Morgunblaðið - 22.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1955, Blaðsíða 1
16 síður tt árgmnfw 267. tbl. — Þriðjudagur 22. nóvember 1955 FrentualSÍa Hergunblaðsiin Færeyjar: SFBENGJA í ELDSTÓNNI ÞÓRSHÖFN, 21. nóv.: — í nótt fann Hákon Djnrhuus þingm., dynamitsprengju falda í eldstó í húsi sínu í Klakks- vík. Hús þetta hafði hann lán- að dönsku lögreglunni. Sprengja þessi var svo öflug, að hún hefði getað sprent hús- ið í loft upp, ef svo hefði ekki tekizt til, að slokknað hafði á kveikiþræðinum — þegar eftir að í honum kvikn- aði. — Reuter. 4 skot Fór árásarmaðurinn húsaviliH frw Kaupm.höfn, mánudag, Frá fréttaritara Mbl. Á föstudagskvöldið var tilraun gerð til að ráða Kristjan Djur- ] huus ráðherra í Færeyjum af1 dögum. I Fréttir af atburðinum spurðust ekki fyrr en á sunnudag, en þá fyrst hftimilaði færeyska stjórnin að birta mætti fréttina um at- burðinn. Djurhuus ráðherra fór á föstu- ðaginn heim til sín að Þverá. Þá um kvöldið hringdi óþekktur og taugaóstyrkur maður dyrabjöll- unni á húsi hans og er dyrnar opnuðust, hleypti komumaður 4 skotum úr skammbyssu. Skotin hæfðu engan, en ráðherrann sat í næstu stofu. Nú er lýst eftir upplýsingum um árásarmanninn. Sýslumað- urinn telur hugsanlegt að árás- armaðurinn hafi ætlað að myrða Rubek lækni, en farið húsavillt — en skammt er á milli hú-sa lögmannsins og læknisins. —Páll. Snemma á laugardagsmorguninn 12. nóvember s.l. gerði afspyrnu- rok af suðvestri í Norðfirði. Xvo báta, Hafbjörgu og Frey NK-16 sleit upp af legunni í Neskaupstaðarhöfn. Öðrum var bjargað sama dag óskemmdum, en hinn, Frey, rak upp í hafnargarðinn á Eyrar- oddanum austast í Neskaupstað. Náðist hann ekki út fyrr en næsta dag mikið skemmdur. Myndin er tekin af Frey kl. 10 sama morg- uninn og hann strandaði, þar sem hann berst í brimgarðinum. — Ljósm.: Björn Björnsson, Neskaupstað. Birgir Kjaran kosinn formaður Fulltrúaráðs Sjálfstœðisfélaganna Jóhann Hafslein, sem verið hefir formaSur þess í 12 ár, baSst undan endurkosningu AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík var haldinn í gærkvöldi í Sjálfstæðishúsinu. Jóhann Hafstein alþm. setti fundinn en fundarstjóri var Þorvaldur Garðar Kristjáns- son lögfr. Á ÞESSU ári hafa orðið 12 meiriháttar flugslys í Banda- ríkjunum. f öllum flugslysum sem orðið hafa það sem af er þessu ári, hafa 383 menn týnt lífinu. Jóhann Hafstein gaf síðan skýrslu um störf ráðsins. í lok ræðu sinnar gat hann þess, að hann hefði nú verið formaður þess í 12 ár og bæðist undan end- urkosningu. Þakkaði J. H. sam- starfsmönnum sínum fyrir störf- in á liðnum árum. í stjórn ráðsins eru sjálfkjörn- ir formenn Sjálfstæðisfélaganna þau Davíð Ólafsson, form. Varð- ar, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son form. Heimdallar, María Maack form. Hvatar og Hróbjart- ur Lúthersson form. Óðins. Fund- urinn kaus þau Birgi Kjaran, Gróu Pétursdóttur og Bjarna Benediktsson. Fundarstjóri þakkaði Jóhanni Hafstein fyrir frábær störf í þágu ráðsins og var tekið undir það af öllum fundar- mönnum með ferföldu húrra- hrópi. Gunnar Thoroddsen og Bjarni Benediktsson þökkuðu Jóhanni hið ómetanlega starf hans, sem seint yrði fullþakk- að. Alger útrýming mæðiveikinnar úr Dala-hólfi talin muni kosta 16 millj. kr. