Morgunblaðið - 22.11.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.11.1955, Blaðsíða 7
[" Þriðjudagur 22. nóv. 1955 MORGVNBLAÐIÐ f[ «- -------------------------------- - - RéttSáfur starfsgrundvöllur togara og vélbáta er krafa útgerðarmanua Rœða Svetris Júhussonar vio setningu aðaifunéar L. L Ú. SALA SJÁVARAFURÐA Sala sjávarafurða gekk yfir- Seitt vel á s.l. ári, en á þessu ári hefir hins vegar gengið tregar. Áber’andi er, að okkur vantar meiri markaði fyrir frystan fisk, en um helmingur aflans á s.l. ári fór til frystingar, þegar sildin er undanskilin. SKREIÐ ARFR AMLEIf) SL AN Sala á skreið gekk sæmilega á s.l. ári, enda var framleiðslumagn ið þá minna en 1953. Heildarframleiðslan á s.l. ári mun hafa nurnið um 9000 smál. Á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hef- ir framleiðslan aukizt frá s.l. ári <og mun nú vera orðin meiri en allt árið í fyrra. Verkun á skreið hefir verið mjög erfið í ár vegna ótíðar á Suð-Vesturlandi. Af þessum sök- um hefir mikið af skreið skemmst og orðið lakari útflutningsvara, og má hér einnig um kenna skorti útgerðarmanna á geymsluhúsum, en þeim hafa þeir ekki getað kom ið sér upp vegna fjárskorts og erfitt að fá lán til þeirra. Verðlag skreiðarinnar hefir far ið lækkandi á þessu ári, en það orsakast m. a. af óvenju mikilli skreiðarframleiðslu Norðmanna á árinu og svo aukningu á fram- leiðslu íslendinga sjálfra. Afskipun þessa árs framleiðslu hefir verið treg og byrjuöu af- skipanir ekki af krafti fyrr en í síðastliðnum mánuði. Helztu viðskiptalöndin eru Nigeria, Ítalía, Svíþjóð og Finn- land. SALTFISKURINN Þann 1. þ.m. nam saitfiskfram- leiðslan 43.400 smái., en var á sama tíma í fyrra 36.900 smál. Síðastliðið ár var heildarfram- leiðslan 38.555 smálestir, og er því orðin talsvert meiri nú en hún var allt árið 1954. Skiptist aukningin á framleiðsl unni nokkurn veginn jafnt milli báta- og togaraflotans, en er þó hlutfallslega meiri hjá togara- flotanum, einkum síðari hluta ársins. Gera má ráð fyrir, að saltfisk- framleiðslan verði í ár um 47.000 smálestir. Sala og afhending saltfisks hef- ir gengið vel í ár, er öll fram- leiðsla ársins til þessa seld, að undanskildu nokkru magni af Ameríkufiski, og verður síðustu blautfiskförmunum afskipað nú á næstunni. Nokkuð hefir vantað á að hægt væri að fullnægja eft- irspurninni frá Grikklandi eftir smáfiski, en útlit er fyrir að úr því rætist, þar eð talsverður bluti togaraflotans stundar nú saltfisk- veiðar. Sama er að segja um Spánarmarkaðinn. Talsvert hefir vantað á að hægt væri að not- færa sér þá afsetningarmöguleika sem á hendi voru. Stafaði það einkum af því hve óhægt var með fiskverkun sunnanlands sökum sí felldra óþurrka í allt sumar. Gert er ráð fyrir að húsþurrka upp í væntanlegar sölur til Spánar. Helztu viðskiptalöndin hafa verið eins og áður: Brazilía, Grikkland, Ítalía, Portugal og Spánn. Verðlag á óverkuðum salt fiski hefir verið nokkru hærra í ár en síðastliðið ár og nemur sú hækkun um 10%. Hins vegar er verð á verkuðum saltfiski í ár óbreytt frá því sem var síðast- liðið ár. FREBFISKFRAMLEIÐSLAN Á s.l. ári var framleiðsla freð- fisks óvenju mikil og nam þá um helming al-ls afla landsmanna, að síld undantekinni. Framleiðslan í ár hefir hins vegar minnkað. Verðlag freðfisksins hefir iækkað mikið í Baudaríkjunum í ár og mun aðalorsökin vera óveniulegt framböð og samkeppni frá Kan- adamönnum og fleiri þjóðum. Verðlag freðfisksins er nú svo lágt í Bandaríkjunum, að