Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fré Vigni. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 króna eintakið. ur ^Álvemicý íeijóa Í^retar J<\ijpur-L'audamálimt ? ! Starf Siólfstæðisflokksins s.l. 16 ár ATÍMABILINU frá 1927—1939 var Sjálfstæðisflokkurinn svo að segja óslitið í stjórnarand- stöðu. Alþýðuflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn báru þá ábyrgð á stjórn landsins. Fyrsta stjórn Framsóknarflokksins naut hlut- leysis hans og óbeins stuðnings. Árið 1934mynduðu þessir flokkar svo samstjórn, sem fór með völd í 4 ár. í um það bil eitt ár stjórn- aði Framsóknarflokkurinn svo landinu einn. Samstjórnarár Framsóknar og Alþýðuflokksins eru einhver erf- iðustu ár, sem yfir íslendinga hafa komið á þessari öld. Fram- leiðslutæki landssmanna hrörn- uðu, flóttinn úr sveitunum magn- aðist, lánstraust ríkisins þvarr og atvinnuleysi lagðist eins og mara yfir fólkið við sjávarsíðuna. Leitað á náðir S j álf stæðismanna Þegar svo var komið vorið 1939 að algert ríkisgjaldþrot blasti við og hrun alls atvinnulífs, leituðu Framsóknarmenn og Jafnaðar- menn á náðir Sjálfstæðisflokksins og óskuðu þátttöku þeirra í ríkis- Stjórn, sem hefði það hlutverk að taka að sér viðreisn atvinnulífs 6g fjármála. Áður höfðu þessir flokkar þrástagast á því, að allt væri betra en „íhajldið", sem setti það takmark eitt, að merg- sjúga þjóðina. Nú sáu þeir hins vegar ekkert úrræði vænlegra til bjargar heldur en að beiðast h’jálpar þessa vonda flokks til þess að vinna viðreisnarstarfið. Sjálfstæðismenn mátu þjóðar- hag meira en það tækifæri, sem þeim gafst til þess að niðurlægja forna andstæðinga, sem nú höfðu gefizt upp við að leysa þann vanda, sem þeir höfðu leitt yfir þjóðina. Þeir gengu í ríkisstjórn með Framsókn og Alþýðuflokkn- um og hófust handa um viðreisn- arstarfið. Síðan hefir Sjálfstæðis- flokkurinn nær óslitið átt sæti í ríkisstjórn. Hann hefir á þeim 16 árum, sem síðan eru liðin veitt fjórum ríkisstjórnum forystu. Þar af hafa tvær verið hreinar flokksstjórnir Sjálfstæðismanna, | ein samstjóm Sjálfstæðisflokks- I ins og Framsóknarflokksins og ein samstjórn Sjálfstæðismanna, Alþýðuflokksins og kommúnista. Auk þess hefir Sjálfstæðísflokk urinn tekið þátt í samstjórn þriggja lýðræðisflokkanna undir forystu Alþýðuflokksins og sam- stjórn tveggja stærstu flokkanna undir forystu Framsóknar. Hefur starfað með öllum flokkum Sjálfstæðisflokkurinn hefir þannig tekið þátt í ríkisstjórn með öllum andstöðuflokkum sín- um nema Þjóðvaimarflokknum, sem varð til í síðustu alþingis- kosningum. Hann hefir verið hið sameinandi afl þjóðarinnar á ör- lagaríkustu tímum, sem yfir hana hafa komið. Það er athyglisvert, að allir andstöðuflokkar Sjálf- stæðismanna, sem bæði fyrr og nú hafa lýst honum sem þjóð- hættulegum sérhagsmunaflokki „sþiiltrár auðmannaklíku" hafa ekki hikað við að ganga til sam- Virinu við hann þegar þeir bafa át't þéss kost. Allir muna, hversu óðfúsir kommúnistar voru til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæð- ismenn árið 1944. Hvorki þá né 1939 og 1947 varð heldur vart mikils hiks hjá Alþýðuflokknum gagnvart stjórnarsamvinnu við S j ál f stæðismenn. Nú ætlast þessir sömu flokk ar til þess að þjóðin taki þá alvarlega þegar þeir bisa við að halda því fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé og hafi ævinlega verið þjóðhættuleg- ur afturhaldsflokkur. Framsóknarflokkurinn, sem