Morgunblaðið - 26.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1955, Blaðsíða 1
16 síður It áigui|u 271. tbl. — Laugardagur 26. nóvember 1955 PrentuBlfla Mergunblaðsina Brezkír fiskinnflytjendur vilja flytja inn íslenzkan fisk BONN — Þýzka stjórnin hef- ur staðfest tilnefningu Zor- ins taðstoðar-utanríkisráð- herra Rússa) í sendiherraem bætti Rússa í Vestur-Þýzka- landi. — Zorin er sá, er oft hefur verið nefndur maður- inn að baki valdaránsins í Tékkóslóvakíu á sínum tima. Davíð Stefánsson <?>- Slíidentar gangasf fyrir kynninsju á verkiim Davíðs Dr. Broddi Jóharmesson flytur erindi um skáldið írá Fagraskógi TV'OKKUR undanfarin ár hefir Stúdentaráð Háskóla íslands geng- izt fyrir kynningu á verkum ýmissa höfuðskálda íslenzkra, bæði lífs og liðinna. Hafa þessar kynningar yfirleitt tekizt með ágætum og átt vinsældum að fagna meðal stúdenta og annarra. Á morgun verða verk Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi kynnt í hátíðasal Háskóians. Verður skáldið sjálft þar viðstatt og mun lesa upp ný kvæði. ERINDI OG UPPLESTUR ^ Bókmenntakynningin hefst kl. 2 e. h. Björgvin Guðmundsson formaður Stúdentaráðs, flytur ávarp, en síðan mun dr. Broddi Jóhannesson flytja stutt erindi um Davíð Stefánsson. Þá verður lesið úr verkum skáldsins í bundnu og óbundnu máli. Upp- lesarar verða leikararnir Lárus Pálsson og Baldvin Halldórsson og Einar Valur Bjarnason, Inga Huld Hákonardóttir, Jón Har- aldsson og Rósa Björk Þor- björnsdóttir úr hópi stúdenta. LÖG VIÐ LJÓÐ DAVÍÐS Þuríður Pálsdóttir og Kristinn Hallsson syngja nokkur lög við ljóð eftir Davíð, en Fritz Weiss- happel leikur undir. Hátíðasalur Háskólans verður örugglega þéttsetinn á sunnudag- inn, þegar kynningin fer fram á verkum hins vinsæla þjóðskálds. Liösauki fil Fœreyja KAUPMANNAHÖFN — Danska stjórnin hefur ákveðið, að danska lögregluliðið sem er í Færeyjum verði ekki flutt á brott þaðan fyrst um sinn eins og ákveðið hafði verið. Frekar þvert á móti, því að með næstu ferð Tjalds til eyjanna fara fjórir rannsókn- arlögreglumenn og er hlutverk þeirra að komast fyrir um það hver stóð að baki sprengjutilræð- anna tveggja og skotárásarinnar á hús Djurhuus ráðherra. Með sömu ferð Tjalds fara 15 lögreglumenn, sem eiga að leysa af hólmi 15 aðra danska lögreglu- menn, sem verið hafa í Færevj- Frh. á bls. 2. 53 dæmdir íyrir að njósna iyrir Rússa Rússar gera vináttusamning — og auka um leið njósnastarfsemi! HVORKI meira né minna en 53 menn — og voru þeir flestir finnskir ríkisborgarar — hafa á árunum 1948—1955 verið dæmdir fyrir njósnir í Finnlandi í þágu Sovétríkjanna. — Skýrir finnska blaðið „Helsinki Sanomat" frá þessu í fyrradag. VeiheppnaSri iilraun lokið Bo’gart,6mil!j. fyrir aS sjá PARÍS — Rita Hayworth og Aly Khan prins hafa sent umsókn til fransks dómstóls, þar sem þau biðja þess að viðurkenndur verði í Frakklandi skilnaður þeirra, er þau fengu í Bandaríkjunum 1953. Jafnframt biðja bau dómstólinn að staðfesta samning þeirra um að Aly Khan eigi