Morgunblaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 4
MORGVISBLAÐIB Föstudagur 25. nóv. 1955 ' I dag er 329. dagur ársinj. Föstudagurinn 25. nóvember. Árdegisflæði kl. 1,18. Síðdegisflæði kl. 13.45. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuvemdarstöðinni er opin all- !Hn sólarhringinn. Læknavörður L. H. (fyrir vitjanir), er á sama stað H. 18 til kl. 8. — Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs J.póteki, sími 1618. — Ennfremur liru Holts-apótek og Apótek Aust- Itrbæjar opin daglega til kl. 8, ftema laugardaga til kl. 4. Holts- ^pótek er opið á sunnudögum milli fcl. 1 og 4. Haf narfjarðar- og Kef la víkur- npótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. D—16 og helga daga frá kl. 13,00 tál 16,00. — E Helgafell 595511257 — VI — 2. I. O.O.F, 1=1371125814= II. Sp.kv. E.T. • Afmæli • Sextíu og fimm ára er í dag María Þorsteinsdóttir, frá Hrauni í Keldudal, Dýrafirði, Hæðargarði S, Reykjavík. • Hjónoefxii • Kýlega hafa opinberað trúiofun flína ungfru Ásta Gunnarsdóttir, Hafnargötu 39, Keflavík, og Ein- ar Valur Kristjánsson, Hlíðarveg 16, Isafirði. • Bruðkaup • S.l. laugardag voru gefín saman 1 hjónaband af séra Jakob Jóns- syni ungfrú Erla Sveinbjörnsdótt ir Háteigsveg 23 og Vignir Aðal- flteinsson, sama stað. • Skipafréttir • Eimskipafélag fdancls. JBrúarfoss fór frá Hamborg í •gær til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Keflavík 22. nóv. til Gauta- borgar, Kaupmannahafnar, Len- ingrad, Kotka og Helsingfors. Fjallfoss fór frá Hull 22. nóv. til Rcykjavíkur. Goðafoss kom til New York 19. nóv. frá Reykjavík. Gullfoss var væntanlegur til Reykjavíkur í morgun. Lagarfoss fór frá Keflavík í gær til Venspils og Gdynia. Reykjafoss fór frá Reykjavík í gær til Akraness, Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Vestmannaeyja og þaðan til Rott- ezdam, Esbjerg og Hamborgar. Selfoss fór frá Húsavík 23. nóv. til Norðfjarðar, Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Vestmannaeyjum 12. nóv. New York. Tungufoss fór frá Vest- mannaey.jum 22. nóv. til New York. Baldur fró frá Leith 23. nóv. til Reykjavíkur. Skipadeild SÍS Hvassafell er á Sauðárkróki — Arnarfell er í Reykjavík. Jökulfell fór í gær frá Amsterdam til Vents pils. Dísarfell er í Hamborg. — Litlafell er í Reykjavík. Helgafell fór 23. þ. m. frá Genova áleiðis til Noquetso og Gsndis. Skipaútgei-ð ríkisins Hekla fer frá Reykjavik á morgun austur um land í hringferð. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. — Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöldi austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyrill fór frá Rvík í gær áleiðis til Noregs. Skaftfell- ingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Baldur fer frá Reykjavík í dag til Gilsfjarðar- hafna. Guðspekifélagið Stúkan Mörk heldur fund i kvöld kl. 8,30 í Ingólfsstræti 22. Grétar Fells flytur annað erindi sitt í er- indaflokknum er hann kallar „Full trúar mannkynsins". Allir vel- komnir. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ hefi ég nýlega móttekið af herra biskupsritaranum, séra Sveini Vík ingi, þessar gjafir og áheit: Frá Finrni mímitna krossgáta • • 4 . Li' m 9 • ZPatfBm 10 Ll 1C 13 “ ■ m 1 SKÝRINGAK Lárétt: — 1 svikist um — 6 á jurt — 8 veitingastofa — 10 fatn- aður — 12 ofstopa — 14 farandi — 15 samhljóðar — 16 trekk — 18 líkan. Lóðrétt: — 2 góðgæti — 3 hol- skrúfa — 4 skelfingu — 5 ómenni — 7 álarnir — 9 hvassviðri — 11 elska — 13 tryggu — 16 samhljóð- ar — 17 tveir eins. Lausn síðustu krossgátu. Lárétt: — 1 sakar — 6 sár — 8 inn —- 10 men — 12 leitina — 14 DF — 15 NU — 16 kná — 18 afundna. Lóðrétt: — 2 asni — 3 ká — 4 armi — 5 gildra — 7 snauða — 9 nef — 11 enn — 13 tönn — 16 ku — 17 ÁD. Guðb.j. J. 100,00 kr. frá S. J. 500,00 kr., frá K. B. 100,00 kr., E. N. 500,00 kr. og frá Þ. B. Þ. 500,00 kr. — Matthías Þórðarson. Félag Árneshreppsbúa í Reykjavík heldur skemmtifund í Tjarnarkaffi niðri í kvöld kl, 8,30 síðdegis. Það er heilsuvernd að láta áfeng isdrjkkju vera. Vmdœmistemplar. Orð lífsins: Kunna gjör&ir frú mér lífsins vegu. Þú munt mig meö fögnuöi fylla fyrir fnnu aMgliti. Post. 2, 28. Barnaspítalasjóður Hringsins Gjafir: Fi'á J. S. kr. 100.00; frá H. Þ. 50.00. — Kona gefur minningargjöf kr. 500.00 um vandalaus hjón, sem önnuðust hana til 7 ára aldurs af ást og umhyggjusemi (Sigurlaug Sveins- dóttir og Teitur Ólafsson, Grjótá í Fljótshlíð). Faðir á Akureyri sendir Barna- spítalasjóðnum kr. 100.00 með hlýj, um um mælum um starf félags- ins og góðum óskum. Áheit: Vilhjálmur H. Vilhjálms- son kr. 1.250.00. Sesselja Jónsdótt- ir, Borgarnesi kr. 25.00. Áheit. — afli. af verzil. Refill: Þ. G. kr. 50.00; S. P. 100; H. P. 200; Margrét 300; M. S. 10; Ingi- björg Jónasd. 50. Fyrir allar þessar góðu gjafir þakkar stjórn Kvenfél. Hringsins innilega. afur Einarsson, héraðslæknir, — Hafnarfirði. Úlfar Þórðarson fjarverandi frá 8. nóv. til mánaðamóta. — Stað- gengill: Björn Guðbrandsson sem heimilislæknir. Skúli Thoroddsen sem augnlæknir. Styrktarsjóður munaðar lausra barna. Uppl. í síma 7967. — Safn Einars Jónssonar OpiS snnnudaga og ctlðrlk* ðaga kL 1.30—3.30 frá 16. sepl Ul 1. des. Síðan lokaS retrai tuánuSiaa. Mlnalngarspjölá 8jrabbameinsfái. jblands íást hjá öihíBí póðsalgreiðttiua Æadsina, lyfjabaðnsi P. Keykjavi sg' Hafnarfirði (nems, I'ausjptYcta* *g Reykjavlkur-apót«kaar.)t — sMtáia, EUiheimilíno Grand u, ífcriÍBtofu krab b &raai»*.tÉlags tutt 1 Sléðbankanum, Baróneet^, [ iM7. — Micningaioí aa «ra froídd gegaœa • Gengisskraning • (Sölugengi) Gullverð ísl. krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. 1 Sterlingspund .. kr. 45,70 1 Bandaríkjadollar — 16,32 1 Kanadadollar .... — 16,40 100 danskar kr....... — 236,30 100 norskar kr......— 228,50 100 sænskar kr......— 315,50 100 finnsk mörk .... — 7,09 1000 franskir frankar . — 46.63 100 belgiskir frankar — 32,90 100 svissneskir fr. .. — 376,00 100 Gyllini ......... — 431,10 100 tékkneskar kr. .. — 226,67 100 vestur-þýzk mörk — 391,30 1000 lírur.............— 26,12 • Ú t v a r p • Fastir liðir eins og venjulega. —■ 20,30 Daglegt mál (Eiríkur Hreinn Finnbogason cand. mag.). 20.35 Kvöldvaka. 22,00 Fréttir og veður fregnir. 22,10 Upplestur: Helgi Hjörvar les kafla úr skáldsögunni „Kristínu Lafransdóttur" eftir Sigrid Undset. 22,30 „Lögin okk- ar“. Hljóðneminn í óskalagaleit (Högni Torfason sér um þáttinn). 23,20 Dagskrálok. Eíkey Jónsdóttir ~ minning Kvenfélagið Heimaey heldur skemmtifund í Tjarnar- kaffi kl. 8,30 í kvöid. • Alþingi • Dagskrá neðri deildar Alþingis föstudaginn 25. nóv. 1955, kl. 1.30 miðdegis. 1. Tollskrá o. fl., frv. 3, umr. — 2. Verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna, frv. 3. um- ræða. 3. Kirkjúítök, frv. 2. umr. 4. Verðlag, verðlagseftiriit og verð lagsdómur, frv. Frh. 1. umr. — 5. Skipun prestakaila, frv. 1. umr. Ef leyft veröur. Sól heimadre ng urinn V. Þ. B. kr. 20,00; kona kona 20; þakklát móðir 15. 