nú sitúr í stjórn með Sjálfstæðis- mönnum hefir heldur ekki sér- lega góða aðstöðu til þess að rógi hans um Sjálfstæðisflokkinn verði trúað. Hann hefir haft nána og víðtæka samvinnu við þennan ,,skaðræðisflokk“, hvenær sem honum hefir gefizt tækifæri til þess. Þetta gefur þjóðinni nokkra hugmynd um hvaða einlægni og hreinskilni liggur bak við róg andstæðinganna um Sjálf- stæðisflokkinn. Mesta framfaratímabilið Það segir svo sannasta söguna af starfi og baráttu Sjálfstæðis- flokksins, að aldrei hafa fram- farir og umbætur verið jafn örar og þau sextán ár, sem hann hefir verið áhrifamestur á stjórn lands- ins. Hvert mannsbarn á íslandi veit, að undir forystu Sjálfstæð- ismanna hafa þau verk verið unnin, sem ríkastan þátt hafa átt í að bæta lifskjör almennings og skapa velsæld og afkomuöryggi í landinu. Með þessar staðreyndir að bakhjarli munu Sjálfstæðis- menn halda áfram baráttunni fyrir uppbyggingu hins ís- lenzka þjóðfélags. Þeir óttas< ekki hinn rakalausa róg and- stæðinga sinna. Leiðarljós Sjálfstæðisflokksins er trú hans á manndóm þjóðarinnar og heilbrigða dómgrein fólks- ins. i Spyrjið bá ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræðir í gær um svokallaðar „Spánarmútur", sem notaðar hafi verið til þess fyrir rúmum 20 árum, að fá Spánverja til þess að kaupa ís- lenzkan saltfisk. Spyr blaðið um það, hvert það fé hafi runnið „í raun og veru“. j Hvers vegna spyr blaðið ekki einn þeirra manna um þetta, sem upp á síðkastið skrifar mest í málgagn Alþýðuflokksins, Jónas Jónsson fyrrverandi ráðherra. Hann skrifaði mikið einmitt um þetta mál fyrir nokkrum árum og hugðist jafnvel nota það til þess að hafa úrslitaáhrif á for- setakosningar. Ef Alþýðublaðinu tækist ekki að fá upplýsingar hjá þessum reynda stjórnmálamanni gæti það leitað fyrir sér hjá einum fyrr- verandi þingmanni Alþýðuflokks ins, sem var forsætisráðherra í þann mund, er erfiðlegast gekk að selja Spánverjum saltfisk. Verður því varla trúað að ó- reyndu að Alþýðublaðið telji sér sæmandi að vera með slíkar dylgjur, sem fram koma í for- ystugrein þess, í hans garð. UNDANFARNA daga hefir verið mikið rætt um ástandið á Kýpur. Stöðugar óeirðir og átök milli brezkra hermanna og innfæddra hafa beint athyglinni að eyjunni j — og á hverjum degi hefur mátt búast við, að til stórátaka mundi draga. Kýpur er eins og allir vita, lítil eyja í austanverðu Miðjarð- arhafi — og hpfir lotið Bretum í um það bil 70 ár. Eftir opnun Súezskurðarins öðlaðist Kýpur sérstaka þýðingu fyrir Breta, en eftir að þeir voru hraktir af Súez-eyðinu nú fyrir skemmstu, varð eyjan þeim ómissandi. Þeir hafa þó aldrei lagt mikið á sig til þess að efla samvinnu her- liðsins og íbúanna og það kveð- ur svo rammt að því, að hin síð- ari árin hafa þeir hætt öllum afskiptum af menntamálum og enskum kennurum fer nú fækk- andi á eyjunni. Aftur á móti hafa Englendingar stuðlað að því, að grískir menntamenn hafa flutzt til eyjarinnar og sezt þar að. Eiga þeir nú allan veg og vanda af uppfræðslu fólksins. O—•—O Það er þess vegna, sem upp- reisnaraida hefur nú hafizt gegn Englendingum. Hinir* grísku kennarar hafa innrætt íbúunum, að Kýpur tilheyri Grikkjum en ekki Englendingum. í því sam- bandi er einnig athyglisvert, að skólabörn hafa átt mjög drjúgan þátt í óeirðunum undanfarna daga. Það má segja að algert hern- aðarástand ríki nú á Kýpur. — Englendingar mega vart hætta sér út fyrir hússins dyr, án