Morgunblaðið - 26.11.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. nov. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 7 íhrif látiiiii & B B a mtmm IV í S I, íöstudaginn 18. nóvember og í Alþýðublaðinu, sunnu- daginn 20. nóvember, birtust auglýsingar frá Rafveítubúðinni 5 Hafnarfirði og eru menn með auglýsingu þessari hvattir til að kaupa rafmagnstæki hið fyrsta þar sem birgðir Rafveitubúðar- innar séu takmarkaðar, en næsta sending muni verða um 20% dýrari vegna hækkaðs verðs á bátagjaideyri. í tilefni af þessari auglýsingu og vegna þess orðróms, sem gengið hefir um áhrif hækkunarinnar, óskar Landssamband, íslenzkra útvegsmanna að birta eftirfarandi útreikninga, er sýna áhrif báta- gjaldeyrishækkunarinnar á vöruverð í landinu. Útreikningur, er sýnir áhrif hækkanar báíagjaldeyrisiss á vöru- verð í landinu: VÖRUR, SEM FLLTTAR ERU INN FRÁ S OG £ SVÆÖSNU: Fyrir hækkunina: Eftir hækkunina: Verð vöru í skipi í erl. höfn Tollar og sölusk. (30%+45% og . ... 100.00 100.00 sölusk. 7.7%) ... ca 60.00 ca 60:00 Áætlað flutningsgj. og vátrygging . . . . . . 10.00 10.00 Bátagjaldeyrisálag . ... 61.00 71.00 Kr. 231.00 241.00 Verzlunarálagning 50% .... 115.50 120.50 Kr. 346.50 361.50 Samkvæmt ofanrituðu nemur því hækkunin vegna álagshækk- unar bátagjaldeyrisins, röskum 4% (4.35%). VÖRUR, SEM FLUTTAR ERU INN FRÁ JAFNVTR®IS - KAUPALÖNDUNUM: Fyrir hækkunina: Eftir hækkunina: Verð vöru í skipi í erl. höfn Tollar og sölusk. (30%+45% og .... 100.00 100.00 sölusk. 7.7%) . . . . 60.00 60:00 Áætlað flutningsgj. og vátrygging .. 10.00 10.00 Bátagjaldeyrisálag .. . . 26.00 36.00 Kr. 196.00 206.00 Verzlunarálagning 50% . ... 98.00 103.00' Kr. 294.00 309.00 HÆKKUN 5% Flestallar þær vörur, sem koma undir bátagjaldeyrisfyrirkomu- lagið, eru í tollflokkum, sem eru hátt tollaðir. Rafmagnsheimilis- tæki hafa hinsvegar 8% grunntoll og nemur því hækkunin. á þau röskum 5% (5.25%) ef keypt er frá $ og £ löndunum, miðað við, að kaupmenn leggi álag sitt líka á bátagjaldeyrishækkurnna. Það er harla einkennilegt, að verzlun skuli leyfa sér að augiýsa slíkar rangfærslur og þar með gera tilraun til þess að skapa anoúð á því kerfi, sem framkvæmt hefir verið á undanförnum árum, til þess að forða stöðvun á aðalundirstöðuatvinnuvegi landsmarma. Mörgum mun einnig finnast það harla einkennilegt, að siík aug- lýsing skuli birtast frá fyrirtæki, sem rekið er á vegurn Hafnar- fjarðarbæjar, því afkoma þess bæjar, fer mikið eftir afkomu sjávarútvegsins í landinu. L. í. Ú. hefir farið fram á það við Rafveiíubúðina í Hafnarfirði, að hún birti leiðréttingu á auglýsingu sinni, eða að öðrum kosti vera lögsótt fyrir rangfærslur. Reykjavík, 25. nóvember 1955 Landssamband íslenzkra útvegsn>a»na. Fyrsta einvícpsskák Friðriks og Pilniks FYRSTA einvígisskák þeirra Pilniks og Friðriks Ólafssonar hófst í Þórskaffi í fyrrakvöld. Kosið var um liti og kom upp hlutur Pilniks að hafa hvítt í fyrstu skákinni. Pilnik lék kóngs- peði í fyrsta leik og Friðrik svar- aði með Sikileyjarvörn. Þegar búnir voru 13 leikir kom Pilnik fram í áhorféndasalinn og var hinn vígreifasti. Sagðist vera