100; Ekkjan í Skíðadal Kona kr. 100; S. G. B. 18 100; Elfa 50; M. G. 50; A. G. 100; — þakklát kona 100. Læknar fjarverandi Ezra Pétursson fjarverandi frá 16. þ. m., í rúma viku. — Staðgeng ill: Ólafur Tryggvason. ófeigur J. Öfeigsson verður fjarverandi óákveðið. Staðgengill: Gunnar Benjamínsson. Kristjana Helgadóttir 16. *epl óákveðinn tíma. — StaðgengilL Hulda Sveinsson. ólafur Ólafsson fjarverandi óá kveðinn tíma. — Staðgengill: Ö1 FERDIIVIAIMD FRÚ RÍKEY Jónsdóttir var fædd að Hagakoti í Ögurhreppi 11. jan. 1876. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Bjarnadóttir og Jón Jóhannesson. Helga, móð- ir Ríkeyjar, var af Hjaltalínsætt og Reykhólaætt, en Jón, faðir hennar, einn hinna nafnkenndu Blámýrarsystkina, sem bæði hafa orðið kynsæl og lángefin. Ríkey fluttist á 1. ári með for- eldrum sínum að Breiðabóli í Skálavík, þar sem þau bjuggu allmörg ár, og síðar að Minni- bakka í Skálavík. Ólst Ríkey þar upp í glöðum systkinahóp og leiksýstkina, sem vinir voru alla ævi. Hinn 15. september 1900 giftist Ríkey Eggerti Lárussyni Fjeld- sted frá Kolgröfum í Eyrarsveit. Voru þau einn vetur á ísafirði. Fluttust svo tii Bolungarvíkur og bjuggu þar í átta ár. Þaðan flutt- ust þau að Hálsi á Ingjaldssandi og bjuggu þar 4 ár. 1915 fluttust þau. á jörðina Klukkuland í Dýra firði og keyptu hana ári síðar. Bjuggu þau þar snotru búi til ársins 1934, Seldu þá jörðina og fluttust til Reykjavikur og hafa átt þar heima síðan. Þegar þau fiuttust suður var heilsu þeirra hjóna tekið að hnigrza, en bæði kvöddu með söknuði hina fögru jörð, þar sem þeim hafði liðið vel og tekið tryggð við. Þau Ríkey og Eggert eignuð- ust fimm born: Ásta, gift Arngrími Fr. Bjarna- syni, kaupmanni á ísafirði. Hi-efna, dó 13. ágúst 1926, 23ja ára gömul. Aðalheiður, gift Samúel Jónas- syni, byggingam. í Kópavogi. Lárus Harry, kaupm., giftur Ingibjörgu Björnsdóttur í Rvík. Luðvík, kaupm., giftur Jónínu Jóhannesdóttur , Rvík. Landgöngubru Ríkey Jónsdóttir var frábær eiginkona og móðir. Hún stóð við hlið manns síns í blíðu og stríðu, og vakti með aðdáanlegri fórn- fýsi yfir velferð barna sinna og barnabarna. Hún vildi gleðja og hugga alla sem bágt áttu og tókst það oft aðdáanlega, þótt ekki væri miklu að miðla af verald- legum auði. Munu allir slíkir hafa gengið hressari og glaðari af fundi Ríkeyjar, en margir leit- uðu hennar með byrði sína. Ríkey var gáfukona, glaðlynd, skáldmælt, fróð og minnug og bókelsk í bezta lagi, enda átti hún stóran hóp vina og kunn- ingja. Flestum, sem kynntust Rík- eyju, mun verða hún ógleyman- leg. Hjartahlýjan var svo hrein og skær og víðfeðm. Það var sem stór opinn faðmur, sem allt vildi umlykja með kærleika og göfgi. Breiða sól og yl yfir allt mann- lífið og syngja af fögnuði yfir gjöfum guðs. Og sérstaklegá átti þetta við ástvini hennar. Þeim vildi hún öllu fórna, allt gott gefa, og fylgdi þeim í huganura til hinztu stundar, biðjandi fyrir þeim og blessandi þá. Ríkey andaðist aðfaranótt 17. þ. m. eftir nokkra legu. Þjáðist þó ekki mikið og varðveitti lífs- gleði sína til hinztu stundar. — Þannig lauk þessi merkiskona lífsferð sinni með rósemi, tign og gleði. Hennar er sárt saknað a£ öldruðum eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum. Hún var jafnan styrka stoðin, fómandi kraftur, sem bæði vildi og skildi vel og var reiðubúin að græða sár og þerra tár skyldra sem vanda- lausra, Því er hún kvödd í ást og söknuði. Blessuð sé minning hennar. Kunnugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.