Morgunblaðið - 22.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. nóv. 1955 Útg.: H.l. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigtur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlandi. í lausasölu 1 króna eintakið. Svnr þióðarinnar við óhróðrinum nm Sjólfstæðisilokkinn Ríkiss/óður vesti sjúkrahúsum styrk tii kaupa á meiriháttar áhöldum og iækningatækjum Framsöguræða Jónasar Raínar á Alþingi í gær IFRUMVARPI um breytingu á sjúkrahússlögunum, sem nýlega var lagt fram á Alþingi er lagt til að ríkissjóður taki þátt í kostnaði, sem hlýzt af kaupum á meiriháttar áhöldum, svo sem eidunartækjum og matreiðsluvélum, svo og meiriháttar lækninga- tækjum, svo sem aðalröntgentæki 20 rúma sjúkrahúss. Flutningsmenn þessarar tillögu eru Jónas Rafnar, Helgi Jónas- son, Pétur Ottesen og Kjartan J. Jóhannsson. Þeir gera ráð fyrir í frumvarpinu, að breyting þessi gildi nokkuð aftur fyrir sig eða til sjúkrahúsa, sem tekin hafa verið í notkun eftir 1. jan. 1952. SJALDAN hafa hinir svokölluðu vinstri flokkar verið jafn sam taka í óhróðrinum um Sjálfstæðis flokkinn og forustumenn hans og fyrir síðustu Alþingiskosningar. Þá var stöðugt hamrað á því af aliri vinstri hersingunni að Sjálf- stæðisflokkurinn væri baráttu- tæki „spilltrar auðmannaklíku“, sem einungis hefði það mark og mið að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Hugðust andstæðingarnir sigla sérstaklega léttan byr vegna þess að klofn- ingsframboð hefði verið eflt gegn Sjálfstæðismönnum í Reykjavík, og nokkrum fleiri kjördæmum. Vinstri flokkarnir hugðust í stuttu máli sagt ganga milli bols og höfuðs á stærsta flokki þjóð- arinnar í alþingiskosningunum sumarið 1953. Sjálfstæðismenn svöruðu þess- um árásum á sama hátt og þeir hafa jafnan gert áður. Þeir túlk- uðu hina frjálslyndu og víðsýnu framkvæmdastefnu sína fyrir kjósendum og bentu á þann ár- angur, sem flokkurinn hefði náð á undanförnum árum í mörgum stærstu hagsmunamálum almenn ings. Sjálfstæðismenn treystu fyrst og frenrfst á dó.mgreind fólksins og lögð málstað sinn undir úrskurð þess í einrúmi kjör klefans. Hvert varð svo svar þjóðarinn- ar? Það var ótvírætt. Sjálfstæðis flokkurinn vann 4 ný kjör- dæmi og kom sterkari út úr kosningunum en nokkru sinni fyrr. Allir hinir gömlu and- stæðingar hans, kommúnistar, Framsókn og Alþýðuflokkur- inn, biðu hins vegar mikinn ó- sigur. Óhróður þeirra og sleggjadómar um störf og stefnu Sjálfstæðismanna höfðu ekki fallið í góðan jarðveg meðal almennings. Fólkið út um allt land þekkti af eigin sjón og raun baráttu Sjálfstæð ismanna fyrir hagsmunamál- um þess. Og það mat sína eig- in reynslu meira en hinn ofsa- fengna áróður vinstri flokk- anna. Það byggði dóm sinn á sínu eigin mati á staðreyndum. . ,Musteri óttans“ Síðan síðustu alþingiskosning- um lauk er engu líkara en að hinir svokölluðu vinstri flokkar hafi sífellt lifað í „musteri ótt- ans“. Fyrst eftir kosningarnar dró lítillega niður í þeim. En það hlé stóð ekki lengi. Hinn ofsafengni óróðursáróður um Sjálfstæðis- flokkinn var hafinn að nýju. Nú var það fyrst og fremst eitt, sem þessir flokkar óttuðust: Að hreinn þingmeirihluti Sjálfstæð- ismanna væri í uppsiglingu, Ótt- inn við þetta hefir í vaxandi mæli heltekið málgögn vinstri flokk- anna. Þess vegna hafa