annað eins hefir ekki þekkzt undan- farin 4 ár. Á árinu 1953 var saraið við Hússland um söha á 33 þús. smál. af freðfiski, sem afgreiðast átíi á 1 !4 ári, en nú nýverið ex búið að semja um sölu á 20 þús. smá- lestum, sem af.greiðist á eun: ári. Eftir er að semja um verð og skiptingu eftir fisktegundum við Rússland á þessum 20 þús. smá- lestum. □ ----------------------n SÍÐARI HLUTI □ ----------------------□ Freðfiskiðnaðurinn er nú orð- inn iangstærsti og mikilvægasti iðnaður okkar íslendinga, þótt ungur sé að árum. Yfir stendur lagfæring og endurbygging fjölda þeirra frystihúsa, er fyrst höfðu þessa starfrækslu hérlendis. Önn- ur af húsunum munu skjótt þurfa að framkvæma slikar aðgerðir, en flest þeirra mun vanhaga um fé til slíkra framkvæmda. Hins veg- ar er það mikið atriði að íslend- ingar meti þennan unga iðnað að verðleikum. ★ ★ ★ Framleiðslustéttirnar í islenzku þjóðfélagi hafa mjög mikla sér- stöðu, sér í lagi sú framleiðslu- stétt, er svo til eingöngu byggir starfrækslu sína á sölu á eriend- um markaði. Ég sagði fyrr að útflutningur sjávarafurða baíi numið 93 til 97% af heiiUiarút- flutningnum á undanförnum ár- um. Við ráðum ekki verðiagi á út- flutningsvörum okkar í hinum ýmsu markaðslöndum. Þar eigum við í stöðugri samkeppni við aðr- ar fiskveiðaþjóðir, sem betur en við hafa stillt í hóf kostnaði við framleiðslu útflutningsafurða sinna. Hið gengdarlausa kapphlaup, sem um árabil hefir verið milli stétta um útþynningu íslenzka gjaldmiðilsins, hefir vissulega hefnt sín, það gerir það ávallt, ef upp er skipt meiru en afiast. Þær ráðstafanir, sem stjómar- völd landsins hafa valið til þess að jafna metin á milli fram- leiðslustéttanna og almennings í landinu, hafa vægast sagt verið mjög umdeildar og í meðvitund þjóðarinnar er sjávarútvegurinn orðinn stærsti „styrkþeginn" í landinu. Slík öfugmæli hefir mað ur vart talið svara verð til þessa, en eftir því sem maður rekur sig á fleiri greindarmenn, sem á alvöru telja sjávarútveginn bagga á þjóðfélaginu, þá er. nauð- synlegt að gefa þessu meiri gaum, en gert hefir verið. Einfaldlega lítur þetta svona okkar hækkar og lækkar eftir því sem markaðurinn er og hve framboð er mikið. Ýmsar aöiar orsakir koma þar til greina, en framJeiðslukostnaðurmn bér jnn- aniands fer stöðugt hækkandi Það, sem kostaði 100 krónur að framleiða í marz 1955, kost.ar væntanlega í desember n.k. 120 krónur. Það sem kostaði 100 kr. að framleiða 1950, kostar 180 kr. núna. En þrátt fyrir þennan mun á tilkostnaði við framleiðsluna eru framleiðendur skyldaðir með lög- um til að skila andvirði útfJutn- ingsafurða sinna á sama gengí og 1950. Til þess að eigi hefði þurft að grípa til sérstakra ráðstafana, hefði verðlag á útflutningsvörum okkar orðið að hækka það stór- kostlega, að hún gæti vegið vtpp á móti auknum framleiðslulcostn- aði, aflamagn og aíköst að aukast svo stórkostlega, að það hefði vegið upp á móti framleiðslu- kostnaðaraukningunni. En ekkert af þessu hefir verið fyrir hendi. Aftur á móti hefir ávallt verið krafizt af þjóðar- heildinni stærri og stærri hluta af hverjum íiski. Þær ráðstafan- ir, sem stjórnarvöid landsins hafa ýmist ákveðið eða fallizt á að gera gagnvart útgerðinni, hvort sem það er í formi fiskábyrgðar, bátagjaldeyris eða beinna niður- greið'sla úr ríkissjoði, er því ekk- ert frekar tfyrir útvegsmenn og sjómenn eg það fólk sem vinnur að hagnýtingu aflans í landinu, en fyrir þig, neytandi góður, scm færð þinar