Morgunblaðið - 29.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1955, Blaðsíða 2
MORGVNBLAfílÐ Þriðjiudagur : 29. '!:hóv'.1:1959 ] 2 \\ skáldsaga Gu5rúnar írá ! lundi gerist við sjávarsíluna Þjóð!eikhúsi5 íf !% aperusýnmgar Hin nýja saga nefnist: Þar sem brimaldan nrotnar UM 10 ár eru liðin síðan fyrsta saga Guðrúnar frá Lundi flæktist milli bókaútgefenda hér í bænum. Voru þoir ekki fáanlegir til að gefa hana út, e. t. v. mest af því að frágangur á handriti var ekki góður. En eftir að fyrsta bókin kom á prent hefur þessi Skáldkona notið geysimikilla vinsælda og bækur hennar ætíð orðið íretsölubækur. Nú um þessi jól kemur út eftir hana ný skáldsaga, ér nefnist „Þar sem brimaldan brotnar". Meðan Dalalíf gerðist upp til sveita, gerist þessi nýja saga við sjávarsíðuna. ÞEGAR DALALÍF KOM FRAM . — ;-- Gunnar Einarsson bókaútgef- ’ andi, sem nú hcfir tekið að sér ■ 'jórn bókaútgáfunnar Leiftur, skýrðí fréttamönnum frá þessu á stuttum fundi með þeim, bar sem hann kynnti helztu bækur útgáf- unnar. Hann sagði, að þegar hand rit af fyrsta hefti Dalalífs barst honum í hendur, þá hafi honum ekki litizt á frágang þess, en samt ákvað hann að lesa það vandlega. FRABÆRAR MANNLÝSINGAR Þá sá ég, hélí Gunnar áfram, að í sögunni var mikið lif, einlrum vegna þess hve persónulýsingarn- ar eru glöggar og góðar. Persón- urnar í sögum Guðrúnar eru ekki aðgreindar hver frá annarri með því að sumar þeirra séu fábjánar og aðrir ofvitar. Þær eru aiþýðufólk, sem skáldkonaji lýsir svo vel, að þær standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Þær eru ekki þannig að þær komi og hverfi síðan eða detti botninn úr þeim, heldur kemur fullkomin jnanngerðarlýsing af þeim í bók- um hennar. Guðrún frá Lundi Og í hinni nýju bók „Þar sem brimaldan brotnar" er ljóst að skáldkonan kann að endurnýja sig. Efnið er ekki alitaf hið sama, persónurnar nýjar og með nýju yfirbragði. Miki! atvinna á Hvammstanga fVAMMSTANGA, 20. nóv. — Tíðarfar hefur verið mjög gott hér í Húnavatnssýslu það -,em af er þessu hausti. Snjór varla sézt, en sunnan átt og hlý- indi dag hvern nú undanfarið. Mikið hefur verið unnið að .iarðabótum í sýslunni í sumar. Fimm jarðýtur voru í gangi. Var bæði unnið í túnum og einnig með mesía móti að undirbúningi fyrir nýrækt. Tvær skurðgröfur hafa og verið að verki í sumar og eru enn. Búið er að grafa um 120 þúsund teningsmetra og rnikil verkefni enn framundan. Fé hef- fóru fram 1947, svo að í sumum hreppum er það nú fleira en nokkru sinni áður. HAUSTSLÁTRLN Haustslátrun sauðfjár hófst hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga 12. september og lauk 15. októ- ber. Alls var slátrað 24,148 kind- um, 23,078 lömbum og 1075 full- orðnum kindum. Meðal kropp- bungi dilka var 14,975 kg. Þyngsti cblkurinn var 28,5 kg., eigandi hans var Jón Gunnlaugsson, bóndason á Sauðá. Hæstan með- ■alþunga í haustslátrun höfðu dilkar Benedikts bónda Jónsson- ar á Aðalbóli, 18,029 kg. (134 dilkar). í haust hefur verið unnið að ■stækkun og endurbótum á slátur- búsi kaupfélagsins og er því verki er lokið á að vera hægt að slátra I i til 12 hundruð fjár á dag. Hjá Sigurði Pálmasyni kaup- manni var slátrað í haust 2500 fjár* þar af 2300 dilkum. RAFMAGN FRÁ LAXÁ Óvenju mikil atvinna hefur verið á Hvammstanga í sumar og haust. Talsvert er byggt og í :;arn- bandi við það unnið að stækkun vaíns- og skolpveitu-kerfa þorps- fr.s#- Búizt er við að rafmagnið frá Laxárvatnsvirkjuninni kom- ist til Hvammstanga fyrir jól