Morgunblaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.11.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. nóv. 1955 MORGUWBLAÐIÐ 9 Skyndiheimsókn í Iðnskóiann Spjallað um nýja kennsljhætti og fleira Sigurður Líndal, stud. jur.: HLUTVERK skólanna í þjóð- félaginu er og hefir verið mikihfáegt. Á síðustu tímum hefir mönnum skilizt þetta æ betur. Kostað er kapps um að veita sem flestum sem mesta fræðslu, og sá hluti þjóðarinnar er nú orðinn harla stór, sem við skólana starf- ar að námi eða kennslu. Þetta starf hefir þó vart verið kvnnt almennirigi svo rækilega sem skyldi, og vill æskulýðssíða Morg unblaðsms leggja fram skerf til að úr því verði bætt Fyrir þær sakir brá tíðindamaður síðunnar sér í gærmorgun upp á Skóla- vörðuholt og fékk ljósmyndara sér til fylgdar. Knúðu þeir dyr3 á skrifstofu Iðnskólans í Reykja- vík, sem er einn stærsti skóli hér- lendis. Þar tók frk. Ester West- Sund á móti komumönnurn og hafði greið svör á takteinum við öllum spurningum. Skólastjórinn, Þór Sandholt, bauð þeim að kynna sér rekstur skólans og húsa bynni. I sögu Iðnskólans hafa nýlega orðið þáttaskil. Hann átti hálfrar aldar afmæli í fyrra og flutti um svipað leyti í sitt nýja og stóra hús. Ný lög um iðnfræðslu tóku gildi í haust og fólust í þeim ýmsar nýjungar. FRÁ NÁMI OG NEMENDUM Þeir menn, er hyggjast fá sveinsréttindi í einhverri þeirra 63 iðngreina, sem löggiltar eru hér á landi, verða að leggja.fyrir sig iðnaðarnám um 3—4 ára skeið, og er 4 ára tíminn algeng- ari. Námið er að miklu Ieyti verk- Segt, og fer það enn í dag fram í verkstofum iðnmeistaranna eins og tíðkazt hefir um margar aldir. Lögskipaður þáttur námsins fer þó fram í iðnskólum, og verða iðnnemar að ljúka 3—4 bekkja- prófum þar. Þeir njóta kennslu í ýmsum almennum greinum, og er hún að mestu hin sama fyrir alla í fyrstu 2 bekkjunum. Þá tekur sérgreint nám við. Ný lög um iðnfræðslu tóku gildi hinn 1. október s.l. Síðan er Iðnskólinn í Reykjavík dagskóli, og stendur hver bekkur 2 mán- uði á vetri hverjum, en við það bætist próftími. Nemendur sinna ekki öðrum störfum þennan tíma. í haust hófu nám í skólanum um 220 nemendur, og verða þeir til jóla. Tveir aðrir hópar koma til náms síðar í vetur. Liklegt er, að nemendafjöldinn verði svipað- ur og var í fyrra, en þá var hann 819, ef þeir eru með taldir, sem sóttu sérstök námskeið á skóians vegum. Nemendur voru þá í 42 af hinum 63 löggiltu iðngreinum. Af bessum fjölda voru aðeins 29 stúlkur, flestar í hárgreiðslu og hattasaumi. Nokkrar stúlkur stunda nám í Ijósmyndun, kjóla- saumi og kvenklæðaskurði, en nú stunda engar stúlkur nám i gull- smiði, úrsmíði, bókbandi. brauð- <og kökugerð og sennilega aðeins 1 í málaraiðn. Má þetta imdar- legt kallast. Félagslií iðnskólanemenda hef- ir átt nokkuð erfitt uppdrá'tar. Kemur þar hvort tveggja til, ai nemendur eru margir og að þeir sitja skarnman t.ma á skólabekk í einu. Þá hefir og húsnæðisleysi verið mjög til baga. Aðstaðan til félagsstarfa batnar mjög, er sal- arkynni hinnar nýju skólabygg- inar eru smám saman tekin i notk un. Árangurinn mátti strax greina á s.l. vetri. Aðalfundur skólafélagsins var haldinn fyrir nokkrum dögum og þá kosnir í stjórn þess: Sveinn Óiafsson, formaður, Sigurður Kristjánsson, Theodór Óskarsson, Pétur A. Kristjánsson og Raguar Guðmundsson. Skólanemer.dur í Reykjavik vita, að Iðnskólinn hefir lengi átt snjöllu íþróttaliði á að skipa, og hefir það revnzt hart í horn að taka á skólamótum. SKÓLAHÚSIÐ NÝJA Stórbygging skólans á SkóJa- vörðuholti má með sanni kellast eitt furðulegt hús. Smíði þess hófst fyrir um það bil áratug, og fyrstu stofurnar voi-u teknar í notkun í fyrrahaust. Neðsta hæð hússins er enn ófullgerð að mestu, en þar er verkiegri kennslu ætlað