þeir haft uppi stöðugar bollaleggingar um myndun vinstri stjórnar, kosn- ingabandalög og fleiri hernaðar- aðgerðir gegn Sjálfstæðisflokkn- um Jafnhliða hafa þeir endurtek- ið fáryrði sín og staðhæfingar um að æðsta mark Sjálfstæðismanna væri að skerða lífskjör almenn- ings og þröngva sem mest kosti þjóðarinnar á alla lund. Hvernig héfir almenningur í. landinu brugðist við þessum áróðri? Engar almennar kosningar hafa farið fram þegar undan eru skild- ar bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fóru um land allt í jan- úar 1954. En einnig í þeim kosn- ingum vann Sjálfstæðisflokkur- inn mikinn sigur, hélt meirihluta sínum í Reykjavík með yfirburð- um og vann á víðs vegar um land. Dapurleg staðreynd Á þessu ári hefir Sjálfstæðis- flokkurinn haldið mikinn fjnlda samkoma og héraðsmóta um land allt. Þessar samkomur hafa yfir- leitt verið betur sóttar en nokkru sinni fyrr. Málflutningi Siálf- stæðismanna hefir verið þar af- burða vel tekið. Hefír það komið greinilega í ljós að tengslin milli flokksins og fólksins hafa aldrei verið traustari en einmitt nú. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir þá stjórnmálaflokka, sem sett hafa allt sitt traust á róginn og stóryrðin um Sjálfstæðisflokk- inn og stefnu hans. Óhróðurmn hefir engan árangur borið, annan en þann að treysta samheldni fólksins i Sjálfstæðisflokknum og auka fylgi hans. Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur nú mitt í miklu uppbygging arstarfi. Hann hikar ekki við að segja þjóðinni sannleikann um mál hennar, benda henni á það sem aflaga fer jafnhliða því, sem hann berst jákvæðri baráttu fyrir framkvæmd hug- sjóna sinna. Takmark hans er nú sem fyrr bætt aðstaða þjóð arinnar í lífi hennar og starfi, betra og réttlátara þjóðfélag á íslandi. Árásirnar á útvarpsstjéra ÞEGAR Vilhjálmur Þ. Gíslason núverandi útvarpsstjóri gerðist framkvæmdastjóri Ríkisútvarps- ins hafði um all langt skeið verið ófriðlegt innan stofnunarinnar. Sumir þeirra manna sem þar höfðu lengst starfað áttu í stöðug- um illdeilum. Var þetta að mörgu leyti mjög óheppilegt fyrir þessa menningarstofnun, sem hefir meiri áhrif á daglegt líf almenn- ings í landinu en flestar aðrar. Vilhjálmur Þ. Gíslason hafði lengi verið einn vinsælasti út- varpsmaður þjóðarinnar. Hann hafði starfað við útvarpið svo að segja frá því að það tók til starfa. Hann var því mjög vel kunnugur öllum aðstæðum þar. Það mun almenn skoðun þeirra, sem til þekkja að Vilhjálmur Þ. Gíslason hafi rækt starf sitt af áhuga og dugnaði síðan hann varð útvarpsstjóri. Fjárreiðum stofnunarinnar hefir verið komið í gott horf og hinn nýji útvarps- stjóri hefir átt verulegan þátt í ýmsum umbótum, sem gerðar hafa verið á dagskrá útvarpsins. Það er því mjög ómaklegt þegar blað kommúnista hefur hatrammar árásir á þennan epibættismann. En svo virðist sem kommúnistar hafi mestan áhuga á því, að ný illindi og ófriður skapist um þessa menn ingarstofnun. Annan tilgang geta hinar dólgslegu árásir þeirra á útvarpsstjóra naum- ast haft. AÐEINS VIÐ SJÁLFA HÚSBYGGINGU Jónas Rafnar flutti í gær fram- söguræðu fyrir frumvarpinu í Neðri deild. Hann sagði að skv. núgildandi lögum næði styrkur ríkissjóðs til sjúkrahúsabygginga aðeins til kostnaðar við hús- bygginguna sjálfa. Aðilar