bú- inn að endurbæta byrjunina. í Gautaborg hefði hann leikið peði til c4 og tapað, en nú færi ridd- ari þangað. Og fjórum leikjum seinna er riddarinn kominn til c4 og virtist eiga mikið erindi þangað. Hann bátt óeðlilega mik- ið lið fyrir Friðrik í vörn og hindraði að hann færi í sókn kóngsmegin því það hefði kostað peðstap á drottningarvæng. Pilnik hélt svo frumkvæði all- an tímann, opnaði f-línuna og tvöfaldaði hrókana á henni, Frrð- rik hafði ekki tapað neinu liði, en staða hans var mjög erfið. Allir töldu stöðu hans vonlausa og sumir áhorfenda voru farnir heim sannfærðir um hvermg fara mundi. Við þetta bættist svo aS Friðrik hafði eytt miklu meira af umhugsunartkna sínum. Ég hummaði fram af mér að hringja fréttina til blaSsins; var auk þes§ ekki kominn á siðustu mínúturnar. Vel gat svo farið að skákinni lyki á næstu mínútum. Kunningi minn hxingdi í mig og spurði um hvernig stæði og ég sagði honum sem var að ég ætti mér enga græna vort um að Friðrik slyppi við tap. Þegar ég kom inn aftur var riddsrinn lagður af stað frá c4 i sóknina kóngsmegin, en á meðan hafði Friðrik tekizt að ná yfirráðum á e-línunni, Árni Snævaxr kemúr jtil mín: „Nú getur Friðrik leikið hrók til e4“ og í þeim töhiðu orð- um kemur sendiboðinn með leik- inn hrókur e4, og Pilnik neydd- 1 ist til að gera alvöru úr hót- Frh. á bls. 12 MÝJUNG? í DAGBLÖÐUM bæjarins hafa undanfarið birzt greinar um svo- kallaða nýstofnaða vinnustofu, og er látið í það skína, að hér sé um einhverja nýjung að ræða. Þess vegna langar mig til þess, að taka eftirfarandi staðreyndir fram: Til þess, að fyrirbyggja mis- skilning, er ekki hægt að láta hjá líða, að leiðrétta þá fuUyrðingu, blaðamannanna sjálfra eða við- komandi aðila, að um einhverja nýjung sé að ræða hér á Jandi. Það skal tekið fram, að hér eru til menn, sem hafa lært í skólum erlendis, og hafa kynnt sér fram- J leiðslu á emailleruðum munum ýmiss konar og hafa smíðað slíka muni undanfarin ár. j Skal ekki fullvrt, hver ástæðan er fyrir því, að slík smíði hefir, ekkí verið stunduð í fjölbreytt- j ara formi hér á landi, en þó skal á það bent, að smíði slíkra muna ' hefir aukizt ört undangarin ár. Kjartan Ásmundsson gullsmið- ur hefir stundað slíka smíði um fjolda ára, og hefir lært til þess i skóla erlendis, og má til dæmis um hæfni hans benda á orðusmiðr hans fyrir íslenzka ríkið, svo og margt annað, sem hann h<?fir smáðað og emaillerað. Einnig má benda á það, að Jó- hannes Jóhannesson hefir smíðað og emaillerað. svokallað garða smelti, og hafa þeir munir verið seldir hjá Jóni Sigmundssyni... Emailleraður borðbúnaður hefir einnig verið smíðaður hjá Guð- laugi Magnússyni gullsmið Lauga vegi 22, og fleirum. Eins og af þessu sést, er amaill- ering ekki nýtt fyrirbæri í ís- 1 íenzkri listmunagerð. Ég undirritaður þykist-- geta lagt hér orð i belg, þar sem ég stundaði nám í skóla í Þýzkalandi í sumar er leið, í þessari grein, og taldi. ég mér málið skylt. Skal ekki fullyrt um það, hver ástæðan er til þess, að ekki hefir verið lögð meiri áhprzla á slíka smíði en raun ber vitni hér á landi. Mætti í því sambandi benda á