Morgunblaðið - 18.11.1955, Page 8

Morgunblaðið - 18.11.1955, Page 8
8 MORGUTSBLÁÐIÐ Föstudagur 18. nóv. 1955 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.) Stjóramálaritstjóri: Sigurður Bjamason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. 1 lausasölu 1 króna eintakið. Vilborg Sigurðardóttir frá IVikhól Vinstri glundroðinn uppmálaður HINIR svokölluðu vinstri flokk ar á íslandi hafa undanfarið gefið almenningi í landinu gott tækifæri til þess að kynnast sam- búð sinni og möguleikum sínum til þess að taka á þjóðmálunum á ábyrgan hátt Og það er ófögur mynd, sem þessir flokkar hafa dregið upp af sjálfum sér. Ef rifjuð er upp saga vinstri stjórnar hugleiðinganna s.l. þrjú ár kemur þetta í ljós: Vorið 1953 lýsir Framsóknar- flokkurinn því yfir á flokksþingi sínu, að hann hafi ákveðið að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokk inn eftir kosningarnar, sem fram áttu að fara um sumarið, hver sem úrslit þeirra verði. Jafnhliða ákveða Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn kosninga- samvinnu með sér í nokkrum kjördæmum til þess að hindra kosningu Sjálfstæðismanna. Var ekkert farið dult með það í her- búðum þessara flokka, að ætlun þeirra væri að vinna meirihluta á Alþingi og mynda svokallaða „frjálslynda umbótastjórn“ hlið- stæða þeirri, sem þessir flokkar mynduðu árið 1934 og almennt hefur síðan veríð kölluð „hallæris stjórnin". Mun engin ríkisstjórn hafa komizt jafn nærri því og sú, að leiða ríkisgjaldþrot og algert hallæri yfir íslendinga. En kjósendur hindruðu það í Kbsningunum sumaríð 1953, að Framsókn og Aiþýðuflokkurinn mynduðu slíka stjórn að nýju. Báðir flokkamir biðu mikinn ósigur. Framsókn iðrast og gugnar Við þessi kosningaúrslit setti sára iðran að Framsóknarflokkn- um. Sáu foringjar hans nú beisk- lega eftir flokksþingssamþykkt sinni um að stjórn Steingríms Steinþórssonar skyldi segja af sér og stjómarsamstarfinu slitið. Reyndu þeir nú á alla lund að breiða hjúp gleymskunnar yfir þetta frumhlaup sitt. Stjórn Steingríms sat sem fastast og hinn mikli veiðimaður, sem bygg- ir stjómmálaafskipti sín á þeirri skoðun, að „veiðimenn verði að vera klæddir sem líkustum lit- um landslaginu, sem þeir veiða í“ flutti bækistöðvar sínar í fússi að fagurri laxá í því sveitahéraði landsins, sem lengst hefir kosið Sjálfstæðismann á þing. Framsókn hafði gugnað á vinstri stjómarhugsjón sinni í bili. Engu að síður þótti Fram- sóknarmönnum rétt að allir veiðimöguleikar væru kannaðir. Gloppaðist það upp úr hinum ný- fallna formanni Alþýðuflokksins nokkrum vikum síðar, að honum hefði verið att á það forað, að hefja víðræður við kommúnista um möguleika á stjórnarsam- starfi milli Alþýðuflokksins, Framsóknar og kommúnista. Urðu Alþýðuflokksmenn ókvæða við er þeír fréttu um þessa sendi för hins hvatvísa formanns síns. Töldu þeir Framsókn hafa gert sér mikla svívirðu með því að ginna hann til þessarar sendi- farar. Kommúnistar voru að vísu gráðugir í hvers konar samstarf. En bæði Framsóknarmenn og Al- þýðuflokksmenn töldu það fjar- stæðu. Niðurstaðan varð svo sú, að stjórn Steingríms Steinþórs- sonar sagði ekki af sér fyrr en samkomulag hafði tekizt um nýja stjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Veiðimaðurinn kemur til sögunnar á ný Vinstri stjórnarhugsjónin hafði nú verið skrínlögð um skeið. Hin nýja rikisstjórn undir forystu Ólafs Thors markaði sér stór- j huga og frjálslynda stefnuskrá. Tvö af helztu baráttumálum Sjálf stæðismanna urðu aðal stefnumál hennar, framkvæmd rafvæðingar hugsjónar Jóns Þorlákssonar og Jóns á Reynistað og mjög auk- inn stuðningur við umbætur í húsnæðismálum þjóðarinnar. ! Hinir sósíalísku flokkar undu nú hlut sínum hið versta. Þótt- ust