Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1955 I ANNA KRISTÍN EFTIR LALLt KNUTSEN Framhaldssagan 11 Kristínar. Ég barði að dyrum. Enginn svaraði. Ég opnaði dyrn- ar og gekk inn. Ivar svaf og hraut með nátthúfuna niður fvrir eyru. fin Anna Kristín var ekki í her- berginu. Mig svimaði og ég varð að styðjá mig við vegginn. Systir mín! Ég læddist út og lokaði dyr- unum á eftir mér. Bara að ég myndi nú hvar Sesselja svæfi! Ég gekk hægt eftir löngum gang- inum. Ég var hrædd. Allt í einu heyrði ég dyr opn- ast í ganginum. Það var systir mín, sem út kom. Ég hljóp til hennar: — Uss þú hefir svo hátt, við höfum næturgesti. — Hvar hefir þú verið?, spurði ég bæði hrædd og reið. — Hvar heldurðu að ég hafi verið? Ivar var svo drukkinn í nótt að ég treysti mér ekki til að sofa í sama herbergi Og hann. Ég benti á föt hennar. — Þú hefir verið snemma á fót- um úr því að þú ert alklædd. — Ég heyrði riðið í hlaðið, sagði hún í léttum tón: Hvað eiginlega imyndarðu þér? bætti hún svo við brosandi. — Hver sefur þarna inni? spurði ég hvíslandi. Hún starði á mig. — Enginn. Hvernig dirfistu að spyrja um slíkt? Hún iokaði dyrunum. — Komdu með mér. Þú hlýtur að eiga brýnt er- indi fyrst þú kemur á þessum tíma sólarhrings. Ég hafði satt að segja gleymt erindinu þar til nú. — Pabbi er dáinn. — Andlit Önnu Kristínar fékk á sig steingervingssvip: — Það þykir mér vænt um — sagði hún svo. — Ég vissi að þú mund- ir taka þessu svona, þess vegna kom ég sjálf. — Þakka þér fyrir. Það er óþarft að vekja fvar. Hann sefur til hádegis. En ég og Sesselja förum með þér til Mæris. — Nei, sagði ég, í þetta sinn skal ekki verða gengið fram hjá ívari ég fer inn og vek hann. Hún yppti öxlum. — Ég skal ná í Sesseiju. Ég ýtti fast á öxlina á ívari, þú verður að vakna. Hann hrökk upp, fyrr en ég hafði búizt við. — Er eitthvað að? Er Anna Kristín? — Hún er þegar al- klædd. Þið verðið að koma heim að Mæri. Pabbi er dáinn. Það komu tár í hin döpru augu hans. — Drottinn minn, sagði hann. — Tengdapabbi var góður maður. Þið mátuð hann aldrei eins mik- ils og hann átti skilið. Hvað sagði Anna Kristín? — Hún sagði að ég skyldi vekja þig. Þið komið með mér heim. — Ef ég bara hefði nú aðeins dropa, svo sem eins og eitt lítið staup, stundi hann, ég get annars ekki vaknað. — Þú ættir að fá þér kalt bað á morgn- ana, eins og pabbi gerði alltaf, sagði ég miskunnarlaus. Hann reyndi að stíga fram úr rúminu, en varð svo óglatt að hann hætti við það. — Biddu Önnu Kristínu að koma inn til mín, sagði hann eymdarlega. Ég gerði það. Anna Kristín yppti öxlum og sagði: — Sesselja, láttu brennivín í litla staupið. Hann kemst ekki með okkur annars. — Hálftíma seinna vorum við á leið til Mæris. Enginn virtist taka sér dauða föður míns nærri. Hann hafði verið okkur öllum svo fjarlægur. Og hann var kaldlyndur maður. Hafði honum nokkurn tíma þótt vænt um mömmu þá var það horfið fyrir löngu síðan. En samt var það helzt hún, sem s.yrgði hann. Ég held að hún hafi aldrei elskað Jiann, en hann hafði þrátt fyrir allt verið henni mikils virði í lífinu. Hann hafði látið