og |r unnið af kappi við raflagnir f þorpinu, en byrjað að strengja háspennulínuna frá Blönduósi. REYKJASKOLI TEKINN TIL STARFA Á NÝ Reykjaskóli í Hrútafirði var endurvakinn til starfa í haust og settur sunnudaginn 6. nóvember s.l., en eins og kunnugt er starf- aði hann ekki í fyrravetur, — í skólanum verða um 70 nemendur í vetur. Skólastjóri er síra Þor- J grímur Sigurðsson áður prestur . á Staðastað. — Br. D. Sýningu Rhodens lýkur í SÝNINGU ÞAÐ þótíu mikil tíðindi og góð, er þjóðleikhússtjóri sagði frá því, að hingað væri von á flokki listamanna frá Peking-óperunni, er efna mundu til sýninga hér á vegum Þjóðleikhússins. Það er ávallt mikilsvirði að eiga þess kost að kynnast, þótt ekki sé nema að litlu leyti, list framandi þjóða, og þá ekki sízt gamalla menningarþjóða, þar sem listin stendur á fornum merg og hefir þróast um aldaraðir á sér- stæðan, þjóðlegan hátt og er gjör- ólík þeirri list, sem vestræn menning hefir skapað. — Þegar japönsku listdansendurnir komu hingað í marzmánuði s.l. og sýndu hér í Þjóðleikhúsinu hina sér- stæðu danslist sína, var þeim tek- ið með miklum fögnuði, enda hvildi yfir list þeirra heillandi blær fegurðar og þokka. Á frumsýningu Kínverjanna, er fram fór í Þjóðleikhúsinu s.l. laugardagskvöld, var hvert sæti skipað og eftirvænting leikhús- gesta leyndi sér ekki. Vafalaust hafa flestir áhorfenda gjört sér aðrar hugmyndir um sýningu þessa, en raun varð á. Ekki svo að skilja, að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum, því að það, sem fram fór á sviðinu var fáguð og hrífandi list, heldur mun sýningin hafa komið mönnum á óvart af öðrum ástæðum. Hér var sem sé ekki um óperu að ræða í vestræn- um skilningi þess orðs, heldur miklu fremur svipbrigða- og lát- bragðsleik og fimleika (akroba- tik) svo stórkostlega, að undrun sætir, með söng inn á milli og undirleik annarlegra hljóðfæra að tjaldabaki. Kínverskir söngleikir er æva- fornt. listform, en Peking-söng- leikirnir taldir þeirra merkástir Og munu nú vinsælasta leiklistar- form kínversku þjóðarinnar. Er þar tengt saman á listrænan hátt dans, leikur og tónlist að ó- gleymdri litadýrðinni á dásam- lega fögrum búningum er bera vitni háþroskuðum listrænum smekk. — Enda þótt tónlistin virðist. í fljótu bragði vera hér aukaatriði, aðeins til stuðnings og áherzlu dansinum og hinu talaða orði, þá er hún í raun og veru undirstöðuatriði, það lögmál, sem leikurinn er reistur á og hvert viðvik á sviðinu lýtur. — Kín- versk tónlist hljómar annarlega i eyrum okkar Vesturlandabúa og er það næsta eðlilegt, því eins og austurlandatónlist yfirleitt, er bandaríska mynd- höggvgrans John W. Rhodens í bogasal Þjóðminjasafnsins lýkur í kvöld. Héðan heldur hann núna i vikunni til írlands þar, sem hann sýnir verk sín. í gær flutti Rhoden erindi um nútíma byggingarlist í Banda- ríkjunum og sýndi fjölda skugga- mynda. — Á sýningunni í kvöld kl. 8,30 mun hann flytja erindi um hagnýtingu höggmyndalistar í nýtízku byggingu og sýna jafn- framt skuggamyndir. Næg beitusíld fyrir vetrarvertíð AKRANESI, 28. nóv. — Síðast- liðið sunnudagskvöld var búið að salta hér á Akranesi alls í 18200 tunnur síldar. Söltunarstöðvarn- ar eru þrjár og skiptist tunnu- fjöldinn þannig: Haraldur Böðv- arsson & Co. 10900, Heimaskagi h. f. 4000 tunnur og Fiskiver h. f. 3300 tunnur. 