þeir sjá fram á stóraukið fylgi Sjálfstæðismanna ef svo færi fram, að þeir gætu fram- kvæmt stefnumál stjórnarinnar og málefnasamnings hennar. Verð lag hélst auk þess nokkurn veg- inn stöðugt í landinu, atvinna var mikil og velmegun almenn. | Kommúnistar vildu hindra þessa þróun og nokkur hluti Al- þýðuflokksins slóst í för með þeim. Var verkalýðssamtökunum nú beitt af alefli gegn jafnvægis- og framkvæmdastefnu ríkis- stjórnarinnar. Jafnhliða tóku kommúnistar að krefjast vinstri stjórnar hástöfum. Með því að kljúfa Alþýðuflokkinn enn einu sinni tókst þeim að koma slíkri stjórn á í Alþýðusambandi ís- lands, sem lýðræðissinnar höfðu stjórnað frá árinu 1948. Þegar hér var komið tók hinn mikli veiðimaður að kanna lands- lagið að nýju. Klæddist hann nú nýjum klæðum, sem mjög voru í samræmí við liti þess landslags, sem kommúnistar höfðu dregið upp mynd af. Um síðustu áramót birti hann ræður og ávörp, þar sem vinstri stjórnar hugsjónin var holdi klædd að nýju. Hvatti hann mjög til samstarfs vinstri flokkanna. Lét hann þá skoðun í ljós að „hálfur Sósíalistaflokk- urinn“ ætti vissulega heima í þeirri samvinnu. | Kommúnistar töldu sig nú hafa fengið nýjan byr í segl sín. Skelltu þeir á stórverk- föllum og létu vinstri stjórn Alþýðusambandsins jafnframt bjóðast til að taka að sér myndun nýrrar rikisstjórnar. Tókst með þessu að kreppa enn að útflutningsframleiðsl- unni. En tilboðinu um mynd- un vinstri stjórnar var illa tekið. Rann það út í sandinn og höfðu kommúnistar og bandamenn þeirra skömm eina af tiltæki sinu. Brimlending kommúnista Myndin, sem blasir við ís- lenzkum kjósendum af væntan- legri vinstri stjórn er því þannig: Alger glundroði og óeining rík- ir meðal vinstri flokkanna. Þeir geta ekki komið sér saman um neitt — nema hatrið á Sjálfstæðis flokknum og óttann við vöxt hans. Þeir eiga enga sameigin- lega stefnu eða úrræði gagnvart viðfangsefnum íslenzkra stjórn- mála í dag eða á morgun. Vinstri stjórnar róður kommúnista hefur endað í misheppnaðri brimlendingu. Hinni hriplegu Moskvuskútu hefur slegið flairi. HÚN andaðist á heimili sínu og dóttur sinnar hér í bænum 10. þessa mánaðar og verður jarð- sungin í dag frá Dómkirkjunni. Ólöf Vilborg (svo hét hún fullu nafni) var fædd 19. maí 1861 og vantaði því ekki mikið upp á hálfan tíunda tug aldurs, er liún lézt. Foreldrar hennar voru Sig- urður Eyjólfsson hreppstjóri í Pétursey í Mýrdal og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir frá Úthlið í Biskupstungum, og er það merkisætt á báða bóga. Eftir því, sem þá var títt á myndarheimil- um hlaut Vilborg í föður- og móðurhúsum hið bezta uppeldi og þótti fullvaxta hinn bezti kven- kostur þar um slóðir, enda full- reyndist það siðar í hennar langa og farsæla búskap og hjúskap. Hún var fríð kona og höfðing- leg, eins og eigi var ótítt í því kyni, og alla ævi var hún eftir- takanleg fyrir snyrtileik og fág- aða framkomu. Vilborg giftist 22 ára, þ. 27. okt. 1883, einum af efnilegustu bónda sonum sveitarinnar, Grími Sig- urðssyni frá Skeiðflöt, þá 24 ára, en hann hafði að nokkru alizt upp hjá hinum nafnkunna presti og skáldi síra Gísla Thorarensen á Felli, þar höfðu foreldrar hans búið í túnfætinum, að Högna- velli, er hann fæddist 25. apríl 1859, þau Sigurður Ólafsson og EHn Sveinsdóttir. Bar Grímur þá að ýmsu leyti af ungum mönnum í Mýrdai, bæði í sjón og reynd, enda hélt hann að segja mátti fullri reisn alla ævi, en hann andaðist 23. okt. 1949 liðlega níræður að aldri. Þegar eftir giftinguna reistu þau hjónin, Grímur og Vilborg, bú að Nikhól við Pétursey og þar bjuggu þau hartnær hálfa öld við orðlagða rausn og prýði, þar til þau fluttu sig þaðan árið 1930 til Reykjavíkur, en þangað höfðu þá flest