Morgunblaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. nóv. 1955 ] , ¦^ *m* STA KRISTÍN £FJIJ? LAiLf KNUTSEN n id Framhaldssagan 3 inn. — Hún hvessti á mig augun. — Þegar faðir þinn kemur með vóndinn, kemur kannske annað bljóð í strokkinn. Enginn sá þeg- ar þið fórum, svo einhver hlýtur að hafa haft þar hönd í bagga. Mér þætti fróðlegt að vita hver tátinn verður á tréhestinn vegna þessarar ferðar. Ég hugsaði með skelfingu til tækisins sem stóð bak við hlöð- una. — Þú heldur þó ekki að okk ar vegna .... það eru bara þjóf- . ar og glæpamenn, sem settir eru þar. — Maðurinn minn var sett- :BT þar, sagði Sesselja. Svipur frennar varð harður og kalclur. — Maðurinn þinn, hvislaði ég, bvers vegna? — Af því að liann j vildi fá mig héðan og heim. aBrn- ið okkar veiktist og dó. Ilödd hennar var reiðileg. — Nú get- | urðu farið til húsbóndans og sagt j honum þetta, þá fæ ég að prófa itréhestinn. — Ég sver við allt sem mér er heilagt að ég skal aldrei segja frá þessu, sagði ég brædd. Hún tók undir hökuna á rnér. — Þér þykir vænt um Önnu Kristínu, þú vilt ekkert illt gera henni. Tárin komu fram í augun á mér. Ég hugsaði um barnið sem dó vegna þess að Anna Kristín þurfti að fá mjólkina úr brjóstum móður þess. — Ef þú nefnir nokkuð um skógarferð ykkar Önnu Kristínar, annað en að þið hafið farið ykk- ur til skemmtunar, þá fer illa. Og ef þú segir frá því að kjó'linn hennar hafi verið krypplaður á bakinu, þá getur það kostað líf einhvers. — Hver hefir sagt þér þetta? stundi ég. Hún brosti —¦ Veiztu ekkí að ég er köliuð galdra kind? Mér fannst ég vera að kafna af hræðslu. Ég hafði heyrst hvísk- ur um þetta í hjúastofunni, en ég hafði ekki trúað því fyrr en núna. Hún horfði fast í augu mér og ;;agði: — Þú verður að sverja að þú segir engum neitt. — Ég sver. Hún kinkaði kolli og byrjafti að slá vefinn. — Flýttu þér nú og ;;kiptu um kjól og skó. Móðir þín sendir sjálfsagt-bráðum eftir þér. Þú verður að fara niður og heilsa gestunum. — Eru komnir gestu? spurði ég forvitnislega. Það var alltaf mikið um að vera við gestkomur. Stundum dvöldu þeir líka vikum og mán- uðum saman og þá var sífelldur gleðskapur á Mæri. — Það er bezt að slá ekki slöku við vefn- aðinn, sagði Sesselja, jú það eru komnir gestir. Höfðinginn Ivar Mogensen, höfuðsmaður, bróðir hans og mágkona. Flýttu þér að hafa kjólaskipti. — Kallarðu hann höfðingja? Hann er upp- skafníngur! Hún lagði í skyndi í'ingur sinn á varir mínar. .— Segðu ekki þetta. Höfuðsmaður- inn er mikilsmegandi maður og vitur maður og svo er hann rík- ur. — Bróðir hans var venjuleg- ur bóndi áður en hann varð það fjáður að hann gat lánað kóng- inum fé. Mogensen höfuðsmaður hefir líka lánað kónginum pen- inga. En hann er hættur að græða á því. — Gættu að tungu þinni. Hvar heyrir þú allt þett.a? .— Pabbi sagði það við mömmu. Hann hélt að enginn heyrði það nema hún. — Og þú stendur á hleri. Hún tók í öxlina á mér og sagði lágt: — Höfuðsmaðurinn ";rður mágur þinn, barn. Þér er bezt að gera eins og ég segi þér. Ég starði skilningssljó á hana. ffg minntist alls sem gerst hafði urn daginn, hræðslu minnar við . ; hjörtinn, orða Önnu Kristínar um *Ióttann að heiman, augnaráðs Lárusar er hann leit á systur mína. — Þú lýgur, sagði ég hægt. Hún svaraði ekki. Ég hélt áfram ákafari: — Það má ekki verða. Hún vill það ekki. Þessi ólaglegi, gamli maður og Anna Kristín! Fröken Orning, erfingi Mæris, verður að giftast sómasamlega. Síðast þegar hann var hér kallaði móðir mín hann ómenntaðan rudda. — Þú ert of ung til að hlusta svona vel eftir öllu sem þú heyrir. Hann er ríkur Óðal hans og Mæri samanlagt. Það er ekki óálitleg eign. Anna Krist- ín er heppin. Ég var með grátstafinn í kverk- unum. Ég horfði á brúnt, hrukk- ótt andlit Sesselju. Kveldsólin sendi geisla sina inn til okkar og þeir mynduðu rauðan geislabaug um höfuð hennar. Síðar hefir mér oft dottið í hug að það hafi verið 13'rirboði örlaga hennar. En nú hugsaði ég bara um Önnu Kristínu. — Þau mega ekki gera þetta. Hún elskar annan mann. Treyjan hennar var.... Sesselja spratt á fætur, föl í andliti, og augnaráðið sem hún sendi mér fyllti mig skelfingu. —¦ Ef þú segir þetta við aðra en mig get- ur það orðið afdrifaríkt. Mundu að þú hefir svarið að þegja. — Ég sver, tautaði ég skjálfandi af hræðslu. 