húsrými, og er búizt við, að fyrst verði komið þar á prentkennslu. Önnur hæð má heita fuílgerð, og gengið hefir verið frá kennslu- stofum á 3. hæð. Kennslustofurn- ar í húsinu verða alls 30, 14 eru fullgerðar, og auk þess hefir Iðn- aðarmálastofnun íslands fiutt í 6 stofur. Á 3. hæð er nú verið að útbúa bókasafnsherbergi og sýnis hornasafn. Á 4. hæð er ur.nið að því að ganga frá sal fyrir skraut- teiknun og málun svo og frá all- mörgum heimavistarherbergjum á 5. hæð. í hinni nýju skólabyggingu er vel fvrir öllu séð, og margt er þar, sem vart eða ekki er í öðrum skólahúsum. Sérstök skólabúð starfar þar og er opin daglega. Nemendur geta keypt þar nauð- synleg námsgögn. Vel er búið að kennurum og skólastjóra, t d. er sérstakt viðtalsherbergi við kennarastofuna. Á göngum skól- ans er og sérstakt rúm ætiað ívrir nemendur til að sitja í í frímín- útum og lesa blöð og tímarit. Er það vinsælt mjög. Skólahúsið er geysistór bygg- ing eins og allir vita, sem kunn- ugir eru i bænum. Sérstök nefnd stendur fj'rir smíði þess, og er Helgi Hermann Eir'ksson, fvrr- um skólastjóri Iðnskólans, for- maður hennar. FJÁRMÁL OG STJÓRN Iðnskólinn í Revkjavík hefir til skamms tíma verið sjálfstæð stofnun og stuðzt við styrki frá hinu opinbera, en rekin á vegum Frh. á bls. 1J SJÁLFSTÆEISMENN hafa á undanförnum árum oft sam- þykkt ályktanir um, að endur- skoðun fræðslulöggjafar lands- ins væri nauðsynleg. T. d. var sJík ályktun samþj'kkt á þingi S.U.S. árið 1951. Danskt sjónarmið ERU HANDRITAKROFUR ÖTÍMABÆRAR? „FRJÁLS ÞJÓГ birtir nýlega grein eftir Stefán Karlsson, stud. Menntamálaráðherrann, Bjarni mag., er hann nefnir „Rykfallin Benediktsson, hefur verið ötull handrit“ við framkvæmd slíkrar endur- Af grein þessari verður það skoðunar. Stærsta og merkasta helzt ráðið, að höfundur telji sporið í þá átt var setning lag- handritakröfur íslendinga á hend anna um fjármál skólakerfisins,; ur Dönum ótímabærar og um- en þau lög voru samþykkt á Al- ■ ræður um eignarréttinn ófrjóar. þingi í fyrra. Með þeim lögum Kröfurnar séu ótímabærar var fyrst og fremst stefnt að vegna þess, að fullkomið sinnu- me.ri festu í fjárhagslegri fram- i )eySj se um fræðistörf á íslandi, k.væmd fræðslulaganna, og jafn-! enda standi stjórnarvöld Jands- framt settar reglur sem miða að hófsamlegri fjárfestingu í þágu fræðslukerfisins. Ungir Sjálfstæðismenn fagna þessari löggjöf, sem og hverri annarri, sem miðar að traustari og farsælli framkvæmd á þjóðmálanna. SAMBANDSÞINGIÐ ályktun um, að nauðsynlegt væri að skapa vísindamönnum viðun- andi skilyrði til að sinna rann- sóknarstörfum í þágu menningar- og atvinnumála þjóðarinnar. í þessu sambandi má geta þess, að íyrir forgöngu Sjálfstæðis- manna var í fyrra veitt fé á fjár- ins í vegi fyrir allri stíkri starf- semi. Bíði fjöldi handriti ókann- aður á Islandi sjálfu, og sé mönn- um nær að rannsaka þau og gefa út heldur en að heimta handrit af Dönum! Umræður um eignarréttinn séu ófrjóar sakir þess, að meira sé um vert að eiga það, sem á samþykkti' blöð handritanna sé skráð. sviði Höfundur virðist því sætta sig prýðilega við útlegð handritanna 1 og vill, að íslendingar geri það ' einnig. Leggur hann svo mikið kapp 4 -ið koma þessum boðskap á framfæri, að hann leitast af alefli við að hnekkja einni höfuð röksemd íslendinga i handrita- 1 málinu, þeirri að á íslandi sé Á/yktun 13. Jbings SUS um MENNINGARMÁL 13. ÞING S.U.S. leggur áherzlu á eftirfarandi atriði í menningar- málum: 1. Þess sé ávallt gætt, að fræðslulöggjöf landsins svari sem bezt þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma. Verið sé örugglega á verði um það, að þróun skólamála stefni að því að skila sem beztum árangri, bæði einstaklingum og þjóðarheild. Stefnt verði markvisst að því, að