þess að mega eiga von á því, að verða fyrir árás æsts múgs — eða verða grýttir af skólabörnum. í bæj- unum má hvarvetna sjá áróðurs- skrif á húsveggjum á þá leið, að íbúarnir heimti sameiningu við Grikkland og vilji Englend- inga á burt hið skjótasta. O—#—O Fyrir skömmu var skipaður uu andi áhn^ar: Jólafasta. IDAG byrjar jólafastan. Fyrr á tíð var það svo, að jólaföst- unni var fagnað með einhvers konar hátíðahöldum — og þá venjulega með þeim hætti, að gert var vel við fólkið i mat þann dag. Eyfirðingar og Þingeyingar héldu lengi þeim sið að gefa kvöldskatt — eins og það var kallað — eitthvert kvöldið í fyrstu viku jólaföstunnar, og þótti ekki annað sæma á myndarbúum en skammtað væri svo ríflega, að enginn gæti torgað öllum skammt inum. Á borð var borðið: hangikjöt, magáll, sperðill, pottbrauð, flat- brauð og vel útilátið viðbit, smjör eða flot — herramannsmatur, og mörgum þótti gott að geyma sér bita í nokkra daga. Kvöldskattur- inn átti að koma öllum á óvart. Húsfreyja skammtaði fram í búri, og enginn vissi neitt, fyrr en skatturinn var borinn inn í baðstofuna. Á jólaföstunni var löngum mik ið unnið að ullarvinnu og hvers konar handavinnu, og átti skatt- urinn í og með að vera glaðning- ur við vinnuna í skammdeginu. Það er ætíð skaði, þegar gamlir og góðir siðir falla niður og týn- ast. En tímarnir breytast og mennirnir með, og á þessum síð- ustu og verstu tímum myndu menn sennilega ekki vinna það til að sitja rólegir heima á hverju kvöldi í heila viku, þó svo þeir ættu von á að fá kræsingar. Ó-íslenzkir tónar. UNNANDI íslenzku laganna" skrifar: „Fyrirtæki, sem nefnir sig íslenzka tóna heldur um þessar mundir kvöldskemmtanir í Aust- urbæjarbíói. Það má sggja ýmis- legt gott um kvöldskemmtanir þessar og mörg atriðin eru skemmtileg og jafnvel ágæt — svo sem leikur þeirra Lárusar Pálssonar og Brynjólfs Jóhannes sonar, söngur Þuríðar Pálsdóttur, Soffíu Karlsdóttur og Ingibjörgu Þorbergs tekst mjög vel upp, er hún syngur lagið „Softly, softly“. En eitt þykir mér miður — fyrirtæki, sem nefnir sig framan- greindu nafni, lætur sér sæma að bjóða upp á aðeins fjögur eða fimm lög eftir íslenzka höfunda af 20 til 30 lögum, sem þarna eru leikin og sungin. Mér finnst, að nær hefði verið að kalla þetta Ó-ísIenzka tóna, en minnast sem minnst á íslenzka tóna, fyrst svona var í pottinn búið. Ég hlýt að lýsa megnri óbeit á svo smekklausri misnotkun á orð- inu íslenzkur. Menn ættu að gera sér ljósari grein fyrir þeirri ábyrgð, sem ríkisborgararéttur þeirra leggur þeim á herðar.“ Enginn gerir svo öllum líki. UNDANFARIÐ hefir mikið ver- ið rætt hér í dálkunum um létta tónlist, sem flutt er í Rikis- útvarpinu — einkum morgunút- varpinu. Er orðin úr þessu all mikil ritdeila — og hafa „Tvær óánægðar" nú kveðið sér hljóðs: „Okkur var hlátur í hug, þegar við lásum í dálk þínum bréf frá „Árrisulum" um morgunútvarp- ið. Við höfum lengi haft í huga að kvarta yfir drungalegri morg- untónlist útvarpsins. Okkur finnst því lítt skiljanlegt, hvers vegna „Árrisull“ kvartar svo mjög. Einna helzt hefir okkur dottið í hug, að hann væri ekki aðeins árrisull heldur einnig úr- illur — a.m.k. verðum við engan veginn varar við þá æðisgengnu léttúð, sem hann virðist heyra í morgunútvarpinu. Það er okkar álit', að ekki veiti af því að „hressa upp á sólina" á myrkum skammdegismorgum. Tillaga okkar er sú, að eingöngu séu leikin létt lög í morgunút- varpinu — fæstir eru á þeim tíma dags tilkippilegir til að setjast niður og hlusta á mikilfenglega tónlist.