18. nóv. var saltað í tíu þús- undustu tunnuna hjá Haraldi. Beitusíldarþörf bátanna hérna er áætluð á vertíð 8500 tunnur. Er nú lokið við að frysta næga beitusíld og þar að auki talsvert af síld, sem ætlað er tilj meira af síld, útflutning: Hjarðsveinninn ungi (2. sýn.) Sfjornandi: Chu Tu-Nan Séisiæéiir menningerviðb^rður Á Yeníangfjalli (2. sýn.) Ma Hung-lui hún í grundvallaratriðum a!l frábrugðin þvi, er gildir um vest- ræna tónlist, og hér við bætist að hljóðfæri þau, sem leikið er á, koma okkur ókunnuglega fvr- ir. En ekki ætla ég að hætta mér lengra út í þessa sálma, því að til þess skortir mig alla þekkingu. Á lerkskránni voru sjö atriði og er erfitt að gera upp á milli þeirra, enda voru þau hvert öðru betra. Fyrsta atriðið nefnist „Fög ur kona við öl“. Fjallar það um eftirlætisfrillu keisarans, er íær sér. fullmikið neðan í því. Aðal- hlutverkið leikur ein af fremstu leikkonum flokksins, Chiang Hsin-yung. Er yndisþokki þess- arar ungu leikkonu mikill, svip- brigði hennar skemmtileg og hreyfingar hennar mjúkar og hnitmiðaðar. Minnisstæðust held ég þó að mér verði atriðin „Á krossgötum" og „Haustfljót" og þá einnig siðasta atriðið „Gull- fjalii sökkt“, þar sem fimi leik- endanna er svo mikil að beinlínis gengur fram af manni. ,,Á kross- götum“ lýsir einvigi tveggja manna í myrkri (auðvitað í fullu Ijósi á sviðinu) og er athyglisvert hversu frábærlega vel leikendun- um tekst með látbragði. sínu að gera þessa hólmgöngu í myrkririu eðlilega og sannfærandi, jafn- framt því sem svipbrigði þeirrA eru bráðskemmtileg og leiknin fá dæma mikil. ,,Haustfljót“ segir frá ungri stúlku, sem kemur hlaupandi niður á fljótsbakka l leit að unnusta sínum. Rær þá gamall maður þar að, gamansam- ur og góðlátlegur og hjálpat henni til að finna unnustann. bragðsleikur þeirra beggja er svo lifandi og sannfærandi að maður sér blátt áfram hversu báturinn líður áfram og vaggast á ölduní fljótsins. Er yfir þessum þættl hugþekkur blær tærrar listar, ej gleður og hrífur áhorfandann. — Þó að ég hafi nefnt hér sérstak- lega þessi fjögur atriði sýningar- innar, þá fer því víðsf jarri að þan atriði, sem ónefnd eru, séu ekkl einnig mjög áhrifamikil. Ég varð þess var á frumsýning- unni að mörgum þótti sum atrið- in nokkuð langdregin og var svo vissulega að okkar smekk. Gætir hér hins sama og átti sér stað 1 japanska listdansinum í vetur. En þetta er eitt af einkennum aust- urlandsbúans. Honum liggur ekki eins mikið á og okkur, sera byggjum hinn vestræna heim. Þvl gefur hann sér tíma til þess í lisfc- sköpun sinni, að fara nærförnum höndum um smáatriðin, sem era honum sjálfs'agður og nauðsvn- legur þáttur í mótun listaverks* ins. f Er sýningunni lauk voru stjór® andinn og leikendur ákaft hyllfc- ir af leikhúsgestum með langvaiV andi lófataki og ótal blómvönd- j um. Var það að verðugu, því aS hér var um sérstæðan menning- arviðburð að ræða, er seint mia glevmast. Ég vil að lokum þakka Guð- laugi Rósinkranz, þjóðleikhús- : stjóra, þann stórhug er hantu i hefir sýnt með því að fá hingað þessa ágætu listamenn. Hefir hann með því opnað oklíuj? innsýn í hugmyndaheim fjar- lægrar og merkrar menningaiv þjóðar. Er slíkt framtak vissulega lofsvert og Þjóðleikhúsinu til mikils sóma. Sígurður Grímsson. ^ — Þyrihræftgjur | P'am r bla. 1 1 NÝJAR VÉLAR FYRIR \ 12 FARÞEGA 1 Hsu Yu-Chuan og Lo Hsi-chun Hin nýja tegund er mikín stærri og á að geta tekið 12 farþega. Hægt er að fljúga henni með allt að 215 ktn hraða á klukkustund. Þegaj nýju flugvélarnar eru teknar í notkun verður þyrjlvængju þjónustan mjög aukin, og nýj* ar leiðir teknar upp. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.