Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: A og NA kaldi. Léttskýjað. 272. tbl. — Sunnudagur 27. nóvember 1955 Reykjavíkurbréf er á bls. 9. IRófiir teknar upp á Akur- eyri í nóvembertok Cinmuna gott tíðarfar í haust á Narðurlandi SVO SEM kunnugt er hefir tíðarfar verið með emdæmum gott á Norðurlandi i haust. Getur varla taiizt að þar hafi fest snjo utan nokkra daga um mánaðarmótin okt.-nóv. Það mun vera með eindæmum að nú í þessari viku hefir verið unnið að því að taka upp rófur í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Vegir hafa nú undan- farinn mánuð verið auðir og bílfært um allt Norðurland og jafn- vel var hægt að aka alla leið til Austurlands í nóvembermánuði, en það mun og vera mjög sjaldgæft. Blaðið átti í gærkvöldi tal við Árna Jónsson tilrauna- stjóra Gróðrarstöðvarinnar á Akureyri og sagði hann að undanfarna viku hefðu þeir verið að vinna að því að taka upp rófur þar í tilraunastöð- inni. Luku þeir við að taka upp rófurnar í fyrrakvöld, eða þann 25. nóv. Mun það vera algert einsdæmi að verk sem þetta sé hægt að vinna þegar svo iangt er liðið á veturinn. Astæðan til þess að rófna- uppskeran varð svona síðbú- in er sú, að rófurnar spruttu illa í sumar vegna þurrka, svo og að í þeim var dálítið af kálmaðki. Tóku þær ekki að spretta svo neinu næmi fyrr en í september. En þegar átti að taka þær upp í okto- ber var komið nokkuít frost, nóg til þess að uppskeruvinna var ekki framkvæmanleg, en ekki þó það mikið að rófurn- ar skemmdust niðri í jörðinni. Það er því góðu tíðinni að þakka að hægt var nú að ná 60 pokum af rófum upp lítt skemmdum. Ennfremur hefir verið hægt að vinna óvenjumikið af haustverkum öðrum, svo sem greftri skurða og lokræsagerð. Tún eru þurr eins og um há- suma væri. Jólatré Landgræðslusjóðs GULLFOSS flutti yfir hafið, er hann kom á fimmtudaginn, nokk uð af jólastemningu, minnti á, að það er aðeins tæpur mánuður til jó!a. Á þilfari þessa góða skips voru jólatré Landgræðslusjóðs, mikið af fallegum trjám, sem höggvin voru á józku heiðunum og koma eiga börnum um land allt í jóla- þkapið, þegar þau hafa verið skreytt og tendruð á aðfangadags kvöld. Nokkur undanfarin ár hefir Landgræðslusjóður flutt jólatré inn í vaxandi mæli, en ágóðanum er varið til skógræktarinnar í landinu. Með fyrstu skipum í desember mánuði, sem fara á hafnir út um land, verða Landgræðslusjóðs- tré send, svo þau verði komin tímanlega fyrir jólin. Hvalar-lundur um iiæjarmál í kvöld HVÖT, Sjálfstæðiskvennafé- lagið, efnir tii fundar í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld. Frú Auð ur Auðuns, forseti bæjarstjórn ar, flytur ræðu um bæjarmál- in, en á eftir verða frjálsar umræður. Þá verður rætt um félags- starfsemina, og Hjálmar Gísla- son, leikari, skemmtir. Að fundinum loknum verður kaffidrykkja að venju. Sjáifstæðiskonur eru hvatt- ar til þess að fjölmenna á fund inn. skákín fsfld í dag ÖNNUR skák Friðrik^ Ólafsson- ar og Hermanns Pilniks í einvígi þeirra verður tefld í Þórscafé í dag. Hefst hún kl. 1,30. Friðrik hefir hvítt. Fyrsta skákiri varð sem kunn- ugt er jafntefli. Sóleyjar springa út ígarði íKópavogl ÞAÐ er ekkí ofsögum sagt um veðurblíðuna ‘ sunnanlands und- anfarnar vikur. F,ru blóm jafr.vel farin að springa út í görðum og er slíkt óvenjulegt á þessum tíma árs. í gær kom kona á ritstjórn Mbl. og kvaðst hún hafa verið að hengja út þvott í garði sínum í gærdag og rekið þá augun í tyær útsprungnar sóleyjar og þá þriðju við það að springa út í horninu á garðinum. Var þetta Edda Kvaran, sem býr að Borg- arholtsbraut 37 í E.