur og að Þingvalla- og Úlfljótsvatnssóknir skuli hafa rétt til að kjósa sér prest. Það er því kirkjumálastjórn in, sem hefur tekið sér það vald, að þverskallast árum saman við að framkvæma óvéfengjanleg lagafyrirmæli 1 hér að lútandi og það án þess að gefa Alþingi nokkra skýringu á svo óskiljan- legri meðferð á þessu máli. 1 ÓSKILJANLEGAR ÁSTÆÐUR Gísli Jónsson kvaðst um tíma hafa velt því fyrir sér og reynt að fá upplýst, hver væri ástæðan fyrir þvi að Þingvallaprestakall hefði ekki verið veitt í svo lang- an tíma. Gat hugsazt, að það væri af sparnaðarástæðum, — nei, útilokað virtist það, því að launum Þingvallaprests var skipt milli annarra presta. Einn lík- legasta tilgátan var að ekki væri neinn prestbústaður þar. En kirkjumálastjórnin getur ekki aetlazt til að sú ástæða sé tekin, því allir vita að prestar eru skip- ®ðir í mörgum prestaköllum, þar eem er enginn viðhlítandi bústað- Ur fyrir prestinn. RÁÐHERRA KRAFINN SVARS Krafði Gísli Jónsson kirkju- málaráðherra sagna um það, hvers vegna kirkjumálastjórnin hlýddi ekki gildandi landslög- um um að prestur skyldi vera á Þingvöllum og svipti sóknarbörn þeim rétti sem þau hefðu til að velja sér prest. ALLT VALD í HÖNDUM BISKUPS Steingrímur Steinþórsson kirkjumálaráðherra reis upp til andsvara. Hann sagði að þau tvö ár, sem hann hefði gegnt þessu ráðherraembætti, hefði hann yf- irleitt farið eftir tillögum bisk- ups um það hvaða prestaköll væru auglýst laus til umsóknar. Væri það á valdi biskups hvenær þau væru auglýst. Varðandi Þingvallaprestakall sagði hann að sá tími sem það hefði ekki verið auglýst lægi miklu lengra aftur í tímann en hans ráðherra- dóm. ALÞINGI SKORTIR SKÝRINGU Bjarni Benediktsson mælti nokkur orð. Hann ítrekaði fyrirspurn Gísla um það hvers vegna prestakallið hefði ekki verið auglýst. Ef það væru skráð landslög að þar skyldi vera prestaköll, þá skorti Al- þingi skýringu á því hvers vegna þeim lögum væri ekki hlýtt. Bjarni kvaðst hins vegar vera mótfallinn tillögu Gísia að biskup, prófastur og Þíng- vallanefnd skipuðu prest á Þingvöllum. Væri eðliiegast að hann væri kosinn af sókn- arbörnum eins og annars stað- ar tíðkast. Elðni í kaffibrennsltivél AKUREYRI, 15. nóv. — Kl. 14,12 í dag var slökkviliðið kvatt að Efnagerð Akureyrar. Var þá kviknað í kaffibrennsluvél í verksmiðjubyggingunni. •— Et slökkviliðið kom á vettvang stóð eldsúlan upp úr vélinni og upp í loftið, sem er úr timbri. Mikill hluti innréttinga byggingarinnar er úr timbri. Eldurinn náði ekki að læsa sig í loftið en það sviðn- aði einungis. Hefði þarna getað j orðið mikill bruni, því húsið er j stórt geymsluhús, auk þess að vera verksmiðjubygging, en við- i bragðsflýti slökkviliðsins er : þarna fyrir að þakka, svo og hín- um ágætu tækjum þess. —Jónas. Afkoma sjávarút- vegsins FISKIÞINGIÐ afgreiddi þetta stórmál með svofeldum sam- þykktum: Fiskiþingið telur eftirfarandi leiðir koma til greina til þess að skapa útgerðinni rekstrar- grundvöll: a) Bátagjaldeyriskerfinu verði haldið og því breytt á þann hátt, að það tryggi hallalaus- an rekstur bátaútvegsins. b) Bein framlög úr ríkissjóði. c) Niðurgreiðslur úr ríkissjóði á kostnaðarliðum útgerðarinn- ar. Silver Cross barnavagn til solu, Uppl. í síma H2557. Földunarvél Union Special, 2ja nála földunarvél (með arni) til sölu. — Sími 7142. Prjónavál Til sölu prjónavél nr. 5, 140 nála. — Sími 7142. Pakjárn Til sölu ca 20 nýjar 8 og 9 feta plötur. — Sími 7142. TIL SÖLL notaður kasliskúpur. Uppl. í síma 4660. Btlnúmer Vil láta mjög gott 3ja stafa bílnúmer í Reykjavík. Tilb. merkt: „Númer — 504“. — Sendist blaðinu fyrir fimmtudagskvöld. Fallegt sófasett til sölii. T œkifœrisveríS Til sýnis að Klapparstíg 33 (Vöruhúsið), efstu hæð, eft- ir kl. 7. Kvikmynda- sýningavél 6 M/M með tal og tón ásamt hátalara, til sölu. Þeir, sem áhuga hafa, sendi nöfn sín til Mbl., mei'kt: „Tal og tón — 506“, fyrir 20. þ. m. Húspláss til leigu Barnlaust fólk getur fengið leigt 1 herbergi og aðgang að eldhúsi til 14. maí. Fyr- irframgreiðsla áskilin. Sími 82359. Góð stofa með forstofu inngangi, til leigu, við Miðbæinn, nú þeg ar. Reglusemi skilyrði. — Svar merkt: „Reglusemi -— 509“, sendist Mbl. B. S. A. Mótorhjól af árgerð 1947, ný standsett, til sölu. Upp- lýsingar að Bergstaðastræti 56 eftir kl. 6 í kvöld og næstu kvöld. Píanó óskast á leigu eða til kaups gegn áfborgunum. Upplýsingar í síma 2598. DANSSKÓLI Guðnýjar Pétursdóttur Skólinn getur ekki tekið til starfa næstu tvær vikur a. m. k. Auglýst verður strax og kennsla getur byrjað. Kaupsýsfumenn Loftleiðir munu fara þrjár aukaferðir frá New York til Reykjavíkur 3., 10. og 17. desember. Notið tæki- færið og fáið þá jólavör- urnar að vestan. JoftLL fííXZfáöck&L- kökuefni fyrirliggjandi: % DEVILS FOOD HONEY SPICE YELLOW CAKE WHITE CAKE ANGEL FOOD BISQWICK HÚSMÆÐUR! Setjið aðeins egg og vatn í innihald pakkans, og kakan verður dásamleg. BETTY CROCKER framleiðir aðeins það bezta. HEILDSOLUBIRGÐIR: ))8feM&QLSENlEÍ Sími 1—2—3—4 ODHNER Margföldunarvélar Samlagningarvélar Gorðar Gíslason h.f. Reykjavík. Verzlunarráð Íslands efnir til hádegisverðar í Leikhúskjallaranum á morgun, fimmtudag kl. 12, vegna komu forstjóra framleiðnistofn- ananna í Danmörku og Noregi. — Þar munu beir skýra frá þætti verzlunarinnar í aukinni framleiðslu — Þátt- takendur eru beðnir að snúa sér til skrifstofu V. I., símar 3694 og 4098, fyrir kl. 5 í dag. Öllum kaupsýslumönnum er heimil þátttaka, meðan húsrúm leyfir. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.