Morgunblaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 18. nóv. Í955 — Minningarorð Framh af bls. 8 frjálslega framkomu Vilborgar húsfreyju. Og allir vissu, að við dagleg heimilisstörf var hún orð- lögð fyrir vandvirkni, samfara nærgætni við skylda og vanda- lausa, og reglu- og ráðdeildarsemi í hússtjórn, þar sem hún m. a. sjálf bjó út allan fatnað barn- anna og heimilisfólksins og dugði vel. Það sýndi og eigi litla menn- ingu og hugulsemi, er hún tók sér fyrir hendur vegna nauðsynja héraðsins, roskin með allan sinn barnahóp, að fara til Reykjavík- ur og nema Ijósmóðurfræði, og síðan gegndi hún því starfi í ald- arfjórðung með miklum ágætum og rómaðri umönnun og h.iálp- semi við þá, er einatt þurftu þess með. Og var þa ekki verið að rek- ast í því, hvenær greiðsla kæmi fyrir þau störf, fremur en hjá bónda hennar fyrir fylgdirnar. Að þeim hjónum var sjónar- sviftir og þó meir en það, er þau öldruð yfirgáfu heimabyggðina, — og nú eru þau bæði horfin fyr- ir fullt og allt úr þessum heimi. Sjálfsagt er að búast við, að þeim verði vel fagnað hinum megin hinna miklu landamæra, eins og þau svo oftlega fögnuðu sam- ferðamönnum hérna megin. Þau höfðu lifað óvenju löngu og um margt ærið gagnlegu lífi, en þeirra mun ætíð verða minnzt saman af þeim, sem til þekktu. Við jarðarför Vilborgar eru þau nú bæði kvödd með þakklæti fyrir vegferðina af vinum og j vandamönnum. G. Sv. KEFLAVIK Töskur Hanzkar Hálfiklútar SamkvæmisslæSur Stórt úrval tekið upp í gær. Verzlunin EDDA við Vatnsnestorg. Bifreiðaeigendur athugið! 6 manna bíll, með stöðvar- plássi, óskast. Eldra model en '46 kemur ekki til greina. Útborgun allt að 20 þús. — Uppl. á Laugateigi 40, í kjallara, eftir kl. 7. Afgreiðslustúlku vantar í bakarí. Uppl. í 80770. Mý KÖTLDBOK St. Verðandi nr. 9 St. Einingin nr. 14 70 ára afmælisfagnaður í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík sunnudagskvoid 20. nóvember kl. 8,30. 1. Sameiginleg kaffidrykkja 2. Ávörp Verðandi og Einingar 3. Ávörp gesta 4. Samsöngur, hljómsveit aðstoðar 5. Einsöngur: María Markan Östlund, óperusöngkona 6. Kórsöngur: Templarakórinn 7. Dans — Hljómsveit Carls Billich Söngvari Sigurður Ólafsson. Aðgöngumiðar í G. T.-húsinu föstudag og laugardag kl. 5—7 síðd. báða dagana. Tryggið yður mi^a strax. — Dökk föt. ODHNER Margföldunarvélar Samlagningarvélar Garðar Gíslason h.f. Reykjavík. WdöUtXfKHÚSÍD d m, ;.. Raushetta Sýning í Iðnó í dag kl. 3 e. h. 40. sýning Grámann i Garðshorni 26. sýning. Baldur Georgs sýnir töfrabrögð. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 10 f. h. | sunnudag, sími 3191. ^ Sýnikennsla á bastvinnu og hand- brúðugerð að lokinni sýningu. Aðalf undur Austfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldinn í Naustinu sunnudaginn 27. nóv. kl. 3 e. h. Stjórnin. Herbergisþerna óskast Upplýsingar hjá yfirþernu Hótel Borg Hiísgagnabólstrari Húsgagnabólstrari, sem getur unnið sjálfstætt, óskast strax. Þagmælsku heitið. Tilboð merkt: „Góður staður" —536, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. þ. m. Tækifærisverð á húsgógnum Vegna brottflutnings verða eftirtalin húsgögn seld á tækifærisverði: Sófasett, borðstofuborð og stólar, otto- man, barnakojur, gólfteppi o. t'l. Upplýsingar í síma 2896. Lagerborð með hillum (stórt) til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar í síma 3245. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Kvöldskemmtun heldur Karlakórinn Fóstbræður í dag, föstudaginn 18. þ. mán. Byrjað verður með dansi strax klukkan 9, en smá hlé á milli fyrir skemmtiatriði. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu kl. 4 e.h. í dag og er þá hægt að fá frátekin borð.— Einnig má panta aðgöngumiða í síma fyrr hjá Indriða Halldórs- syni í Sjálfstæðishúsinu, sími 2339. Glæsilegt húsnæði til leigu Til leigu er 180 ferm. hæð í fokheldu húsi með mið- stöð. Hæðina má innrétta, sem 1 eða 2 íbúðir eftir vild. Æskilegt er að leigutaki geti annað hvort annast stand- setningu eða lánað fé. Tilboð merkt: Laugarneshverfi — 537, sendist blaðinu fyrir 21. þ. m. Andespil Foreningens store aarlige Andespil afholdes i Tjarnar- café i aften, Fredag 18. Nóv. Kl. 8,15, for Medlemmer m. Gæster og herboende Danske. Efter Spillet bliver Dans. Billetter: Skermabúðin, Laugaveg 15, hos K. Bruun, Laugaveg 2 og ved Indgangen. DET DANSKE SELSKAB Hún kom frá götum Parísar, en hún reyndi að verða góð húsmóðir. — 1) — Ég hef verið mjög ókurteis við þig Markús. Ég vildi biðja þig að afsaka það. — Þú þarft ekki að biðja af- sökunar á því, Kobbi. 2) — Eg skil nú, að þú vildir í raun pg veru hjálpa mér og nú vil ég taka þeirri hjálp og spyrja þig, hvort þú gelur kennt mér að skjóta. 3) — Pabbi minn er gömul 4) — Þá yrði hann sannarlega gæsaskytta og honum þætti hreykinn þegar ég kæmi heim ábyggilega mikið í það varið, ef með veiðifenginn. ég gæti skotið eina gæs, þótt 1 ekki væri meira. — Jæja, góði vinur. Þú skalt sannarlega koma með gæsina heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.