ópavogi. iiý lysiiiii við Austurvöll NÚ á að stórbæta raflýsinguna við Austurvöil og setja þar nýja gerð af götuljósum. Vinna við þetta hefst á morgun, mánudag, og er áætlað að veridnu verði iokið eigi siðar en 10. des. og þá kveikt á hinum nýju ijós- um. öett verða átta ljósker upp um- hverfis völlinn. Þau verða allhá og 8 metrar frá göt« og upp í ljósastæðið, en í því .verða tvær ljósaperur 800 kerta aUs og er önnur þeirra blá á lit en hin af venjulegri gerð. í hin nýju götuljós verða settir tenglar fyrir gjallarhorn og Ijós- kastara. Settur verður upp Ijós- kastari, sem lýsa á upp kiukku- turn Dómkirkjunnar. Kynning á verkum ídag , KYNNíNGIN á verkum Davíðs Stefánssonar verður í hátíðasal Háskólans í dag og hefst kl. | 2 e. h. | Þar mun Davíð sjáifur lesa ný kvæði, en Lárus Pálsson og Baidvin Halldórsson leikarar og nokkrir stúdentar lesa úr verk- um hans, bæði í bundnu og óbundnu máli. Þá mun dr. Broddi Jóhannesson flytja er- | indi um skáldið. | Söngvararnir Þuríður Páls- dóttir og Kristinn Hallsson syngja lög við ljóð eftir Davíð, en Weisshappel aðsloðar með undirleik. | Öllum er heimill aðgangur að t bókmenntakynningunni, og er j enginn vafi á því að þar verður ! f jöimenni. Tvö torso. Keldur sýningu og flytur íyrirlestru IGÆR kom hingað til lands bandarískur myndhöggvari, John W. Rhoden að nafni og kona hans. Hann er hér á vegum þeirrar stjórnardeildar Bandaríkjanna, er sér um menningartengsl við útlönd, og mun halda hér sýningu á nokkrum verka sinna, jafnframt því sem hann flytur nokkur erindi um þróun högg-« myndalistar í Bandaríkjunum. r I 50 ár hafa Sanlfasdrykktr svalað Islendingum á i AMORGUN, mánudag, eru 50 ár liðin síðan verksmiðjan Sanitas hóf starfsemi sína. Þessi verksmiðja á merkan þátt í íslenzkum iðnaði, því allt frá stofndegi hefur hún verið brautryðjandi á sviði gosdrykkjarfamleiðslu og saftframleiðslu. Sanitas var stofn- sett af Gísla heitnum Guðmundssyni gerlafræðingi, en hann er, sem margir muna, einn merkilegasti frumkvöðull íslenzks iðnaðar. GLÆSILEGUR LISTFERILL Rhoden er aðeins 37 ára að aldri. Hann er Svertingi, fæddur i Alabama í Bandaríkjunum, en kona hans er af Indíánaættum. Þó að Rhoden sé enn ungur að árum, á hann mjög glæsilegan feril á listabrautinni að baki sér. hefur hann numið við marga af frægustu listaháskólum í, Bandaríkjunum — og einnig stundað nám erlendis. Hann hef- 1 ur ætíð skarað fram úr og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín. ★ STÆKKUN FYRIRHUGUÐ Sanitas hefur á þes=um 50 ár- um vaxið frá því að vera til húsa í einnar hæar húsi úti á Seltjarn- arnesi í það að vera eitt af stærri iðnfyrirtækjum x Rejkjavík og er nú tíl húsa í 5 hæða eigin húsi í hjarta Reykjavíkur. Enn hyggja forráðamenn fyrirtækisins á stættun, en til þessa hefur staðið á fjárfestingarleyfi. ★ FJÖLBREYTT FRAM- LEIÐSLA Allir landsmenn þekkja nú Sanitas-vörur. Með árunum hef- ir framleiðslan orðið fjölbreytt- ari. Það eru framl. 