það, að smíði slíkra muna hefir aukizt mjög undanfarin ár, og er það vel. Sjálfsagt. er, að geta þess, er nýir kraftar bætast í hópinn, en óviðkunnanlegt er að gera það á óviðeigandi hátt. Þá mætti og benda á það, að við horf gagnvart listum hafa breytzt talsvert, svo sem málaralist, list- íðnaði o. fl. og sést það bezt á emf.aldari útfærslu á formi og mynztxi, og þess vegna aukast : möguleikar til meiri emaillering- ar, hvort heldur eru listm.unir til hibýlaprýði: skálar, veggplattar, borðbúnaður o þ. h. eða kven- skart. Mig langar aðeins til bess, að benda á þessi atriði, ekki til þess að skyggja á þessa nýstofnuðu vinnustofu, heidur til þess eins að leiðrétta misskilning, er mér fanftst á vera. Bárður Jóhannesson. Blómlefft starf friáls eiittar FRJALSIÞROTTADEILD K. R. hélt aðalfund sinn hinn 23. þ.m. í KR-heimilinu. Formaður, Ásmundur Bjarna- son, flutti skýrslu stjórnarinnar, í hverri kom fram mjög umfangs mikið starf stjórnarinnar á ár- inu Aðalviðburðurinn var að. sjálfsögðu utanförin til Noregs,. þar sem KR-ingar kepptu á 6 stöðum og unnu 41 sigur, urðu nr. 2 í 23 skipti og nr. 3 í 18 skipti. Keppt var á alþjóðamótuvn í Stavanger, Oslo, Sarpsborg, Bergen, Iíaugasundi og Stavang- er. Tveir KR-ingar, þeir Ásm.. Bjarnason og Guðmundur Her- mannsson voru boðnir til keppni til Dresden í Austur-Þýzkalandi og Svavar Markússon og Val- björn Þorláksson voru boðnir til Búkarest og þar setti Svavar tvö. ísl. met í 800 m. hl. og skildi við það á 1.51,8 mín. KR- hlaut 14 íslandsrneistara í frjálsum íþróttum á meistara- móti íslands. Svavar Markússon sigraði í Víðavangshlaupi ÍR og einnig í Drengjahlaupi Ármanns. í lándskeppninni við Holland átt.i KR 11 aðalmenn auk vara- manna eða fleiri menn en nokk- uð annað félag. FIVIM ÍSLENZK MET Sett voru 5 ísl, met á árinu og eitt jafnað. Guðmundur Valdi- marsson setti ísl. met í langstökki án atrennu. 3,23 m. Þórður Sig- urðsson setti ísl. met í sleggju- kasti, 52,16 m. Svavar Markússon í 800 m hlaupi, hljóp á 1.51,9 og 1.51.8 mín. Þorsteinn Löve setti met í kringlukasti, kastaði 54,28 m. Ásm. Bjarnason jafnaði ísl. met í 100 m hl., hljóp á 10,5 sek. Bætt voru KR-met í mjög mörg- um greinum. ERFIDLEIKAR Aðaiáhyggjuefni deildarstjórn- arinnar eru fjármálin. Tekjur af rnótum voru engar á árinu. Áhorf endur létu á sér standa og kornu ekki á völlinn, þótt keppni í sum- ar hafi jafnvel verið skemmti- iegi i en'nokkru sinni fyrr. Styrkir til starfseminnar eru svo að segja engir, en það kostar um það bil 25 þús. krónur á ár| að halda starfseminni gangandi. Deildin stóð íyrir hlutaveltu nýlega, og ágóði af henni ranu til starfseminnar svó langt sœa hann náði. Þjálfari hefir verið, eins og undanfarinn aldaríjórðung, Bene dikt Jakobsson og mun hann starfa hjá KR áfram. í fundarlok var samþykkt a3 senda Erlendi Ó. Péturssyni en hann liggur sjúkur, en er nú á batavegi, en þetta er í fyrsta sinn, sem hann hefir ekki geta3 setið aðalfund deildarinnar. Stjórn deildarinnar skipa nú: Ásm. Bjarnason, form., Þórður Sigurðsson, varaform., Svavar Markússon gjaldkeri, Ingi Þör- steinsson ritari og