þeir, sem standa að byggingunni verða hins vegar einir að standa straum af kostnaði á öllum húsbúnaði, áhöldum og lækningatækjum, sem nauðsynleg eru við starf- rækslu sjúkrahússins. AHOLD OG TÆKI MJOG DYR En nú er það svo, að ef áhöld þessi eiga að vera í samræmi við kröfur tímans, nema þau mjög verulegum hluta af heild- arkostnaðinum við að koma upp sjúkrahúsi. Með enn aukinni tækni og framförum má búast I við að kostnaður þessi vaxi. Nefndi ræðumaður það sem dæmi, að röntgen-tæki fyrir fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefði eitt út af fyrir sig kostað 400—500 þús. kr. og helztu eld- unartæki 150—200 þús. kr. uu ayidi óbripar: Verkfall hljóðfæraleikara „Kæri Velvakandi. EG drep niður penna til að senda þér nokkrar línur um verkfall hljóðfæraleikara, sem lítið hefur verið skrifað um til þessa, sennilega þar sem verk- fall þetta skaðar ekki þjóðina í heild. Sannleikurinn er sá, að þetta verkfall þurfti ekki að eiga sér stað. Hljóðfæraleikarar eru ekki að fara fram á kauphækkun eða styttri vinnutíma. Þeir vilja ein- ungis fá greiddar fullar vísitölu- uppbætur, rétt eins og aðrir laun- þegar í þjóðfélaginu! Veitingahúseigendur hækkuðu bæði aðgangseyri að dansskemmt unum og verð á gosdrykkjum á þeim forsendum, að þeir þyrftu að mæta kostnaði við væntanlega kauphækkun hljóðfæraleikara! — en nú er svo að sjá sem þeir eigi ekkert vantalað við hljóð- færaleikara um þessa „væntan- legu hækkun." Glymskratti og segulband ÞAÐ sæmir engan veginn veit- ingahúsunum að bjóða gest- um sínum upp á að dansa eftir glymskratta eða danslögum af segulbandi. Og það er í raun og veru næsta kynlegt, að fólk skuli eftir sem áður sækja dans- skemmtanir. En því-miður er svo að sjá, sem talsvert stór hópur manna í þjóðfélagi okkar eigi hvergi höfði sínu að að halla á kvöldin nema í ys og þys „hinna opnu sala“. En það er áreiðan- legt, að fólkið, sem á heilbrigðan hátt skemmtir sér endrum og sinnum, situr heima þar til deil- an leysist. Góð veitingahús geta ekki ver- ið þekkt fyrir að selja mat (og vín) án þess að bjóða gestum sínum jafnframt upp á góða tón- list, enda þætti slíkt fjarstæða í löndum þar, sem menning veit- ingahúsa er á háu stigi. „Eins og síld í tunnu“ VERÐ aðgöngumiða á dans- skemmtanir er svo hátt, að gestunum finnst, að veitingahús- eigendur hljóti að geta „klofið“ það að borga hljóðfæraleikurum vísitöluuppbætur. Því miður hef- ur það verið svo hér, að gestun- um finnst oft og einatt, að þeir eigi einna helzt að þakka fyrir að fá að greiða stórfé fyrir að komast inn á dansleikina — og þegar inn er komið er dansgólfið víðast hvar svo lítið, að um það bil einn áttundi hluti gestanna kemst þar fyrir — og ástandinu er rétt lýst með því dæmigerða íslenzka orðatiltæki — „eins og síld í tunnu.“ Engin dansskemmtun verður vel heppnuð án góðrar hljóm- sveitar. Við eigum marga ágæta hljóðfæraleikara, sem við fáum vonandi að hlusta á aftur innan skamms á skemmtistöðum borg- arinnar. Ein, sem er óánægð með glymskrattann.