hvert ungmenni eigi kost á námi við sitt hæfi, eftir því, sem hugur þess og hæfileikar standa til, við sem beztar aðstæður og fullkomnasta kennslu. Brýn þörf er á að auka fjölbreytni í kennsluháttum hins almenna skóla. Einhliða bóknám hentar ekki öllum nemendum né heldur atvinnugreinum þjóðarinnar, sem verða fjölbreyttari með hverju árinu sem líður. Af þessum ástæðum ber að efla verknám í hverri mynd sem er. 2. Auka ber tæknimenntun með þjóðinni á þann hátt, að hún stuðli sem bezt að því að ungt fólk búi sig undir störf í þágu atvinnuvega og framleiðslustarfa landsmanna. í því sambandi skal á það bent, að miklu skiptir um framkvæmd hinna nýju laga um iðnskóla og að sem fyrst verði stofnað til þeirrar framhaldskennslu, sem iðnskólalögin gera ráð fyrir. 5 Komið verði á skipulögðu leiðbeiningastarfi um stöðuval sem rekið verði í samræmi við auknar kröfur um fjölbreytni í skóla- námi og markvissan undirbúning að störfum í atvinnulífi þjóð- arinnar. 4. Byggingu Kennaraskóla íslands verði hraðað og bætt verði að- staða kennara til aukinnar menntunar í samræmi við þarfir og kröfur tímans. 5. Þingið telur nauðsynlegt að gefa vísindamönnum viðunandi tækifæri til þess að vinna að rannsóknarstörfum í þágu menn- ingar- og atvinnumála þjóðarinnar. 6. Lögð verði alúð við siðgæðisuppeldi æskunnar í anda krist- innar trúar, þegnskapar og lýðræðis. þegar og hljóti að verða miðstöð íslenzkra fræða. Einkaskoðanir manns þessa skipta að vísu litlu máli, og þær má hann hafa í friði, en hitt er þó Jakara, þegar hann reýnir að þrúga þessum dönsku 19. aldar skoðunum upp á íslend inga með blekkingum, vísvitanch eða óafvitandi. ÚTGÁFU OG FRÆÐISTÖRF Á ÍSLANDI „íslendingi verður að vonum svarafátt", þegar hann er spurð- ur um vísindalegt útgáfustarf á íslandi, segir í greininni. — Sá íslendingur hlýtur að vera Stefán Karlsson, sem þar opinberar fáfræði sína. Flestir aðrir ís lendingar munu þekkja til útgáfu Alþingisbóka íslands, Annála 1400—1800 og Fornbréfasafns, þekkja störf orðabókarnefndar Háskólans og handritanefndar, svo að fátt eitt sé nefnt. Er raunar óþarfi að fjölyrða um þetta og þá sízt svo skömmu eft- ir þá agætu sýningu „íslenzk fræði 1911—1954)“, sem haldin var dagana 16.—27. júní 1954 Mátti bar f-á glöggt yfirlit um það, sem gerzt hafði á þeim vetí- vangi og var það að sönnu harla merkiJegt. Hit.t er annað mál, að lífs- barátta fræðimanna okkar er hörð, svo sem annarra íslendinga fyrir sakir fámennis og fátækt- ar. Af þeim sökum , eins og víða annars staðar, verður að sníða stakk eftir efnum og ástæðum. Vandalaust er og að benda á einstaka verklitla fræðimenn bæði fyrr og síðar, en það breyt- ir ekki þeirri staðreynd að full- yrðingar Stefáns Karlssonar fá engan veginn staðizt, þær eru grundvallaðar á ýkjum og rang- færslum HANDRIT OG VÍSINDI í þessu sambandi t aknar þó önnur spurning. Hví þessi enda- lausa vísindamennska kringum okkar gömlu handrit? Hafa þau ekkert gildi nema sem „hráefni1* handa vísindamönnum, eins og Stefán Karlsson gefur í skyn og annar Hafnarstúdent orðaði það. Víst er það, að vísindanna vegna er - mikilvægt að fá handritin heim, þar sem er miðstöð ís- lenzkra fræða. Það er þó þess» vegna ekki óumflýjanlegt, þar sem úr þeirri vöntun má bæta með nútíma tækni, og auðvelt er að fá handrit að láni, þar sem tæknina þrýtur. En hér er annað sjónarmið og það miklu þungvægara. Hand- ritamálið er deila heillar og óskiptrar þjóðar við fáeina þröng sýna vísindamenn, sem fæstir hafa nokkru sinni snert við ís- lenzkum fræðum. Þeir meta handritin sem „hráefni“. í vit- Framh. a bla II Þessi mynd var tekin í gær af iðnnemum við teikninám. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.> j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.