barna þeirra flutzt. Þá var Nikhóllinn orðinn þjóðkunn- Minningarorð ur í þeirra höndum húsbændanna og þau síðan við hann kennd. — Börnum þeirri kippti brátt í kyn- ið um atorku og snyrtimennsku, sem og hefir haldizt síðan. Það var mikill hópur, 13 að tölu voru börnin alls, en af þeim eru nú 7 á lífi, og eru þau þessi: Skúli, á heima í Hafnarfirði; Sigurður verkstjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands í Reykjavík; Vilhjálmur, í Vesturheimi; Sigurlín sömuleið- is, ekkja Sveinbjarnar Kjartans- sonar prófasts í Holti Einarsson- ar; Þóra (Steinþóra) í Reykja- vik, ekkja Guðjón skipstjóra Guð mundssonar; Anna í Reykjavik, ekkja Guðmundar rafstöðvarstj. í Vík í Mýrdal; Sigurlynn, búsett i Reykjavík. En síðastur var lát- inn af bömum þeirra Gríms Þor- steinn, búsettur í Hafnarfirði. Nú er fjölskylda þessi, afkomendur Vilborgar í Nikhól og manns hennar, orðin næsta fjölmenn, barnabörn, barnabarnabörn o. s. frv. Þegar þau Vilborg og Grímur fluttust til Reykjavíkur í skjól ræktarsamra barna þeirra, gátu þau í ró og næði litið yfir langan farinn veg í búskaparönnum og margvíslegu sýsli við einn aðal- bjargræðisveg íslenzku þjóðar- innar um allar aldir, landbúnað- inn. Og eftir þeirrar tíðar hætti, sem þau Grímur lifðu og störf- uðu, var vart hægt að hugsa sér álitlegri frammistöðu í þeim efn- um, hvað sem á bjátaði, en á hinu höfðinglega setri þeirra í Nikhól, meðan allt var í góðum gangi. En það átti einnig fyrir þeim að liggja að endast betur en ætla mætti þreyttu fólki öldruðu, þau náðu bæði hinum hæsta aldri (yfir nírætt) með ágætri heilsu, óskertum sólarkröftum og raunar likamlegum einnig, að þvi er kalla má. Vilborg — nær hólf- uu andi óhri^ar: í mjólkurbúðunum situr við það sama IGÆRMORGUN hitti ég eina af húsfreyjum Reykjavikur- bæjar á förnum vegi. Hún var ekki sérlega hýr á svipinn, og inntí ég hana eftir, hverju það sætti. Það kom þá á daginn, að hún hafði verið að sækja mjólk og brauð, og henni hafði alveg ofboðið, hvernig afgreiðslustúlk- urnar handfjölluðu brauðin. Brauðin eru flutt í „mina“ mjólk urbúð í trékössum, sem ekkert er breitt yfir, sagði hún. Afgreiðslu- stúlkurnar víla ekki fyrir sér að þrifa fangið fullt af óinnpökkuð- um brauðunum, þó að þær hafi rétt sleppt hendinni af þvældum og skítugum peningaseðlum. Við- skiptavinirnir geta ekki varizt þeirri hugsun, að hvorki hendur afgreiðslustúlknanna né sloppar þeirra séu svo tandurhreinir, að hægt sé að bjóða fólki upp á brauðin eftir slíka meðferð. Það er hreint ekki geðslegt að verða að bera slíkan mat á borð fyrir fjölskyldu sína — það jaðr- ar við, að konurnar vilji leggja á sig það erfiði að baka brauðin heima, segir húsfreyja um leið og við slítum talinu. — en brauðsölubúðirnar hafa bætt þjónustu sína. UNDANFARIÐ hefir mikið ver- ið rætt og deilt um það í blöðum, að það sé með öllu óverj- andi að fara svo óhreinlega með brauðin. Smithættan er mikil, þar sem hér er um að ræða mat, sem ekki er hægt að sjóða. Þær deilur urðu til þess, að brauð- sölubúðirnar — sem ráðizt var hvað harðast á — hafa margar hverjar tekið sig mjög á og bætt úr þessu. Víðast hvar nota stúlk- urnar nú brauðtengur við af- greiðsluna. Hins vegar er svo að sjá af frá- sögn húsmóður, að mjólkurbúð- irnar hafi ekki tekið umvandan- irnar til sín og álíti því ekki þörf á að taka þær til greina. Það er varla von, að kattþrifin húsmóðir, sem vill hvergi vamm sitt vita í þrifalegri meðferð hvers konar matar, vilji möglunarlaust láta bjóða sér upp á slíka þjónustu í mjólkurbúðunum. M Of stórir lyfjaskammtar. ARGRA barna móðir ritar um hækkunina á Sjúkra- samlagsgjöldunum: „Mér hefir oft flogið það í hug, hvort ekki myndi hægt að draga nokkuð úr kostnaðinum