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp varðandi ný fjárskipti í fjárskiptahólfinu í Dalasýslu og Strandasýslu, þar sem vart hefur orðið þurramæði. Er lagt til í frumvarpinu, að bætur verði hækkaðar verulega frá því sem gilt hefur við f járskipti. Er kostnaður ríkissjóðs af þessum endur- teknu fjárskiptum áætlaður um 16 milljón krónur. VEIKIN NÚ ÚTBREIDD Landbúnaðarráðherra, Stein- grímur Steinþórsson, gerði nokkra grein fyrir frumvarpinu í Neðri deild Alþingis í gær. — Hann rakti það mál, hvernig þurramæðin hefði aftur komið úpp, aðallega í tveimur hrepp- um í Dalasýslu. Var nú í haust slátrað öllu fé í þessum tveimur hreppum og kom þá í ljós að minnsta kosti 350 kindur voru sjúkar. 7 HREPPAR í HÓLFINU Þetta er í fjárskiptahólfi, sem takmarkast að sunnan af girð- ingu úr Hvammsfirði yfir Laxár- dalsheiði í Hrútafjörð og að norðan af girðingu milli Gils- fjarðar og Bitrufjarðar. í þessu hólfi eru 7 hreppar. Sex þeirra í Dalasýslu og einn í Stranda- sýslu. ALGER ÚTRÝMING í haust var skorið niður í Laxárdal og Hvammssveit og reyndist svo mikil sýking í fénu, að telja má víst að sýk- ing sé einnig í öðrum hrepp- um hólfsins. Þykir því rétt- ara, að ákveða algera útrým- ingu í þessu hólfi. En rétt þykir að skipta niðurskurð- inum niður á tvö ár, út af markaðshorfum á sláturfjár- afurðum. BORGARSTJÓRI RÆÐIR ÝMIS BÆJARMÁL Að lokinni stjómarkosningu tók Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri til máls og flutti yfirlit um starfsemi og framtíð margra bæjarstofnana. Einkum gat hann um ýmsar nýjar fram- kvæmdir eða fyrirhuguða ný- sköpun. Borgarstjóri minntist á, að gasstöðin, sem eitt sinn hefði verið merkilefí framfaraspor, yrði nú lögð niður. Væri fyrir- hugað að ný slökkvistöð fengi þar stað, sem Gasstöðin er nú. Þá ræddi borgarstjóri allýtar- legá um fyrirætlanir varðandi útvíkkun hitaveitunnar. Þá gat hann um þörf á nýjum skóla- byggingum, en nú væru yfir 9000 skólaskyld börn og ung- lingar í bænum. Strætisvagn- arnir væru nú, í fyrsta sinn á mörgum árum, reknir með halla en það væri vegna þess, að Framsóknarmenn í Innflutnings skrifstofunni og ríkisstjórn hefðu staðið gegn því, að Stræt- isvagnarnir fengju að hækka fax-gjöld sín á kvöldin og á sunnudcgum . Framhald á bls. 2. Ðakótaílugvél frá varnarlÉnu hvarf yfir Reykjanesi í gær Með flugvélinni voru f jórir menn TÝND er Dakotaflugvél frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, Með flugvélinni voru 4 menn og er óttazt að hún hafi rekizt á fjallshlíð, en í gær var mjög dimmt yfir Reykjanesskaganum «n á þeim slóðum var flugvélin, er hún hvarf. í 700 FETA HÆÐ Flugvélin var á æfingaflugi. Um kl. 2 í gærdag tilkynnti flug- stjórinn, að flugvélin væri í 700 feta hæð yfir Hvalsnesi, en þar er flugmiðunarstöð. Flugstjórinn kvaðst mundu fljúga þangað í beina stefnu yfir Reykjanesið í áttina til Grindavíkur og hafa samband við flugumferðarstjórnina, er þeir væru komnir yfir Grinda- vík. Frá Hvalsnesi og til Grinda- víkur er 4—5 mín. flug. En sá tími Ieið og ekkert heyrð- ist til flugvélarinnar. Og síð- an ekkert. Vindur var mjög hvass og var á hlið flugvélarinnar og henni flogið eftir sjálfvirkum stýris- tækjum. Um kl. 