nauðsynjar fluttar inn fyrir gjaJdeyri, sem kostar mun meira en hið skráða gengi. Það væri vissulega hampa- minnst fyrir útvegsmenn að kref j ast þess verðlags af þjóðarlieild- inni fyrir sinar framleiðstuvörur, sem viðurkennd meðalfram- leiðsla kostar, og þá beint með skráðu gengi. Þær sérstöku ráðstafanir, sem valdar hafa verið til þess að jafna nokkuð rpetin, hafa ekki verið farnar tfyrir útvegsmenn eina, heldur fyrir þjóðarheildina. Þjóð, sem er jafn háð innflutn- ingi og við íslendingar erum, verður að gera sér fulla grein fyrir því að þegar eigi fæst nema 60—65% af framleiðslukostnaði á erlendum markaði, þá verður hún að greíða mismuninn á annan hátt. Það öfugstreymi hefir þróazt á síðustu árum, að þau fiskiskip, sem hagkvæmust og afkastamest eru til fiskveiða, botnvörpuskip- in, standa mjög höllum fæti, og vantar mikið á, að þau fái upp- borinn tilkostnað við framleiðslu sína. Það var á s.l. ári sem Jöggjaf- arvaldið viðurkenndi no'kkra greiðslu til þeirra, sem er þó langt undir því, sem meðalfram- leiðsla þeirra krefst. Það samkomulag, sem gilt hefir um bátaflotann, rennur ut um næstkomandi áramót. Það standa því fyrir dyrum samningar um grundvöll fyrir rekstri beggja höfuðgreina f iskiskipaflotans, botnvörpuskipanna og vélbát- anna. Sarntökin hafa sína skoðun á þeim leiðum. sem farnar bafa verið, en það bíður síns tíma að túlka þær. En krafa samtakanna er og verður sú, að miðað við meðal-, veiðímagn undanfarinna ára og viðurkenndan tilkostnað, þá standi vonir til þess, að fleytan geti borið sig. Útvegsmenn eiga ekki að van- meta eða ofmeta sína möguleika eða sitt hlutverk í þjóðfélaginu. En þeir mega vera þess minrtug- ir, að standi þeir saman um sín I raále&á, er ekki svo auðvelt að ganga framhjá óskutn þeirra. Þess vegna er mikill vandi, sem hvílir á herðum fulltrúanna 'hér, að kryíja málin vel til mergjar, og þegar það hefir verið gert, v-erða útvegsmenn að standa sam- einaðir sem órjúfandi heiid, að fá sanngjama skipan simna mála. HúsnœBi — Simi Hjón óska eftir íbúð til ieigiu, sem fyrst. Getu.rn lán- að síma. Fyrirframgreiðsla. Ti'lboð merkt: „Strax — 591", sendist aifgr. blaðsins fyrir fimmtudagskvöld. Sveinn Finnsson héraðsdómslögmaður Lðgfræðistörf og fasteignasala. dafnarstræti 8. Sími 5881 og 6288 út: Verðlag á framleiðsiuvbruin Grindvíkingar Oss vantar útsölumann í Grindavík frá 1. desember n. k. — Upplýsingar í skrif- stofu blaðsins. Tökum upp é díKj Nýtt úrval af ítölskuun höttum am |Fe LAUGAVEGÍ 116 Afmælisútsalau heldur áfram Þessa viku seljum við POSTULÍNIÐ OG KKYSTAI.INN MEÖ 20% AFSLÆTTI Notið tsVkifærið og kaupið jólagjafirnar hjá okkur. Blóm & Ávextir Sími 2717 Skrifstofumabur Vanur skrifstofumaður, sem gæti annazt gjaldkera- störí, óskast til byggingafyrirtækis. — Upplýsingar um menntun og fyrri- störf, sendist afgr. blaðsins merkt: „Röskur — 588“. HUSMÆOtJlt! MELITTA þýzki kaffipokinn er kominn aft.ur í verzlanir. Eykur hreinlæti — Sparar katffi. Ileildverzlun Stefáns B. Jónssonar Sími 3521 — Reykjavík lilMGLINGSPILTUR rbskur og ábyggilegur, (þarf að hafa ökuréttindi), óskast nú þegar. — -U.ppl. GEORG & CO. Hverfisgötu 48 — (Uppi í lóðinni) Stórt lagerborð með hillum, til sölu með tækifærisverði. Uppl. í síma 3245. Sœlgœtisgerð Vélar og áhöld til sælgætisgerðar til sölu. Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Vagns E, Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 4400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.