Morgunblaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 18. nóv. 1955 Ræba Jóhanns Hafsteins um húsnæðismál Frh. af bls. 9 Samkvæmt þessu er ljóst, að forganga bæjarins um bygg- ingu 600 íbúða á næstu árum, til viSbótar hinum miklu bygg ingarframkvæmdum einstakl- inga og byggingarfélaga, ætti ríflega að nægja til þess, að brag'íaíbúðunum verði útrýmt og jafnframt að allverulegu leyti verði leyst úr húsnæð- isþörf annarra. Eftir upplýs- ingum frá húsnæðismálastjórn munu um 25 lánsbeiðnir liggja fyrir frá fjölskyldum, sem búa í herskálum og standa beinlin- is af sjálfsdáðum í byggingar- framkvæmdum. GERÐ ÍBÚDANNA HÆFI TILGANGINUM Við höfum lagt áherzlu á, að gera okkur sem bezta grein fyrir hvaða gerðir íbúða henti bezt til að fullnægja þeim tilgangi, sem hér er stefnt að. Eftir athugun Gísla Halldórs- sonar á því, hvaða íbúðastærðir hentuðu bezt, ef eingöngu væri míðað við fjölskyldustærðir og aðstöðu braggabúa, voru niður- stöður bessar: 159 tveggja herbergja íbúðir, eða 29,4%. 160 þriggja herbergja íbúðir, eða 29,5%. 173 fjögurra herbergja íbúðir, eða 31,8%. 50 5 herbergja íbúðir eða 9,3%. Þetta er samtals tala bragga- íbúðanna, eða 542 íbúðir. Tillögur okkar byggjast á því, að þriggja og fjögurra herbergja íbúðirnar séu nokkurn veginn samsvarandi útreikningi Gísla, þ. e. 156 þriggja herbergja íbúð- ir í stað 160 og 170 fjögurra her- bergja íbúðir í stað 173. Hins- vegar er heildartala tillagna okk- ar hærri, eða alls 600, og þá höf- um við gert ráð fyrir 272 tveggja herbergja íbúðum í stað 159, ef miðað er við braggana eingöngu. Kemur hér til athugunar, að ekki stærri íbúðir ættu að full- nægja vel frumbýlingum og einnig koma í góðar þarfir til að aðstoða þá, sem eru algerlega húsnæðislausir, enda þótt stærri íbuð sé þá að sjálfsögðu oft miklu ákjósanlegri. Bendi ég á hér til upplýsingar, að eftir skýrslum um fjöl- skyldustærðir í herskálum eru 232 fjölskyldur, scm þar búa með 2 börn og færri og 68 mæður með tvö börn og færri, eða samtals 300 fjölskyldur eða mæður með 1 og 2 börn. ÁBENDINGAR UM STA»- SETNINGU HÚSANNA OG TDÚLÓGUUPPDRÆTTHi AB TEIKNINGUM Við gerum í áætlun okkar á- bendingar um staðsetningu þeirra husa, sem ráðgert er að byggja. Rúm er fyrir þær 170 fjögurra herbergja'>s,ibúðir, sem áætlaðar ery í Iveggja hæða raðhúsum í feverfinu við Bustaðaveg, eins og skipulagsuppdráttur ber með sér. Við bendum á svæði austan Skipasunds fyrir smáíbúðirnar í eínnar hæðar raðhúsum, sbr. upp drátt, er lagður hefir verið fram með tillögum okkar. I>arf að vísu að ná samkomulagi við ríkisspítalann á Kleppi um hluta landsins, ef vel á að vera — en eðlilegast að bæjarráð at- hugi það mál nánar. Annars er auðvelt með frárenrjsH frá þessu svæði og það liggur vel við skól- um, samgöngum og byggðinni að öðru leyti á þessum slóðum, en allt eru slíkt veigamikil atriði, þegar ráðist er í slíkar fram- kvæmdir. Þá ráðgerum við f jögurra hæða fjölþýlishúsin í jaðri Hálogalands hverfis og samræmist það skipu- lagsuppdrætti af því svæði. Rann sókh hefir leitt í ljós, að hag- kva^mara sé að byggja fjög- urrá hæða fjölbýlishús en þriggja hæða. Hinsvegar eru uppi hugnyyndir um byggingu 10 hæða húsa í Hálogalandshverfinu og gæti það orðið rannsóknarefni bæjarráðs, hvort e.t.v. ætti að gera tilraun með þá húsagerð hér. Við höfum lagt fram hér í bæj- arstjórninni tillöguuppdrætti að teikningum húsanna. Að sjálf- sögðu ætlumst við ekki til, að um það atriði taki bæjarstjórnin ákvörðun nú, en bæjarráði falið að taka endanlegar ákvarðanir um gerð og staðsetningu hús- anna. I MINNSTU ÍBÚDIRNAR Stærð minnstu íbúðanna höf- um við bundið við 