Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók (1 árg&ngw 272. tbl. — Sunnudagur 27. nóveniber 1955 PrentiaiCli Margunblaðsini Hernaðarástandi lýst yfir á Kýpur Gríáir skæryfiðar handfeknir á Kýpur TWarinn c 1 Jörundur til síld- j veiðitilrauna AKUREYRI.26. nóv.: — í dag seldi togarinn Jörundur síðasta síldarfarm sinn úr Norðursjó, að ■ þessu sinni, í Hamborg. Seldi hann 3800 körfur fyrir 65.212 mörk. j Nú siglir togarinn heim. Hann 1 mun þegar eftir heimkomuna halda til veiða á ný, gera veiði- tilraunir út af ströndum Suðvest- urlandsins. Verða tilraunirnar kostaðar af atvinnumálaráðuneytinu og verð ur togarinn með flotvörpu svo og síldarvörpu þá er hann hefir not- að við veiðarnar í Norðursjónum að undanförnu. — Jónas. Grískir skæruliðar svara með blóðfórnum NICOSIA, 26. nóv. — Einkaskeyti frá Renter. SIR JOHN HARDING landstjóri Breta á Kýpur, lýstí í dag yfir hernaðarástandi á eynni. Yfirlýsing þessi þýðir, a® brezk lögregla og herlið mun nú tafarlaust skjóta á hvera þann mann, sem neitar að hlýða tafarlaust fyrirskipunum hennar. Þá verður það héðan í frá dauðasök, að beita vopnum gegn lögregluliði og varðar ævilöngu fangelsi að hafa í fórum sínum ólögleg vopn og sprengjur. Leynihreyfing grískra frelsissinna hefur svarað þessu með því að dreifa nýjum flugritum. Þar hvetja þeir íbúana til að veita Bretum alla þá mótspyrnu, sem þeir geta og sitja um líf brezkra hermanna hvarvetna. Þegar hernaðarástandinu var lýst yfir gerði brezk lög- regla og herlið skyndiárás um helztu borgir Kýpur og handtók ýmsa forustumenn Grikkja, sem róttækastir hafa verið í kröfum sínum og taldir voru hættulegir Haqkvæmari orkuvinnsla en þekkzt hefir. MAINZ, V-Þýzkalandi. — Einkaskeyti frá Reuter. í VESTUR-ÞÝZKA vísinda-akademían hefur tilkynnt að nú hafi tekizt í fyrsta skipti að vinna orku úr kolum án þess að bruni fari fram. Er hér um að ræða þá uppfinningu, sem vísindamenn hafa lengi glímt við að breyta kemískri orku í rafstraum. Með þessum hætti verður orkunýting kolanna helmingi meiri en við bruna, svo að hér er um eina stórkostlegustu uppgötvun vísindanna að ræða. Opnberun páfans: Kristur við rúmstokkinn RÓMABORG — Einkaskeyti frá Reuter. PÁFAGARÐURINN hefur nú gefið út tilkynningu um það að Kristur hafi birzt Píusi XII. páfa, ekki alls fyrir löngu. Þessa sýn og önnur jarteikn um guðlega dýrð sá páfinn í vöku, er hann átti að stríða við þungbæran sjúkdóm í desember s. 1. ár. Ekki er óliklegt að þessi sýn leiði til þess að Píus XII. verði eftir dauða sinn dýrlingur kaþólsku kirkjunnar. Jólafónleikar í Dóm- kirkiunni í kvöld HIN mikla aðsókn sýnir vaxandi ánægju Reykvíkinga yfir jóla- tónleikunum, sem Kirkjunefnd kvenna safnaðarins hefir efnt til í dómkirkjunni undanfarin ár á fyrsta sunnudegi í aðventu. Um aldaraðir hefir jólahald kirkjunnar í rauninni byrjað með jólaföstunni, aðvenntunni. Þá heyrast fyrstu tónar þeirrar vold- ugu hljómkviðu, sem nær há- marki á sjálfri jólahátíðinni. 