4 í gær var leit- að tii Flugbjörgunarsveitarinn- ar og lagði 30 manna hópur af stað úr bænum laust fyrir kl. 5. FRÁ KLEIFARVATNI TIL SJÁVAR í gærkvöldi var leitað á svæð- inu vestan frá Kleifarvatni og vestur til sjávar. — Lögð var að sjálfsögðu áherzla á að leita í fjöllunum t. d. Þorbirni. Seint í gærkvöldi var talið nokkurn veginn öruggt að þar væri flakið ekki. Þá var leitinni einkum ein- beitt að Fagradalsfjalli, sem er 357 m. hátt. — ★ — í gærkvöldi var unnið að því að skipuleggja frekari leit í dag, ef leitin skyldi verða árangufs- laus í nótt er leið. Hægt er, ef flugveður leyfir, að senda 12 flugvélar í leit að flaki flugvél- arinnar. PÁFI SÁ KRIST VATICAN CITY, 21. nóv.: — Blaðafulltrúi Vaticansins skýrði frá því í dag, að Píus páfi hafi — á meðan á veikindum hans stóð — séð sýn, Jesum Krist. Þetta skeði þegar páfinn var sem þyngst haldinn og eftir það, sagði fulltrúinn, að heilsa páfans hafi farið batnandi. — Reuter uppþot i wmm Fjórir drepnir BOMBAY 21. nóv. — Miklar óeirðir brutust út í Bombay í dag vegna þess, að til tals hefur kom- ið að skipta fylkinu í 3 hluta. — Múgur manna fór um göturnar og kveikti í og grýtti bifreiðir. Samgöngukerfi borgarinnar var óvirt — og að lokum skarst lög- reglan í leikinn og hóf skothríð á mannfjöldann. í átökunum létu fjórir lífið og um 2 hundruð særðust. Margir voru teknir til fanga. Fjölmennt lögreglulið hefur verið kvatt út — ef til frekari óeirða kann að draga. —Reuter. Afvopnun rædd NEW YORK, 21. nóv. — Afvopn- unarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun koma saman n. k. miðviku- dag og ræða yfirlýsingu nefnd- ar, er stórveldin skipuðu til þess að reyna að komast að einhverri niðustöðu um afvopnunarmálin. Búizt er við að afvopnunarnefnd- in sitji á fundum út þessa viku — en síðan mun hún gefa stjórn- málanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu um árangurinn. Stjórn- málanefndin mun hefja umræð- ur um afvopnunarmálin innan skamms. — Reuter. Svona tala þeir þar MIKIÐ er um dýrðir austur í Indlandi í sambandi við heim- sókn Bulganins og Krutcheffs þangað. Þeim eru dýrlegar veizl- ur haldnar milli þess sem þeir halda ræður á mannfundum. Báðir fluttu þeir ræður í ind- verska þinginu í dag. Ræða Bulganins fjallaði um alþjöðleg málefni. Kvað hann Rússa meta mikils skerf Indlands til friðar- mála. Vék hann síðan að Vestur- veldunum og sagði að þau hefðu með tillögum eins og um afvopn- un og bann við kjarnox-kuvopn- um stigið að minnsta kosti 10 ára spor aftur í tímann. IMóbelsverðlaun til veizluhalda og ferðalaga STOKKHÓLMI, 21. nóv. . ❖❖❖ Kiljan lét svo um mælt í Fi'á fréttaritara Mbl. j viðtalinu að áhugi íslendinga á ❖❖❖ Á LAUGARDAGSKVÖLD- bókmenntum væri óeðlilega IÐ var í sænska útvarpinu dag- ] mikill. Aðspurður kvaðst hann skrárliður um Nobelsverðlauna- ] mundu verja verðlaununum til skáldið Halldór Kiljan Laxness. veizluhalda og ferðalaga. Var þar í viðtali við skáldið lýst ❖❖❖ í viðtalinu svaraði hann mótttökunum er skáldið fékk við spurningum um stjómmálaskoð- komuna til Reykjavíkur og hehn-. anir, trúarviðhorf og bókmennt- ili skáldsins að Gljúfrasteini og, ir. — Jón. umhverfinu þar efra. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.