8 teg. gos- drykkja, 6 teg. sultu auk ýmiss konar efnagerðarframleiðslu. Kaupm. og neytendur eru á einu máli um að Sanitas vörur standi sízt að baki erlendum vörum hvað gæði og verð snertir. Öll er fram leiðslan unnin með fullkomnustu vélum, t. d. snertir engin manns- hönd flöskurnar frá því að þær koma óhreinar í skolunarvélina og þar til hún kemur áfyllt og lokuð út úr átöppunarvélinni •— en gallinn er sá, að húsnæði og vélar er of lítið fyrir hina ört vaxandi framleiðslu og hyggja forráðamennirnir því á stækkun eins og fyrr segir. ins um 31 árs skeið hefur verið Sigurður Waage, en 1939 var hlutafélagið Sanitas stofnað og núverandi stjórn þess skipa auk Sigurður Wage, þeir Matthías Waage og Baldur Sveinsson. Fjallfoss með slagsíðu UM klukkan 10 í gærmorgun kom Fjallfoss á ytri höfnina hér i Reykjavík, frá Meginlandsböfn- um og Bretlandi. Lítilsháttar slagsíða var á skipinu og hallað- ist það um 8 gráður. Ástæðan til slagsíðunnar er tal- in vera sú, að bilun hafi orðið á rörum sem liggja að botngeymum skipsins, en ekki verður hægt að komast að þeim fyrr en iokið er við að losa skipið. Ekki munu verulegar skemdir hafa orðið á farmi, en í neðslu lest var sekkjavara. Jnhn R'. Ilhorlen HAFNARFIRÐI: — Bjarni ridd- ari seldi í Þýzkalandi í fyrradag 207 lestir af góðum fiski fyrir tæp 90 þúsund mörk. Hafa jís- lenzkir togarar selt fremur illa undanfarið. — Surprise selur í Aðalforráðainaður fyrirtækis-Þýzkalandi eftir helgina. Þess má geta, að þrisvar hefur hann hlotið verðlaun Columbía- háskólans fyrir höggmyndalist — og 1954 hlaut hann Prix-de- Rome listaverðlaunin. ER A LANGRI SÝNINGARFÖR Fréttamenn áttu tal af þeim hjónum við komuna í gær. Kvað Rhoden ísland vera fyrsta við- komustaðinp í langri sýningarför. Ætlunin hefði verið að koma hingað fyrr, en þar sem flugyél hans var veðurteppt í þrjá daga, mun viðstaðan að sjálfsögðu verða styttri en ráðgert hafðf verið í fyrstu. Mun Rhoden sýna 7 myndir sínar og halda þrjá fyr-i irlestra um höggmyndalist, sena munu aðallega fjalla um þróun þeirrar listar í Bandaríkjunum — og um vinnubrögð hans sjálfs. Héðan heldur Rhoden svo til ír lands, en einnig er áætlað a3 fara til Norðurlandanna allra„ Þýzkalands og jafnvel fleiri landa. Um tilgang þessarar farar, sagði Rhoden, að í fyrsta lagJt væri hún gerð til þess að kynna bandaríska höggmyndalist eri lendis — og hvað honum per-> sónulega viðvék, hefði hann mikx inn hug á að kynnast betur lisU grein þessari í Evrópulöndum. fundto upp nýja aðferð Aftur á móti sagði hann, a! miklir erfiðleikar væru samfar. slíkri för, sem þessari, og vær það þó aðallega viðvíkjandi fluti ingi á listaverkunum landa ; milli. Hann sagðist lengi haf; hugleitt þennan vanda og gei margar tilraunir með sköpui verka úr léttari málmum. Ei niðurstaðan varð sú, að hann tel ur siga hafa ftmdið upp nýj aðferð við mótun mynda úr lét( ari málmum. SYNINGIN OPNUÐ I DAG Um myndir sínar sagði hanö meðal annars, að þær sýndu með ferð efnisins, allt frá hinu opna lífræna „massiva“ formi fil hina hreina forms. Sagðist hanil hafa reynt að steypa saman í eina heild þá tilfinningu fyrir þróttí og formi, sem nú gerir svo vart við sig. Sýningin verður opnuð í dag kl. 4 í gamla Iðnskólanum — (gengið inn frá Vonarstræti), en hún mun að líkindum ekki standa lengi, því að búizt er við, að Rhoden fari af landi burt á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.