'í kvöld kl. 8,30 hefir Kirkju- nefnd kvenna þessa jólatónleika, með upplestri, í dómkirkjunni. Strengjahljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar leikur jólalög. Séra Sveinn Víkingur les upp. Þorsteinn Hannesson óperusöngv- ari syngur. Dómkirkjukórinn syngur kórsöngva og Ragnar Björnsson, hljómsveitarstjóri, leikur á orgelið. Með því að fylla kirkjuna á þéssum yndislegu jólatónleikum undanfarin ár hafa Reykvíkingar Sýnt, að þeir meta starf kvenn- ahná fyrir gömlu dómkirkjuna, þétta fallega, söguríka og gamla guðshús, sem Reykvíkingar elska. En þangað er líka mikið að sækja. Fyrsti sunnudagur í aðventu er í dag, fjórar vikur til jóla. Vafa laust hlustar fjöldi Reykvíkinga á fyrstu óma hinnar heillögu há- tíðar í dómkirkjunni í kvöld. Þeir ómar leiða hugina til baka aftur að beinskujólum, og þeir orka Framhald á bls. 2. ^HAGKVÆM ORKUVINNSLA Það er prófessor Edvard Justi við tæknilega háskólann í Braunschweig, sem hefir tekizt að framkvæma þessa orku- vinnslu. Þetta er að sjálfsögðu' enn á tilraunastigi, en mestu erfiðleikarnir eru yfirunnir. Skýrsla próf. Justi sýnir að orku- forði kola verður með þessu móti nýttur að 70 hundraðshlutum, en við venjulega brennslu nýtist hann ekki nema að 40 hundraðs- hlutum. Þessi orkuvinnsla er á engan hátt hættuleg, eins og kjarnorku klofning, svo að hugsanlegt er að j hún geti að ýmsu leyti orðið gagn legri í raun. Sem kunnugt er virð ist sem orkuvinnsla i kjarnorku- ofnum verði ætið nokkuð dýr, vegna þess að til hennar þarf sams konar gufutæki eins og við olíukyntar rafstöðvar. Brennslu- laus nýting kolaorkunnar ætti að geta orðið miklu einfaldari og 6- dýrari. Samkvæmt kenningum vlsinda mannsins ætti nú að vera mögu- legt að nota olíu i brennslugevmi eða batterí, sem knýr rafmótor og er uppfinningin talin mikilvæg ekki sízt fyrir það, að nú er mjög farið að ganga bæði á kola- og olíubirgðir, sem í jörðu finnast. FRÁSÖGN OGGI Það var ítalska vikublaðið Oggi (í dag), sem fyrst skýrði frá þessum atburði. Kvaðst það hafa fréttirnar eftir nánum vini páfans, sem hafi af ást til hins heilaga föður ekki viljað þegja yfir leyndardóminum. í fyrstu neitaði páfagarður að staðfesta fregnina, þar til loks að tilkynn- ing var gefin út í blaði páfagarðs- HUGGAÐI HANN Þá taldi hinn heilagi faðir, að meistarinn væri kominn til að kalla hann til sín og hélt áfram bæninni „iube me venire a te“ (bjóð mér að koma til þín). En Jesús hafði ekki komið til að sækja hann, heldur til þess að hugga hann og til þess að gefa honum vissu fyrir, að stund hans væri ekki enn komin. Hinn heilaði faðir er viss um, að hann sá Jesús. Þetta var eng- inn draumur, heldur var hann glaðvakandi. Eftir sýn þessa kom batinn. Síðustu níu daga hafa sex brezkir hermenn látið lífið vegna vopnaðrar mótspyrnu Grikkja, átta til viðbótar hafa særzt al- varlega og 16 hlotið minniháttar sár. Skráðir hafa verið 132 skæru liðaverknaðir á þessum tíma og sprengjur hafa sprungið hvar- vetna um eyjuna. TIL VERNDAR LÍFI OG F.IGNUM MANNA John Harding landsstjóri