“ Hávær umferð „Sjúklingur“ skrifar: EG er nýlega kominn heim af „Hvíta bandinu" eftir all langa legu. „Hvíta bandið“ stend- ur svo sem kunnugt er á gatna- mótum Frakkastígs og Skóla- vörðustígs, og umferðin um þess- ar götur er gífurleg. Alls konar þungir flutningabílar fara þarna um frá morgni til kvölds, og svo virðist sem bifreiðastjórarnir veiti enga athygli skiltunum, sem áminna þá um að aka hljóð- lega fram hjá sjúkrahúsum. Þessi mikla og háværa umferð truflar mjög sjúklingana og eykur oft á tíðum vanlíðan þeirra. Vildi ég gjarna koma því á framfæri við rétta aðila, hvort ekki væri hægt að ganga harðar eftir því, að bifreiðastjórar ækju gætilega fram hjá sjúkrahúsum. Mér hef- ur oft flogið í hug, hvort það væri frágangssök að banna um- ferð vöruflutningabíla og ann- arra þungra farartækja um götur sem liggja meðfram sjúkrahús- um?“ MerkJS, wn klæðlr Næst greindi Jónas Rafnar frá því að áður hefðu komið fram tillögur um að allur út- búnaður sjúkrahúsanna yrði styrkhæfur, en þær ekki náð fram að ganga. En í þessu nýja frumvarpi er lagt til að fara nokkurn meðalveg. Þar er fylgt þeirri megineglu, að bæjar- og sveitarfélögin kosti útbúnað sjúkrahúsanna, þó að því undanskildu, að ríkið taki að sinum liluta þátt í kostnaði vegna kaupa á ákveðnum tækjum, sem nauðsynleg eru, svo og kostnaði vegna lagfær- ingar á lóð. ÞUNGUR BAGGI Á SVEITARFÉLÖGUM Það hefur verið hlutverk sveit- ar- og bæjarfélaganna, sagði Jónas, að hafa forgöngu um að koma upp almennum sjúkrahús- um um land allt og annast rekst- ur þeirra. Samkvæmt lögum hefu ríkissjóður greitt ákveðinn hluta af stofnkostnaðinum og með lögum frá Alþingi í fyrra var rekstrarstyrkur ríkissjóðs til sjúkrahúsanna stórum aukinn frá því sem verið hafði. Rekstur sjúkrahúsanna hefur verið stór útgjaldaliður hjá mörgum sveitarfélögum og er mjög vafasamt, svo ekki sé sagt meira, að hægt hefði verið að halda áfram rekstri stærri hús- anna, ef styrkurinn hefði ekki verið samþykktur í fyrra, eins og nú er. komið öllu verðlagi I landinu. ÁHUGI FYRIR AÐ KOMA UPP FULLKOMNUM S JÚKRAHÚSUM Ræðumaður gat þess, hve nokkur bæjar- og sveitarfélög hefðu lagt mikið að sér til að koma upp nýjum sjúkrahús- um. Sem sérstakt dæmi um framtakssemi eins einasta sýslufélags má benda á nýja sjúkrahúsið á Blönduósi, sem enn er í smíðum og fjórðungs- sjúkrahúsið, sem Akurevring- ar hafa komið upp og mun kosta fullgert með öllum bún- aði um 13 millj. kr. Verður ekki komizt framhjá þeirrl staðreynd, að framkvæmdim- ar í heilbrigðismálunum hafa gengið nærri fjárhag sveitar- félaganna. Er frumvarpi þessu ætlað að hlaupa undir bagga með þeim og gera þau þannig færari um að koma upp full- komnum heilbrigðisstofnun- um, sagði Jónas Rafnar að lokum. Kveðja ti! Guðrúnar Brunborg í OKTÓBERMÁNUÐI síðastliðn- um sýndi frú Guðrún Brunborg kvikmynd hér á Sauðárkróki. — Allan ágóða af tveim kvikmynda- sýningum, sem frúin hafði hér i bænum, hefur hún gefið til end- urbyggingar sjúkrahúss Skag- firðinga, sem nú er að hefjast. Frú Guðrún er nú orðin þjóð- kunn fyrir starfsemi sína og ó- þrjótandi elju í þágu nytsam- legra fyrirtækja, til menningar fyrir land og þjóð, sem vafalaust á eftir að örfa aðra til þess að feta í fótspor hennar. Með línum þessum viljum vér votta frúnni beztu þakkir vorar og Skagfirðinga fyrir örlæti henn ar og hugulsemi við sjúkrahúa vort. Sauðárkróki, 16. nóv. 1955. F.h. sjúkrahússtjórnar Skagfirðinga. Sigurður Sigurðsson, sýslumaður. Torfi Bjarnason, héraðslæknir. . j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.