50 ferm., — 2 herbergi, bað og geymslu. Er hér bæði stuðzt við fengna reynslu annarra þjóða, einkum Norðm., um lágmarksstærð, og einnig okkar eigin reynzlu, sérstaklega af íbúðunum í Höfðaborg. Hafa þær íbúðir, sem eru eins og tveggja herbergja, komið í mjög góðar þarfir í erfiðleikum margra. Stærð tveggja herbergja íbúðanna þar er rétt innan við 50 ferm. og eins herbergja innan við 40 ferm., en í þessum íbúðum er ekki bað. Viðhaldskostnaður j vill hins vegar verða mikill — en Höfðaborgarhúsinu eru byggð úr I timbri og timburgólf. Við leggj- um til nú, að húsin séu öll ; steypt og á steyptum grunni. Bæði skapar það betri aðbúnað I fólksins og betri endingu. HEILD ARKOSTN A» UR | RÚMAR 100 MILLJ. KRÓNUR • Ég kem þá að því að ræða nán- ar um kostnaðaráætlun fyrir- hugaðra byggingarframkvæmda og fjáröflun til þeirra. I Bæjarfulltrúar hafa fengið í hendur kostnaðaráætlun þessara framkvæmda. Má af henni sjá áætlaðan kostnað á rúmmetra í hinum mismunandi gerðum íbúða. | Miðað við að íbúðirnar séu full gerðar eru niðurstóður þessar varðandi áætlaðan kostnað á rúmmetra: 1. í einnar hæðar sambyggðum smáhúsum kr. 700.00. 2. í tveggja hæða raðhúsunum milli 733.00 og 766.00 kr. 3. í fjölbýlishúsunum, 4 hæða, j kr. 800,00. Þegar raðhúsin við Bústaða- veg voru boðin út í i'yrra, var miðað við, að hver íbúð kost- aði fokheld 85 þús. kr. Við það . þarf nú að bæta ailt að 20% vegna kauphækkana og ann- arra afleiðinga verkfallanna í vetur. Utanhússmálning var þá ekki með talin í kostnaðin- um, eins og samkv. tiilögunum nú, og er þvi að öllu með- töldu talið rétt að miða áætl- aðan kostnað á íbúð kr. 120 þús. Sá héttur hefir verið á hafður við byggingu raðhúsanna við Bú- staðaveg, það sem af er, að bjóða verkið við að gera húsin fokheld út og ráðgert að selja íbúðirnar þannig. Fer því nokkuð eftir at- vikum hjá þeim einstaklingum, sem íbúðirnar fá, hver heildar- kostnaður verður, En eins og fram kemur af tillögum Sjálf- stæðismanna, er ráðgert að selja húsin fokheld, með tvöföldu gleri í gluggum, útihurðum og hitalögn og húsin máluð að utan. Á þessu stigi ætti að vera fram kominn rúmur helmingur bygg- ingarkostnaðar. Rétt þykir, að bæjarráð taki ákvörðun um, hvort eitthvað af þessum ibúðum verði seldar fullgerðar. Annars er áætlun okkar að öðru leyti miðuð við að fullgera húsin. Heildarkostnaður við að fulgera öll húsin — nema tveggja hæða raðhúsin fok- held, eins og áður segir — er áætlaður 95 miil.j. kr. Þeg- ar áætlaður kostnaður við að fullgera raðhúsin bætist við — er líklegt að heildarkostn- aður þessara byggingafram- kvæmda verði um 112 millj. kr. — FJAROFLUN TIL FRAMKVÆMDANNA Samkvæmt tillögum okkar Sjálfstæðismanna er ráðgert, að fjáröflun verði með eftirfarandi hætti: 1. Frá bæjarsjóði á 5 árum 25 millj. kr. 2. Frá ríkissjóði, sbr. II. kafla I. nr. 55/1955 ___ 3. Lánsfé úr hinu almenna veðlánakerfi — kr. 70 þús. að meðalt. á íbúð 4. Eigin framlög einstakl. 12,5 42 32,5 Alls 112 Ég skal gera nokkra greín fyr- ir hverjum þessara fjögurra liða. Ráðgert er, að framlög bæjar- sjóðs og ríkissjóðs, sbr. lið 1. og 2., komi til viðbótar almennu lánsfé, með þeim kjörum, sem síðar verði ákveðið að nánar at- huguðu máh. Varðandi framlög úr bæjar- sjóði koma m. a. eftirfarandi atriði til álita: Viðhaldskostnaður á bröggun- um hefir að mestu verið greidd- ur úr bæjarsjóði og fer hann sívaxandi. Því fé er að verulegu leyti á glæ kastað — en með út- rýmingu bragganna er hægt að verja því, sem ella færi i vafa- samt viðhald, í varanlegar íbúð- ir. Sennilega nemur viðhalds- kostnaður bragganna nú um 1 millj. kr. á ári. Vegna hinna miklu húsnæðis- vandræða hefir farið mjög í vöxt, að fólki sé lánað fé úr bæjarsjóði til þess að afla sér húsnæðis og hafa þær lánveit- ingar farjð um hendur fram- færslunefndar. Það, sem af er þessu ári, er búið að lána þannig úr bæjar- sjóði tæpar 5 milij. kr. og á síð- ast liðnu ári voru veitt sams kon- ar lán að upphæð 4,4 millj. kr. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofustjóra framfærslumála, Ól- i afs Sveinbjörnssonar, hafa lán- , veitingar úr bæjarsjóðj frs 1/1. [1952 þar til 1/11. 1955 verið I þessar: Alls hafa fengið lán á þessu I tímabili 764 f jölskyldur. Heildar- upphæð lánanna er kr. 11.340.162, I 28. Þar af eru endurgreiddar kr. 2.136.544,69. Núverandi skuld : þessara viðskiptamanna er því kr. 9.203.607,59. Þar af hafa kr. 1.131.642,35 verið færðar á fram- færslugjaldið, þar sem vafasamt er talið um endurgreiðslu. Sýnist eðlilegt, þegar bæjar- stjórn ræðst í jafn víðtækar byggingarframkvæmdir til úr- bóta húsnæðisvandræðum og hér liggur fyrir — að veita mætti verulegum hluta þessa fjár- magns í þann farveg. Annars verður að tryggja framlag bæjarsjóðs, þegar geng- ið er frá fjárhagsáætlun bæjar- ins, og verður að skoða sam- þykkt þessara tiljagna skuld- bindingar um það. Samkvæmt II. kafla 1. nr. 55/1955 er ákveðið, að ef sveitar- félag leggur fram fé til íbúða- bygginga í því skyni að útrýma heilsuspillandi íbúðum, annað hyort sem óafturkræft framlag eða lán, skuli rikissjóður leggja fram jafn háa fjárhæð á móti, allt að 3 millj. kr. á ári næstu 5 árin. Með hliðsjón af aðstæð- um Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga hefir ekki þótt óeðlilegt að áætla, að í hlut Reykjavíkur gætu komið um 12,5 millj. kr. þessa ríkisfram- lags. Annars tel ég þetta fram- lag ríkissjóðs of lágt og ber að vinna að því að fá það hækk- að. Mundu þá tilsvarandi minnka þær kröfur, sem gera þarf til þeirra fjölskyldna, sem verða hinna nýju íbúða aðnjótandi. En vitað er að efnahagur og geta margra þeirra er með minnsta móti. í 12. gr. hinna nýju laga um veðlán o. fl. er svo ákveðið: „íbúðir, sem byggðar eru í því skyni að útrýma heilsu- spillandi íbúðum, skulu njóta lána samkvæmt I. kafla þess- ara laga". í samræmi við þetta er áætlað, f að á næstu 5 árum ætti að vera hægt að tryggja að meðaltali 70 þús. kr. lán út á 120 íbúðir að jafnaði árlega, sem Reykjavík- urbær byggði til að útrýma bröggum og öðru lélegu hús- næði. Það væru um 8,4 millj. kr. að jafnaði árlega eða 42 millj. kr. á 5 árum. Við ráðgerum að svo stöddu eigið framlag einstakiinganna um 32,5 millj. kr. Við teljum það hins vegar, miðað við aðstæður, of hátt og beri því, eins og áður er getið, að fá framlög ríkissjóðs hækkuð. Ennfremur er hámark veðlánanna eftir nýju lögunum 100 þús. kr., eins og reiknað var með hér að framan að meðaltali. i Vaxi veðlánakerfinu fiskur um hrygg á næstu árum, en það er nú í reifunum, mundi aukin lánsfjárgeta stórum auðvelda framkvæmdirnar. FRAMKVÆMD ÍJt VERKSINS Bæjarfulltrúar hafa fengið 5 hendur tímaáætlun yfir hinar verklegu framkvæmdir. í henni felst, hvernig við teljum ráð- legast að haga framkvæmdum að hinu setta marki. Sézt af henni áætlaður tími við að gera íbúð- irnar fokheldar og eins að full- gera þær. Við leggjum til, að bæjar- stjórn feli borgarstjóra og bæjarráði framkvæmd þeirra tillagna, sem hér um raeðir. En að jafnframt sé ákveðið að ráða Gísla Halldórsson, húsameistara, framkvæmda- stjóra þessara byggingarfram- kværada, og að fela honum allt nauðsynlegt eftirlit og umsjón, sem nánar verður ákveðið af bæjarráði. Gísli hefir haft með höndum um- sjón þeirra verka, sem unnin hafa verið við raðhúsin við