Morgunblaðið - 29.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLADIB Þriðjudagur 29. nóv. 1955 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Frarnhaldssagan 12 þarfnaðist mín. Hún lagði hand- leggina um háls mér og sagði blíð lega: — Þú verður að vera hjá mér, þú verður að hjálpa mér! — Við hvað ertu hrædd, spurði ég. — Við sjálfa mig, var svarið. Ég varð kyrr á Mæri. Raunverulega var þess ekki vanþörf. Konur eins og Anna Kristín eru sjaldan mikiar húsmæður. Þaér hugsa of mikið um sjálfa sig. Anna Kristin var eins og tindrandi stjarna, sem aðrar stjörnur snerust um. Nú hófst nýtt líf á Mæri, og það kom sér vel að ég hafði verið þar nokkurs konar ráðskona síðustu árin. Okkar hjú voru ekki vön þeirri hyskni og leti, sem auð- kenndi hjúin á höfuðsmannssetr- inu. Okkur Önnu Kristínu kom saman um að láta hjúin öll verða eftir á búgarðinum þegar hann var seldur. Nýi eigandinn var ungur, lag- iegur maður, Rosenvinge að nafni. Hann var sannarlega glæsi legur þegar hann reið í hlaðið á Mæri á gráa folanum sínum. Hann kom raunar oft án bess að hann ætti erindi. Og ekki Jeið á löngu áður en Anna Kristín fór að fara ein langa reiðtúra. Er í raun og veru hægt að ásaka hana? Hún var neydd í hjónaband. Eiginmaðurir.n var gamall ekkjumaður, lítt mennt- aður drykkjusvoli. En hann var ekki vondur maður. Hann var góðlátlegur þegar hann var ó- drukkinn, en fyririitning Önnu Kristínar var honum sem svipu- högg. Og hafi nokkru verið að glata í þessu hjónabandi, þá glat- áðist það þegar Anna Kristín fór að drekka með honum. Undir áhrifum víns fór hún ekki dult með hatur sitt. Þá sat hann stund um og kreppti hnefana rauðþrút- inn af reiði og, að því er virtist, albúnn þess að drepa hana. Stundum leið þeim sæmilega saman. Hann var ekki eins strang ur né heiðarlegur eins og pabbi, og hann gat fyrirgefið þó að hann væri órétti béittur. Hann var heldur ekki eins harður húsbóndi. Hann vildi gera allt fyrir systur mína. Og þegar hún þurfti að fá einhverju framgengt notaði hún sér það vald, sem hún hafði yfir honum. En að öllum jafnaði var hún köld í viðmóti við hann og afskiptalaus, en gætti þó almennr ar kurteisi gagnvart honum. Sumarið sem systir mín og höf- uðsmaðurinn höfðu verið gift í sex ár, skeði atburður sem átti eftir að hafa mikil áhrif á lífið á Mæri. Rosenvinge strauk úr landi og hafði á brott með sér fé, sem tilheyrði ríkinu. Hann hafði ekki borgað jörðina og hún var þegar auglýst aftur til kaups. Sá, sem nú keypti hét Gvnter. Hann var gjörólíkur Rosenvinge. Lítill, feitur og vínhneigður. Strax og við Anna Kristín sáum hann vor- um við sammála um að okkur litist iJla á hann. Ekki leið á löngu þar til hann varð daglegur gestur á Mæri, því ívar uppgötv- aði fljótlega ákefð hans í pen- ingaspil, er var íþrótt, sem höf- uðsmaðurinn hafði stundað af kappi áður fyrr. Fyrsta kveldið sem þeir spiluðu tapaði Gynter miklu fé. Systir mín hló og sagði: — Óheppni í spilum merkir heppni í ástum, höfuðsmaður, þér verðið að hugga yður við það. — Hann horfði fullur aðdáunar á hana. AndJit hans minnti mig á grís, ■augun lítil, munnurinn stór. — ÍHJyti ég heppni fyrirrennara Imíns í ástamálum, mundi ég glað jur stela öllu úr ríkisfjárhirzl- únni, frú. Það er dýrt að elska fagrar konur. — ívar leit spyrj- andi á hann. — Hvað ertu að tala um Rosenvinge? Drottinn minn góður, hann strauk með allt fé herdeildarinnar. Til hvers ætli hann hafi annars notað féð? Gynter leit brosandi á Önnu Kristínu, snéri sér svo að ívari og sagði: — Ég er heiðursmaður, mon chér, ég segi ekki neitt. En eins og ég var að segja konunni yðar, ég mundi gjarnan hafa kos- ið mér hans hlutskipti. — Hann horfði fast á Önnu Kristinu. Augu hans voru vot og áfjáð. Hún lagði saman sauma sína og stóð upp. — Ég held að þér hafið á röngu að standa, sagði hún ísköldum rómi, það voru IMýkomið mikið úrval af þýzkum kvenpilsum Flauel — UH — Rifsefni CRISCO ER KOMIÐ AFTUR Hefur verið ekið í verzlanir O. ^oLnáon CS? ^JJaaler L.^. ^öUtPöndun umftam allt IVtúrhúðun Ibúð Vantar 3—4 herbergja íbúð í bænum, til leigu. Til greina kemur kaup á fokheldu, gegn vægri útborgun. Get látið í té múrhúðun ef með þarf. — Uppl. sendist Mbl., merkt: „íbúð — 681“. Hafnarfjörður Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í lengri eða skemmri tíma. — Uppl. ekki svarað í síma. VERZLUN HALLA SIGURJÓNS Pestu agæiu •jailvirku ohukynditæki eru fyrirJiggjandi 1 stærSus- um 0.65—3.00 gall. Verð með herbergishitastilli, vatns og reykrofa kr. 3ISI.lt OLÍUSALAN H.F. Hafnarstræti 10—1S Símar: 01785—6431 HEKLA h.f. Austurstræti 14 Sími 1687 tívCV WUOJLo JK. 7 cubikfeta Kæliskáparnir Síðasta sending fyrir jól - Komið strax - Aukin þægindi — Aukin heimilisprýði þvoltavélor Þýzku þvottavél- arnar með og án suðuelementa komnar — Komið strax — HEKLA h.f. Austurstræti 14 Sími 1687 MR-WICK - AIR-VVICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni. Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: Ólafur Gíslason & Co. Hi., Sími: 81370. Sætaáklædi í eftirtalda fólksbíla eigum við fyrir- liggjandi í miklu úrvali: FORD smíðaár 1935- -1956 MERCURY — 1942—1956' CHEVRÖLET — 1949—1954 PONTIAC — 1949—1954 OLDSMOBILE .— 1949- -1950 PLYMOUTH — 1940—1956 DODGE — 1949- -1956 DE SOTO — 1949—1956 CHRYSLER — 1949- -1956 HUDSON — 1941—1954 STUDEBAKER 1947- -1954 Einnig eigum við gorma-setur og bök, gúmmimottur og margt fleira í allar tegundir bíia. FORD-umboðið KR. KRISTJÁNSSON H.F. LAUGAVEG 168—170 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.