við Sjúkrasamlagið með því að minnka þann lyfjaskammt, sem fólk fær yfirleitt hjá læknum. Uppi á hillu hjá mér standa í löngum röðum stór -lyfjaglös, hálffull af penicillini og ýmsum lyfjum. Þegar börnin hafa veikzt, hefir þeim venjulega nægt miklu minni skammtur af lyfinu en lyf- seðillinn hefir hljóðð upp á. Þetta er einkum óhagkvæmt þegar um er að ræða lyf eins ög penicillin,. sem ekki mega geymast — að því, er mér er sagt. Það er einnig mjög hæpið að láta fólk hafa undir höndum ýmiss konar lyf, sem það kann að grípa til í tíma og ótíma. Yrði það ekki kostnað- arminna og í alla staði hagkvæm ara að hafa lyfjaskammtana smærri?“ Er þessari hugmynd hér með skotið til umsagnar viðkomandi aðila. ▼ MerkJt, klæðlr t’Væð, eins og getið var .— iðkaði lestur sér til ánægju fram til þess síðasta og féll henni heldur ekki verk úr hendi að öðru leyti, undi hag sínum og trúði á Guð og góð málefni, en þeim yildi hún lengst leggja lið. Orð fór af þvi, að það hafi þótt myndar kvenhópur á sinni tíð þær fjórar dætur Sigurðar hrepp- stjóra i Pétursey, og var Vilborg ekki sízt þeirra, en systur henn- ar voru Þórunn, er varð kona Árna bónda í Pétursey Jónssonar, föður Sigurjóns nú bónda þar og þeirra systkina; Ragnhildur gift, Högna á Eystri-Sólheimum Jóns- syni, en þau voru foreldrar síra Sveinbjarnar prófasts á Breiða- bólsstað og hans bræðra; og Steinunn kona Odds á Bakka í Landeyjum. Var þetta fólk allt héraðskunnugt fyrir myndarskap í hvívetna. Þannig var hið bezta áskipað í ætt kringum Vilborgu í Nikhól. Og það er óhætt að segja, að hún gerðist enginn eftirbátur síns fólks, heldur skipaði sinn sess í lífi og starfi með fullum glæsi- leik, þótt eigi væri alltaf við lamb að leika á þeim tímum. Eins og að líkum lætur þynnist nú óðum fyrir augum okkar hin forna fylking gegndarmanna í Mýrdal. En gott og gagnlegt er að minnast þeirra, því að þeir gerðu sitt til þess að halda uppi veg og gengi fólksins í sveitum landsins og því verður ekki þeim að kenna, hinum mætu húsfrevjum og húsbændum, þótt eitthvað misfarist í þeim efnum hjá , hinum, sem á eftir koma í land- I inu. ' í Nikhól var búskapur rekinn með orðlögðum dugnaði í hinni löngu vinnutíð þeirra Vilborgar og Gríms og hinna ötulu barna þeirra. En það var enginn búra- skapur, er menn svo nefna, neid- ur miklu fremur höfðingsskapur, er ávallt blasti þar við, á hvaoa j árstíma sem var, og reyndar hvort j sem að garði bar á póttu eða degi. Var og ánægjulegt þar að koma og njóta hins glaða viðmóts og myndárlegu risnu, er eigi skorti á, enda lá leið margra þar um hlað á þeim árum. Þar reis og furðu-fljótt álitlegt íbúðarhús, sem þá bar af öðrum byggingum ■ i nánd og sæmdi vel metnaði hús- bændanna, og jörðin nytjáðist framar öllum vonum. Þó var ekki * yfir þessu legið, svo að eigi yrði í litið til lofts, er gesti bar að garði; - þá var eins og allt væri í lófa lagið þeim til þjónustu, innan i húss í höndum Vilborgar og utan heimilis til fylgdar ög meðreiðar Gríms bónda. Þurfti og óspart á ; því að halda um langa hríð, er i /fjálfsagt þótti, að Grímur í Nik- ,hól léði leiðsögu • sina um langan veg til þess að koma ferðamönn- : um heilu og höldnu yfir eitt mesta forað og manndrápsvatn á Suðurlandi, Jökulsá á Sólheima- sandi, er loks var brúuð, er tveir tugir voru af þessari öld og þannig gerð óskaðvæn allrí um- ferð. Var þá sannarlega af sem áður var, þótt röskleiki Gríms í fangbrögðum við þá forynju lifði lengi eftir það í þakklétri minhingu margra. En óneitanlaga var oft glatt á hjalla með Grimi og eigi víluð fyrir sér smáræðin, enda hann hraustleika maður með afbrigðum. Mátti vel segja, að það héldist í hendur við Frh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.