Bústaðaveg. Með hliðsjón af því, hvað húsameistari bæjar- ins og aðrir starfsmenn hans, sem vinna að byggingarmál- um og skyldum verkefnum, eru önnum kafnir, þykir hag- kvæmt, að framkvæmdastjórn þessara byggingaframkvæmda sé aðskilin frá öðrum verk- Iegum framkvæmdum bæjar- ins. Sjálfsagt virðist að reyna að ná sem hagstæðustum kjörum við byggingaframkvæmdirnar með almennum útboðum, eins og gert hefir verið við byrjunarfram- kvæmdirnar við Bústaðaveg. FORGANGSFRAMKVÆMDIR Að lokum vil ég vikja að því, að mörgum virðist fjárfesting í íbúðabyggingum þegar mikil hér í höfuðstaðnum. En á það er að líta, að það, sem hér er lagt til að fram- kvæma, felur í sér brýnustu nauðsynina á sviði ibúðamál- anna hér í Reykjavík nú — að byggt verði í stað herskál- anna — sem þegar hafa staðið alltof lengi. Af því hafa skap- azt hin alvarlegustu vanda- mál frá heilsufarslegu, upp- eldislegu og þjóðfélagslegu sjónarmiði almennt. Vænti ég, að bæjarbúar al- mennt viðurkenni það sjónar- mið okkar Sjálfstæðismanna hér í bæjarstjórn, að af mörgu nauðsynlegu séu þær fram- kvæmdir, sem við leggjum til að nú verði hafnar, einna nauðsynlegastar. - Ræða Olafs Thors Framo. ai bi*. » að halda áfram. Menn héldu kannske, að það væri meinlaust, að aðhyllast kauphækkanir, leggja iíðan skatta á alla þá, sem kauphækkanir fá, og endur- greiða þá síðan framieiðslunni svo hún gæti borgað sig. En á þessu væri þó m. a. tveir stórir | annmarkar: Sá að með þessu móti væri hægt að spana til misskilnings, úlfúðar og öfundar í garð þeirra, sem framleiðsluna stunda og hinn að sihækkandi kaup gjald lelddi óhjákvæmiiega til vaxandi dýrtíðar og þar at' leiðandi til rénandi verðgildis peninganna. Afleiðing þess væri svo aftur á móti sú, að fólk missti trú á peningunum, en það drægi að sjálfsögðu úr viðleitni til sparifjársöfnunar. Engri þjóð væri þú meiri nauðsyn á auknu sparifé ep ís- lendingum, þar sem jafnmikill fjárskortur ríkti og jafn mörg verkefni væru óleyst. Slík liróun myndi að tokum leiða til stöðvunar á viðhaldi og aukningn atvinnutækjanna, cn þá mundi atvinnuleysi sigla í kjölfavið. t>h nefndi forsætisráðherra mörg dæmi frá nágrannalöndun- um um gjörólík viðhorf verkalýðs l^iðtoepnna til kaupgjaldsmála, og kvaðst hann harma að jafn vitiborin þjóð sem íslendingar eru, hefði hvergi nærri nægan skilning á lögmálum efnahags- st^rfseminnar. Því að vissulega stafaði þjóðinni mikil hætta af þessu. STILLA VERDUR KRÖFUNUM í HÓF Ráðherrann vék síðan að því, að sjávarútvegurinn ætti afkomu sína undir aflabrögðum annars vegar, en verðlagi aflans í út- löndum hins vegar. En hvorugu þessu réðu Islendingar að öðru leyti en því að taka í sína þjón- ustu hina fullkomnustu tækni. Það hefðu íslendingar gert, eins og líka útvegsmenn og sjómenn hefðu í hvívetna gert sína skyldu. Eðli málsins væri að ef menn ekki ætluðu sér að eyðileggja verðgildi peninganna, yrðu menn að stilla kröfunum í hóf, eftir því, sem aflabrögð og verðlag er- lendis heimilaði. ÚTGERDIN Á KRÖFU Á HEULBRIGÐUM STARFSGRUNDVELLI í lok ræðu sinnar kvað ráð- herrann ríkisstjórninni vera ljóst, að vandasöm verkefni biðu nú stjórnarvalilanna. Hann sagð- ist viðurkenna, að þessi þýðing- arrnikli atvinnurekstur ætti kröfn á heilbrigðum starfsgrund- velli, Hann brýndi fyrir útgerð- armönnum að gefa stjórnarvöld- unum sem sannastar og réttastar skýrslnr um aHt sem máli skipti og gera ekki kröfur umfram ítrustu nauðsyn og vera þess minnugir, að hver er sinnar gæfu smiður. Lauk ráðherrann máli sínn með því að biðja blessunar s^ó- mönnum og útg.erðarmönnum. JómöfWoo í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.