að greiða 10 þúsund dollara á mánuði til dótt- ur sinnar, Yasmin. Jafnframt æskja þau staðfest- ingar dómstólsins á enn einum samningi þeirra á milli — en hann er á þá leið að í hvert. skipti sem Aly Khan fær dóttur sína í heimsókn til sín, þá verði hann að setja 100 þúsund dollara •— 1,6 millj. ísl. kr. — tryggingu fyrir því, að hún komi heim til móður sinnar aftur. Æskja þau þess, að samningur þessi verði löglegur í hvaða landi sem Aly er, þegar hann fær dóttur sína, sem nú er 5 ára, í heimsókn. 6rimsbymenn uggandi og felja iöndunarbannið máttaust orðiS. á U LUNDÚNUM, 25. nóv. — frá Reuter. M SÍÐUSTU helgi landaði línuveiðarinn Sigríður dálitlu magni af ísuðum fiski í kössum í Bretlandi. Er hér um að ræða tilraun til að flytja ísaðan fisk til Bretlands þrátt fyrir löndunarbannið. Þessi tilraun virðist hafa tekizt mjög vel. Gæði fisksins þóttu mikil og í einkaskeyti til blaðsins frá fréttastofu Reuters segir, að fiskkaupmenn og skipstjórar i Grimsby séu nú farnir að efast um mátt löndunarbannsins, Flestir vildu ekkert um þessa tilraun til fiskinnflutnings frá íslandi segja, en einn lét þó svo um mælt við fréttamann Reuters, að þeíta þýddi að löndunarbannið væri brotið. „Og ef við ekki þegar í stað afléttum löndunarbamiinu", hélt þessi brezki fiskmaður áfram, „þá sitjum við í Grimsby eftir með sárt enni, en fiskkaupmenn annara borga auðgast á hinum góða íslenzka fiski“. Sprengja OSLO — I dag sprakk sprengja úti fyrir sendiherra bústað Rússa í Oslo. Sprengj an gerði engum mein, en 2 rúður í bústaðnum brotnuðu * Islendingar senda Hé loregskonungi ávarp forseta íslands í norska úfvarpinu í fiiefni af 50 ára ríkisstjórnarafmæli Hákonar VIL ★ FER VAXANDI Blaðið segir, að hinn mikli fjöldi njósnamála sýni, að um mjög víðtæka erlenda njósna- starfsemi sé að ræða í Finnlandi. Að baki hennar standi Russar. Og það má undarlegt heita, segir btaðið, að Rússum skuli finnast það nauðsyn að reka slíka starf- semi í Finnlandi þar sem Finnar ha$i alls ekki gefið Rússum til- efni til að koma svona fram. Bend ir blaðið á að þetta komi illa heim við, að nýlega gerðu Finn- land og Rússland með sér 20 ára vináttusamning. Blaðið sér enga ástæðu til að ætla að úr þessari njósnastarf- semi muni draga — heldur þvert á móti. Hinn mikli fjöldi stórra njósnamála á síðustu tímum sýn- ir að njósnastarfsemin er stöðugt aukin._______________ H— ÞAÐ ER einstakt afmæli, sem1 Hákon Noregskonungur sjö- undi á um þessar mundir, og þá jafnframt öll hin norska þjóð. Þar er að minnast hálfrar aldar sögu, auðugrar að afrekum og stórfelldum atburðum. Misjöfn tíðindi hafa gerzt, en sögulok þessarar hálfu aldar, eru líkust og í ævintýri, sem endar vel. Ég skil vel hinn mikla fögnuð Norðmanna og ást á sínum aldna konungi. Heimsókn okkar í vor til herra konungsins og ferð um Noreg, opnuðu fyrir okkur sögu nútíðarinnar. í þeirri fimmtiu ára sögu stendur Hákon konung- ur í lyftingu með sín einkunn- arorð á vörum: „Alt for Norge“, — og vel er