Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiif í dag: SA-stinningskaldi. ing:. — Dálítil rign- Adenauer Sjá grein á bls. 9. 262. tbl. — Miðvikudagur 16. nóvember 1955 Framkv.stjórar fram- leiðnistofnana á IMorður- löndum í heimsókn Frá vinstri: Rasmussen, framkv.stj., Danmörku, Skogen, framkv.- stj., Noregi, og Gudnasen, verkfr., Danmörku. UM síðastliðna helgi komu hing- að til lands á vegum Iðnaðar- málastofnunar íslands þeir Olav Skogen, framkvæmdastj. norsku framleiðnistofnunarinnar (Norsk Produktivitetsinstitutt) og Wern- er Rasmussen, framkvæmdastj. framleiðnistofnunar Danmerkur (Handelsministeriets Produkti- vitesudvalg). í fylgd með þeim er Christian Gudnason, verk- fræðingur hjá Industrirádet í Danmörku. Munu þeir dveljast hér í tæpa viku og kynna starfsemi og rekstur framleiðni- stofnana Noregs og Danmerkur. í því skyni munu þeir halda fundi með forystumönnum á sviði iðnaðar og verzlunar. S.l. mánudagsmorgun héldu þeir fund með stjórn og starfs- mönnum Iðnaðarmálastofnunar- innar og ræddu á honum um rekstur og starfsemi framleiðni- stofnana Danmerkur og Noregs. Síðdegis sama dag héldu hinir norrænu gestir fund í húsakynn- um IMSÍ með aðal- og vara- stjórnum Félags íslenzkra iðnrek- enda og Landssambands iðnaðar- manna. Skýrðu þeir Skogen og Rasmussen ýtarlega frá störfum framleiðnistofnananna í þágu iðn aðar og einnig hvernig samband- inu milli þeirra og félagssamtaka iðnaðarins væ'ri háttað. Christian Gudnason skýrði frá því, hvernig tengslum milli Industrirádet og framleiðnis-tofnunarinnar væri háttað annars vegar og fyrirtækj- anna hins vegar. Voru fyrirlestr- arnir mjög fróðlegir og komu fram margar fyrirspurnir frá fundarmönnum. Fundurinn stóð vfir í 3 klukkustundir. í gær voru þeir í boði stjórnar Félags íslenzkra iðnrekenda. Var þeim bcðið að skoða ýmsar verk- smiðjur, m.a. fiskverkunarverk- smiðjuna ísbjörninn,' Fiskiðj uver ríkisins, Kassagerð Reykjavíkux’, Vinnufatagerð íslands. Að lokn- urn hádegisverði var þeim boðið að skoða Áburðarverksmiðju rík- isins. Um kvöldið mættu þeir á almennum félagsfúndi hjá FÍI í Þjóðleikhússkjallaranum og þar fluttu þeir erindi, sýndu skugga- myndir og kvikmyndir til skýr- ingar. í dag verða 'þeir á vegum Landssambands iðnaðarmanna, sem rnun sýr.a þeim bygginga- framkvæmdir í Reykjavík. — Þá verður þeim sýnd Iðnskólabygg- ingin í Reykjavík. Kl. 4 e. h. munu Skogen, Rasmussen og Gudnason halda fund með stjórn- um Verzlunarráðs íslands, Sam- bands smásöluverzlana og Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, og er fjárhagsnefndum Alþingis boðið að sitja þennan fund Á honum munu gestirnir segja frá starfsemi norsku og dönsku fram- leiðnistofnananna í þágu verzl- unar og hvernig sambandi þeirra við verzlunarsamtökin er háttoð. Á fimmtudag verða þeir í boði verzlunarsamtakanna, sem munu sýna þeim verzlanir, én um kvöldið verða þeir á fundi með Félagi matvörukaupmanna. Á laugardag munu þeir halda heimleiðis. Framleiðnistofnanirnar gegna þý'ðingarmiklu hlutverki í þágu iðnaðar og verzlunar í Danmörku og Noregi, og hafa þær stuðlað að ýmsum umbótum í rekstri iðnfyrirtækja og verzlana, efnt til námskeiða og kynnisferða til annarra landa til þess að gera mönnum kleift að fylgjast með nýjungum á sviði tækniþróunar- innar. Þá hafa þær gengizt