sagði í tilkynningu sinni í dag að við svo búið gæti ekki staðið. Yfir- völdin séu tilneydd til að grípa til sterkra aðgerða til að vernda líf og' eignir manna á eyjunni. •Eftir yfirlýsinguna er herliði og lögreglu heimilað að handtaka grunaða menn fyrirvaralaust. Ákvæði hafa einnig verið sett um brottflutning hættúlegra manna úr landi, um ritskoðun og bann við ferðum milli héraða. Hifis veg ar er óvíst hvort þau ákvæði öll verða látin koma til fram- kvæmda. Salfsíldin lil Rússlands AKRANESI, 26. nóv.: — Hingað kom Reykjafoss um hádegi á fimmtudag og lestaði skreið. f gær kom danskt skip Thea Danielsen og lestaði saltsíld til Rússlands og í dag er hér annað skip, sömuleiðis danskt, sem einn- ig lestar saltsíld til Rússlands. f G Æ R seldu tveir togarar í Þýzkalandi og náðu báðir hag- stæðum sölum. Seldi Fylkir rúm- lega 240 lestir af fiski fyrir 115000 mörk og Egill Skalla- grímsson 207 lestir fyrir 117 þús. mörk. í vikunni, sem nú er að hefj- ast, munu sex togarar selja í Þýzkalandi. ins „Osservatore Romano", þar sem frásögnin er staðfest með sérstöku leyfi páfans. STAÐFESTING PÁFANS Þar segir svo frá: Þega þjáningar hins heilaga páfa voru sem mestar, endurtók hann oft bænina „Anima Christi“ (Sál Krists). Þegar sjúkdómurinn náði hámarki um nóttina var páfinn einn herbergi sínu. Þá endurtók hann enn þá bænina. Þegar hann kom að kallinu „in hora mortis meae voca me" (kall aðu mig til þín á stund dauð ans), þá sá hann við hlið rekkju sinnar hina dýrðlegu mynd Jesús. Ný lendingarljós Akureyrarflupeill AKUREYRI, 26. nóv. SÍÐDEGIS í dag var kveikt í fyrsta sinn á hinum nýju lend- ingarljósum á flugbrautinni við Akureyri og er þar með náð nýjum og merkum áfanga í flugsamgöngum. hér nyrðra, þar sem vélar geta nú lent hér á hvaða tíma sólarhrings sem er, allan ársins hring, ef veðurskilyrði ekki hamla. FLUGBRAUTIN STÆKKUB Flugbrautin, sem nú er í notk- un hér á Akureyri, er 1000 m að lengd, en innan fárra daga verð- ur tekin í notkun 400 m. viðbót við norðurenda hennar, en að byggingu þessarar viðbótar hefir verið unnið í sumar. Verður þá völlurinn við Akureyri lending- arhæfur öllum tegundum flug- véla í hinum islenzka flugflota og þá um leið hinum stóru milli- landaflugvélum, sem hér geta þá lent, ef annars staðar á landinu er ólendandi. GLÓFAXI LENTI FYRSTUR Ljósin, sem kveikt voru við flugbrautina í dag, ná bæði með- fram hinum eldri og nýrri kafla brautarinnar og eru þau af nýj- ustu og fullkomnustu gerð. í kvöld lenti hér svo í fyrsta sinn farþegaflugvél við lendingarljós. Var það TF-ISA Glófaxi og var flugstjóri Björn Guðmundsson. Áður voru að sönnu lendingar- ljós við flugbrautina, en það voru aðeins óvarin olíuljós og einungis notuð fyrir vöruflugvél- ar. í fyrravetur tiðkaði Flug- félagið það nokkuð, að senda hingað vöruflugvélar eftir aS skyggja tók á kvöldin, en far- þegaflugvél hefir ekki verið send fyrr en í dag. — Jónas. hingað til lendingar í myrkri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.