Guðm. Her- mannsson, meðstjórnandi. KR-ingar harfa með björtum augum íil framtiðarinnar. Félagið er skipað mörgum dúg andi íþróttamönnum og góðum drengjum, og næg verkefni eru fyrir höndum. Bré/ senf MbS.: Hugleiðingar um heims- þekktan íþróttamann OLD SPICE SKiyrflvdnsr Rákspwitus Talkwm Brilíantine llsnsteinn Rakkrem .Rakúpt 3 geiði r Einnig Oíú ferSuset’t. VBRÐAMDI h.f. Tryggvagötu. Öska eftir 2 heíbergjísm ag eidhúsi Húsh.fálp efti-r, samkomu- lagi. Tilb. sendist afgr. Mtol., fyrir mánaðamót, — merkt: ,,X--2 — 680“. Á MIÐJU sumri 1954 kynntist ég einum víðfrægasta og vinsælasta • íþróttamanni, er ísland hcfur al- ið, manninum, sem seinastliðið tíu ! ára skeið heíur verið dáður og , virtur fyrir kunnáttu sína og I leikni á flestum þekktustu knatt- spyrnuvöllum heims, og', eftir , skrifum íþróttafréttaritaxa heims blaðanna að dæma, verið álitinn einn af tíu beztu knattspyrnu- mönnum sinnar tíðar — Alberti Guðmundssyni. Fundum okkar bar fyrst saman úti á golfvellinum í Reykjavík. H.afði ég þá aldrei litið hann, nema á myndum og einn leik háfði ég séð harin spila, en all- mikið um hann lesið, hversu góð- ur knattspyrnumaður hann Væri, heimsþekkt knattspy rnuf élög sæktust eftir að hann léki í lið- um þeirra o. s. frv. — þetta gat bæði að líta í innlendum og er- lendum blöðum. Ég hef fylgzt með flestu því, sem um hann hefur verið ritað hér heima, og reyndar erlendis líka, eftir að hann fluttist heim, svo sem skrif í sambandi við landsleikinn við Dani á umliðnu sumri, og séð og heyrt ýmsum óverðskulduðum skeytum að honum beint sem knattspyrnu- manni — jafnvel lélegum og kunnáttulitlum. Fyrir rúmum máriuði síðan urðum við Albert samferða til Bretlands í verzlunarerindum. — Átti ég þess þá kost, að heim- - sækja með honum tvö knatt- ' spyrnufélög, sem hann hafði áður leikið hjá, Glasgow Rangers í Glasgow og Arsenal í London. — Var honum í báðum tilfellum tekið með kostum og kynjum, bæði af forráðamönnum þessara félaga og leikmönnum, er margir hverjir höfðu áður verið samherj- ar Alberts á leikvelli. Sem dæmi um mat þessara manna á kunnáttu og' leikni Al- berts í knattspyrnu, bað þjálfari annars þessara félaga Albert um að koma á æfingu með kappliðs- mönnum þess félags, til að sýna þeim ýmiss atriði úr hinni svo- kallaðri „meginlands knatt- spyrnu“, sem þá langaði til að innfæra í leik sinn, en hefðu fram til þessa ekki getað fengið til- sögn í frá fyrstu hendi. Albert varð að sjálfsögðu við þessari bón og var mjög þakkaö að verðleik- um. í sumar og ekki sízt nú eftir umgetna utanför, átti ég bágt með að skilja, hvers vegna for- ráðamenn íslenzkra knattspyrnu- mála slógu á útrétta hjálparhönd Alberts, er hann flytzt heim, eftir 10 ára frægðarför á erlendum knattspyrnuvöllum. Er efazt um kúnnáttu hans sem knattspyrnu- manns? Iiefur íslenzk knattspyrna ráð á því að notfæra sér ekki reynslu og kunnáttu Alberts á knatt- spyrnu? Og hvernig ber að snúa sér í því? Knattspyrnumenn, tak- ið í framrétta hönd hans og kjós- ið hann í virðingarstöðu meðál ykkar, og notið þannig starfs- krafta hans. Þorv. Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.