henni í té stöðuna og nafnið: Húsfreyja á Mæri. Nú fyrst skil ég hversu átakan- lega sárt það er að syrgja ekki þann, sem þú missir. Sá, sem ekki finnur til saknaðar, hefir ekkert misst. Og sá, sem ekki hefir neitt að missa, er hræðilega fátækur. Jarðarför föður míns fór fram með miklum myndarbrag. Anna Kristín var stöðugt á ferli meðal gestanna og alltaf hálfbrosandi. Fólk hneykslaðist á því, og eitt kveld sagði mamma grátandi: Þú gerir okkur að bitbeini allrar sveitarinnar, Anna Kristín. Þú gætir látið sem þú syrgðir hann. — En svar Önnu Kristínar kom snöggt og hvasst: — Er rétt af mér að Ijúga? — Stundum er maður neyddur til þess, sagði ívar, sem vildi stilla til friðar milli kvennanna. Anna Kristín hneigði sig djúpt: — Þökk fyrir, ég skal muna þetta. Móðir mín og eiginmaður minn ráða mér bæði til þess að segja ósatt. En hlýðni minni var lokið þegar brúðarkransinn var settur á höf- uð mitt. — Svona — svona — sagði ívar. — Ég man að þegar faðir minn dó grét ég í heila viku. Ef ég hefði ekki gert það, er ég viss um að mamma hefði barið mig. Anna Kristín brosti aftur: — En það getur móðir mín ekki gert. Ég hefi réttinn mín meginn. En ég skal verða alvarlegri fram- vegis, mamma. Og svo skulum við, úr því að við erum að ræða saman, gera út um málin. Vilt þú ekki helzt flytja þegar í stað að Eiði? Ákvað pabbi það ekki í erfðaskránni? Mamma grét og barmaði sér. Henni kom þetta á óvart. ívar reyndi að koma á sættum, sem báðar gætu unað við, en Anna Kristín daufheyrðist við öllum bænum þeirra. — Þér mun líða miklu betur að búa út af fyrir þig. Og þegar þið selduð mig lofuðuð þið mér því, að strax eftir dauða föður míns fengi ég Mæri. — Það hefðir þú þurft að hafa skriflegt, sagði mamma og reyndi að klóra í bakkann. — Það ; hefi ég auðvitað._— Það vissi ég j ekki um, sagði ívar ráðaleysis-1 lega. — Hún hló. — Heldurðu að þú vitir allt um mig? Tveim vikum seinna var Anna [ Kristín flutt með mann og börn | til Mæris. Mamma vildi fá mig með sér að Eiði, en ég þekkti mömmu nú orðið. Ég vissi að í huga hennar myndi ekki verða pláss fyrir fleiri en fröken Schlutter og prestinn. Hún myndi sökkva sér niður ítrúmál, eins og svo margir einstæðingar. En það sem var þyngra á metunum hjá mér var það, að Anna Kristm ER EKIÐ í HVERJA BÚÐ DAGLEGA OG ER ÞÁ EKKI AÐEINS NÝMALAÐ HELDUR EINNIG NÝBRENNT O. Johnson & Kaaber h.f. Ttlondick Gæðuúr ú góðu verði Systurmerkið: WINSOR Ódýr úi fTlondía^- úr: Gjöf sem ekki gleymist Við höfum tekið við umboði Mondia og Winsor úra hér á landi. Mjög fjölbreytt úrval úra er nú fyrirliggjar.di Nærfatnaður kvenna í miklu úrvali Magabelti og nælonsokkar Laugavegi 60 — Sími 82031 Tilkynning um kolaverð Kolaverð í Reykjavík hefir verið ákveðið króinir 660,0« hver smálest heimkeyrð, frá og með mánudeginum 28. nóvember 1955. Kolaverzlanirnar í Reykjavík Þýzku barnanáttfötin eru komin aftur. — Nýjar gerðir. Dömu- og Herrabúðin Laugavcgi 55 — Sími 81890 Fiðurheit léreft Apaskinn blcikt og blátt Dömu- og Herrabúðin Laugavegi 55 — Sími 81890

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.