skipið mannað, og [ öruggir stafnbúar. Einkunnar- orðin eru stór. En hálfrar ald- ar ríkisstjórn hefir staðfest þau. Konunginum hefir auðnast, að ávinna sér virðing og ástsæld hinnar gáfuðu og þróttmiklu þjóðar sinnar. Ég dáist að viðmóti hins aldna konungs, hvað hann er hress, vel að sér um allt, sem gerist fram á þennan dag, skapgóður og skapfastur. Skyldurækni hans er einstök, og vilji hans og áhugi samgróið hans háa embætti. Tvisvar hefir Hákon konung- ur stigið á land í Noregi með sérstökum hætti. Fyrir fimmtíu árum til að taka við ríki, sem vér minnumst nú, og fyrir tíu árum til að endurheimta ríki sitt, eins og minnst var í vor. ★ BREZK FYRIRTÆKI BERA ÁBYRGÐINA Frá fréttastofu Reuters er Morg unblaðinu skrifað eftirfarandi: Sigríður landaði fiskfarmi sín- um í Newcastle on Tyne. Hér var um tilraun að ræða og um frek- ari landanir mun ekki verða að ræða fyrr en eftir nýár. D. G. Gilberg forstjóri firmans Andreas Gilberg, sem er eitt af fjórum fisk innflutningsfirmum hér, kvaðst vera ákveðinn í því að brjóta á bak aftur bann það er fiskkaup- menn og skipstjórar hafa sett á löndun íslenzks fiski í nokkrum stærstu fiskbæjum Bretlands. Hann sagði að brezk firmu stæðu að þessum tilraunum til löndunar á íslenzkum fiski. og þetta væri í fyrsta sinn sem ísað- ur ísl. fiskur kæmi á markað í Bretlandi síðan löndunarbannið var sett fyrir 3 árum. Gilberg sagði að ísl. fiskút- flytjendur hefðu hafið máls á tilraun til fiskinnflutnings, slíkri er nú hefir átt sér stað. Hefði aðallega verið rætt um það hvernig fiskurinn skyldl pakkaður svo að beztu gæði hans yrðu tryggð. Ef þessi tilraun tekst vel, heldur Gilberg áfram, þá mun ísl. fiski verða Iandað í Eng- landi í framtíðinni, en þó ekki fyrr en eftir nýár. Fiskurinn sem Sigríður land- aði hefir líkað mjög vel, enda fyrsta flokks. Hefir hann runn ið út og það er því ekki að furða þó að þeir sem að lönd- unarbanninu hafa staðið — aðallega í Grimsby, Fleetwood og HuII, séu orðnir uggandi yfir breytni sinni gagnvart íslendingum. Hákon konungur í fyrra skiptið fylgdu hinum unga konungi á land glæstar framtíðarvonir, en í hið síðara skipti, fossaði móti honum fögn- uður þjóðarinnar og þökk, svo j undir tók um gervallan Noreg. Það er mikil konungsgifta, að j vaxa svo með hverjum áratug, og gróa saman við þjóð sína, auðnu hennar og örlög. Við höfum á okkar heimili mynd eftir prófessor Revold af Hákoni konungi, þar sem hann stígur á land, að styrjöldinm lokinni, í fylgd með Ölafi krón- prinsi og Gerhardsen forsætisráð- Framhald á bls. 2. Konungur hylttur • OSLO — Hákoni Noregskon- ungi var í dag margs konar sæmd sýnd — en 50 ár eru . liðin frá því hann tók við konungdómi. Á sjúkrabeði hans á norska ríkissjúkrahús inu streymdu heillaóskir og til konungshallarinnar bár- ust fjölmargar gjafir. Um gervallan Noreg var hátíð heiminum bárust konungi hylltur. Hvaðanæfa að úr lieiminum barst konungi heilla- og vináttuóskir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.