fyrir rannsóknum á sameiginlegum vandamálum iðnaðar og verzlun- ar og veitt styrki við lausn slíkra vandamála. Vegabréfaskylda afnumin MEÐ erindaskiptum milli ríkis- stjórna íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hefur nú verið gengið frá aðild íslands að samkomulagi Norður- landanna frá 22. maí 1954 um að fella niður skyldu ríkisborg- ara nefndra landa til þess að hafa í höndum vegabréf eða önnur ferðaskilríki við ferðalög milli landanna. Jafnframt er felld niður skylda ríkisborgara hvers landsins til að hafa dvalarleyfi við dvöl í ein- hverju hinna landanna. ísland hefur einnig um leið gerzt aðili að Norðurlandasamn- ingi frá 14. júlí 1952 um skyldu til að veita aftur viðtöku ólög- lega innfluttum útlendingum. Gildistaka aðildar íslands að framangreindum Norðurlanda- samningum miðast við 1. desem- ber 1955. (Utanríkisráðuney tið). RKÍ-deild stofnuð á Selfossi SELFOSSI, 15. nóv. — Fyrir nokkru var stofnuð hér deild úr Rauða krossi íslands. Það mál hafði alllengi verið hér á döf- inni, en mjög flýtti það fyrir stofnun deildarinnar, að hingað kom úr Reykjavík, frá Rauða kross deildinni þar, hjúkrunar- kona og hélt hér námskeið í heimahjúkrun á vegum kvenfé- lagsins. í stjórn RKÍ-deildarinnar eru Bjarni Guðmundsson læknir, frú Lovísa Þórðardóttir, Matthías Ingibergsson apótekari, Jón Gunnlaugsson læknir og Gísli Bjarnason verkstjóri. — G. Ól. Fptaí í fiásavík gerir tílraan raeð ódýrar íbáðorhússbyggingar Byggingarverð 99 ferm. húss rúmar 100 þús. kr. Húsavík, 14. nóvember. FORSTJÓRAR Trésmiðjunnar Fjalar h.f. í Húsavík hafa haft mikinn áhuga á því að byggja íbúðarhús, ódýrari en almennt eru nú byggð. Hafa þeir nú lokið byggingu íbúðarhúss, sem er um 90 fermetrar að gólffleti. Eru útveggir hússins klæddir asbesti á venjulega trégrind, en innþiljur allar klæddar gipstexi og kaliti. Einangrun er gosull og korkur og virðist húsið vel ein- angrað. KOSTAR RÚMAR 100 ÞÚS. KR. í húsinu er ein stofa, tvö her- bergi, eldhús, búr, bað, þvotta- hús og geymsla, auk rúmgóðrar geymslu á lofti. Húsið er hitað upp með rafmagnsmiðstöð. Alls mun byggingin, sem eingöngu er byggð af fagmönnum kosta rúm- ar 100 þús. kr. eða um 400 kr. rúmmetrinn, en almennt mun hann kosta hér í steinhúsum 6—800 kr. MJÖG VISTLEGT HÚS Hús þetta lítur vel út og virðist hið vistlegasta, þótt hínnar mestu hagsýni hafi verið gætt og efni látið ráða störfum svo að sem minnst færi til ónýtis. Aðal hvata> maður þessarar byggingartil- raunar var Ingólfur Helgason byggingameistari. Húsið hefur hlotið góða dóma þeirra er það hafa skoðað ög hafa Fjalar borizt óskir um fleiri slíkar húsbyggingar, á næsta ári. — Fréttaritari. Jón Ólafsson brid<>emeistari Selfoss Korrænafélagið heiðraði Halldór Kiljan Laxness í gærkvöldi föorgarsfjóri flutti ræðu og skáltfið las ur verkum sínum IGÆRKVÖLDI hélt Norrænafélagið NóbelsverðlaunaskáldinU Háildóri Kiíjan Laxness heiðurssamsæti í Sjálfstæðishúsinu, Var þar margt manna samankomið, til þess að fagna skáldinú. Formaður Norrænafélagsins Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti ræðu, Þuríður Pálsdóttir söng nokkur lög við texta eftir skáldið — með undirleik Jórunnar Viðar. Að lokum las Laxness nokkra kafla úr verkum sínum. RÆÐA BORGARSTJORA I ræðu sinni þakkaði borgar- stjóri Nóbelsverðlaunaskáldinu