3. kafli. í stað þess að skipta um föt, eins og Sesselja hafði sagt mér, læddist ég inn í hjúastofu Þar hafði ég verið stöðugur gestur til þess er ég var 11 ára og mamma komst að því að ég hélt mig þar. Uppeldi mitt hafði ég því fengið hjá vinnufólkinu. Slæmt var það ekki en það sómdi ekki hefðarkonu. Ég opnaði dyrnar í hálfa gátt og hin gamalkunna lykt úr hjúa- stofunni barst á móti mér. Hér þótti mér gott að vera. Hér öðl- aðist ég vitneskjn um margt sem 13 ára unglingur ætti ekki að hlusta eftir. Nú var verið að tala um trúlof- un Önnu Kristínar. Sá, sem hafði orðið var Hjálmar Blydt. Hann var gamall, hrukóttur og tann- laus, en hvassyrtur. Það var hlustað á það sem hann sagði. Hnn var sá eini af vinnumönn- unum, sem hafði verið í útlönd- um. — Þetta hefði aldrei skeð í tíð gamla kóngsins, sagði hann um leið og ég kom inn. Þá voru aðalsmennirnir sannir aðals- menn, og ívar Mogensson mundi hvorki hafa orðið höfuðsmaður né tengdasonur á Mæri. Hann hefði aldrei komizt lengra en að giftast ríkri kaupmannsdóttur. Allir hlógu. Nú sá ég að ráðsmaðurinn var inni í hjúastofunni. Það kom ekki oft fyrir að hann væri þar. Hjálmar sagði: Sumir hestar eru kynbornir stríðshestar, aðrir eru áburðarklárar. Eins er það með mennina. Sá sem er fæddur í bændastétt verður að vera þar, hvort sem honum líkar betur eða ver. Ég gekk til Hjálmars og spurði: — En ef maður tekur nú folald frá áburðarhryssu og elur það upp sem stríðshest, hvað þá? — Hvaðan í ósköpunum kemur þú? Já, ég skal svara þessu. Inni í viðhafnarsalnum situr mágur þinn. Farðu inn og virtu hann fyrir þér, þá veiztu hvað ég á við. — Skammastu þín ekki Hjálmar, sagði Pétur ráðsmaður. Komdu ekki þessu inn hjá barn- inu. Hjálmar hélt áfram. — Það tekur langan tíma að skapa góð- an stríðshest. Mörg, mörg ár. Nú kom Dorethea í dyrnar. Það var dugleg, rauðhærð stúlka, sem verið hafði á Mæri í mörg ár. Hún'kom inn, tók mig og hálf bar mig út. Dorethea þvoði mér nú hátt og lágt. Ungrú Schlutter, herþergis- þerna mömmu, kom með fína franska hárvatnið hennar. Kjóll- inn minn var fallegur, úr grænu flaueli. Þgar búið var að klæða mig þfaði ungfrú Schlutter ú hár- inu á mér, sem Dorethea hafði greitt og sett net yfir. — Það er hjúastofulykt af henni, sagði hún geðvonskulega. Hún var af þýzk- um ættum, feit og löt og reglu- legur augnaþjónn mömmu. — Hún getur alls ekki borðað með baTnanna\ Indíánarnir koma 15. Nokkru seinna var Sesilíus hækkaður í tign fyrir vasklega framgöngu móti Indíánunum. Var hann enn um hríð í víg- inu og fór í margar árásarferðir. Unnu menn hans ávallt sigur, og að ári liðnu var svo komið, að Englendingar réðu lögum- og lofum á þessum slóðum. Þegar Sesilíus hafði verið tvö ár í hinni nýju heimsálfu, var hann leystur frá störfum og fékk heimfararleyfi. Ferðin gekk vel til Englands og þegar þangað kom, hætti hann í hernum og settist að á búi sínu. Hann varð f jörgamall mað- ur og minntist oft hinna erfiðu daga í nýju heimsálfunni. S Ö G U L O K Ný sending af telpu- og unglingakápum Verzlun Kristín Sigurðardóttir Laugavegi 20 Ný sending af hollenzkum vetrurkápuiti FELD UR Laugavegi 116 Mjög fjölbreytt úrval af gluggatjaldaefnum FELD UR Laugavegi 116 i\íý sending Utlendir síðdegiskjólar . GULLFOSS Aðalstræti Ný sending af enskum og hollenzkum vetrurkápum Verzlun Kristín Sigurðardóttir Laugavegi 20 Nýkomio! Kvenbomsur með loðkantí fyrir lágan og hálf-háan hæl Skósalan Laugavegi1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.