“ Hér er úr vöndu að ráða fyrir Ríkisútvarpið. Allir þekkja sög- una um gamla manninn, drenginn og asnann — enginn gerir svo öllum líki. MerklD, ■era klæílr nýr landsstjóri á Kýpur, Sir John Harding. Þegar hann tók i við embætti gaf hann út yfir- lýsingu um stefnu brezku stjórn- arinnar í Kýpurmálunum. í Fyrsta markmiðið sagði hann vera, að koma á lögum og reglu á eyjunni, en það hefur Bretum reynzt erfitt hingað til. Óeirð- irnar fara stöðugt vaxandi — og ekki er sýnt, að Bretum takist að stilla til friðar með þeim her- afla, sem þeir nú hafa á Kýpur. O—®—O í öðru lagi kvað Sir John Harding fyrirætlun brezku stjórnarinnar væri, að koma á fót sjálfstæðri stjórn í landinu. í þessu sambandi átti hann við- ræður við Macarios erkibiskup, en hann er forystumaður þess hluta íbúanna, er sameiningu vilja við Grikkland. Var erki- biskupinn sammála Harding um það, að nauðsynlegt væri að koma á sjálfstæðri stjórn þegar í stað. Aftur á móti sagðist bisk- upinn ekki vera fús til þess að hafa samvinnu við Breta um framkvæmd þessa máls, nema að þeir samþykktu fyrst, að Kýpur- búar nytu sjálfsákvörðunarrétt- ar viðvíkjandi sameiningu eyj- unnar við Grikkland — og Bret- j ar ræddu þetta mál við stjórn- ina eftir að hún hefði verið stofn- sett. O—®—O Á þetta sjónarmið vilja Bretar ekki fallast. Þeir vilja ekki gefa neitt fyrirfram loforð um sjálfs- ákvörðunarrétt íbúanna, en segja að þá hlið málsins sé hægt að ræða eftir að stjórnin hefur ver- ið mynduð og að hægt sé að taka málið fyrir á ráðstefnu með Grikkjum og Tyrkjum. Senni- legt er, að fyrir þeim vaki að veita Kýpur sjálfstæði innan brezka samveldisins, en slíka skipun málanna vill Macarios ekki sætta sig við. Mikill áhogi á stofmin VW-klúbbs í GÆRDAG var haldinn allfjöl- mennur fundur eigenda Volks- wagn-bíla og þar ákveðið að stofna klúbb VW-eigenda. Und- irbúningsstjórn var falið að boða til stofnfundar um miðjan jan. næstkomandi. Viggó E. Maack skipaverkfræð ingur gerði fundarmönnum stutt- lega grein fyrir tilganginum með stofnun þessa klúbbs, en hann er gott og náið samstarf við um- boðsmanninn hér, safna skýrsl- um um rekstur bílanna, halda uppi leiðbeiningum um bílinn fyrir klúbbfélaganna og annarra, sem vildu kynnast VW-bílum. Þessu næst var kosin undir- búningsstjórn og eiga sæti í henni auk Viggós E. Maack, þeir Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur, Höskuldur Ólafsson lögfræðing- ur, Haukur Óskarsson rakara- meistari og Sverrir Þórðarson. í nafni Volkswagenumboðsins hér, Heklu h.f., ávarpaði Sigfús Bjarnason framkvæmdastjóri, fundinn og lýst sérstakri ánægju sinni yfir stofnun þessa klúbbs, en erlendis tíðkast þeir og kvaðst hann vænta hins bezta samstarfs við félagsskapinn. Elnmunaiíð LATRUM, Rauðasandshreppi, 26. nóv.: — Haustið hér hefir verið ógætt og einmunatíð það sem af er vetri. Fé gengur úti ennþá alls staðar í hreppnum og er beit góð. Úrkoma hefir verið annað kastið, og eru vegir illfærir þess vegna. Fyrir nokkru var lokið við að ryðja bílveg milli Breiðuvíkur og Látra, og er þegar búið að taka veginn í notkun. Er þar með kom i inn bílvegur um allan hreppinn, | Ekki verður vegur þessi fullgerð- ur í vetur, en búist er við að verkinú verði lokið næsta sumar. Heilsufar í hreppnum hefir ver ið gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.