fyrir þann skerf, sem það hefur lagt íslenzkum bókmenntum. — Hann kvað Kiljan jafnan hafa verið umdeildan mann, en aftur á móti — sagði hann, að hlut- deild Kiljans í hinu daglega þrasi hafi á engan hátt dregið úr gildi skáldverka hans. Efnið í verk sín hafi hann sótt í sögu ís- lands, náttúru og þjóðlíí — og hinar undurfögru náttúrulýsing- ar hans og safaríka tungutak, J hafi yljað mörgum hjörtum. Að lokum þakkaði borgarstjór- ! inn Kiljan fyrir þá sæmd og þann hróður, er hann hafi fært íslenzku þjóðinni, og sagði það vera honum að þakka, að nú hljómaði íslandsklukkan um víða veröld. á- SKÁLDIÐ ÞAKKAR Að því loknu þakkaði Laxness Norrænafélaginu fyrir þá sæmd, er það hafði sýnt honum — og Gunnari Thoroddsen fyrir ræðu hans. — Slðan las skáldið kafla úr tveim bókum sinna — Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi og Gerplu — við mikinn fögnð áheyrenda. leiija bíl—óku á húsvei______________ Reyndu oð stela sjö öðrum bílum Akranesi, 15. nóv. MJÖG sjaldgæft hefur það verið til þessa, að menn hafi stolið bílum hér á Akranesi, en í nótt brá svo við, að einhverj ir hafa ráðizt að átta bílum hér í bænum með það eitt fyrir augum að stela þeim til aksturs. í sjö bilanna hafa verið framin meiri og minni skemmdarverk. EINN FÓR í GANG | Ekki tókst þó þjófunum að setja neinn bílanna í gang, utan I E-180, sem er vörubíll, eign Þórðar Valdimarssonar, Brekku- j braut 12 hér í bæ. Þjófarnir óku bíl Þórðar á vegg Ilótels Akraness. En klukk- an var um 2,30 er gestir hótels- ins vöknuðu við vondan draum, er bíllinn skall á horn hótelsins | við Bárugötuna. Var af þvílíkur skellur, að hótelgestir héldu að ' snöggur jarðskjálftakippur hefði orðið- eða sprenging í miðstöð. | BÍLLINN TALINN ÓNÝTUR | Þegar komið var að bíln- j um, var þar enginn, en bíll- inn hafði svo stórskemmzt við áreksturinn, að hann er ónýt- | ur talinn. Er næsta furðulegt, að þjófurinn eða þjófarnir skyldu sleppa lifandi úr þess- um mikla árekstri. ÞJÓFSINS LEITAÐ Lögreglan fór þegar á stúfana til að leita þjófsins og var í alla nótt og í dag við að rannsaka málið, en í kvöld er ekki kunn- ugt um að þeir, sem hér voru að verki, hafi verið handteknir. Þá kom hingað í morgun frá tæknideild rannsóknarlögregl- unnar, Axel Helgason, og á hann að taka þátt í rannsókninni. FINGRAFÖR Mér er kunnugt um, að tekizt hefur að finna á einum bílanna, sem urðu fyrir barðinu á skeinmd arvörgunum, fingraför, sem grun samleg þykja, Málið er annars á byrjunarstigi lögreglurann- sóknarinnar. — Oddur. SELFOSSI, 15. nóv. — Hér fer árlega fram keppni í bridge, og er þá í meistaraflokki keppt um titilinn bridgemeistari Selfoss. Er þessari keppni nú nýlega lok- ið og urðu úrslitin þau, að Sel- foss-meistari varð Jón Ólafsson með 149 stig. 2. Sigurður Sigurdórsson 144V2, 3. Tage Olesen 140, 4. Sig. Sig- hvatsson 139, 5. Einar Bjarnason 137, 6. Leifur Eyjólfsson 136%, 7. Friðrik Larsen 136, 8. Bjarni Sigurgeirsson 135%, 9. Grímur Thorarensen 134, 10. Gunnar Vig- fússon 133%, 11. Sveinn Sveins- son 133, 12. Maret Jónsson 131%, ! 13,—14. Guðm. G. Ólafsson og Ólafur Jónsson 129%, 15. Einar Hansson 127, 16. Snorri Árnason 121% stig. Þannig leit bifreiðin út eftir áreksturinn á horn Hótel Akranes: í fyrrinótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.